Vísir - 01.10.1954, Blaðsíða 9

Vísir - 01.10.1954, Blaðsíða 9
Pöstudaginn 1. október 1954 vísrn 4 r I tvo klukkutíma Framh. af 3. síðu. mjög glæfralegur. Hvergi var hægt að mætast. Útsýnið er fagurt hér í And- esfjöllunum og stórkostlegt að Ilta niður í hyldýpi dalanna, en ánægjan var dálítið blönduð, þegar maður var hér í lélegum bílskrjóð, sem ekki virtist þurfa að bila mikið, til þess að velta alla leið niður í dalbotn. Þegar maður hefir ferðast þannig klukkutímum saman verður maður andlega þreyttur af til- hugsuninni, sem sækir á mann á svo glæfralegri leið. En bíl- stjórinn, sem var tvítugur strákur, var öruggur og dug- legur, Bíllinn bilaði hvað eftir annað, en alltaf gat strákurinn komið honum í lag aftur, þó að það tæki stundum langan tíma og tefði okkur mikið. Loksins, þegar allir voru orðnir dauð- uppgefnir, komumst við seint um kvöldið til Popayan. ' Popayan hefir orð á sér fyrir að vera íistamannaborg, eink- um borg skáldanna í Colombia. Eg fór þar að hitta Carlos Leh- mann, sem er fullorðinn maður af þýzkum ættum, sem þótti vænt um að fá þýzkutalandi mami til sín. Hann á 5 búgarða þarna, ræktar kaffi, appelsínur og ýmsa aðra ávexti og er ríkur maður. Hann ók mér út á bú- garð sinn, sem er rúmlega klukkutíma ferð frá Popayan. Þar hefir hann kýr, svín og hænsni, kaffi og appelsínur, tómata og allt, sém heimilið þarf með og nóg af fólki til að sjá um búið. Eins og margir landeigendur í Cölombia á hann líka gullnámu, en hann sagðist ekki hafa mikið upp úr henni. Margir bændur hafa gullnámu á jörðum sínum, og hafa nokk- ura menn í vinnu til að vinna gullið, kannske 5—10 grömm á dag. En yfirleitt þykir það ekki mikill gróðavegur að vinna gullið, og margar námur liggja nú óhreyfðar. Lehmann sýndi mér stórt hús, sem hann er að reisa fyrir fjöl- skyldu sína utan til í Popayan. Það ér svo stórt að. það má fr'ekar heita höll en hús. En þáð er munur að geta byggt hús þánnig að þurfa ekkert að hugsa fyrir hita í það. Eftir að hafa verið hj'á Leh- mánn í góðu yfirlæti í tvo daga > manni af götunum og er skógi klætt upp á brún. Hér hitti ég próf. José Jacome, sem er for- stöðumaður fyrir krabbameins ar í Rvík, og eru þau hjónin tiltölulega nýkpmin til Sao Paulo. Öll eru þau samt þegar farin að tala portugölsku, og kalla ég það vel gert, því að portúgalska er miklu erfiðari en spænska. Var mjög ánægju- legt að koma á heimili' þeirra stofnun ríkisins og hafði verið jhjóna, sém búa í sínu eigin húsi með mér á krabbameinsþinginu \utan til í Sao Paulo í Sao Paulo. Hami sýndi mér stofnun sína, sem er mikið fyrirtæki, þar sem 40 læknar vinna að krabbameinsrann- sóknum og krabbameinslækn- ingum, og skortir ekkert á, að þ.éir hafi allt til alls, einnig sjúkrahús íyrir alla sjúklinga sem þurfa að fá geislanir eða skurðaðgerðir. Þessi stofnun er bezta. stofnun á þessu sviði í allri Suður-Ameríku og.senni- lega einhver sú bezta sem til er, þótt víðar sé leitað. Mikill mun- ur er á því, hvernig krabba- mein haga sér í Colombia eða á íslandi. Hjá okkur eru þau al- gengust í maganum, en í Col- ombia er 40—50% af þeim í húðinni (á móti 10% hjá okk- ur) og er engin krabbamein eins auðvelt að lækna og þau sem eru í húð. Því sólríkara sem landið er, því meira er um krabbamein í húð. Ekki sagði próf. Jacome að fólkið virtist neitt hrætt við að koma inn á spítalann þó að allir vissu að þar væri aðeins krabbameins- sjúklingar. Ákveðnir í að fara til íslands. Próf. Jacome og kona hans óku mér síðan um alla borgina til að sýna mér það markverð- asta og var þar margt að sjá. Meðal annars er þar húsið, sem Simon Bolivar átti heima í, mikið og fallegt hús með skrautlegum garði í kringum, sem öllu er vel við haldið eins pg safni á ríkisins kostnað. Simon Bolivar var freisishetja Suður-Ameríku, sem átti drýgstan þáttinn í að frelsa löndin undan yfirráðum Spán- verja. Um kvöldið hélt próf. Jacome miðdegisverðarboð fyr- ir mig, þar sem margt gott fólk var saman komið og var það mjög ánægjulegt. Áður en því. lauk voru gestirnir ákveðnir að koma til íslands áður en langt um liði. Morguninn eftir fór ég fljúg- andi frá Bogotá. Eg hafði ætl- að mér að fara til Medellin og var búinn að skrifa manni þar, Svo má segja, að varla sé ger- legt að ferðast um Suður-Am- eríku nema fljúgandi. Um leið og maður fer í almenningsbíl má búast við alls konar erfið- leikum og töfum. Þarna eru mörg flugfélög og flugþjónust- an virðist vera í ágætu lagi. Eg held ég hafi flogið með 6 flug- félögum alls á þessu ferðalagi, þar á meðal með.sumum beztu amerísku flugfélögunum. Mér er sérstök ánægja að geta þess að með engu þeirra var betra að fljúga en með Loftleiðum, sem gerir betur við sína farþega en mörg stærri félög. Að meta góð hótel. í Miami var heitt, um 32 stig, og hitinn fór upp í 35 stig C. Hvergi í aliri Suður-Ameríku hafði verið svo heitt. í New Yörk var svalara, en í Wash- ington, þar sem þetta er skrif- að, er enn þá heitara en í Miami. Hér hefir hitinn farið upp í 37 stig. Hvergi í allri Suður- Ameríku var hitinn svo hár að mér fyndist hann verulega ó- þægilegur. Hér í Norður-Am- eríku, 35 gráðum fyrir norðan miðjarðarlínuna, er miklu ei’f- iðara að þola loftslagið heldur en suður við miðjarðarlínuna. En eftir frumskógana og sveitahótelin í Colombia og Ecuador hlýtur maður betur en nokkurn tíma áður að meta góð hótel, hreinlæti og vel til- reiddan mat eins og hann er hér. Þégar maður kemur hingað frá ■ Suður-Ameríku finnst manni að hið mikla meginland Suður-Ameríku muni vera á Tass þarf að leiðrétta! „Sovétiikin gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að draga úr viBsjám í heiminum! Þau tíðindi gerðust á föstudag- inn, að Vísi barst „yfirlýsing frá Tassfréttastöfunni“ — sennilega fyrir milligöngu sendiráðs Sov- étrikjanna. Þótt allir viti, að Tass er ekki „fréttastofa“ i þeirri merkingu, sem menn leggja venjulega í það orð, aðeins eitt þeirra áróðurs- tækja, sem segja það eitt, er stjórnarvöldin vilja, hefur Vísir ekki á móti þvi i þetta sinn að birta „yfirlýsinguna", séni hér fer á eftir: Yfirlýsing frá Tass-fréttastofunni. 25. ágúst var i London birt yf- irlýsing frá flotamálaráðuneyti Stóra-Bretlands, er liafði að geyma algerlega uppspunnar staðhæfingar um herflota Sovét- ríkjanna. í. yfirlýsingu þessari var mikið af upplýsingum varð- andi áætlanir um aukningu her- skipaflota Sovétríkjanna, stærð hans og fleira, sem liefur ekki við nein rök að styðjast. Þessi yfirlýsing brezks ráðu- neytis kom af stað miklum úlfa- þyt i brezkum blöðum, Fjöldi brezkra blaða, til dæinis „Daily Mail“, „Daily Iixpress“, „Ne\vs Clironicle“ og fleiri og sömuleið- is brezka útvarpið hófu eins og eftir fyrirskipun öfluga áróðurs- herferð, þar sem hver imyndun- in rak aðra. Það orkar ekki tvimælis, að svipuðu þroskastigi eins og Bandaríki Norður-Ameríku voru fyrir hundrað árum. En engum getur blandast hugur um að Suður-Ameríka er land framtíðarinnar, heimsálfa, sem á mikla framtíð fyrir sér og hefir mikla þörf fyrir duglega og framtakssama menn. Níels Dungal. í Popayan, sem er mjög snotur 'Sem' ég Þekkti; að: taka á móti bær, hélt ég með járnþrautinni mér’ en ég var orðinn svo til Cali. Það er nýtízku þorg Þreyttur á að ferðást og tíminn sem vaxið hefir ört á iðnaði og verzlun. Þar var ég aðeins yfir nóttina og hélt svo fljúgandi til höfuðborgarinnar, Bócrptá. Cali er í Cauca-dalnum, sem Cguca-áin renriur eftir. Þar hefir amerískt .fyrirtæki ausið upp mölinni úr botni árinnar eftir endilöngum dalnum og hrúgað henni upp á bakkana. Eins og annars staðar í Col- ombia hefir verið gull þarna og sjást mikil verksummerki eftir vinnslu þess þarna, en ekki hefir dalurinn prýkkað við það. í {Sogotá. Eftir þriggja tíma’ flug frá Cali komum við til Bogotá, , sem er -borg með 750.000 íbúa í 2500 metra hæð í miðju láridi. Borgin er falleg og vel sett, rétt undir háu fjalli, sem blasir við var orðinn svo naumúr, því að ekki voru nema 8 dagar þang- að til krabbameinsþingið í vYashington átti að hefjast, að nér veitti ekki af tímanum til bess að ganga til fullnustu frá érindi mínu, sem ég átti að flytja þár. Eg tók því það ráð að fljúga beina leið frá Bogotá til Miami, sem er ekki nema 7 tíma flug. Allt gekk það vel og .slysalaust. Hjá íslendingum í Suður-Ameríku. í allri Suður-Ameríku hitti ég hyergi íslendinga nema í Sao Paulo, þar sem Ingvar Emils- son býr með konu sinni og tvéim myndarlegúm strákum. ÁSta, kona Ingvars, er dóttir GuðmUridar Sigurðssonar, full- trúa .Inngf lutningsskrif stofunn- (Metallic Liquid nr. 1) Steinmálning (Paintcrete) Mótavír Bindilykkjur Saumur Þaksaumur Smekklásar Almattia Ri/tgejitatfttSfltifjið h.Í. Borgartúni 7. — Sími 7490. // yfirlýsing flotamálaráðuenytis Stóra-Brctlands og áróðursher- ferð blaðanna, er fylgdi í kjölfar hennar, eiga rætur sinar að rekja til þeirra afla, er berjast- fyrir áframhaldandi vígbúnaðar kapphlaupi. Á sama tíma og Sovétríkim gera allt, sem í þeirra valdf stendur til þess að draga úr viðsjám í heiminum og stuðla að aukinni samvinnu þjóða heims, leitast formælendur valdabaráttunnar og vígbún- aðarkeppninnar á alla lund við að skerpa andstæðurnar og torvelda lausn alþjóðadeilu .. mála með samningum* (Letur- breyting Vísis). Það er eftirtektarvert, að jafn* framt áðurnefndri áróðursher- ferð voru bornar fram kröfur um liækkun fjárveitinga til her- flota Stóra-Bretlands og brezkir skattgreiðendur hræddir með þeim „liáska“, er Bretlandi staf- aði af lierflota Sovétríkjanna.—> Brezka flötamálaráðuneytið þarf augsýnilega, eins og sænskt dag- blað benti réttilega á, slikra á- róðursbragða við til þess að fá byr í seglin, að þvi er varðar eigin áællanir um aukningn herflotans. . „Yfirlýsing" þessi er bersýni*- lega skrifuð á þeim skökku for- sendum, að hér fylgist menn með fréttunum á sama hátt og víða austan tjalds, þar sem blöðin bera ekki annað á borð en það,. sein Tass og aðrar slíkar „frétta- stofur“ láta frá sér fara. Sann- ast það bezt af málsgrein þeirri,. sem Vísir birtir með breyttu letri, þvi að allir, sem fylgjast með fregnum vita, hvernig „Sov- étrikin gera allt, sem i þeirra valdi stendur til þess að draga úr viðsjám i heiminum.“ GætL sett að maani hlátur við að lesa slíka firru, ef raunverulcikinn i þessum efnum væri ckki eins hörmulegur og raun ber vitni- Og þegar Tass getur ekki sagt sannara en dæmið sýnir um þetta atriði, hvaða ástæða er þá tii að ætla, að nokkurt annað orð í „yf- irlýsingunni" sé sannleikur? TiSboð óskast í raflögn í 45 íbúðir Reykjavíkur- bæjar við Réttarholtsveg. Útboðslýsing og teikn- ingar afhendast á teiknistofu minni, Tómasarhaga 31 og verða tiiboðin opnuð á sama stað, mánudag- inn 11. október kl. 11 f.h. Gtsii Haltdórsson arkitekt, M.A.I. Hollenzka stjórnin hefur- samþykkt, að> allir hollenzkir verkamenn skuli fá allt að 6% launahækkun frá næstu mán- aðamótum. Vogabúar! Munið, ef þér þurfið að auglýsa, að tekið er á móti smáauglýsingum í * Vísi í - Verzlun Arna J. Sigurðssonar, Langholtsvegi 174 Smáauglýsngar Vísis eru ódýrastar og fljótvirkastar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.