Vísir - 19.11.1954, Blaðsíða 1
44. árg.
Föstudaginn 19. nóvember 1954.
265. tbl.
eín vmi
um Paífeksíjöm
Samkvæmt áreiðanlegum iieim
ildumhefur aðeins ein untsókn
borizt um héraðslæknisembæít-
ið á Patreksfirði.
Þegar umsóknarfresturihn var
útrunninn þann 11. þ. m. hafði
aðeins ein umsókn liorizt og var
hún frá Hannesi Finnbogasyni,
en hann er aðstoðarlæknir. við
sjúkrahús í Svíþjóð og er jáfn-
framt að fullnuma sig.í skurð-
lækningum.
Heyrzt hefur að einhverjum
vandkvæðum væri bundið að
hann geti tekið við embættinu
þegar í stað og er því talið óvist
um veitingu þess.
Málamiðlim í dölb
Panama og Pem.
Einkaskeyti frá AP.
New York í morgun.
Samtök Yesturálfulýðveldanna
hafa tekið sér fyrir hendur að
miðla málum í deilu Perú og
Panama út af töku hvalveiði-
skipa Onassis, sem sigla undir
fána Pamama.
Af hálfu Perú er því haldið
fram, að skipin hafi verið tekin
í landhelgi (þ. e. 200 mílna land-
helginni). — Þrjú Vesturálfu-
riki hafa lýst yfir' slikri land-
helgisstækkun: Perú, Chile og
Ecuador.
Tveir íslendinöar færa
Manitobaháskóia gjafir.
Öiisatir g|4ifiss er Bsleis5Eli tóaslaigalsefii
™ isiéé es* handrit aH fBjHisBgis JoIís-
Isóliar.
--
Prófessor Finnbogi Guð- ' lenzkudeild Manitobaháskólaí
mundsson hefir skýrt frá að gjöf. Er gjöf þessi gefin til
tveimur gjöfum íslendiga, sem ^ minningar um frú Sigríði,
Manitobaháskóla liafa nýlega konu Steingríms, er lézt síðast-
borizt.
Eins og sagt hefur verið frá í frétum hefur verið ókyrrt í
Egyptalandi undanfarið. AHmargir meðlimir hins svonefnda
Bræðralsg Múhamestrúarmanna hafa verið handteknir, og á
myndinni sjást nokkrir þeira.
Onnur þessara gjafa barst
héðan að heiman, frá Ásgeiri
Magnússyni frá Ægissíðu, en
j það er .handi’it hans að þýð-
^ ingu Jobsbókar. en sú bók kom
út í Reykjavík 1951.
Árekstrar hér 200 flelri
Pipanneyjar
halda þing.
London (AP). — Samtök
brezkra piparmeyja héldu nýlega
ársþing sitt hér í borginni.
Fundinn sótu alls 100 fulltrú-
ar frá öllum landshlutum og er
þess sérstaklega getið, að með-
alaldur þeirra hafi verið 55 ár.
Gerðu konurnar kröfur um ýmis
fríðindi, en þau helzt, að þær
fengju eftirlaun um sextugt og
þau yrðu hækkuð frá því, sem
nú er.
en á sama tíma í fyrra.
*
I gærmorgun urðu 7 árekstrar
á tæpum 4 klst.
í gærmorgun á tímabilinu frá
kl. rúmlega 8 og til hádegis urðu
sjö bifreiðaárekstrar á götum
bæjarins og má fullyrða að það
sé óvenjulegur árekstrafjöldi á
jafn skömmum tíma................
Fyrsti áreksturinn varð kl.
8.15 á mótum Tryggvagötu og
Norðurstígs. Sá næsti kl. 9.25 á
mótum Ægisgötu og Tryggva-
götu, kl. 9.40 á mótum Löngu-
hlíðar og Miklubrautar, kl. 10.00
á mótum Lönguhlíðar og Skafta-
hlíðar, kl. 10.20 á mótum Þing-
holtsstrætis og Bóklilöðustígs,
kl. 10.55 á mótum Skúlagöíu og
Klapparstígs og kl. 12.00 á mót-
um Kringlumýrarvegar og ðliklu-
brautar.
Eftir hádegið bættust svo í
Ihópinn tveir árekstrar, annar
á ofanverðum Klapparstíg, en
hinn á mótum Laugavegar og
Skólavörðustígs.
í hvorum þessara árekstra
lentu tvær bifreiðar, en auk
Kjarnorkan í stjórnmáíanefnd,
Eftir að ná samkomulagi um eitt veiga-
mikið atriði.
þess varð þriðja bifreiðin einn-
ig fyrir skemmdum í árekstrin-
um, sem varð á Klapparstignum.
Meiii eða minni skemmdir
urðu á farartækjnuum í öllum
árekstrúhum.
Þess má geta að þar til í fyrra-
kvöld hafði rannsóknarlögreglan
i Reykjavik bókað samtals 1140
árekstra það sem af er þessu ári,
og er það nær 200 árekstrum
fleira en á sama tíma ífyrra.
Rok og mikil
rigning.
Samkvæmt upplýsingum frá
veðurstofunni var sunnan rok
og mikil rigning um vestan-
vcrt Iandið í morgun og allhvass
sunnan um austanvert landið.
Hiti um norðui> og vestur-
land var 3—9 stig. Hér í Reykja
vík var 8 stiga hi.ti og veður-
hæðin var 9—10 vindstig en
Einkaskeyti frá AP. —
New York í morgun.
Stjórnmálanefndin hefur
byrjað umræður um kjarnorku-
tillöguna, eins og hún nú Iigg-
ur fyrir, en gerðar hafa verið
á henni nokkrar breytingar, til
þess að greiða fyrir mótat-
kvæðalausri samþykkt hennar.
M. a. náðist samkomulag ura
að orða tillöguna á þá leið, að
það væri ósk allra, að kjarn-
orkan væri aðeins notuð í frið-
samlegum tilgangi.
Þá náðist samkomulag um,
að þannig skyldi frá fyrirhug-
aðri kjarnorkustofnun alþjóða-
samtaka gengið, að allir teldu
viðunandi, en eftir að ná sam-
komulagi um hvaða þjóðir
skuli eiga aðild að henni.
Bandaríkjamenn. vilja, að
Sameinuðu þjóðirnar og þjóð.ir
utan S. þ. sem hafa menning-
arlega isamvinnu við þær, skuli
eiga rétt til aðildar, en Rússar
vilja aðild allra, og þar með
Kína og fylgiþjóða, sem ekki
hafa fengið upptöku í Sþ.
Þrátt fyrir, að ekki hefur
náðst samkomulag um aðild-
arréttindi, eru horfur taldar
hafa batnað allmjög fyrir sam-
komulagi um tillögu, sem allir
telja viðunandi eftir atvikum.
komst upp í 11 vindstig í verstu
hryðjunum.
í dág er búist við suð-vestan
átt hér í Reykjavök með hörð-
um skúi'um og kólnandi veðri.
í nótt og á morgun mun svo
smám saman ligna. í
Slæmar gæftir á
togaramiðum.
Samikvæmt upplýsingum frá
Bæjarútgerð Reykjavíkur hafa
aflabrögð togaranna verið yfir-
leltt mjög léleg tvær undan-
farnar vikur. í
Gæftir hafa verið slæmar og
togararnir legið mikið í vari,
enda hafa þeir verið lengi í
hverri veiðiför, 12—15 daga.
Aðalveiðisvæðið er vestur af
Vestfjörðum og austanvert við
Grænland og veiða þeir aðal-
lega ’karfa.
Meðal þeirra, sem fyrst rit-
uðu um þýðinguna voru Vest-
ur-íslendingarnir dr. Valdimar
Eylands, próf. Ríkarður Beck
og Einar Páll Jónsson ritstjóri.
Segir próf. Finnbogi að Ás-
geiri hafi orðið slík hvatning
að hinum vinsamlegu ummæl-
um þessara manna. að hann
settist við og ritaði fagurlega
eigin hendi og (að nokkru
leyti) endurskoðaða gerð þýð-
ingarimiar og sendi hana síðan'
Manitobaháskóla að gjöf í
þakkar- og virðingarskyni.
Er bók þessi hin mesta ger-
semi, bundin í hið fegursta band
af Unni Stefánsdóttur (Eiríks-
sonar myndskera) og frágangur
allur hinn bezti. Er handverk
Ásgeirs eitt á bókinni rnargra
mánaða vinna. Ákveðið hefir
verið að bókin verði varðveitt í
sérstakri deild í háskólabóka-
safninu, þar sem geymdar eru
merkilegustu og fágætustu
bækur háskólans.
Hin gjöfin er merkilegt safn
íslenzkra tónlagahefta, sem
Steingrímur K. Hall tónskáld í
Wyngard, Sask., fyrrum organ-
leikari og söngstjóri Fyrstu
lútersku kirkju í Winnipeg
hefir safnað og haldið til haga
um langa ævi og nú fært ís-
liðið vor, en hún var, svo sem
kunnugt er, mjög samhent
manni sínum í margháttuðu
starfi hans að tónlistarmálumi
og sjálf frábær söngkona, en
Framh. á 2. síöu.
Ávarpar
Einkaskeyti frá AP.
Washington í morgun.
Mendes-France forsætisráð-
herra Frakklands byrjaði í gær,
viðræður við Dulles utanríkis*
ráðherra.
Hann kom i skyndiheimsókn.
í öldungadeildina og flutti þar
stutta ræðu til þess að þakka
deildinni þannstuðning, sem
deildin fyrr og síðar hefur veitt
Frakklandi.
Leyriiilegar vopnasmi&j-
ur \ Thailandi.
Þrjár verksmiðjur hafa fund-
izt í Thailandi (Síam), þar sem
vopn voru framleidd með
leynd.
Samkvæmt fregnum frá höf-
uðborginni Bangkok, var ein
þessara verksmiðja í svonefndu
Ubolrajthani-héraði í norðvest-
urhorni landsins, er þar hefur
verið óróasamt um skeið. Þykir
yfirvöldunum uggvænlega
horfa ef samvizkulausir bófar
halda uppi vopnaframleiðslu á
laun og geti á þann veg stefnt
öryggi landsins í hættu.
Er Everest-tindor 29.028 fet?
Aldargömnl deila talin til IyRía
leidd meö þesssB.
Einkaskeyti frá AP.
New Dehli í gær.
Indverska stjórnin hefur til-
kynnt, að leidd hafi verið til
lykta aldargömul deila um hæð
hæsta fjalls jarðar, Everest-
tinds.
Segir svo í opinberri tilkynn-
ingu um þetta, að eftir þriggja
ára mælingar og athuganír, er
framkvæmdar liafi verið af land-
mælingadeild ríkisins, hafi feng-
izt niðurstaða um hæðina, og
geti ekki skaklcað um meira en
tíu fet of éða van, og sá mun-
ur gæti stafað af þvíjvve snjó-
lag væri mismunandi eftir árs-
tíðum. Niðurstaðan er 29.028 fet.
Áður hefuf hæð fjallsins verið
talin frá 29.002 fetum til 29.149
feta. I.ægri talan, sem flestir
hafa jafnan talið rétta, var sett
fram fyrir nærri 100 árum. Við
þær mælingar, sem undanfarið
hafa verið gerðar, vár beitt nýj-
ustu aðferðum og tækjum og fóru
þær fram í álta fjallastöðvum,
sem voru í 50—65 km. fjarlægð.
Tæmandi skýrsla urn rannsókn
ir þessar verður birt fyrir áramót
in. í henni mun það einnig koma
fram, að fyrri útreikningur á
hnattstöðu hæsta blettsins sé
ekki alveg réttur. Þó skakkar
ekki miklu, aðeíns um 40 fet,
hvað breidd og lengd snertir.
í skýrslunni mun einnig verða:
drepið á hæð næst-hæstu tind-
anna, K-2, Kangtjendsjnga, Nanga.
Parbat og Doulaghiri, svo að röð
þeirra hvað hæð siiertir getur
jafnvel breytzt.