Vísir - 01.11.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 01.11.1954, Blaðsíða 1
«4. árg. Mámidaginn 1. nóvember 1954 249. tbl. Tíu börn farasí í sprengingu. Lodon (AP). -— Pólska út- varpið hefur skýrt frá því, að 10 börn hafi látizt af völdum sprengingar í grennd við Varsjá. Voru þau að leik, er eitt þeirra mun hafa stigið á sprengju frá s'tríðsárunum. Byggingar h.f. Egils Vilhjálms- sonar. Sjá grein annars staðar í blaðinu. Steypuvinna við Iðnaðar- bankann hefst í vor. Byggt verður eins stórt hús og leyfí fæst fyrir. Um þessar mundir er verið að vinna að undirbúningi á flutningi hússins nr. 10 við Lækjargötu, en á lóðinni þar verður Iðnaðarbankinn. reistur. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefir fengið frá bankastjóranum, mun. ekki verða byrjað á neinni steypu- vinnu fyrr en undir næsta vor, af tæknilegum ástæðum, því að steypa verður í miðbænum eins mikið og unnt er þegar í upphafi, en auk þess er óheppi- legt að hefja slíkar fram- kvæmdir fyrr en öllum undir- búningi er lokið, svo sem teikn- ingum öllum. en það er mikið verk að ganga frá öllu slíku. Ekki hefir enn verið ákveðið hversu stórt hús verður reist þarna. og er það á valdi bæj- arstjórnar, en byggt verður eins stórt hús og leyfi fæst fyrir. Timburhúsið, sem nú er þarna, er stærsta timburhús, sem flutt hefir verið hér landi, eins og áður hefir verið vikið að hér í blaðinu. Kaup- andi þess er Eggert Isdal og verður það flutt inn í Klepps- holt. Undirbúningur að flutn- ingnum er vel á veg kominn og mun flutningi verða lokið fyrir miðbik næsta mánaðar í seinasta lagi. Italir ræða fyrstir fuli- gildingu Parísarsamning- anna. Einkaskeyti frá AP. Rómaborg í gær. Umræður um fullgildingu samn inganna, sem gerðir voru i París, hefjast í fulltrúadeild ítalska þingsins á morgun. Var gerð samþykkt um þetta s.l. laugardag og verður italska þjóðþingið þannig hið fyrsta af þingum þeirra ríkja, sem að hin- um nýju varnarsamtökum st^ynda, til þess að taka fullgildinguna á á dagskrá. Norræna sundkeppnin: Þátttaka Islendinga jókst um nær 6%. Olafsfirðingar höfðu mesta þátttöku. — ionas Kristjánsson læknir elzti þátttakandinn. í dag Verða úrslitin í Sam- norírænu sundkeppninni gerð fieyirn kunn á öllum Nórður- iöndunum. Þegar Vísir fór í prentun höfðu skeyti ekki borizt frá hinum Norðurlöndunum, en vitað var að alls höfðu 38154 tekið þátt í keppninni og heild- araukningin numið • nær 6% frá Samnorrænu sundkeppninhi 1951. Svohljóðandi tilkynning gaf íslenzka simdnefndin út laust fyrir hádegi í dag: „Þátttaka íslands í Samnor- rænu sundkeppninni 1954 varð varð 38154, eða 5.875% aukn- ing frá 1951. Var það ákveðið, þegar til keppninnar var stofnað, að á hádegi 1. nóvember skiptust Norðurlandaþjóðimar á skeyt- um þar sem þær upplýsi hver þátttakan hjá þeim hefði or'ðið og hver aukningin frá 1951, reiknuð í hundraðstölu með þremur tugastöfum.“ Seinna í dag verður svo til- kynnt hver heildarúrslitin verða og hver borið hefir sigur úr býtum. Elzti þáttakandinn í keppn- Framhald á 7. síðu. Kosningabaráttan vestra fór síharðnandi, snerist um utanríkismái og kommúnista. Skoiar norskar kirkjir fornar. Stevenson segir republikana hafa rekið „rennusteinapólitik“. Einkaskeyti frá AP. New York í morgun. —• Kosningabaráttunni er nú að Ijúka, þvf að höfuðleiðtogarnir Hörður Bjarnason húsameistari hafa flutt seinustu ræður sínar, en áróðri í sjónvárpi og útvarpi ■verður haldið áfram fram á seinustu stund. í New York þar sem kosningabaráttan er hörðust hafa republikanar leigt mik- inn hluta allra sjónvarpstíma sjónvarpsstöðva í dag og á morgun. ríkisins er nýfarinn til Noregs til þess að kynna sér norska kirkju- byggingarlist. Mun húsameistari athuga hugs- [ anlég stíltengsl með fornum kirkjum norskum og Skálholts- kirkju i ljósi þess, sem vitáð er um kirkjubyggingar í Skálholti. Mun liann dvelja í Noregi tvær til þrjár vikur og njóta aðstoðar Hákonar Christie arkitekts, sem hér var í sambandi við fornleifa- rannsóknirnar í Skálholti. Bridge: JóhanR 09 Vilhjálmur efstlr eftfr 4. umferð. Fjórum umferðum er lkið í tvímenningskeppni meistara- flokks í bridge og var fjórða um- ferðin spiluð í gær. Staða efstu tvimenninganna er sem hér segir: Jóliann — Vilhjálmur 473 Ásm. — Indriði 469 Guðl. — Stefán 467Á2 Eggert — Guðm. Ó. 456% Sigurhjortur — Örn 454 Ásbjörn — Magnus 450% Tryggvi — Þórhallur 446 Gunnar — Gunnar 439% Baldur — Björn 439 ‘ Einar — Hörður 439 .Fimmta umferð verður spil- Kosningabaráttan hefur liarðh- að geipilega að undanförnu. — Republikanar haf hert róðurinn vegna þess, að þeir óttuðust æ meira, að demokratar myndu fá meirihluta í báðum þingdeildum. Eisenhower sjálfur varð að fara á stúfana. Samtímis hafði hneigst æ meira í þá átt, að utanríkis- stefnan yrði aðalmálið í kosning- unum, þrát fyrir það að Eisen- hower liefði fylgt þeirri stefnu, að um þau ætti ekki að berjast í kosningunum vegna einingar út ú við. Sömuleiðis ætti ekki að deila um McCarthystefnúna og bar- áttu hans gegn kommúnistum. Þó hefur svo farið, að republikanar hafa eignað sér heiður af að Kór- eustyrjöldin var til lykta leidd og Dulles eigi mikinn þátt i að samningar tókust í París. Jafn- vel i brezkum blöðum er talið, að þetta geti haft áhrif, þótt vissu lega sé öðru meira að þakka en Dulles, að sigur vannst í Paris, og nefna þar til Eden, Spaak og fleiri. Þá hafa republikanar ham- ast gegn demokrötum fyrir sam- úð með kommúnistum, kommún- istar vinni fyrir þá, og Adlai Stevenson fékk það framan i sig i ræðu eins leiðtoga republikana, að hann ynni fyrir kommúnista, þótt hann gerði sér það ekki ljóst. Stevenson svaraði þvi til, að republikanar rækju „rennu- steinapólitík“. Kosið verður í öll sæti i full- trúadeildinni, ys þingsæta i öld- unghdeildinni, og auk þess fer fram fylkisstjóralcjör og margra hátt settra fylkisembættismanna annarra. tið næstk. sunnudag. „bræöra" habffö áfram. Höfuðleiðtogi Bræðralags Mo- hameðstrúarmanna, Assam Hod- elby, hefur verið handtekinn, en hann hefur farið huldu höfði að undanförnu. Handtökum Bræðra lagsmanna er haldið áfram. Salem upplýsingamálaráð- herra hefur lýst yfir, að áform Bræðralagsmanna hafi verið að ráða af dögum alla þá, sem sæti eiga i Byltingarráðinu, nema Naguib forseta. 160 liðsforingja átti einnig aS drepa. Maður lærbrotnar í bílslysi Tveim bílum stolið. Tvö umferðarslys urðu hér í bænum á laugardagskvöldið. Annað þessara slysa orsakað- ist af árekstri tveggja bifreiða á mótum I.önguhliðar og Miklu- brautar, laust eftir kl. 8 á laug- ardágskvöldið. Areksturinn varð svo harður að farþegar í báðuiii bifreiðun- um, karlmaður og 8 ára gömul telpa, meiddust bæði á höfði, en hvorugt alvarlega. Skenimdir á farartækjunum urðu iniklar. Hitt slysið varð skömmu fyrir miðnætti á Reykjanesbraut, rétt ofanvert við Þóroddsstaði. Þar varð maður, Ot’tó Oddsson til heimilis að Leifsgötu 23, fyrir bif reið sem kom sunnan veginn, xneð þeim afleiðingum að Ottó lærbrotnaði og' var fluttur i sjúkrahús. Um helgina var stolið tveim- ur bifreiðum á götum Reykja- víkur. En þær fundust báðar fljótlega aftur og óskemmdar. Önnur bifreiðin var R-5334, og var henni stolið af Hlemmtorgi. Lýst var eftir henni í hádegisút- varpinu í gær, en nokkru siðar barst tilkynning um að hún hefði. fundizt við verbúðirnar á Grandagarði. Hin bifreiðin var R-2536. Var henni stolið frá Grenimel 2, en fannst eftir skarmna hríð hjá Jófríðarstöðum. Fengu krampa. I gær var lögreglan tvívegis beð in aðstoðar vegna fólks sem feng- ið hafði krampa og dottið niður á götum úti. Var það kona í öðru: tilfeUinu en karlmaður i hinu. Hvorugt þeirra sakaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.