Vísir - 01.10.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 01.10.1954, Blaðsíða 4
vísm Föstudaginn 1. október 1954 ma ganga ur skugga um hana, og bæta úr, ef þarf. Á Norðurlönduni er Sestrar- hæfni barna prófuð með sérstökum aðferðum. Greind og lesírarliœíni haldast in|og i hendur. r« Undanfarið hefur staðið hér yfir lestrarnámskeið, sem ætlað er barnaskólakennurum, og hafa m. a. verið fluttir J»ar fyrirlestrar um þetta efni. Hér fer á eftir fyrirlestur, sem Ólafur Gunnarsson flutti í upphafi námskeiðsins, og mun foreldrum ekki síður en kennurum þykja gott að kynnast leið- beiningum þeim, sem þar koma fram. Lestrarhæfni manna er að þess að ganga úr skugga um, manna er sjálfsögðu jafnmismunandi og greind þeirra, þannig að allur fjöldinn les miðlungi vel, örfáir framurskarandi vel og örfáir framúrskarandi illa. Oftast fylgjast há greindar- vísitala og há lestrarvísitala að, en á því eru þó allmargar undan- tekningar, og hafa þær gefið til- efni til margskonar rannsókna og meðal allra Norðurlandaþjóð- anna, að okkur íslendingum undanskildum, hefur vei’ið reynt að bæta úr lesti’arörðugleikum bama með því að sjá þeim fyrir aukakennslu eða sérkennslu eft- ir að rannsókn skólasálfræðinga hefur skórið úr um það, í hverju örðugleikar barnsins séu fólkn- ir, og hvemig hægt sé að ráða bót á þeim. Ég mun í þessu erindi ræða lestrarörðugleika almennt og hvemig hugsanlegt er að ráða bót á þeim. Mun ég í því sam- handi greina nokltuð frá reýnslu frændþjóðanna á Norðúrlöndúm og loks geta þess, sém hugsan- legt er að gera fyrir börn, sem eiga erfitt með lestrarnám, án þess að leita til skólasálfræðinga, fen þess er eihs og kunnugt er enginn kostur hér á landi.” pegar böm bragast aftur úr. Allir, sem fengizt hafa við. lestrarkennslu, kannast við, að þegar í fyrsta hekk fer oft að hera á því, að nokkur hörn geta ekki fylgzt með öllum fjöldan- um. Er því éðlilegt að spyrja.: Hversu snemma væri hægt að ganga úr skugga um það, að börn þau sem dl'agast aftúr úr, muni ekki geta fylgst með hekkjar- systkinum sínum? Svarið við þessari spurningu verður, að ef heíít værf' lestrai’þroskaprófum, skóI aþroskaprófum og greindar- prófum, mætti oftast nær ganga úr skugga um það, hvaða böm- tim væri álitlegt að kenn'a Iestur með góðum árangri. >: í því sambandi má ;henda á, að sérstakar vonir eru bundnar við alveg nýtt lestrarþroskapróf, sem hæft hefur verið á Pedagog- jska Institutet í Stokkhólmi, cn próf þetta.er þannig útbúið, að því er jafnauðvelt að beita í hvaða landi sem er, þai: éðí það er ekki háð' neinni ákveðinni tungu. Próf þetta hefur, 'með samþykki Pedagogiska Institutet verið sent öllum barnaskólum í Reykjavík og fjölyrði ég því ekki frekar um það hér. Prófið er syo auðvelt í meðförum að kennar- ar munu geta sett inn í notkup þess á mjög fetúttum tíma. hvort tímabært sé að hefja lestr- arriám bama, er að því leyti seinfarin, að hún krefst nokk- urrá daga athugunar á böriiun- um og sú athugun myndi vart framkvæmanleg nema skólarnir hefðu skólabálfræðingum á að skipa, auk kennara, sem æfingu hefðu í að beita lestrarþroska- og skólaþroskaprófum. í fyrsta bekk fer naumast lijá því, að kennari veiti því eftirtekt, ef barn virðist ætla að verða eft- irbátui' annarra í lestri. Orsak- irnar til þess geta verið margvís- legar. Amerískir sálfræðingar hafa lialdið því frarn, að lestrar- kennsla hefjist yfirleitt of snemma, hún ætt.i að bíða til átta ára aldurs, þar eð augu barn- anna hafi ekki náð nægum þroska íyrr. jiessi skoðun hefur eklci verið sönnuð, en í þessu sambíindi má beiida á, að börn geta yfirleitt ekki metið stærðir og fjarlægðir á sarná hátt og fúil- orðnír fyrr en þau hafa náð 12 ára aldri, og er sú stáðreynd al- varleg ábending til þeii’ra, sem stjórna ökutækjum hvað sem lestrarnáminu líður. En úr því ég minnist á sjón barnanna er rétt að benda á það, að sjálfsagt er að láta athuga sjón og heym bama, sem eiga erfitt með að læra að lesa, áður en gripið er til nokkurra. annarra ráðstafana. Léleg sjón eða heyrn eru að vísu ekki aígengar orsakir en þó svo almennar, að í Kaupmannahöfn, þar sem vel er fylgst með ölhim börnum, sem að einhverju leyti eru afbrigðileg, njóta 0,1%- kennslu í skóla handa sjóndöpr- um börnum og 0,1% í skóla, sem ætlaður er heyrnarsljóum hörn- um. Oft þarf ekki annað en út- vega barni gleraugu, til þess að lestrarörðugleikarnir hverfi. Hefst lestrarkennsla oi #n*rama? L seta -ég benti -á nfr, til Greindin hefur sín áhrif þá er lítil greind eðlileg og allalgeng ástæða til þess, að börnum sækist scint lestrarnám,. Um greind barna verður að vísu ekki sagt með vissu nema með greindarprófum en oftast fer van- ur kennari allnærri um hæfileika oemenda . sinna. Ég tcl mér þó skylt að geta þess, að á þessu geta verið misbrestir, og er gleggsta dæmi, sem ég þekki í því sambandi álit nokkurra danskra samkennara minna á 10 ára dreng, sem þeir töldu heimsk- an eða að minnsta kosti und- arlegan. þegar ég greindarpróf- áði-drenginn, kom í ljós, að hann hafði greindarvísitölu 167, eðá einhverja þá ailra hæstu, sem riiælatúegt er. Gera niá ráð,fyrirr:|: að böra,- sem *- hafæ undir 90fi greinai’vísitölu, muni eiga erfitt með nám yfirleitt og ]iá auðvit- að lestur líka. Danir gera ráð fyrir, að börn með greindarvísi- tölu 75—90 þurfi á sérkennslu að halda og hafa verið stofnaðir handa þeim hinir svonefndu hjálparskólar. Gildir sérstök námsskrá í þeim skólum og námsefni ailt minna en í öðrum barnaskólum. Börn, sem hafa iægri greindarvísitölu en- 75 eru ^á Norðurlöndum og í Englandi talin til fávita og er þar um 1—2 prósent allra barna að ræða. Frakkar og þjóðvcrjar miða fá- vitahát.t jafnan við 50 í stað 75 og ei' í’étt að gera sér grein fyrir því, að samkvæmt þeirra skiln- ingi er naumast um aðra fávita að ræða en þá, sem eru svö að segja ófærir til alls náms, en það eru þau börn alls ekki, sem tekin eru á skólaheimili fávitaliælanna á Norðurlöndum. J»egar greind er yfir 90 stig Á skólum Reykjavíkur eni mörg börn sem samkvæmt nor- rænum skilgreiningunni mundu teljast til fávita og er vitanlega (ekki nenrn eðlilegt að þeim sæk- ist seint lestrámám eins og allt annað nám. I Kaupmannahöfn gengu 2,3% al]ra harna í hjálp- arskóla síðastliðið ár, og sýnir sú prósentutala, að of fá börn hafa fengið rúm í hjálparskólún- um, enda er það aimennt viður- kennt af skólamönnUm. þegar um athugun á hinum eiginlegu lestrarörðugleikum er að ræða, verða menn fyrst að gera sér grein fyrir því, að ekki dugir að tala um sérstaka lestrarörðug- ieika nema greindarvísitala barnanna sé ÍK) éðá hærri. Lítil lestrargeta þeirra; sem hafa rninni greind, er eðlileg og úr henn'í verður ekki bætt nema breyta algei'lega þeim kröfum, sem gerðar eru til þeirra og miða þær við Iiina litlu hæfileika, sem slíkum hörnum eru áskapaðir. Með þessu er þó ekki sagt, að barn, sem hefur lægri greindar- vísitölu en 90 geti ekki átt við sérstaka lestrarörðugleika að eíja miðað við önnur' jafngreind börn — þess eru vitanlega niörg dæmi en ekki dugir að ætla slíku barni sæti í iestrarbekk, því að slíkir bekkir eru einvörðúngú ætlaðir börnum, sem þrátt fyrir meðalgreind eða meii;a og,;þrátt 'fýrir' heilbrigða sjón ög hevrn eiga við sérsfaklega lestrarörð- ugjeika.áð etja.. Nám skólasálfræSinga í sambandi víð lestrar- og stöf- unarörðugleika vil ,ég- sérstak- léga.benda á grein ef.tir danska. skólasáifi’æðiriginn Rasnius. Jak- pbsen, sém birtist í 7. árgangi Heiniili og skói’á, é; hefti. Rasmtis Jakobsen stjórnaði. í nokkur ár kennslunni í lestrarbekkjum Kaupmannahafnar svo hann mælir af mikilli reynslu í áður- nefndri grein. Eg vil þá um leið nota tækifærið til þéss.að gera grein fyrir þvi, hVaða kiöfur eni gerðar til skólasálfræðinga; en ég hef nú nokkrurn sinnum minnst á slíka menn, án þéss að segjá; frá menntun jþeipí’a: . í Danmörkú, þtu- sem skóla- sálímðin stendur. á traustum grunni, era gerðar þær kröfur til menntunar skólasálfræðinga, að þeir hafi kcnnarapróf og hafi kennt a. m. k. í fimm ár. þá verða þeir að hafa lokið prófi í sálfræði og uppeldisfræði við Hafnarliá- skóla eða annan þann háskóla, sem félag danskra sálfræðinga viðurkennir. Sálfræðimenntun þessi tekur 5—7 ár eftir því hvort menn taka cand. psych-próf eða magisterpróf, og iiversu duglegir menn eru við námið. Ég skal þá í sem stytztu máli reyna að að gera grein fyrir því, hvernig kennarar og sálfræðing- ar vinna sameiginlega að því að finna þau börn sem eiga við lestrarörðugleika að stríða og hvemig reynt er að lijálpa þeim. Tvennskonar próf á börnum þegar kennari verður þess var, að bara í beick hans nær ekki eðlilegum árangri við lestrarnám ið, leitar hann fyrir miliigöngu skólastjóra til skóiasálfræðings. Sálfræðingurinn fær lýsingu á barninu og námsgetu þess frá kennaranum og prófar það að því búnu með liæfu námsstigs- prófi, sem á Norðurlandamálum eru nefnd ^,Standpunktspröver“. Próf þessi sýna hvort færai barnsins er í meðallagi, eða um fi’ávik er að ræða í aðra hvora áttina. þau sýna hinsvegar ekki í liverju örðugleikar eru fólgnir, ef um örðugleika er að ræða. Næsta skrefið er að greindai- prófa barnið með a. m. k. tvenns- konar greindarprófum. Sýni þessi próf eðlilega greind eða meira eru fengnar sterkar likur fyrir því, að um sérstaka lestrar- örðugleika sé að ræða en vissa fyrir því verður aðeins fengin með hæfðum lestrarprófum. þeg- ar ég nefni liæfð lestrarpróf vil ég biðja ménn að rugla ekki slíkum prófum saman við lestr- arpróf, sem samin hafa verið hér á landi árlcga um nokkurra ára skeið og notuð sem tæki til þess að finna ákveðnar einkunn- ir í lestri en ekki þess að finna lestrarörðugleika. Hæfð lestrar- próf eru hæfð sérstaklega fyrir hvert aldursskeið frá 7 til 13 ára a,ldurs og er þá fylgt sömu. meg- inreglum og við hæfingu greind- arprófa. Lestrarpróf þessi hafa að geyma alla bókstafi og hljóð málsins og öll stafa- og hljóða- sambönd, sem máli skipta. Með' þeim má mæla augna- og radd- vídd barnsins, lessvæði þess ag- inerkingarsvæði. ])á sýna prófiri augnástöðvanir og afturhlaup augnanna, víxlun . bókstafa, úr- fellingar og innskot og jafnt 1 hljóðlestri sem raddlestri. þaS, sem einkura er aS Einkenni lélegs hljóðlestrar eru einkum þessi. Ófullkomnar taunahreyfingar, galiaður stafa- saniruni eða hljóðasamruni, of áberandi t a 1 fairalíreyfingar, van- þekking á útliti orðanna, of mik- il eða of lítil nákvæmni, of lang- ar augnahreyfingar, og stuttar augnahreyfingar, of miklar end- urtekningar, of margar úrfeil- ingar eða innskot, óreglulegur andardráttur, takmarkaðar efn- isskilningur og lítil einbeitning- arhæfni. Við raddlestur kemur aljt þetta einnig til greina auk þess sem hefur sérstök áhrif á framburð. Æfður lesandi skynjar lestrar- efni í merkingaheildum, haim sér ekki aðeins orðmyndir bundnar við eitt orð í senn held- ur héilar setningar, sem hafa að geyma ákveðna merkingu. Hvemig æfður lesandi fer að þéssu vitum við í raun og veru ekki. Greinilega skynjum við naumast nema 5—6 bókstafi í einú en merkingársvæðið verður a. m. k. fjórum sinnum stærra. Hja æfðum lesanda eru ekkí nenia 3—5 augnastöðvanir í hverri línu og taka þær 90—95> prósent alls lestrartímans en augnahreyfingarnar 5—10 prós- ent. Hjá lélegum lesanda er þetta öfugt — þar taka augnahreyfing- arnar langari tíma, þær eru þétt- ar og afturhlaup augnanna tíð, en þau koma oftast af því að efn- -isnúin licfur mistekizt eða skakkt hefur verið lesið. Meðan á augnahreyfingum stendur i'er ékkert efnisnám fram og því á- ríðandi að venja börnin á fáar og hraðar augnahreyfingar, en til þess að 'svo megi verða er nauð- .legt'oð ætla hörrium, sem eru að ,Frh. á 11. s. Akihaferð til Kaupmannahafnar og Hamborgar GULLFAXI fer aukaferð frá Reykjavík til KAUP-| MANNAHAFNAR og HAMBORGAR n.k. þriðjudag 5.] október klukkán 24.00. — Farþegar, sem hug, hafa á. að,S notfæra sér þessa ferð, eru beðnir um að hafa samband.j við skrifstofu vora hið fyrsta.. , jé FLUGFÉLAGÍSLANÐS 'ILF.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.