Vísir - 15.12.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 15.12.1954, Blaðsíða 10
10 vism Miðvikudaginn Ið. desember' 1954* — Sem yður þóknast. Og hvað er það þá, sem yður liggur . svona þungt á hjarta? — Bróðir minn var með Wyatt, en allt um það er hann trúr þegn drottningarinnar. Eg er að sækja um náðun fyrir hann. Renard gretti sig og nasavængir hanns skulfu. — Það er mjög einkennileg beiðni. Fyrirgefning drottningarinnar hefir géfið uppreistarmönnum byr undir báða vængi. Hún fyrirgaf . lávarðinum af Suffolk á sínum tíma og hann reis gegn henni á ný. Finnst yður sanngjarnt að ætlast til þess af henni, að liún láti uppreistarmönnum órefsað þegar það verður ekki til annars en þess, að blása að kolum nýrrar uppreistar. Eg hefi séð skjölin í máli bróður yðar og þau eru ekki glæsileg. — Hann hefir þó ekki játað sekt sína? sagði John og greip . andnn á lofti. — Játning hans var óþörf, enda þótt hann gæfi fullkomna .játningu. Sök hans var sönnuð fyrir hæstarétti, sem honum iiafði verið stefnt fyrir. —• Er þegar búið að stefná honum? Dómararnir settust á rökstóla strax og þorparinn Wyatt lagði af stað með uppreistarher sinn til London. Renard var orðinn óþolinmóður. — Það, sem eg ekki á kröfu á, get eg ef til vill beðið yður xim sem greiða. Eg hefi gert yður, drottningunni og húsbónda yður ofurlítinn greiða og eg vona, að þess verði minnst. Renard var nú orðinn mjög óþolinmóður. — Eg held, lávarður minn af Bristol, að þess hafi þegar verið iminnzt, svaraði hann stuttaralega. — Eg veit ekki til, að nein Zkæra hafi komið fram á hendur yður. Er það ekki nóg. Látið yður það nægja, lávarður minn, látið yður það nægja. John bældi niður reiði sína. — Þér megið ekki álíta mig ■vanþakklátan, en ef eg fer á fund drottningarinnar, viljið þér þ>á lofa því að vera ekki á móti því, sem eg bið hana um? Spánverjinn varð undrandi á svipinn. — Þér ætlið samt að íara á fund hennar? Munið það, sem hertoginn af Norfolk sagði ■við Thomas More: „Indignatio principis mors est — reiði þjóð- höfðingjans er dauði“. Væri eg heima á Spáni mundi eg ekki gera þetta, hvort sem ætti í hlut bróðir minn, eiginkona, barn «ða faðir. — Drottningin hefur alltaf verið vingjarnleg við mig. Eg treysti enn á það. Renard bandaði frá sér með hendinni. — Eg er sendiherra húsbónda míns, og skylda mín býður mér að aðhafast ekki annað en það, sem er húsbónda mínum í hag. Þess vegna get eg ekki lofað yður neinu heldur verð eg að reyna að telja um fyrir yður á heiðarlegan hátt. John brosti, hneigði sig og fór. Þegar hann kom fram að stig- anum, stóð þar þjónn, sem var að bíða eftir því, að einhver hyrfti að tala við drottninguna. Hann vaknaði óðara við, þeg'ar Irarlinn bað um að fá að tala við drottninguna um áríðandi mál- efni. XVII. kafli. Hirðþjónninn kom aftur og sagði, að drottningin væri að matast og það væii ekki hægt að ná tali af henni, fyrri en mál- tíðinni Væri lokið. John hafði því tóm til að hugsa sig um. Það var hægt að treysta þagmælsku herra Blacketts og Ambrose var hér við hendina til að þeysa til Canterbury með skipanir til Francis og Anthony um að hætta við björgunina. En ef hann gerði það, hvernig átti hann þá að geta afsakað það fyrir sjálf- um sér og vinum sínum? Hann hætti við þá hugsun og tók fasta ákvörðun. Hann var orðinn þyrstur og gekk inn í samkvæmissalinn. Þar stóð hann upp við vegg og beið þangað til hann kóm auga á þjón, sem hann sendi eftir víni. Drottningin mataðist í einka- herbergjum sínum, en Ráðið sat við borð ásamt aðalsmönnum við hirðina. Hann sá Pembroke og Howard lávarð, sem hann leit á sem vinveitta sér, tala mjög alúðlega við Shrewsbury og Rochester, sem hann vissi að voru óvineittir honum. Otter- bridge sat nálægt enda borðsins og Michael stóð fyrir aftan hann og hvíslaði að honum í hvert skipti sem nýr réttur var borinn inn. Við hlið Otterbridge sat jarlinn af Arundel, sem var mjög samvizkuliðugur stjórnmálamaður. Hann var að hlæja að einhverju fyndnisyrði, sem hinn blindi lávarður hafði látið falla. Honum var borið vínið og hann fór fram fyrir til að geta drukkið það í næði frammi í ganginum. Hann hafði naumast borið vínið upp að vörunum, þegar hirðþjónninn kom til hans og með honum þrekvaxinn, ljóshærður maður með mikla kjálka. — Sir John Gage, lávarður og hallarstjóri Tower, Vill fá að tala við yðúr. Sir John glotti kuldalega. — Verið ekki feiminn við mig, lávarður minn. Þér ættuð að vita, sem gamall gestur minn, að það er höfuðsmaðurinn, sem er fulltrúi minn í stjórn kast- alans, enda þótt eg hafi tekið fleiri af lifi en mig langar til að muna eftir ríkisstjórnarárum Hinriks konungs. Eg á aðeins erindi við yður í samband við erindi yðar. Drottningm sendi mig og bað mig um að spyrja, hvers þér óskuðuð. Hún á annrikt og má engan tíma missa, nema erindi yðar sé því brýnna. Þegar John sagði honum erindi sitt, hvarf af honum brosið og gretta kom í staðinn. Gage ól í brjósti óvild til Wvatts og manna hans, sem höfðu hrakið hann frá Charing Cross, þegar menn hans vildu ekki berjast. Það er tilgangslaust að bera upp þetta erindi við drottning- una! Bróðir yðar er svikari og verður að taka út refsmgu sína. Þessir villuráfandi sauðir hafa gert uppreist itl að hnekkja veldi drottningarinnar og nú biðja þeir um miskunn. — Eg kom til liðs við drottninguna, Sir John. Eg vona, að það mæli með beiðni minni. — Hvar voruð þér? Eg sá yður ekki í herklæðum við hlið mér. — Og samt safnaði eg liði í hennar nafni og' hraðaði mér hingað svo fljótt sem eg gat. — Svo fljótt sem þér gátuð! segið þér. Það hefði verið hægt að fara þessa Vegarlengd á helmingi skemmri tíma en þér fóruð. — Og' samt ætluðu menn mínir að berjast fyrir drottninguna, Sir John. Gage reyndi að svara, en það gekk svo fram af honurn, að hann kom engu orði upp. Hann gekk burtu og það sást á hverri hreyfingu hans, að hann var fokreiður. John sá nú eftir því að hafa verið svona frakkur. Hvernig átti han nú að að fara að því að fá áheyrn hjá drottningunni? — Þér voruð of fljótur á yður, lávarður minn, sagði róleg rödd við hlið honum. — En allt um það er enginn skaði skeður. Það er skylda mín að flýtja drottningunni erindi yðar. John hafði gleymt hirðþjóninum, sem hafði staðið hreyfing- arlaus meðan samtalið fór fram. Hann var brosandi og blá augun voru vingjarnleg. John virti hann fyrir sér. Þetta var ungur maður, tiginmannlegur, Ijóshærður í hvítri silkitreyju Á kvöldvökumii. Listamaðurinn James Mont- gomery Flagg sat einu sinni í kaffihúsi í New York og sá þá Beatrice Lillie við borð nálægt. Með henni var fögur ung kona og datt listamanninum í hug, að hann gæti kannske fengið hana fyrir - fyrirmynd. Hann skrifaði þá þessi orð á blað og sendi þjóninn með það til Li- lie. „Hver er þessi undursam- lega vera?“ Hann fekk miða um hæl frá Miss Lillies svo- svohljóðandi: „Það er Eg.“ • Ef karlmaðurinn er gráhærð- ur er hann sagður virðulegur. Sé konan gráhærð er hún kölluð kerlingarskrukka. Árni blái hitti vin sinn á götu, en vinurinn hafði nýverið orðið að fá sér gerfiauga. Það þótti Árna stórmerkilegur hlutur. „Segðu mér, góði vin,“ sagði hann, „úr hverju er svona gerfi- auga búið til?“ „Vitanlega úr gleri!“ sagði vinurinn. „Dæmalaus bjálfi get eg ver- ið!“ sagði Árni blái. „Vissulega er það úr gleri. Annars gæti maður ekki séð í gegnum það!“ • Karl Valentín lék einu sinni sem gestur í Berlin. Var honum boðið í opinbera veizlu og mik- ið stáss af honum gert. Þegar veizlunni var lokið skildi Val- entin við aðra veizlugest út á götu og kvaddi. „Nei, hvað er þetta, hr. Valentin,“ sagði einn af þeim. „Ætlið þér að fara fót- gangandi? Eigið þér ekki einka- bifreið?“ „Eg — bifreið?“ sagði Valen- in og andvarpaði. „Eg á ekki einu sinni einka-strætisvagn!“ • Kona ein var að tala við vin- konu sína og trúði henni fyrir því að hún ætlaði að fara að taka að sér barn. „Eg þekki barnið ekkert en eg er samt þegar farin að elska það.“ „Þú ert hugrökk," svaraði hin. „Eg kalla það mikið að þú skulir ætla að taka að þér barn, sem þú aldrei hefir séð.“ „Eg held að mæður hafi ekki yfii'leitt séð börn sín áður en þær eignast þau,“ svaraði sú hugrakka, mjúk í máli. r. & Surficuykj: TARZA& AT A 5/WALL CL£ASIN<5, H£ FOUNQ THE AP65 WILP’LY PERFÖRMINð THEIR SAVAðE - / J RITUAL- WITHOUT HE5ITATIOM HS I / J LEAPEP NTO THEIfZ /MIDST' , Q, PRAWN BY THE CALL OF H15 P6PPLE HE TEMTOPAKILY FORSOT THE ’ WHITE &IIZL ANP PURSUEP THE 50UNP OF THE BOOMlNS PRUM! Cr.pr mr.l. Elc«rRíCfIJvf0Úr.l>-.. Inc • Tm R»* V.S P«:OH Distr. by.XJnited Feature Syndicate, Inc. Tarzan staðnæmdist á grein í háu ftré og hlustaði ákafur. Þegar ’ hann heyrði hið taktfasta öskur apanna, gleymdi hann algjör- lega hvítu stúlkunni og hraðaði sér eins og hann gat í áttina til þeirra. í litlu rjóðri fann hann apana þar sem þeir stigu dýrslegan dans. Án þess að hika, stökk hann beint inn í miðja þvöguna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.