Vísir - 19.11.1954, Blaðsíða 12

Vísir - 19.11.1954, Blaðsíða 12
VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- ,f "" breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. r 1 Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til máriaðamóta. — Sími 1660. Föstudaginn 19. nóvember 1954. VerkamannaffokkurHin treiystist dkki til andstöBu. Varnamálastefna Bretastjórnar sam- þykkt með 4 mótatkvæðum. J Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Neðri málstofa brezka þings- íns aðhylltist í gær stefnu stjórn- arinnar í varnarmálum Vestur- Evrópu og þar með fullgildingu Parísarsamninganna, með 260 at- kvæða meirihluta. Greiddu 264 þingmenn at- kvæði tillögu, sem fyrir lá í þessu efni en 4 á móti. Verka- lýðsflokkurinn sat hjá við at- kvæðagreiðsluna, en meiri hluti flokksins er samþykkur stefnu stjórnarinnar í þessu rháli og voru samþykkt fyrirmæli á flokksfundi þingmanna hans, að greiða ekki atkvæði gegn stjórn- inni í málinu. Er vinstri armnr flokksins algerlega andvígur endurvigbúnaði Vestúr-Þýzka- lands og gerðu ýmsir úr þessum minnihluta i flokknum grein fyrir afstöðu sinni ■—Silverman, Bevan, Crossman og fleiri. Einn þeirra, Silverman, hafði áður haft við orð, að hann myndi heldur láta reka sig úr flokkn- um en greiða ekki atkvæði gegn endurvigbúnaðinum. Clement Attlee sagði i ræðu við umræðuna, að hann skildi vel að menn óttuðust nokkuð Áukakosning í Bretlandi. ! Einkaskeyti frá AP. — London. í morgun. Aukakosning fór fram í Bretlandi í gær í kjördæmi því, er Alexander Maxwell Fyfe ráðherra var þingmaður fyrir, en hann tekur nú sæti í lá- varðardeildinni. íhaldsflokkurinn hélt þing- sætinu með 2508 atkvæða meirihluta, en í seinustu al- mennum þingkosningum sigraði hann með 1707 atkv. meiri- hluta. Þá greiddu 80 af hundr- aði atkvæða, en nú 59. endurvígbúnað Þýzkalands, en hann yrði ekki hindraður, og væri þyí, eins og í pottinn væri búið, mest öryggi í takmörkuð- um vígbúnaði, sem væri sam- tengdur vörnum annarra Vestur- Evrópuþjóðá, og þar með undir eftirliti þeirra. Sir Antony Eden utanríkisráð- herra sagði, að án slíkra samn- inga og gerðir .yo.ru í París væri ekki unnt að koma á öruggri, góðri sambúð og samstarfi milli Frakka og Vestur-Þjóðvei'ja. Parísarsamningarnir og fjórveldafundur. Churchill sagði í gær, að ekk- ert gæti verið óheppilegra en að stofna til fjórveidafundar fyr ir fullgildingu Parísarsamning- anna. — Neðri deild sambands- þingsins í Bonn hefur fellt til- lögu jafnaðarmanna, um að þeg- ar fari fram í deildinni umræða um viðræður milli fjórveldanna um sameiningu Þýzkalands. Litla stúlkan Iokar augunum meðan stóri Weimar hundurinn kyssir hana. Hundurinn er á: hundasýningu í París. Ifandknattleikur: Valur vann KR. Sá leikurinn, sem beðið var með mestu óþreyju í handknatt- leiksmótinu, og sá sem talinn var raunverulegur úrslitaleikur móts ins — en það var leilkurinn milli K.R. og Vals, — fór fram í gær. Leikurinn fór þannig að Val- ur bar sigur úr býtum með 13 mörkum gegn 11. Önnur úrslit í gær urðu þau, að Vikingur vann Þrótt með 14 mörkum gegn 12 og Ármann sigr aði Fram, 20:14. Næstu leikiri fara fram á sunnu daginn kemur og keppir þá Vík- ingur við Í.R., Valur við Fram og Ármann við Þrótt. Á mánudagskvöldið fara svo síðustu leikir mótsins fram. Sjúkrahus Keflavíkur tók til starfa i gær. Myndsrleg bygglng, búiit flestum nýtízka tækjum, — tekur 25 24. þing ASÍ sett í gær. Harðar tleilur um kjörbref. Þing Alþýðusambands íslands, það 24. í röðinni var sett ki. 4 í'1 gær { Félagsheimili Knattspyrnu féla-3 Rvíkur við Kaplaskjóis- veg. Forseti Alþýðusambandsins, Helgi Hannesson, setti þingið. Bauð hann gesti velkomna, cn meðal þcirra eru fuiltrúar Ai- þýðusambanda Norðurlanda. — Því næst minntist hann þeirra félaga, Sem látizt höfðu frá því síðasta Aiþýðusambandsþing kom saman, en meðal þeirra voru Sigurjón Á. Ólafsson, fyrrum al- þingismaður og forseti A.S.Í. um skeið, Jóhannes Oddsson frá Seyð isfirði, Jón Guðlaugsson bifreið- arstjóri, sem um tíma var starfs- maður Alþýðusambandsins, Þórður Jónsson frá Fáskrúðs- firði og Helga Magnúsdóttir írá ísafirði. Því næst fluttu ávörp fulltrú- ar sænska og danslca Alþýðu- sambandsins, en fulltrúar norska og finnska Alþýðusambandsins voru ekki komnir. Að þvi loknu fluttu innlendir gestir ávörp. Ólafur Björnsson prófessor flutti ávarp frá B.S.R. B., Hallgrimur Jónasson frá Far manna- og fiskimannasambandi ísiands, Ingvaldur Rögnvaldsson frá Iðnnemasambandi íslands og Sæmundur Friðriksson frá Stétt arsambandi bænda. Strax að lokinni þingsetningu i gær urðu harðar deilur um kjörbréf, einkum kjörbréf Sveina féiags skipasmiða. Fundi þingsins var frestað kl. eitt í nótt, en verður haldið á- fram kl. 2 í dag. Þá mun verða í osinn forseti þings og starfs- f gær var náð merkum á- fanga í sjúkrahússmálum Keflavíkur, er sjúkrahús stað- arins var vígt. Vísir hefir átt tal við Bjarna Sigurðsson yfirlækni siúkra- hússins og fengið hjá honum nokkrar upplýsingar um hinn nýja spítala. Húsið, sem er reist eftir teikn ingu próf. Guðjóns heitins Sam- úelssonar húsameistara ríkisins. hefir verið all-lengi í smíðum, en herra Sveinn Björnsson, þáv. forseti íslands, lagði horn- stein að því í september 1944. Þetta er hið vandaðasta hús, er rúmar 25 sjúkl. niðri, rönt- genstofur, slysastofa og her- bergi yfirlæknis, en uppi eru skurðstofa og sjúkrastofur. Lyfta er í húsinu. Þá búa í hús- inu tvær hjúkrunarkonur, en sú þriðja býr skammt frá spítal- anum. Eins og fyrr segir, er sjúkra- húsið 6úið fullkomnum tækjum, svo sem ljóslækningatækjum, röntgen- og stuttbylgjutækjum frá Siemens-verksmðjunum í Þýzkalandi, en Gísli Sigur- björnsson, forstjóri í Reykjavík mun hafa haft milligöngu um útvegun þeirra. Þá er eldhús- útbúnaður frá Þýzkalandi, en vélar í þvottahúsi frá Randa- ríkjunum. Almenningur í Keflavík hefir sýnt hinn mesta áhuga um sjúkrahussmálið, og fjölmargir lagt hönd á plóginn til þess að koma því upp og afla til þess áhalda og útbúnaðar. Verða ekki taldir alíir þeir, sem hér koma við sögu, en geta má þess, að Kvenfélag Keflavíkur gaf 70 þús. kr. til röntgentækja, Kvenfélag Njarðvíkur 23 þús. kr. til stuttbylgju- og Ijós- lækningatækja, kvenfélagið Freyja í Keflavík 12 þús. kr. til húsgagna, síra Eiríkur Brynjólfsson 5 þús. kr. til styrktar fátækum sjúklingum þar, en ýmsir einstaklingar lögðu fram 20—30 þús. kr. til fæðingarstofnunar í sjúkra- húsinu. Byggingameistari var Einar Norðfjörð í Keflavík. Við vígsluna í gær flutti síra Björn Jónsson sóknarprestur vígsluræðuna, en síðan var drukkið kaffi í Tjarnarlundi, og tóku þar margir til máls, m. a. héraðslæknirinn, Karl Magnússon, Karvel Ögmunds- son útgerðarmaður, bæjarstjór- inn, Gísli Sigurbjörnsson o. fl. Auk yfirlæknis munu að einhverju leyti starfa við sjúkrahúsið aðrir læknar á uðurnesjum. þeir Karl Magn- Fyrsta togaralöndun í Hanfboirg á morgun. Þorsteinn Ingólfsson landar ís- fiski í Hamborg á morgun. Ei* það fyrsta löndunin upp í samn- ingana við Austur-Þýzkaland. Surprise landar einnig á morg- un, anaðhvort í Cuxhaven eða Bremerhaven. Togararnir eru nú flestir hættir að sækja á Jónsmið við' Austur-Grænland og fiska á þejmamiðum. Sæmilega aflast,. ef hægt er að vera við veiðarn- ar sökum ógæfta, en í ótiðinni að undanförnii hefur næstum dægrum saman verði ógerlegt að- stunda veiðarnar. • Carnegistofnunin í Haag' hefir veitt Sir Antliony Eden, utanríkisráðherra Bretlands 2000 stpd. friðai- verðlaun. ússon héraðslæknir, Björn Sig- urðsson, læknir í Keflavík og. Guðjón Klemenzson, læknir í Njarðvík. Barnið þekkti þjófinn. Stúlka vííhl að peningastuldi. í gærkveidi var framið innbrot í íbúðarhús eitt í Höfðahverfinu. Innbrotið var framið meðan húsráðendur voru að heiman, en tvö sofandi börn voru eftir í í- búðinnj. Innbrotsþjófurinn mun hafa orðið naumur fyrir og komst hann út um glugga i sama mund og húsfreyjan kom heim. Hús- freyjan varð þjófsins ekki vör, en hins vegar vaknaði annað barn- anna og kom auga á innbrots- manninn áður en hann komst út. Lýsti barnið manninum það vel að grunur hefur fallið á ákveð- inn inann og hefur lögreglan mál- ið til rannsóknar. Stal peningum. 'í gærkveldi kærði maður nokk ur yfir því til lögreglunnar að unglingsstúlka hefði stolið af sér 1000 krónum i peningum! Skýrði maðurinn jafnframt frá hver stúlkan væri. Lögreglan liafði þá tal af stúlkunni, viðurkenndi hún þjófnaðinn og skilaði þýf- inu. Slys við höfnina. Um miðjan dag í gær varð slys- v)ið Reykjavikurhöfn er yerið var að skipa vöruni upp úr Fjallfossi. Slógust rörin i einn uppskipunarmanna og meiddu hann á fæti og mjöðm. Maður lieimilis að Mávahlið 20, var fluttur á Landsspítalann. Mannlaus bifreið á ferð. í gær rann mannlaus bifreið allt að 70 metra langan spöl og nam loks staðar við Frakastig !6. Skemmdir urðu furðanlega litlar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.