Vísir - 15.12.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 15.12.1954, Blaðsíða 7
Miðvlkudaginn 15. desember 1954. «81» % Hvar mega barnafjöl- skyldur bua? Kafli ár útvarpserindi Thorolfs Smiths. >ann 6. þessa mánaðar flutti Thorolf Smith blaðamaður erindi „Um daginn og veginn“ í útvarpið. Fjallaði einn þáttur erindisins um húsnæðismálin eða þann þátt þeirra, sem veit að þeim, er eiga börn og gengur erfiðlega að fá leigt af þeim sökum. Hafa ýmsir hlustendur mælzt til þess við Vísi, að þessi kafli erindisins kænxi á prenti, og fer hann hér á eftir. Allir vita, að fram að þessu hefir verið mikil húsnæðisekla hér í bænum. Áð vísu standa vonir til, að úr þessu rætist inn- an skamms, enda mun aldrei hafa verið byggt jafmikið hér og einmitt um þessar mundir. Þessi húsnæðisekla virðist þó kómá einna harðast niður á ;þeim, sem hafa gert sig seka í þeirri ósvinnu að eiga börn. Það var víst síðast í október, að eg sá af tilviljun auglýsingu í dagblaði einu hér í bænum, þar sem auglýst var húsnæöi til leigu, —i mig minnir tvö eða þrjú herbergi og eldhús. En .skilyrðm, sem húsráðandi setti væntanlegum leigjendum voru þessi: Þau yrðu að vera bám- laus og lítið heima. Maður er | orðinn ýmsu vanur, að því er snertir hatur á börnum hjá sumum húsráðendum, en þeir eru auðvitað ekki allir undir sömu sökina seldir, sem. betur fer. En eg held, að eg' haíi ekki séð þetta öllu betur auglýst. Mér datt í hug: Til hvers eru menn að hafa húsnæði til leigu fjuir hjón, sem ekki mega eiga foörn og heldur ekki vera heima hjá sér? Hvers konar fólk hefir þessi húsráðandi eiginlega viljað? Enginn má skilja orð mín svo, -að þetta sé alíslenzkt fyrirbæri. Síður en svo. Til eru húsráðend- ur í öllúm löndum heims, sem bókstaflega hátá börn, eða að minnsta kosti þola þau ekki í návist sinni. Manni gæti dottið í hug', að þetta fólk hefði aldrei verið born, heldur fEéðzt rosk- ið og með hús upp á vasann. Mér er nær að halda, að fólk, •sem er illa við börn, sé ekki gott fólk, eða þá að minnsta kosti sjúkt fólk. Það liggur við, • að það sé að verða glæpur að eiga börn, því að þeir eru furðu margir, sem neita að leyfa þeim að hafast við undir sínu þaki. Það mætti segja iné.r, að sumt af þessu fólki hlustaði á út- varpsmessu á hverjum sunnu- degi eða færi reglule'ía til kirkju, — en það virðist þá hafa gleymt orðuni meistarans mikla frá Nazaiæt, sem sagði: ,,Leyfið bömunum að koma til mín,“ og einnig „það.sem þér gerið' mínum minstu bræðrum,“ o. s. frv. . Nú skyldi enginn æt)a. að ee væri að hafa þetta í flimting- úm því að þetta er allt of mörg- um of mlkið álvörumál til'þeás. að sl'íkt væri sæmandi. Það er nú: svo, áð hver er sjálfum sér næstur, og hver og einn vc-rður að sjá sem bezt um sín eigih börn, veita þeim eins gött uppeldi og mögulegt er og veita þeim hverja þá möau- leiká til þess að þróast og dafna, sem uhnt er, meðal annars með því að búa þeim viðunandi húsaskjól. En húseigendur. sem . hata bör-n. mættu mjnnast bess, áð:l!til'bÖm eru á -ábyrgð okk- , nr allra, því að beirrá er fram- tiðin, — þau eiga að erfa land- ið. Og þeir mættu líka minnast þess, að þeir hafa einhvern tíma verið litlir og voru þá fegnir því, að búa í sæmilegu húsnæði, sem nú er meinað barnfólki. Eg labbaði um Austurstræti og upp Bankastræti í gær- kveldi, það var ánægjuleg sjón. Þar var búið að koma fyrir greni-klukkum einskonar á gatnamótum, en yfir götuna voru strengdar taugar, skreytt- ar barrgreinum. Og í búðunum ljómaði jólavarningurinn. Allt þetta skraut minnir okkur á jólin, sem nú fara í hönd. Það er til þess fallið að gleðja okkur öll, koma okkur i jólaskap. En fyrst og fremst er jólaskrautið fyrir hina yngstu samborgara okkar, börnin, sem svo allt of margir amast við, börnin, sem ekki mega vera í sumum íbúðunum, sem voru til leigu í októberbyrjun. Þessi hugsunarháttur verður að breytast. Börn eru guðsgjöf til okkar niannanna, en allir berum við ábyrgð hver á öðr- um. Sá, sem ekki þolir að börn hlaupi upp stigana í húsi sínu, ætti að selja það og reisa sér annað uppi í Sprengisandi og hafast þar við. Hann á ekki heima innan 'um venjulegt fólk, sem hefir gaman af börnum. festa vinsældir sínar, sem nú standa á gömlum merg. Jón Kristinsson hefir nú sem fyrr teiknað auglýsingarnar í „Rafskinnu“ sjálfri, en Égill þúsundþjalasmiður Bachmann, hefir skreytt gluggann og sett upp það, sem þar er að sjá. Nytt tímarit, Iðnaðar- Óperurnar sýndar annan Á þessum vetri mun Þjóð- leikhúsið sýna tvær óperur, eins og frá hefur verið skýrt í fréttum. Eru það Cavalleria Rusticana eftir Mascagni og II Pagliacci eftir Leoncavallo. Verða þær frumsýndar á annan í jólum. Með aðalhlutverkin í Cavall- eria Rusticana fai'a Guðrún Á. Símonar og Ketill Jensson. Verður óperan sungin á ís- lenzku í þýðingu Freysteins Gunnarssonar. Aðalhlutverkin í II Pagliacci syngja sænska óperusöngkonan Stina Britta Melander, Þor- steinn Hannesson og Guð- mundur Jónsson. Verður sú ópera sungin á ítölsku. Hin sænska söngkona, Stina Britta Melander, er mjög þekkt óperusöngkona og hefur sungið í mörgum óperum. Hefur hún verið fastráðin við óperuna í Stokkhólmi um fimm ára skeið, en síðustu árin hefur hún starf- að við skólaleikhúsið í Gauta- borg. Leikstjóri beggja óperanna er Simon Edwardsen. Iðnaðarmálastofnmi íslands hefur hafið útgáfu tímarits um iðnaðarmál. Heitir tímaritið Iðnaðarmál og er því ætlað að fjalla um iðnað. Iðnaðarmálastofnun Islands hefur nú starfað í eitt ár. Fyrsta hefti tímaritsins kom út á laug- ardag og eiga að koma ítu hefti á ári. Efni þessa fyrsta heftis er m. a. Starfssvið iðnaðarmálastofn- ana, eftir Braga Ólafsson, Árn- aðaróskir, eftir G. Alonzo Stan- ford, Rannsóknir í þágu iðnaðar, eftir Þorbjörn Sigurgeirsson, Upphaf stálskipasmíða á ís- landi. Er að hefjast útfiutn- ingur á prjónlesvörum úr ís- lenzkri ull? Eru líkur til aS unnt sé að framleða hér á landi vélar til útflutnings? Ávarp frá iðnaðarmálanefnd. Er unnt a<S koma á veg fyrir slysin, eftir Þórð Runólfsson. í ritstjóm blaðsins eru Hall- grímur Björnsson, Sveina Björnsson og Bragi Ólafsson, sem jafnframt er ábyrgðaimað- ur. Kápumynd og aðrar teikn- ingar hefur gert Halldór Pét- ursson . Útgefandi er Iðnmála- stofnun Islands. „Rafskinna“ vekur enn Góðar jótagjafir: Hraðsuðukatlar Vöfflujárn Brauðristar Straujárn Bökunarofnar Suðuplötur Rafmagnsofnar Rakvélar Ryksugur Bónvélar Kæliskápar Þvottavélar Hrærivélar Jólatrésseríur Hárþurrkur Lampar alls konar Skermar o. fl. Plötuspilarar. Ij/ásafoss h.f. Laugavegi- 27. 60 Kjarvalsmyiidir í Listamannaskálanum. í dag og á morgun verður sölu- sýriing á unv 60 nvyridunv eftiir Ivjarval i Listanvannaskálanum. Þeir Kjarval og SigurSur Bene- diktsson búöu blaðamönnum að skoða sýninguna í gær, og var þar margt girnilegt að sjá, eins og nærri má geta. Hér er um að ræða vatnslitamyndir, „touche- nvyndir" og málverk frá ýmsum tímum, eða allt frá árinu 1917. Meðal þeirra eru 8 myndir, sem vóru á síðustu sýningu Kjarvals. Sýningin er opin til kl. 10 £ kvöld, og frá 10—5 á nvorgun, fimmtudag. lianada vill USA dollara. Washington (AP). — Á síð- asta ári lögðu Bandaríkjamenn tugi milljárða í fyrirtæki S öðrum löndum. Megnið af fénu var varið tii framkvæmdá í Kanada, þar sem til góðs þykir að fá er- lent fjármagn, því að það er undir kanadískum lögum. AIls nam fjái-festingin ■ tugum milljörðum dollara. „Rafskinna“ hefir nú tekið til við að fletta blöðum sínum í skemmuglugga Haraldar, enn eitt merki þess, að jólin eru í nónd. Um árabil hefur Gunnar Bachmann staðið fyrir þessari skemmtilegu tilbreytni, og ó- hætt er að segja að „Rafskinna" þyki löngu orðin ómissandi dráttur í andliti bæjarins þeg- ar kemur fram að jólum. f skemmuglugganum gefur að líta snævi þakið landslag, en græn þarrtré stihga 1 stúf við hvítan snjóinn. Fyrir miðju er bjálkakofi, og út um glugga hans gægist skeggjaður karl með prjónahúfu og trefil. Karlinn brosir gleitt og rennir til augunum í sífellu. Hann kann vel við sig, karlfauskurinn og það er eins og honum sé ljóst, að augu vegfarenda bcin- ist að honum. Ungir og gámlir staldra við á stéttinni til þess að kasta kveðju á þenna bros- hýra karl í glugga bjálkakof- ans. En. úti fyrir kofanum þeysir t hraðlest eftir braut sinni. Þefta j er myndarleg lest, raflcnúin, en í henni eru fimm vagnar. Lest- •(.in skýzt út úr jarðgöngum. ( þýtur í fallegum boga fyrir á- horfendur og hverfur síðan inn í snævi þakið fjallið. „Rafskinna“ mun enn stað- íslenzk skáldsaga á heímsmælikvarða GYÐJAN OG UXIM eftir KRISTMANN G U Ð M U N D S S 0 N. Þessi stórsnjalla skáldsaga, sem farið hefur sigur- för víða um heim, er komin út í, íslenzkri þýðirigu Einars Braga Sigurðssonar og verður Jélaskáldsagan í ár Sagan geris't suður á Krit á 14. öld fyrir Krists burð og fjallar um hamingjuleitina heima og erlend- is, baráttu hóidsins og andans og ástina, s.eni er mönd- ullinn í öllurii ckáldsk.áp Kristmanns. „Gyðjan og uxinn“ s 'er af fiastúm talin snjallasta skáldsaga höfundarins og öndvegisverk 'í íslenzkum bókmenntum. Hún ei'n- kennist af snilldarlegri sálkörinun, listrærini fegurð, örlagaríkum atburðum og' glímu mannsins við ósýni- leg máttarvöld. Þetta er í fyrsta sinn, sem „Gyðjan og uxinn“ k.ctT:ur ut í heild á < íslenzku. Þar með er glæsilegt listaverk komið heim til íslar.ds úr seytján ára útlegð. „GYÐJAN OG TJXINN" er þriðja bindið í ritsafni Kristmanns G; ðmuncissonar. Fyrri bindin eru smásagnasafnið „Höll Þyrnirósu“ og skáldsagan „Ariur kynslóðanna", sem flytur „Morgun lífsins" og „Sigmar“ i einu biridi. Ritsaín Kristmanns er vandlátum bókamönnum kærkomin gjöf. ÍÍO 8‘fjfít VÚ tffti Ííi Mt '.■.\V.V.V.%WV^W.\VW.VÍ.WWW.VVW.V.VVV^.W.,.V.V.V.V.T,Vli

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.