Vísir - 22.10.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 22.10.1954, Blaðsíða 10
10 VtSIR Föstudaginn 22. október 1954» er um að vera, Ambrose? Komið inn, maður og standið ekki þarna eins og illa gerður hlutur. — Það eru skilaboð frá Otterbridge lávarði. — Otterbridge? Eg hélt, að hann hefði farið frá London dag- inn, sem ég var látinn laus, til þess að geta verið hjá drottn- ingunni. — Hann kom aftur með henni til Lundúna, lávarður minn, og hann óskar eftir því, að þér heimsækið hann í Woolsack eftir hádegi á morgun. — Það mun ég gera með mestu gleði. Ó! Hver skollinn! Gestirnir mínir . . . ! Anthony glotti. — Það er óhætt að skilja þá eftir í minni vörzlu. Það skal ekki væsa um þá. Því lofa ég. Anthony þinn og Francis munu syngja lof um þig í lítil og falleg eyru. } V. kafli. John vaknaði og gægðist undan sænginni í dögun og hringdi bjöllunni mjög ákaft. Þegar Ambrose kom, var honum skipað, í fremur höstum rómi, að sækja herra William — og flýta sér. Þennan morgun kom John þjónum sínum mjög á óvart með því að vera sérlega vandlátur um búnað sinn. Hann heimtaði búninga sína, til þess að geta valið sjálfur, en áður hafði hann verið mjög hirðulaus um klæðnað sinn. Herra William kom í flýti með nokkra geispandi þjóna, sem báru búninga hans fram, William kom með uppástúngur um það, í hverju jarlinn ætti að vera, en ráðleggingum hans var ekki sinnt í þetta skipti. Jarlinn kaus gráa litinn. Hann bjó sig gráu flaueli frá hvirfli til ilja, valdi sér sverð með silfurhjölt- um, brá silfurfesti um hálsinn og vildi fá gimsteip í húfuna. Það ólli miklum vangaveltum að velja gimsteininn. Þá rriinntist Ambrose þess, að Roger átti rúbínstein, sem gat verið mjög þénanlegur við þennan búning, og hann var þegar í stað sendur til að fá hann lánaðan. Hann kom aftur sigri hrós- andi og á eftir honum kom Roger með úfið hár, sveipaður laki. — Hver skollinn sjálfur gengur á hér? spurði hann. Því næst virti hann bróður sinn vandlega fyrir og lét fallast niður í stól. — Eg hef vanmetið þig, bróðir, það veit guð, að ég hef vanmetið þig. Aldrei hefði mér dottið í hug, að nokkur Aumarle mundi nokkru sinni klæða sig í grá föt, nema ef hann ætlaði á grímudansleik. En þú kemur mér sannarlega á óvart. Það verð ég að segja. Þú ert eins og jólasveinn. Og ekki spillir rúbín- inn. John tók af sér húfuna og skoðaði gimsteininn með forvitni. — Finnst þér hann ekki eiga við þennan búning? Eg ber svo lítið skyn á búningslistina. — Kæri bróðir! Þú þykist vera viðvaningur, en reynist út- fai'inn og fyrst þú hefur látið rífa mig upp úr rúminu hálf- sofinn löngu fyrir fótaferðartíma, má ekki minna vera, en að ég fái brauð og öl, ef það skyldi verða til þess, að þú fengir líka matarlist. — Þó það nú væri. Þér heyrið og hlýðið, Ambrose! Hann sendi þjónana eftir morgunverði og fór að girða sig sverðinú. Roger bandaði frá sér með hendinni. — Ó, ungfrú Anna! Ó, ungfrú Anna! Hvílíkum breytingum hefur þú ekki valdið hér! — Nú! svo að Anthony og Francis hafa þá verið dálítið laus- málgir ... — Nei, John, þeir tala ekki um það, sem þér einum við kemur, að minnsta kosti ekki í mín eyru! Eg frétti í gær, að Sir Hilary Hundson væri kominn og þess vegna datt mér í hug, að dóttir hans hefði komið með honum til að horfa á drottning- una halda innreið sína í London. Og þegar ég sá þig svona skrautlega búinn og sá, að morgunverðurinn þinn var óhreyfð- ur, vissi ég, hvað klukkan sló. — Hefurðu séð hana? — Já, ári eða svo eftir að þú varst settur í kastalann. Og ég hef ástæðu til að muna eftir því. Það var í brúðkaupi Bevin Marleigh’s og hún var þá um þrettán ára gömul og virtist fjarskalega feimin og hiédræg, en samt laumaði hún lifandi froski niður með skyrtukraganum mínum með þeim afleiðing- um, að ég gerði mikið uppistand og var varpað út í yzta myrk- ur og barinn. — Það getur skeð, að ég sé búinn að hefna þín. — Hvernig þá? Og hann sagði honum söguna um stígvélin. Roger hló sig máttlausan. — Þetta var ágætt, sagði hann. — Þetta var ágætt! Þetta var betra en mér hefði nokkurn tíma getað dottið í hug. Þú hefur knésett hana meira en nokkur annar hefur getað, því að hún er stolt stúlka og drembilát og það þarf að lækka í henni rostann annað slagið. En ég fyrir mitt leyti vildi heldur taka að mér að semja hlébarða en hana. Þakka yður fyrir Ambrose, nú veitir mér ekki af sopa af öli til að væta kverkarnar. John gekk til dyranna, en Roger kallaði á hann. — Ætlarðu nú að spila út úr höndunum á þér því, sem þú hefur þegar áunnið. Ef hún sér þig ganga fram og aftur fyrir framan dyrn- ar hjá henni, heldur hún, að hún hafi þig þegar á valdi sínu. Nei, heimsæktu heldur Sir Hilary við gott tækifæri í allri þinni dýrð og þá má mikið vera, ef við Francis og Anthony getum ekki tafið fyrir gamla manninum, svo að þú fáir tækifæri til að hvísla nokkrum ástarorðum í eyru dótturinnar. En þú mátt bara ekki ganga of langt, því að ég Vil ekki, að henni sé gert mein. — Gert mein! Eg hef ekki í hyggju að gera henni mein. — Nei, ég veit, að þú ætlar þér það ekki. En gleymdu því ekki, að þú ert jarlinn af Bristol og hún er aðeins dóttir fá- tæks riddara. Otterbridge lávarður hefur vafalaust einhverjar aðrar ráðagerðir á döfinni. Roger krosslagði fæturna og setti upp alvörusvip: — Ef jarl- inn af Bristol fylgir réttu máli, munu þrjú þúsund manns af jarðeignum hans rísa uþp og fylkja sér undir merki hans. Þess vegna er gifting þín málefni, sem ekki einungis snertir Otter- bridge lávarð, heldur einnig ráðið. Báðir mundu að öllum lík- indum vilja hafa hönd í bagga um það, hvérri þú kvænist til þess að tryggja öryggi ríkisins. -—• Það þykir mér tíðindi! — Þetta eru kannske meiri tíðindi, en þig grunar. Anthony hefur sagt mér, að þú ættir að ferðast til Gloucestershire. Það er tilgangslaust fyrir þig að sækja um leyfi til ráðsins til ferð- arinnar, því að þú færð það ekki. — Og hvers vegna ekki? — Vegna þess að þeir skilja þig ekki og þar af leiðandi treysta þeir þér ekki. Það getur verið, að Cecil skilji þig, en ég efast um alla hina. John fylltist kvíða, ekki sízt þar sem allt virtist mæla með því, John hefði á réttu að standa. — Eg mun bráðlega fara frá þér, John, sagði Roger og gretti sig. — Hvað ertu að segja? Á kvöldvÖkunni. Þekkirðu Smiths-fólkið? Nú, ekki það. Eg var boðinn þangað til að borða í kvöld. Og hugs- aðu þér, er það ekki einkenni- legt! Feðgarnir eru fæddir ná- kvæmlega á sama degi og sama klukkutíma: Það er ómögulegt. Þeir hlytu þá að vera tvíburar. • Maður nokkur dó, lét eftir sig 100,000 sterlingspund og arfleiddi Englending, íra og Skota að peningunum með því skilyrði, að hver þeirra um sig léti tíu punda seðil í kistuna. Englendingurinn lét sinn seðil í kistuna og sömuleiðis írinn, en Skotinn lét í kistuna ávísun á þrjátíu pund og tók báða tíu punda seðlana. • Hann: — Eg gæti trúað að þú værir reið við mig, vina mín, af því að eg kom heim með þetta bláa auga í gær- kveldi. Hún: — Alls ekki, væní minn. Þú manst kannske ekki eftir því, en þegar þú komst heim, varstu alls ekki með blátt auga. • Reykvíkingur var á ferðalagi norður í landi, kom inn í veit- ingahús í smáþorpi og sagði við f rammistöðustúlkuna: — Mig langar í vel heitt kaffi, tvær smurðar brauð- sneiðar, tvö linsoðin egg og fá- ein vingjarnleg orð. Stúlkan fór og kom aftur að vörmu spori með kaffið, brauð- sneiðarnar og eggin. Hann leit framan í stúlkuna og sagði: — Þetta er nú gott og blessað. en nú vantar bara vingjarnlegu orðin: Þá leit hún á hann, alvarleg í bragði og sagði: — Væri eg í yðar sporum, mundi eg ekki borða eggin. • Charles G. Smeltzer, frá East St. Louis, var ákærður fyrir að hafa stolið flugvél, flogið henni 95 mílur og lent án þess að skemma flugvélina nokkurrt skapaðan hlut. Fyrir réttinum kvaðst hann aldrei hafa flogið fyrr. Hann hefði labbað út á flugvöll, sezt uþp í flugvélina, farið að fikta við hana af rælni, .,og áður en eg vissi af, var hún komin upp í loftið.“ C. d. Suttcufkó: - TAKZAM ím Tarzan t<jk vopn sín og rauða klæðið og stökk inn á leikvanginn. Lazar hvessti á hann augun um leið og hann sagði háðslega: „Þessi nautabani telur sig vera hraustasta nautabana í heimi“. Mannfjöldinn rak upp mikinn hlát- ur, en Tarzan varð öskuvondur. Hvers vegna var Lazar að gera hann hlægilegan? Vinir Tarzans urðu einnig undr- andi. „Það vakti eitthvað sérstakt fyrir honum“, sagði Holt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.