Vísir - 01.11.1954, Blaðsíða 10
10
vlsm
Mánudaginn 1. nóvember 195Í
IIIKÐ-
hlœkir
zo
JERE WHEELWRICHT
— Mjög lengi. í fyrstu gat hann ekki séð þetta fyrir, en hefir
sennilega ætlað að ná svo miklum völdm, sem hann gæti,
með þinni aðstoð. En með breyttum tímum komu breyttar að-
stæður og atvikin færðu honum tækifærið í hendur.
— Eg aumka hann vegna vonbrigða hans.
•— Það geri eg ekki Sjáðu tií, John. Ef þú hefðir samþykkt
ráðagerð hans og hefði hún heppazt, hefði hann orðið slíkur
ráðherra, sem Bretland hefði aldrei kynnzt. Hann hefði enda-
steypt öllu, braukað og bramlað, en aðeins sjálfum sér í hag,
ekki konungsríkinu. Eg þekki hann betur en þú og hefi haft
fleiri tækifæri en þú til að heyra um hann talað. Hann hefir
-enga aðra stefnu en þá, að halda sjálfur völdunum.
— Þú dæmir hann of hart, Roger.
— Ef til vill. Þú mátt kalla mig vanþakklátan þorpara, ef
J)ú vilt, en ef Otterbridge lávarður er ekki alveg tilfinninga-
laus, hefir hann aðeins tilfinningu fyrir sjálfum sér.
John hló. — Og samt verðskuldar hann sín laun.
— Launaðu honum á þann hátt að þegja um þessa ráðagerð
Jrans um að gera þig að konungi. Það verður bani hans ekki
síður en þinn, ef það kemst nokkru sinni upp.
— Það má ekki minna vera. En viðvíkjandi þér, Roger ....
—• Viðvíkjandi mér, John, hefirðu fengið dálitla skýringu.
Eg er sömu skoðunar og Wyatt. Tímarnir eru hættulegir og
ótryggir. Þess vegna hefi eg þagað og það er þess vegna, sem
eg verð að yfirgefa þig.
John reyndi málamiðlun — geturðu ekki hætt við þetta fyrir-
i;æki? Eg þekki þig það vel, að eg veit að þú sækist ekki eftir
völdum. Ef þig vantar peninga eða ef þig langar í jarðeignir,
J>á stendur pyngja mín opin ....
— Hættu, John! Slík tilboð lítillækka okkur báða.
— En því í dauðanum tekurðu þá þátt í þessu ráðabruggi.
Þessi fyrirætlun leiðir ykkur alla á höggstokkinn,
Roger gaf óþolinmæði sinni lausan tauminn og sló í borðið.
Með reiðilegum, sundur slitnum orðum skýrði hann frá því,
að hann vildi ekki, að England yrði gert að spænsku lepp-
ríki, störf þingsins yrðu háð erlendu ríki, þegnréttindi Eng-
lendinga skert og blóði þeirra úthellt fyrir hagsmuni erlendrar
jþjóðar. Og allt væri þetta fyrir duttlunga einnar konu, drottn-
ingarinnar ....
Hér greip John fram í reiðilega. Þeir voru þegnskyldir drottn-
íngunni og hún hafði látið hann lausan. Hann vildi ekki heyra
linjóðsyrði í hennar garð. Þetta varð til þess að vekja ákafar
deilur milli þeirra bræðranna. Roger hélt því fram, að drottn-
ingin hefði verið afvegaleidd, og að það væri hægt að leiða
Jhana á rétta braut aftur og telja henni hughvarf ....
— Og þið Thomas Wyatt ætlið að leiða hana á rétta braut,
Jireytti John út úr sér.
— Já, í nafni alþýðu Englands, þessarar fátæku alþýðu, sem
xnundi verða verst úti, ef ráðahagurinn við Spánarkonung
■íækist. : *•'j l 1 ■•[ '
— Þú virðist bera hag alþýðunnar sérstaklega fyrir brjósti.
En Það eru fleifi bak við þetta en alþýðan ein .... John hreytti
út úr sér orðunum og horfði hvasst á Roger. — Eg skil, sagði
hann. — Og blindur hefi eg verið að hafa ekki skilið þetta fyrri.
Courtenay!. Það var þess vegná. sem þú hagaðir þér svona
bleyðimannlega .... ,. " -
— Bleyðimannlega .... Roger gat ekki stillt sig lengur.
Hann dró rýtinginn úr slíðrum og mundaði hann, en fleygði
honum því næst þvert yfir gólfið. John setti niður bjórkolluna,
sem hann hafði gripið upp sér til varnar, og bað Francis að fara
út, en hann hafði vaðið inn með brugðið sverð í hendi, óðar og
hann heyrði hávaðann.
Báðir bi'æðurnir titruðu af geðshræringu.
* — Eg ætlaði að leggja til þín, John!
— Eg átti það skilið. Roger. Courtenay! Ef það er Courtenay,
sem er potturinn og pannan í öllu þessu. ef það er Courtenay,
sem þið takið fram yfir 'Filipus Spánarkonung. þá hjálpi ykkur
guð, því að þá, eins og Otterbridge sagir, eruð þið glataðir menn.
— Við eigum einskis annars úrkosti.
— Það er þá ekki hægt að telja þér hughvarf?
Roger hristi höfuðið og John hellti víni í bikarana. — Við
megum ekki skilja svona. Eg er eiðsvarinn og samt bið eg þig
fyrirgefningar. Eg hefði staðið við hlið þér með sverð í hendi
mót hverjum sem hefði verið að undantekinni drottningunni.
—• Við erum ekki á móti drottningunni.
— Þetta eru innantóm orð, Roger. Hvað skeður, ef ekki verður
hægt að fá hana ofan af fyrirætlun sinni?
Roger kinkaði kolli. — Þú hefur á réttu að standa. Það getur
farið svo, að nauðsynlegt verði að grípa til sterkari meðala. Þú
ert ekki meinsvari. Þú hefur lofa við drengskap þinn að þjóna
henni. Hann skálaði við bróður sinn og sagði glaðlega. — Jæja,
Aumarle-ættin hlýtur að vinna í þessu lotteríi, því að annar
hvor okkar verður réttum megin — þeim megin. sem sigurinn er.
Þeir dmkku úr bikurunum, tókust í hendur og stóðu dálítið
skömmustulegir yfir sinni eigin viðkvæmni.
— Eg fer á undan þér og tek hnakk minn og hest, sagði Roger.
— Ef þú þarft á mér að halda. verð eg í Allington Hall í Kent.
— Hjá Wyatt?
— Já. hjá Wyatt. Hann lagði hönd sína á Öxl Johns. — Eg á-
minni þig aftur Varaðu þig á dimmum skúmaskotum og farðu
aldrei út að kvöldlagi eða næturlagi, án þess að hafa öruggan
lífvörð. Courtenay á marga fylgismenn. sem eg þekki ekki og
hann mundi ekki hika við að siga þeim á mig. Aðvaraðu Francis
líka
— Francis! Veslings maðurinn stendur hér fyrir utan og hefur
hvorki fengið þurrt né vott. Hó! Francis ... .!
Hann ruddist inn með miklu offorsi, en kyrrðist fljótlega,
þegar hann sá þá í vingjarnlegum samræðum. Francis brá nöktu
sverðinu undir handlegg sér. og sló á lær sér og krossbölvaði.
— Slíðraðu sverð þitt, Francis og komdu og drekktu með
okkur. Þarna er líka kjöt á hliðarborðinu. Við erum hættir að
leika okkur. Jarlinn hellti sherry í bikar og rétti honum. Francis
tók við honum. en sýndi ekkert snið á sér að drekka úr honum.
— Þú ert og vingjarnlegur, lávarður minn. alltof mildur og
fús að fyrirgefa. En um mig er það að segja, að eg er það ekki.1
Þegar eg sé bleyðu draga sverð úr slíðrum gegn þér, vitandi það,
að þú vilt ekki vega að honum.....Og í sömu svifum skvetti
hann úr bkarnum framan í Roger.
Borðið valt um koll með braki og brestum og þeir ruku sam-
an eins og reiðir hanar. Sverðin flugu úr slíðrum og más og
hvæs, sverðaglamur og fótaspark varð til þess að veitingakonan
og þjónar hennar komu hlaupandi og neru saman höndunum í
örvæntingu. Hróp Johns drukknuðu í hávaðanum og hann komst
ekki til þeirra til að skilja þá, því að hann var króaður upp
við vegg innan við borðið. sem hafði oltið um koll. Þetta voru
hin fimlegustu vopnaviðskipti og skylmingakennarinn,franski
og nemendur hans komu hlaupandi til að horfa á. Þeir horfðu
á fullir hrifningar og urðu svo dolfallnir, að þeir gættu þess ekki
að ganga á milli. Francis hafði rist sundur ermina á vinstri
handlegg Rogers og sólbrenndur, loðinn handleggur Rogers
kom í ljós. Það var blóð á kyrtli Francis og hann var tekinn
Á kvöldvökunni.
Piltur í Napoli var kærður
fyrir stuld og móðir hans var
kölluð sem vitni. í réttinum
gerði hún það sem hún gat til
að hreinsa son sinn af áburðin-
um og sagði að lokum: „Hann
sonur minn hefir alltaf verið
dæmalaust góður piltur og í
hvert sinn, sem hann hefir
stolið, hefir hann gefið mér
helminginn á móti sér.“ —
Þessi góða móðir varð að fara
í steininn um leið og sonur
hennar.
•
Margt er haft eftir Einstein
um atómöldina og þær skelf-
ingar sem vænta megi. Það
skýtur því dálítið slrökku við,
að heyra tilvitnanir úr fyrir-
lestri um klofningu atómsins,
sem hann hélt fyrir nokkru.
„Klofning atómsins þarf alls
ekki að þýða tortímingu mann-
kynsins eða menningarinnar —•
ekkert fremur en það þegar eld-
spíturnar voru uppgötvaðar."
•
Mikið gaman er nú hent að
því, að til sögunnar er kominn
maður, sem málar og stælir
Picasso og býr í Valoris eins
og hann. Þessi maður er
drykkjumaður og fyrrverandi
prestur, en nú flakkari og mál-
ari, sem gerir meistaranum
gramt í geði og heitir hann
André Goult. Hann hyggst
muni afla sér liinnar miklu
gullmedalíu. málar í greinileg-
um Picassostíl og merkir mynd-
ir sínar nafninu „Picasetti“.
Hann selur aðallega ferða-
löngum frá Ameríku, sem ekki
eru milljónamæringar. „Kaup-
ið málverk af mér fyrir 100.000
franka,“ segir hann. „Þið hafið
alls ekki efni á því að greiða
þær milljónir, sem Picasso
heimtar. Svo getið þið hengt
myndina ofarlega á vegginn.
þá getur fólki sýnst þar standa
Picasso, en ekki Picasetti.
Halda þá allir, að þið hafið
komið heim með ekta Picasso-
mynd.“
Picasso þykir það verst við-
fangs, að geta ekki fundið laga-
grein fyrir því hvertiig á að
stöðva karlinn og binda enda á
ósvífni hans.
•
Heyrt: „Það vona eg að lífs-
kjörin batni ekki enn. Eg hefi
engin efni á að fylgjast með
þeim.“
C R. &uwcuykj: — XARZAM 168Z
CÓpí'.ÍW ÍílStrRMeBurróujWB*:- Tm.Rrs U.n.Pat.OS.
Dlstr. by Uniteri l'cniurc Syndlccte, Inc.
! „Undirskrifaðu pappírana” hróp-
aði Lazar til lögreglustjórans.
„Hann er alveg að gera útaf við
tnig“, bætti hann við. Lögreglustjór-
inn flýtti sér að gera eins og honum
var sagt.
„Og gleymdu ekki að láta stúlk-
una lausa“ bætti Tarzan við. „Nú
er hún ekki lengur gisli þinn“.
Þegar þessu hafði verið komið í
kring og Lazar var farinn að jafna
sig, sagði hann. „Ég vanmat hæfi-
r.
leika þína, en láttu þér ekki til
hugar koma að ég hafi gleymt hvað
nú hefur gerzt.“