Vísir - 16.12.1954, Blaðsíða 4
VÍSXR
Fimmtudaginn 16. desember 195C
#
nyja nuo
að Nesvegi
Vefnaðarvara
Smávara
Snyrtivörur
Margt nytsamlegt
#111»
JXe&ve'ffi M — Siani
ems eg a
Mlugflefiðimgar um fer&a-
Mög útimdinga til iandsins
' Nýlega las eg í leiðara Vísis,
sem kallaðist „ísland ferða-
mannaland?“, ef tirf arandi:
„Víða má sjá pésa og upplýs-
ingar um land og þjóð, þar sem
Snenn eru hvattir til þess að
sækja þetta land frosts og funa
heim, enda nóg hér, sem ætla
■íná, að ferðalanga fýsi að sjá
og kynnast. En þessi auglýs-
ingastarfsemi er raunverulegt
skrum og markleysa þegar þess
er gætt, að engin tök eru á að
veita ferðamönnum þær við-
tökur, sem nú er krafist í ferða-
mannalöndum.---------Frekari
auglýsingastarfsemi erlendis
um ísland sem ferðamannaland
er óþörf og raunar ósvífni eins
og á stendur“.
Nokkru síðar tók Morgunbl.
í svipaðan streng og sagði:--
,,Var þeim sem öðrum ljóst .það
ófremdarástand, sem ríkir í
veitingahúsmálum höfuðstað-
arins“.
Þessi blaðaummæli hafa auk-
ið mér svo kjark, að eg vil biðja
Vísi að birta fyrir mig athuga-
semdir, sem eg skrifaði hjá mér
s.l, sumar, er eg var staddur
erlendis. Þar sem eg heimsótti
aðeins ódýrustu veitingastaði,
eru mér þeir staðir ókunnir,
þar sem bruðl og „luxus“ hafa
'yfirhöndina.
Eftir að hafa verið á ferða-
lagi i U.S.A., þar sem 4—8-
faldar samhliða brautir iða af
bílaumferð og allir veitinga-
staðir eru fullir af fólki, verður
mér nú enn einu sinni hugsað
heim.
Annars vekur það mér furðu
að horfa á ótal nýjungar, meta
þær í huganum til lofs eða öf-
ugt og hafa samtímis í kollin-
um einskonar sjálfvirka stöð,
þar sem metnaðurinn svekkist
af sjálfsásökunum yfir því, hve
margt skortir heima. Vitanlega
er okkur flest ofvaxið. Ekki
getum við lagt fjölþætt, mal-
bikað eða steypt vegakerfi um
landið, en vegalagningin vai- þó
á eina lund talandi vottur um
svo margt, sem á milli ber.
Hér skiptir ekki máli, hvort
vegur var hækkaður eða rudd-
ur gegnum háeðir. Öll fleiður
eftir jarðýtur voru jöfnuð og
grædd. Jafnvel þar sem vegur
lá gegnum hæstu hryggina,
höfðu vegagerðarmenn myndað
ávalar, snyrtilegar hlíðar til
beggja handa og grætt þær
margskonar gróðri.
Og í kvöld, þégar eg býst í
háttinn í svonefndu „moteli“
vaknar sú spurning enn á ný:
Getur ísland tekið á móti gest-
um? Þetta hefi eg verið að hugsa
um s.l. 2 vikur og svar mitt er
gefið í öfgalausri einlægni.
Eftir þeim. mælikvarða, sem
hér er lagður, skortir okkur
flest til þess, sennilega væri
heiðarlegast að segja allt, nema
góða bíla og ósnortna náttúru-
fegurð. Veitinga- og gististaðir
með nokkrum sæmilegum og
slarkandi undantekningum. eru
fyrir neðan öll lágmörk. Á eg
þar ekki eingöngu við húsa-
kynnin. heldur verðlag, þjón-
ustuhætti o ,fl.
Ef ísland vill hafa tekjur af
ferðamönnum, þá verður að
umskapa flest það, sem nú er á
boðstólum. Það er ekki nóg að
sýna Gullfoss, Geysi eða Þing-
velli í allri sinni dýrð. íslend-
ingurinn, sem þangað kemur
býr yfir sonarlegu og raunar
borginmannlegu stolti, svo
hann sér þessar stöðvar í öðru
ljósi en erlendur maður, sem
varla getur nefnt staðina með
nafni, hvar þá heldur tileinkað
sér annað en náttúruundrið
sjálft. Þessi aðstöðumunur
glýjar okkur svo um augu, að
okkur rekur ekki í rogastanz
yfir því, að menningarlegt
stærilæti stendur í engu hlut-
falli við fegurð himins og jarð-
ar á þessum stöðum, en útlend-
ingurinn, sem þarna hefir öðl-
ast nýja stjörnu á festingu hug-
ans, hefir einnig á leið sinni
verið lostinn rosaskýjum, svo
hending kann að ráða, hvort úr
verður skin eða skúr, þegar
dómurinn fellur. En það er víst,
að nútímaferðamaður dregur
svo skarpa ljnu milli guðs og
manna, að engri þjóð endist
það eitt til vegsemdar, þótt
skapaj'inn hafi prýtt land henn-
ar með dásamlegum hlutum.
Eg veit, að okkar ágætu
menn, sem um þessi mál f jalla,
skortir fjármagn til stórra á-
taka. En ef hæna skal að sér
ferðamenn í gjaldeyristilgangi,
þá verður að byggja upp boðleg
skilyrði, jafnvel með erlendu
lánsfé, sem ferðamannastraum-
urinn stæði undir í framtíðinni.
Úr einum þætti skortsins
mætti þó bæta á ódýran hátt.
Eg á þar við smáhýsin, „motel-
in“, sem reist eru fyrir utan
stóra og dýra gististaði, Hér
eru þetta léttbyggð timburhús,
sem standa í röðum við þjóð-
vegina. Stærðin er dálítil stofa
og svefnhei'bergi með ódýrum
húsgögnum. Sum húsin hafa
einnig eldhús og bað. Eg get
ekki betur séð en hér sé til-
valið verkefni fyrir skólana.
Við eigum heilan hóp af lista-
mönnum. Hvílíka helgidóma
gætu þeir myndað í stein og á
striga til viðbótar því, sem þeir
þegar hafa gert, ef þeim gæfist
enn meira tækifæi'i til að reisa
sögu þjóðarinnar og menningu
virðulega bautasteina, hvort
heldur væri út í guðsgrænni
náttúrunni éða í húsum inni.
Mér fannst í fyrsta og eina
sinn, að eg yrði fyrir þjóð-
ernislegu áfalli, er ,eg reikaði
um Capitoluna í Washington
(,Kremlin“ Bandaríkjanna) og
sá hina fágætu list sem prýddi
salarkynnin svo jafnvel gang-
arnir voru samfelld listaverk.
Eg dæmi ekki um það, hvert
gildi þessi íburður hafði þama.
En mig laust hann ósk um það,
að okkar smáu en vinalegu op-
inberu byggingar mættu enn
ærið missa af svipmóti hinna
dauðu pensla.
Eg sýpdi í dag umsjónar-
manni ferðalaga myndir og
ferðabæklinga að heiman.
Honum þótti margt ágætt, en
hann gagnrýndi séi-staklega
eina tegund mynda, sem hann
taldi að kæmu sér næstum
fjandsamlega fyrir augu. Þar
átti hann við jökla og öræfa-
stendur61
myndir. — Er ekki nafnið svo
kalt, að þið þyrftuð helzt að
ylja það upp? spurði hann og
hélt svo áfram eitthvað á þessa
leið: í stuttum sumarferðuní
fer enginn á skíði né til ó-
byggðra fjalla. Fólk sækir til
menningarstöðva sumt beirtlín-
is í þekkingarleit, en hitt sem
fer bara til að spóka sig og slá
um sig með peningum er að
jafnaði of latt og ístöðulaust til
þess að sleppa sér langt frá
næstu þægindum.
Ekki veit eg hvort þetta er
rétt ályktun. En sú hugsun
víkur ekki frá mér, að við eig-
um í þessu efni að leggja gjald-
eyrisnetið djarflega og þó með
allri smekkvísi. Kappkosta, að
gestunum mæti menning, og að
þeir geti ekki vænst þess að sjá
hér aflægishátt aftan úr öldum.
rétt eins og þeir vænx að heim-
sækja einhver eskimóla- eða
dervisjalönd.
Þá mun netið afla þjóðinni
bæði gjaldeyris og sæmdar.
Þanrdg ritaði eg, en lét þó
margt kyrrt liggja af því, sem
eg hugsaði: enda þarf hér ann-
að að gera en skrifa álas. Þó
skal það sagt, að nú finnst það
óhrjálegt mál að ginna vand-
fýsna ferðamerm inn í landið,
sem á þeirra mælikvarða er
hótellaust, matreiðslusnautt,
þjónustulítið og rándýrt, Veg-
ina verður eðlilega að hafa enn
um sinn háða malar- og mold-
arkerfinu, en ónotalegt var að
svara erlendum menntamanni,
sem eg fór með til Gullfoss og
Geysis fyrir skömmu, er hann
spurði, hvort við gætum ekkilhefir ái-eiðanlega bæði upplag
tekið þjóðveginn til baka,
Ef slíkum mönnum verðúr á
að skilja eftir í landinu mein-
ingu sína um þenna þátt >í
menningu okkar,*þá er þeiín
borið á brýn yfirlæti og gorgeir
og að þeir séu að rægja iandið,
eia mér er spum: Hvor ráegir
landið meira gesturinn eða við
— gestgjafar hans?
Eg fann það ekki fyrr en. eg
reyndi það sjálfur, að aðstaða
okkar í þessu efni er svo bág-
borin, að líklega væri þjóðholl-
ast að stöðva í bili allar aug-
lýsingar erlendis, en þess í siað
ætti um nokkuri'a árabil að
undirbúa gestakomur og stofna
í því skyni sérstakt ráðuneyti
til að annast þessa hlið land-
kyiiningar og gjaldeyristekna,'
Að síðustu skal það tekið
fram, að íslenzkt þjónustufólk
og möguleika til að koma taetur
fram en það gerir, enda finnast
þar margir einstaklingar —
konur og karlar, — sem bæði
eru prúð.ir og viðfelldnir. En í
þessu efni þai'f lærdóm, æfingu
og viðmót, og að því leyti er
hið síðasttalda snertir, mættum
við, sem daglega njóturn starfs
þessa fólks, oft við fx'ámunalega
erfið framreiðsluskilyröi,
gjarnan minnast þess, að hrjúf
og þyrkingsleg framkoma okk-
ar á stundum kann að eiga
meiri þátt í því en margan
grunar, að toi’velda þann veit-
ingahúsabrag hér, sem hvar-
vetna þykir í ferðamannalönd-
um ein hin beztu meðmæli og
jafnsjálfsögð og ósprunginn íeir
og fágaður borðbúnaður,
Friðrik Þðrvaldsson.
♦ BEZT AÐ AUGLYSA I VISl *