Vísir - 19.11.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 19.11.1954, Blaðsíða 4
I m Bláa drengjabókin 1955 or/ kappar Biae ls konungs Nýja Bláa drengja- og unglingabókin er komin út. Hún er eftir F. E. Andrews, en Hersteiím Pálsson ritstjóri hefur íslenzkað hana. Sagan gerist á riddaratímunum og segir frá umsátri um kastalaborg, mannraunum og hetjudáðum, sem pilturinn Sigmundur frá Fúlda lendir í með koppum Karls mikla. Þetta er heilbrigð og bráðskemmtileg bók, sém hentar öllum röskum drengjum og unglingum. Sigmundur og kappar Karls konungs er sennilega skemmtilegasta og mest spénnaxidi hinna 12 Bláu bóka, sem út hafa komið. Mtákteilswí tpáSan VlSIK Föstudaginn 19. nóvember 1954. Ferðapistlar IV. Sr. Signrftur Finarsson. í Hollandi er mesta og furðu- legasta landnám Norðurálfu. Þar sem hafsbotn verður að frjósömu sáðlandi á skömmum tíma. í Frislandi. Leiðinn framundan okkur ligg- ur vestur um Frísland í gegnum borgii-nar Groningen, Leeuward- en, Franeker og Harlingen, sem er hafnarborg úti við sjó, nokkru fyrir norðan austurendann á Stóra garði. En Stóragarð hef ég kall- að garðinn mikla, sem Hollend- ingar byggðu yfir Zuidersee >veran í því skyni að þurrka fló- ann upp. Sjálfir kalla Hollend- ingar þetta mikla mannvirki Avsluitdyk. Frisland er eggslétt og mjög láglent, eins og gefur að skilja, og til þess að lialda jörðinni í ræktunarhæfu standi verður að þurrka hana alla með skurðum, safna vatninu úr ótal smáskurð- dki í aðalskurði, sem jafnframt eru notaðir sem þjóðbrautir fyr- ir þungaflutninga. Og hafa síðan hemil á vatnsstöðunni með afl- miklúm dælustöðvum. Vindmyll- an er að hverfa úr sögunni í Hol- landi- sem aflstöð og dælitæki. Hún er í þann veginn að hætta að setja svip sinn á landið, og nýrri og stórvirkari tæki kom- in til sogunnar. Um náttúrlega frjósemi Frís- lands er örðugt að segja. Sehni- lega er landið fremur magurt. En Hollendingar éru ræktunar- menn svo snjallir, að þeir leyfa engum bletti í landi sínu að vera ófrjóum. Nú er Frísland yfir að líta ákaflega þéttbýlt og afar frjósamt. Hvai’Vetna.getur að lita stóra svartskjöldóttar nautgripa hjarðir á beit á eggsléttúm loðn- um vöilum. Býlin eru fallég og framúrskarandi snyrtileg og þokkaleg. Svo er alstaðarí Hol- landi. Hreinlætið er órjúfanlegt lögmál. Og meðfram Stóru síkj- unum eru iðjuVér og bátasmíða- stöðvar. Á einum stað sá ég þama í smíðum langt upp í sveit allt að 30 lesta skip. Inndslagið er ekki eins tilbreytingarlaust og væhta mætti. í fjárska blána sumstaðar skógarltmdir og brjóta fyrir auganu hina þungu ró landslagsins. En það er eitthvað viðfelldið og traust við það, hvernig liver einasti þumlungur lands er notáður, hver einasti möguleiki náttúrunnar hagnýtt- ur. Blómlegt land. En það cr iðni, kunnátta og atorka, ekki sjálf náttúrugæðin, sem hafa • gefið þessu landi sín blómlega svip. Baráttan við hafið. Baráttan við liafið er sú styrj- öld Hollendinga, sem aldroi tekur enda. Á sinni tíð lærðu þeir að sigra heimshöfi-n og stæltar frei- jgátur þeirra klufu úthöfin í sköflum af hvítu löðri, en heima við þröskulda lnisanna gnauðaði Óvinurinn og bruddi landið, át sig in í það, malaði niður rif og granda. Sagnfræðingar R'ómverja tala um vötnin miklu fyrir norð- an Rín. og í fornöld voru þarna stór stöðuvötn, Flevo og Wier- ingervatn og fleiri. En öldum ■saman hélt sjórinn áfram að bryðja landið, unz úr vötnum og eyjum og gröndum vai' orðinn flóinn miklí, Zuidei’see. í þess-. ari baráttu stóð maðurinn öldum saman kunnáttulítill og vamar- laus. En menn sáu hættuna og Hol- lendingar urðu grundvallarar og höfuðmeistarar í vissri tegund af vatnsvirkjanafræði. í lok 15. aldar eru þeir orðnir svo snjallii kunnáttumenn í þessari grein, að sjórinn hættir að vinna á og Zuidersee fær sína endanlegu mynd. Og hægt og hægt fara þeir með sjálffundnum tækjum og að- ferðum að þurrka upp stöðuvötn- in í Norður-Hollandi, — vinna land undan vatni. það gekk hægt fyrst í stað, en þekkingin óx í glímunni við vatnið. Á 19. öld skýtur upp hugmyndinni um að þurrka Zuidersee. Draumórar! sögðu menn og hristu höfuðið. En hugmyndin yildi ekki deyja. Menn tóku sig til og reiknuðu og gerðu áætlanir, rannsökuðu og reiknuðu á ný. Og alltaf varð niðurstaðan sú, að menn ráku sig á múrvegg ósigrandi hindr- ana. Hvað sagði ég ekki! sögðu þeir íhaldssömu og glottu. Eins og þeir hafa alltaf gert, þangað til snillingurinn kom sem leysti vandann. Og snillingurinn, sem leysti þenna vanda liét dr. Jr C. Lely. Hann var mannvirkjafræð- ingur og atvinnumalaráðherra í Hollandi 1918. Mann hafði gert áætlun um að loka Zuidersee og þurrka hann upp og sumarið 1918 tókst honum að fá þingið til þess að samþykkja lög um að verkið skyldi framkvæmt.. Risavaxin framkvæmd. það sem meðal annars ýtti undir þessa risavöxnu fram- Minnismerkið við Stóragarð. kvæmd voru hin hryllilegu flóð, sem höfðu gengið á land í ársbyrjun 1916 og valdið ofboðslegu tjóni. Matvælaskort- urinn í fyrri heimsstyrjöld var mönnum og í fex-sku minni og hafði brýnt það inn í vitund þjóðarinnar. live lífsnauðsýnlegt var að auka matvælaframleiðsl- una innanlands. 1. maí 1919 var tæknilegur undirbúningur þessa stórvirkis hafinn og snemma árs 1923 var tekið að byggja garð yf- ir hið svonefnda Amsteldiep frá norðausturhorni liéraðsins Norð- ur-Hollands til eýjunnar Wier- ingen. 1925 var þessum garði lok- ið og Wieringén var ekki lengur eyjá. En þessi garður, þó að mik- ið mannvirki sé, var þó ekki nema aðeins rúmur tuttugasti hlúti veiksins. Eftir var að gera garðinn alla leið frá Wieringen austur til Frílands yfir dýpra haf og mai’gfalt lengri leið, alls 45 km. það er viðlíka leið eins og úr Reylcjavík austur í Hvera- gerði. Tilgangurinn með því að byggja Stóragarð var sá að gera skilvegg milli Norðursjávarins og Zuidersee, svo að þa.r gæti mynd- ast sjávariallalaust ósalt stöðu- vatn. þannig myndu landþurrk- unarhólfin ekki liggja að opnu hafi og vama.rgarðar þeirra þurftu því ekki að vera eins traustir og kostnaðarsamir. Hér !við myndi það og bætast, að þeir landvai’nargarðar, sem fyrir hendi voi’u við Zuidersee myndu þurfa hverfandi lítið viðhald móts við það, sem verið hafði. Loks myndi stöðuvatnið Ijsel- meer, sem þannig mundaðist geta orðið vatnsforðabúr fyrir öl! nálæg héruð í þurrkasumrum. Og síðast en ekki sízt, myndi vinnast þama frjósamt land, sem á mætti reisa þúsundir bændabýla. En margs var að gæta í þessu sam- bandi, meðal annars þess, að í Zuidersee var milcið írennsli vatns frá síkjum og þó einkum Ijsel ,einni af vatnsmeiri grein- um Rínarfljóts, þegar út á hol- lezku sléttuna kemur. Hvað átti að gera við þetta óhemju vatn? Til þess að losna við það vom rammbyggilegar flóðgáttir byggð- ar í tveim stöðum. þrennar í námd við Wieringen, hver um sig með 5 tólf metra breiðum flóð- lokum. Tvennar flóðgáttir voru byggðar við Komwerderzand ekki alllangt frá Fríslandsströnd, einnig hvor um sig með 5 tólf metra glóðlokum. Til þess að hlen>a skipurn í gegn eru fleyti- liólf í þessum gáttum. Eru þær hin stórfenglegustu mannvirki og reknar með tröllauknu véla- afli. Byggð eyja. þegar tekið var að byggja garðinn milli Wieríngen og Frís- lands varð að byrja á því að byggja allstóra eyju sem skírð var Breezand, nálægt því á miðri leið. þarna voru byggðar tvær fullkomnar hafnii’, önnur sem vissi til lands, hin til liafs. þang- að var dregið að efni, járn, grjót og timbur og hvað eina, som nota þurfti. Um 500 skip stór og smá unnu að jafnaði við byggingu garðsins á meðan hún stóð yfir. Var síðan hafist handa um að byggja gai’ðinn báðum megin út frá Breezand og á nokkrum öðr- um stöðum þar sem vel þótti haga til. Erfiðleikar. ; ’rátt kom í I jós ýmsir harla í- skyggilegir erfiðleik.ar. Hafið var mjög misdjúpt, sums staðar álar eða rennur, og eftir því sem garð- urinn lengdist og þrengdist að að- falls og útfallsstraumi svarf straumurinn þessar rennur dýpri og dýpri svo að viðbúið var, að við ekkert yrði ráðið. Straum- þunginn óx einnig eftir því sem að honum þrengdist og var orð- inn beljandi röst er hliðin tóku að þrengjast. Var nú ekki annað fyrir hendi en að byggja straum- brjóta nokkru innan við garðinn til þess að knýja strauminn frá botni upp í yfirborðið, og koma þannig í veg fyrir, að rennurnar dýpkuðu endanlaust. Með ótrú- legri fyrirhöfn og ennþá furðu- legri verkfræðilegri snilli tókst þó að leysa þessa- þraut. En svo ofboðslegur var straumurinn orð- inn, þegar aðeins var eftir að loka tveim hliðum, að ekki var annað sýnna, en að allt verkið væri í hættu. Vatnsfiaumurinn svarf um garðendana og bar á brott björg og stórviðu eins og fis og á bakvið straumbrjótana hafði iðan sorfið upp 30 metra djúpa hylji. Eftir haxnslausa bar- áttu, sem stóð á annan sólar- hring tókst þó loks að ráða nið- urlögum vatnsflaumsins og hinu mikla verki var borgið. 28. maí 1932, kl. 2 mínútur yfir eitt síð- degis var síðasta skarðinu lokið og Zuidersee var orðinn að stöðu vatni. Veglegt minnismerki var reist á staðnum þar sem verkinu lauk og kennt víð dr. Lely. Er það útsýnisturn mikill, og sér þaðan vítt yfir hafið og Zjsél- meer og hinn stórfenglega garð. þar er einnig veitingastaður og minjagripabúð, því að þarna Frh. á 9. s.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.