Vísir - 16.12.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 16.12.1954, Blaðsíða 10
£0 VISIR Fimmtudaginn 16. desember 1954. og grænum buxum. Hann var með gullkeðju um hálsinn, gim- stein í hufunni og hann hafði langt sverð í rauðum slíðrum. —• Þér undrizt hversu djarfur eg er? En Sir John Gage óhlýðnaðist drottningunni. Hann átti að fá vitneskju um erindi yðar, en ekki að leggja dóm á það. Þess vegna verð eg að gera skyldu mína. Ef eg segði yður, að það var Sir WÍlliam Cecil, sem -útvegaði mér stöðu mína, mun málið ef til vill verða yður ljós- ara. Og ef eg segði yður líka, að nafn mitt er Culpepper frá Dartford, og að frænka mín er í kastalanum, ákærð fyrir það sama og bróðir yðar, þá ef til vill skiljið þér mig betur. John rétti honum hendina. — Þér gerið mér mikinn greiða, Jhen-a Culpepper, með því að reka erindi mitt. Eg mundi bjóða yður sömu þjónustu í naáli frænku yðar, ef eg héldi, að m'illi- ganga mín bæri nokkurn árangur. Ef eg skerst ekki i málið getur skeð, að hún náði þá, sem dæmdir hafa verið. Culpepper var mjög hrærður, en gætti þó allrar varúðar. — Lávarður minn! Þegar frænka mín var tekin föst, kraup eg á kné fyrir drottningunni og bað henni miskunnar. Hún aðeins leit á mig og bandaði mér burtu. Hún þurfti ekki að segja meitt. Til þessa dags hefir hún verið ensk, en nú er hún orðin .spænsk og fyrirgefur engan minnsta mótþróa. Eg get trúað .yður fyrir því, að hún hefir krafizt þess, að hennar eigin systir, Elizabet prinsessa, yrði tekin föst, en Ráðið hefir ennþá staðið á móti því, Það verða engir náðaðir — engir! Eg get ekkert- gert fyirr frænku mína annað en óskað þess, að hún verði tekin af sem fyrst. Það fór hrollur um John. í sannleika var ekki annað hægt að gera en að óska aftöku, áður en pyndingarnar byrjuðu. Culpepper varð nú aftur rólegur. — Ef þér óskið að eg beri upp erindi yðar fyrir drottningunni, lávarður minn, skal eg gera það. Þrátt fyrir það, sem Sir John Gage sagði, vita þeir vel, að þér söfnuðuð liði til að verja drottninguna. John kinkaði kolli og Culpepper fór. Biðin varð löng, en dvölin í fangelsinu hafði kennt honum Jþolinmæði. Hann braut heilann um það, hvað hann ætti að .segja við drottninguna. Hann sá hirðþjóninn koma. Culpepper fmeigði sig. — Hennar Hátign ætlar að veita yður áheyrn, lávarður minn, en ekki fyrri en á morgun. — Ekki fyrri en á mcigun, herra Culpepper? Þá er einum degi glatað. —• Eg geri ekki annað en flytja yður boð drottningarinnar. Því get eg ekki breytt. Hann var kuldalegur og rólegur og það sáust engar svip- breytingar á honum. Þá tók John eftir því, að meðan hann hafði verið niðursokk- inn í hugsanir sínar höfðu lávarðarnir komið út úr borðsaln- og og voru nú svo nálægt, að þeir gátu heyrt, hvað þeirn fór á milli. Jarlinn gerði sig líka þurrlegan og kuldalegan. — Eg Mýði drottningunni, sagði hann. Nú varð hann þess var, að ■Otterbridge var kominn til hans og studdist við arm Arundels. Aruhdel horfði á hann, án þess að nokkur svipbreyting sæist á honum, en Otterbridge var vingjarnlegur. — Eg held þér séuð of djarfur, sagði hann. — Getið þér ekki hætt við þetta? — Eg er hræddur um ekki lávarður minn. í í í — Jæja- Blindi maðurinn gretti sig. — Eg skal ná tali af drottningunni, þó að framorðið sé, og gera fyrir yður það sem eg get., John kyssti á hönd honum, en varð kvíðafullur. Hann sá það, sem Otterbridge sá ekki — að Arundel-'glotti illgirnislega og ánægjulega í senn. Það var ekkert meira að geira í höllinni og John reið til Lon- don og gat ekki gleymt glottinu á andliti Arundels. Táknaði þetta glott aðeins fjandskap við hann, eða hafði hann þvælt Otterbridge inn í mál, sem andstæðingar hans í Ráðinu gátu notað gegn honum? Það duldist ekki jarlinum, að þeir hötuð- ust. Otterbridge var hækkandi stjarna og Arundel var milli tveggja elda. Arundel hafði stutt Jane drottningu, enda þótt hann hefði verið með í ráðagerð um að steypa henni af stóli, en hinir höfðu staðið með Maríu frá upphafi. Ef Otterbridge átti að heppnast að fá nokkru ágengt í máli Rogers, hlaut það að byggjast á því, að hann hafði alltaf staðið með drottningunni. Hann fór aftur til hallarinnar, en Otterbridge lávarður var í sal Ráðsins, þar sem ekki var hægt að ná tali af honum og dyravörðurinn var ekki lengur við dyr drottningarinnar svo að hann gæti sagt honum hvort Otterbridge hefði farið inn til skipstjóranns eða ekki. Culpepper sá hann ekki og þegar hann komst að því, að allar líkur voru á því, að Ráðið mundi sitja á rökstólum fram eftir allri nóttu, fór hann aftur heim til Rose, vonsvikinn, þreyttur og soltinn. í Ambrose var kominn með fréttir og hann hlustaði á hann meðan herra William bar honum kalt kjöt að borða. AJlt hafði farið vel að því er Ambrose bezt vissi. Hann hafði keypt þrjá hesta og borgað þá yfir markaðsverði, af því hann þurfti að flýta sér. Hann hafði farið með þá til Tabard, en þar hafði hann hitt Francis og Anthony. Hinn síðarnefnda hafði hann borið kennsl á, þrátt fyrir dularbúninginn, en Francis hafði leikið kaupmann svo vel, að hann hafði ekki þekkt hann, fyrri en hann bar búinn að skoða hann í krók og kring. Þeir höfðu stígið á bak og lagt af stað og beðið að skila því, að þeir ætluðu að reyna að ná Rochester um kvöldið og Canterbury síðdegis næsta dag. Öll vegarlengdin var álitin sjötíu mílur og vegirnir voru taldir góðir. Þegar Ambrose hafði lokið frásögn sinni, sendi jarlinn hann i háttinn, hrósaði honum og gaf honum einn gimstein af því, sem eftir var í skrininu. Hann sendi herra William á brott, sagði honum að fara með kertin með sér og sat fyrir framan arininn og braut heilann. Bjarmanum frá aringlæðunum sló á andlit hans, en á bak við hann var svartamyrkur í herberginu. Hann var mjög einmana, því að Anna var langt í burtu, vinir hans fjarverandi og Roger í Kastalanum í Dover. Hann vantaði einhvern til að tala við og það munaði minnstu, að hann sendi eftir Ambrose til að rabba við hann, en þá minntist hann þess, að Ambrose var þreyttur og þarfnaðist svefns og hann hætti við það. Hann hugsaði sér, að vinir hans sætu nú í Rochester eða í veitingahúsinu við veg- inn.. Blackett hlaut að vera kominn lengst, því að hann liafði farið af stað löngu á undan hinum, en hinir voru röskari reið- menn. Ef þeir hittust, mundu þ'eir láta sem þeir þekktu ekki hver annan. Þeir mundu ekki gista á sama gistihúsi og ekki borða í sömu krá. Hann var hræddur við það, sem fyrir höndum var. Hann var uppgefinn og þráði ekki fleiri ævintýri. Hann þráði aðeins Önnu og friðinn í Glouchestershire. Hann dottaði í stólnum, en eldurinn brann út á arninum og kuldagjósturinn gnúði á gluggunum. Þegar kóinaði dreymdi hann erfiða drauma og hann engdist og umlaði. Loks vaknaði hann, stirður og skjálfandi. Það var komið fram á nótt og hann vildi fara í rúmið. Honum fannst kalt milli rekkjuvoðanna og hann fór á fætur aftur og tók að skara í eld- inn. Hann var að því, þegar þjónarnir komu. Herra William fór með fötin hans til að pressa þau, en Am- brose bar honum brauð og vín. Því næst var hann laug'aður og rakaður. Þegar hann var klæddur fór hann að hugsa um það, sem gert yrði í dag. f dag yrði Roger fluttur frá Dover til Cant- erbury og við hvert skref mundi hann færast nær hoggstokkn- um. John þekkti slíkt af eigin reynslu. Fanginn sat á hesti með hendurnar bundnar fyrir aftan bak og það var teymt undir honum. Þeir sem kynnu að mæta slíkum manni, mundu víkja þöguiir úr vegi. Hann ætlaði að gera eina tilraunina enn og vita, hvort hann næði taii af drottningunni. Hann flýtti sér út og náði í bát og lét róa sér til Whitehall, en hann varð að bíða lengi í biðsalnum. Hirðþjónn sagði honum, að drottningin ætlaði ekki að taka á móti honum í móttöku- salnum, heldur í einkaherbergi og að hún mundi senda eftir honum, þegar hún hefði tíma til að tala við hann. Honum þótti vænt um að þurfa ekki að tala við hana í margra manna viður- vist. Honum létti, þegar hann sá Culpepper koma til sín, enda X kvöldvökwini. Bing Crosby á hús í Beverly Hills og er hinn fegursti skrúð- garður umhverfis það. Þar eru líka þrjár sundlaugar. í einni lauginni er volgt vatn, í annari kalt, en sú þriðja er tóm. „Þetta er skrítið hjá þér,“ sagði Esther Williams þegar hún kom í heimsókn. „Eg skil vel að þú hafir kalda laug og volga laug' líka. En ekki botna eg í því til hvers þú ætlar að nota þá tómu“. „Hún er auðvitað handa þeim sem ósyndih eru!“ sagði Bing Crosby hlæjandi. • Sagt er að málfrelsi sé í Argentínu. Þrátt fyrir það kom svohljóðandi auglýsing í stóru dagblaði þar: „Talandi páfa- gaukur hefir sloppið að heim- an. Legg áherzlu á það, að á stjórnmálaskoðunum hans ber eg enga ábyrgð. Eigandi.“ • Aður en Indonesia varð lýð- veldi kom hollenzkur land- stjóri í heimsókn í smáþorp á Bali. Yngismeyjar þorpsins stóðu í röðum báðum megin þorpsins í þjóðbúningi sínum, sem er aðeins „,sarong“ úr blómstruðu efni, sem festur er í mittistað, en fyrir ofan hann er ekkert. Á síðasta augnabliki var tilkynnt að landstjórafrúin væri í förinni, en frúin var þröngsýn og tepruleg og þótti þjóðbúningur kvenna á eyjun- um ósæmilegur. Of seint var að senda heim eftir sjölum eða treyjum handa yngismeyjun- um og var það boð látið út ganga, að þær ætti að reyna sem bezt að hylja brjóst sin, 'meðan blessuð frúin æki fram hjá. Þegar vagninn ók meðal rað- anna tók hver stúlka upp pils sitt og breiddi yfir barm sér. En þar sem fólk á Bali er alveg' kviknakið undir lendaklæði sínu eða pilsi, má geta nærri hvernig frúnni hefir orðið við. En verið getur að bónda hennar hafi verið skemmt, • Þeir sátu úti á þilfari í þil- farsstólum og létu fara vel um sig. Annar var að lesa í bók, en þegar hann hafði lesið svo sem 5 mínútur datt hann út af yfir bókinni. Næsta dag sat hann aftur , þarna með bókina og lognaðist út af. Sá þá félagi hans að maður kom að þeim og ávarpaði þann, sem var með bókina: „Hvað þarf að bjóða yður til þess að þér takið yður aðra bók í hönd? — Eg er nefnilega höfundur að þessari.“ • Hve fagurt er að aðhafast ekkert og hvíla sig á eftir. —• (Spænskur málsháttur). f .VMWWWWWVWVWWWWVVWwWSAiWWVWSA^ Mesta og bezta úrval heimilisraftækja er hjá okkur: Vöflujám Straujárn Brauðristar Straubretti Prjónavélar Hringbakarofnar Hraðsuðukatlar Hraðsuðukönnur Kaffikönnur Kaffikvarnir Hrærivélar Bónvélar Ryksugur Strauvélar Eldavélar Þvottavélar Uppþvottavélar Steikarofnar Eldhúskiukkur Borðklukkur Rakvélar Hárþurrkur Vasaljós Barnalampar Hitabakstrar Jólatrés-ljósasamstæður margar gerðir. Verð írá kr. 105.00. Um margt er að velja, sparið tíma og lítið fyrst til okkar. Afborgunarskilmálar ef óskað er, þegar um stærri tæki er að ræða. Öll stærri tæki send lieim. VÉLA 09 RAFTÆKJAVERZLUNIN Bankastræti. ■ Tryggvagötu. Sími 2852. Sími 81279. 5'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.