Vísir


Vísir - 22.10.1954, Qupperneq 3

Vísir - 22.10.1954, Qupperneq 3
Föstudagiim 22. október 1954. vism > Hollusita og heilbrigði ♦ Dáiiuríala vegna berkla einiia lægst hér á landi. _ . ... _ " JL ■ _ ... . ■ . Kfln Qpm fvrir pni ri' Yiðtaf vi5 dr. Ola P. Hjaltested, forstöb mann berklavarnanna í Reykjavík. Það er á allra vitorði, að berklavarnir á íslandi eru komnar í mjög gott horf, og ýmsir halda því fram, að hvergi í heiminum sé þeim málum betur skipað en hérlendis, enda hægara um vik að ýmsu leyti. í berklavarnastöðinni í Kirkjustræti er unnið mikið og margþætt starf vegna eftirlits og skoðunar í sambandi við berklavarnir í Reykjavík og ná- grenni. Það starf fer fram án alls brambolts og hávaða, er í traustum skorðum og vel skipu- lagt. Tíðindamaður Vísis kom þangað um daginn til þess að hitta þar dr. Óla P. Hjaltested, sem veitir stöðinni forstöðu, og fékk hjá honum ýmsar upplýs- ingar varðandi þenna þátt heilsugæzlu á íslandi. í berklavarnastöðinni í Reykjavík eru skoðaðir um 20 þús. manns á ári hverju. í fyrra voru skoðaðir samtals Í9.688 manns, en sjálfar skoðanirnar urðu nokkru fleiri, eða um 27 þúsundir, með því að sum- ir eru skoðaðir oftar en einu sinni. Skipta má fólkinu, sem þangað kemur til skoðunar, nokkurn veginn í fjóra hópa. í fyrsta lagi eru þeir, sem ein- hverntíma hafa haft berkla og eru til eftirlits, eða þeir, sem ekki hafa haft berklaveiki, sem vitað var um, en þó ýmsar breytingar fundizt hjá, er benda til gamalla berkla. í öðru lagi kemur þangað fólk, sem læknar ráðleggja að fara þangað til skoðunar, t. d. vegna langvinns kvefs eða þess háttar. Þá eru þeir allmargir, sem koma af sjálfsdáðum til skoð- unar, sem vitanlega er ókeypis. Loks er sá hópurinn, er skylda ber til, að skoðaður sé, og er hann stærstur. Þar eru t. d. kennarar, starfsfólk í veit- ingahúsum, mjólkurbúðum og matvörubúðum, svo og sjómenn á í bæinn hin síðustu ár og ekki var skoðað við allsherjarskoð- unina 1945. Ekki verður sagt, að berkla- veiki á íslandi sé neitt vanda- mál hér, miðað við það, sem áður var. Árið 1930 var dánar- talan af völdum berkla 216 af hverjum 100.000 íbúum, en nú er hún 8—9 af 100.000. Erum við íslendingar nú sennilega lægstir eða næstlægstir í heim- inum í þessu tilliti, Danir e. t. v. lægri. Til eru einstaka fylki í Bandaríkjunum, sem hafa enn lægri dánartölu, en dánartala Bandaríkjanna sem heildar er hærri. Geta má þess, að nú orðið er jafnan nægilegt rúm á berkla- hælum landsins fyrir þá, sem taka veikina eða þurfa hælis- vistar með, þannig eru nú um 30—40 rúm á Vífilsstöðum. Er nú svo komið, að hér á landi bætast miklu færri tilfelli við þau sem fyrir eru, en rúma- fjöldi er á berklahælunum. í fyrirsjáanlegri framtíð verður berklaveiki ekki útrýmt með öllu á íslandi. Hins vegar verður starf berklavarnastöðv- anna ekki minna né þýðingar- minna vegna lækkandi dánar- tölu af völdum berkla. Það segir sig sjálft, að meiri vinna liggur nú í að finna sjúklingana en áður, og að eftir því. sem þeir verða fíeiri, sem neikvæðir eru við berklapróf, þeim mun meiri hætta stafar af einum smitandi sjúklingi, og þá er og hætta á, að sjúkdómurinn geti brotizt út sem „epidemi“. Þess vegna er brýn nauðsyn að vera á verði, leita snemma til læknis. enda batahorfur allar aðrar nú en áður. eins og kunnugt er. Við berklavarnastöðina hér starfa nú 3 hjúkrunarkonur, röntgenstúlka, afgreiðslu- stúlka, Jón Eiríksson læknir, dr. Óli Hjaltested og Magnús Pétursson læknir að nokkru leyti. Rétt er að geta þess, áð berklapróf eru framkvæmd af hálfu stöðvarinnar í öllum ung- linga- og framhaldsskólum hér, en skólalæknar annast þau í bamaskólunum. Svefninn er okkur dá- samlegur orkugjafi. Nægilegur svefn er okkur meim virði en flestir gera sér Ijóst. Bifreiðin er furðuleg upp- finning. Við getum hamast á þessu verkfæri, vanrækt að skipta um olíu á Wí, slitið og eyðilagt suma hluta þess, en einhvern veginn má komast áfram á því. Og hvernig, sera allt fer, er unnt að skipta um og fá sér annað farartæki. Mannslíkaminn er líka furðu- legt verkfæri, og flestir nútíma- menn nota hann líka til hins Læknar reyna nýja iyíjabSöndu gegn hrörnunarsjiíkdónium. Gefa ítikotin-alkóhól-blöndu. ítrasta og misbjóða á marga kaupskipum Til þes“sara hóp- | veSu- Þeir ,reyna að láta hann skoðana komu í fyrra samtals 9113 manns, eða nær helming- ur allra þeirra, sem til stöðvar- innar komu til skoðunar. Þá má geta þess, að fram- kvæmdar eru á vegum stöðv- arinnar, hverfisskoðanir í Reykjavík, þ. e. tekin eru 1 eða 2 hveríi á hverju ári og allir íbúar þeirra berklaskoðaðir. Skylt er að geta þess, að þátt- taka í skoðunum þessum hefir verið afbragðs góð, eða um 96%, og er það vitanlega að þakka skilnmgi almennings , á ráðstöfunum þessum og sam- vinnulipurð. í fyrra voru skoð- aðir íbúar Skjólanna og Camp Knox, en undanfarin ár, allir íbúar bæjarins frá Höfðaborg að Elliðaánum norðan Suður- landsbrautar. Hefir verið lögð áherzla á að . taka úthverfin fyrir einkum vegna þess, að gera má ráð fyrir, að þar búi margt manna, sem flutzt hefir starfa viðstöðulaust, með stutt- um svefnhvíldum á milli, og eiga jafnvel á hættu að slíta sumum hlutum hans. Nútíma- manninu,m, sem er algerlega á valdi hins æðislega hraða og erils, hættir til að gleyma því, að ekkert viðgerðarverkstæði eða varahlutabúð er til á næsta .horni, þar sem unnt er að fá aðra hluta í staðinn fyrir þá, sem slitnir eru. Það er ekki hægt að kaupa vara-nýra eða nýtt hjarta, eins og þegar mað- ur kaupir sér nýtt kerti í bíl- inn, öryggi eða fjöðurblað. Þegar líkami okkar varð íil, var til þess ætlast, að hann entist okkur alla ævi, og engin ábyrgð var tekin á endingu eða vara- hlutir tryggðir. En samt er það furðulegast við mannslíkamann, hve hann getur látið misbjóða sér herfi- lega, og síðan komist í samt lag með svolítilli aðstoð. Og svefn- Undanfarið hafa staðið yfir rannsóknir vestan hafs á hrörn- unarsjúkdómum, aðallega æða- sjúkdómum og áhrifum nikó- tínblandins alkóhóls á þá. Leitt hefir verið í ljós, að lyf þetta er áhrifaríkt í baráttunni við æðaþrengsl og æðakölkun, en aldrað fólk víða um heim þjáist af þeim sjúkdómum.Æð- arnar verða þykkar og stífna stundum, svo að ákveðnir lík- amshlutar, s. s. útlimir og heili, fá ekki nægju sína af blóði. Hið nýja lyf verkar á æða- leggina, svo að þeir linast og blóðrásin eykst til þeirra lík- amshluta, sem þjáðst hafa af blóðskorti. Tveir kunnir læknar í New York, dr. Martin M. Fischer og dr. Harry Tebrock hafa nýlega gert grein fyrir niðurstöðum framangreindra rannsókna í Tímariti lækna New York- fylkis. Nikótín-alkóhólblandan var gefin 100 sjúklingum, sem þjáðust af æðaþrengslum. Brátt kom í ljós, að sársauki í útlim- um, svimi og önnur einkenni hurfu með öllu. Þá var lyfið reynt við 134 menn, sem höfðu of lágan blóð- þrýsting í fótum. 84 þeirra höfðu stöðuga þreytuverki og áttu erfitt um gang. Verkirnir hurfu þó fljótlega hjá 51 sjúk- lingi, en hinir voru á batavegi. Fimmti hluti sjúklinganna var með sár á fótum, en í skýrslu læknanna segir, að 13 þeirra hafi orðið albata. Tólf sjúkling- um var mjög svimagjarnt vegna ónógs blóðstreymis til heilans, en hið nýja lyf lækn- aði átta alveg og enginn kvart- aði undan svima. Mjög hjálp- legt reyndist lyfið 15 sjúkling- um, sem höfðu of þykkt blóð í fótaæðum, því að tíu þeirra urðu alheilbrigðir. Læknarnir segja frá sjúk- dómstilfelli sem átti sér stað með 57 ára gamlan mann, sem gat ekki gengið nema fáeina metra, vegna of hægrar blóð- rásar. Eftir sex mánaða lækn- ingameðferð gekk hann 3 kíló-' metra án nokkurra fótaverkjæ Þrem árum eftir að hann leitaði fyrst læknis, fór hann leiðar sinnar fótgangandi hvert sem vera skal, án frekari læknis- meðferðar. Lyfið, nikótín-alkóhól, er gefið inn í pillum, og má taka daglega um 1.2 grömm án eit- urverkana. Eina ytri breytingin. sem sést, er að húðin verður rauð og blóðhlaupin, meðan á inntökum stendur, en það er bara góð sönnun þess, að lyfið hafi tilætluð áhrif. Ný augnveiki gerir vart við sig. Frá því hefir verið greint af blindravinafélagi einu í New York, að nú fari mjög í vöxt til- tölulega ~nýr augnsjúkdómur meðal ungbarna og leiðir hann til blindu. Sjúkdómur þessi, fibroplasia, er nú algengasta orsök blindu meðal smábarna. Hans varð fyrst vart fyrir 2 árum, en nú er svö komið, að ekki er það fylki vestan hafs, þar sem börn hafa ekki hlotið blindu af völd- um hans. Ekki hefir enn tekizt að finna orsakir hans eða hald- góðar varnir, og gera læknar ráð fyrir, að sjúkdómurinn. muni fara mjög vaxandi í ná- inni framtíð, ef haldgóðar vai'nir finnast ekki. Hversvegna dofnar kyn- orka karlmanna ? Er hw»f$i að z'ÚBíe hói ú p ví ? inn er bezta leiðin til þess að veita móður náttúru þá aðstoð-, sem þarf til þess að viðhalda heilsu okkar. Það er í svefni, sem náttúran einbeitii' sér að því að hlaða líkamann nýrri prku til nýrra starfa næsta dag, til þess að hvíla og endurnæra þá hluta líkama okkar, sem of mikið hefir verið reynt á, og koma blóðþrýstingnum í það horf, sem okkur er hollast. Svefninn er okkur hollari en tylftir af töflum og pillum. Það er einn harmleikur nú- tímalífs, að fjöldi manns verður að snúa sér á. allar hliðar í rúm- inu, friðlaus af þreytu, en getur ekki sofið, nema örskamma stund með höppum og glöpp- um. Menn gleypa margar smá- lestir af svefntöflum á hverju ári, en fjöldi þeirra, sem þjást Frh. á 9, s. Það er margt, sem getur valdið þ\ú, að kynorka karl- nanna dofni óeðlilöga fíjótt, svo sem meðfæddar veilur, t. d. | að kirtlastarfsemi sé í ólagi, en I orsakanna getur einnig verið að leita í tgugabilun. Það getur að sjálfsögðu kom- ið fyrir, að menn, sem eru tekn- ir að reskjast og eru útslitnir, er ellin r.ólgast, þjáist af of- þreytu, kvnorkan er m. ö. o. að þrotum komin óeðlilega fljótt. En kunnur bandarískur læknir, dr. Elmer Belt, heldur því fram, að dofnun kynorku hjá karlmönnum megi í flest- um tilfellum rekja til sálar- ástands manna frekar en líkam- legra veilna eða aðvífandi elli. Belt, sem. er sérfræðingur í þvagsjúkdómum, hefir haft víðtækar rannsóknir á þessu með höndum. Það gæti að sjálfsögðu haft mjög skaðleg áhrif á hina ó- hamingjusömu menn, sem eiga í við þetta vandamál að stríða, ef einhver læknir, er þeir leituðu til, gerði ekki annað en yppta öxlum og brosa, og eyða mál- inu. Það kemur oft fyrir, að slíkur sjúklingur fer frá ein- um lækni til annars, og verður stöðugt fyrir nýjum vonbrigð- um, og glatar loks allri von um nokkra hjálp. „Þannig fer oft,“ segir Belt læknir, „að menn sem þannig er ástatt um, mæta ekki —• eða þá ekki fyrr en um seinan. — þeim skilningi og samúð er þeir þarfnast. Afleiðingin verð- ur alvarlegt hugarvíl, jafnvel megnt þunglyndi, ofan á þá taugaveiklun, sem fyrir var.“ Læknar, sem eru kærulausir um líðan slíkra manna, er til þeirra leita, eða hafa vandamál þeirra í flimtingum, gætu sjálfir, án þess að gera sér það ljóst, verið fórnardýr niður- bælds ótta og hugarólgu. Það er allsendis óvíst, að Frh. a 9. síðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.