Vísir - 21.12.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 21.12.1954, Blaðsíða 4
•vism Jónas Jónsson frá Hriflu: Einar Jónsson, myndhöggvari, Frægasta og dýrasta bókin, sem kemur nú út á jólamark- aðnum, heitir „Einar Jónsson“ og kostar 670 kr., en yerður gerð mönnum auðkeypt með sanngjörnum afborgunargreiðsl um. Þessi bók innibyrgir milli tveggja spjalda myndir af svo að segja öllum fullgerðum verk um Einars Jónssonar, sem hann telur snerta skapandi hugsjón- ir. Þar eru að sjálfsögðu högg- myndir hans, málverk og frum- drættir að stórhýsi. Einar Jónsson líktist hinum frægu fornverjum frá endur- reisnartímanum. Hann mundi hafa verið jafnvígur á húsa- gerðarlist, málaralist og högg- myndagerð, ef hann hefði var- ið til þessara listgreina jöfn- um tíma. Einar Jónsson var mikill gæfumaður um flesta þá hluti, sem skipta mestu máli í lífi einstaklinga. Hann var kominn af traustum, þjóðlegum stofni og fæddur í einhverju fegursta héraði landsins, á þeirri öld, sem átt hefur og þroskað flesta fremdarmenn hér á landi að fráteknum miðhluta 19. aldar. Þegar Einar Jónsson var barn í vöggu fékk þjóðin sína fyrstu frelsisgjöf eftir margra alda kúgun. Litlu síðar sama sum- ar andaðist Sigurður Guðmunds son úr kvöl og kröm, en hann var fyrsti íslendingurinn, sem hlotið hafði fullkomna tækni- menntun í list, eftir nútíma kröfum. Einar Jónsson varð á ýmsan hátt arftaki Sigurðar Guðmundssonar. Þegar í æsku hneigðist hugur hans eindreg- ið að höggmyndagerð, þó að sú list væri þjóðinni lítt kunn. Vandamenn. sveinsins vildu, að hann yrði prestur, en ekki vildi hann það, þó að trúarlegra hug_ mynda gæti óvenjulega mikið í mörgum helztu verkum hans. En prestskonan á Stóra-Núpi sá, hvað í drengnum bjó og ráð- lagði hjónunum í Galtafelli að leyfa syni þeirra að ráða ferð- um sínum um lífsstöðuval. Hann fór ungur og lítt reyndur til Danmerkur og dvaldi þar fjórða hluta langrar ævi. í Danmörku fékk Einar Jóns- son fullkomna tæknimenntun í höggmyndagerð og hina ágæt- ustu konu, frú Önnu Jörgen- sen, sem varð honum glæsileg- ur lífsförunautur á langri og erfiðri listamannsbraut. — Að loknu námi í Kaupmannahöfn hóf hann sjálfstæða högg- myndagerð með Dönum, en þar var skjótt komið að vegamót- um. Danskir myndhöggvarar fóru hina venjulega suðurleið og týndu í París því litla, sem þeir kunna að hafa haft af per- sónulegum sköpunarmætti. — Carlsbergsafnið viðaði að sér í smálesta tali fagurgerðum en sálarvana marmaramyndum frá Signubökkum og fyllti þannig pálmasali sína, en engum dönsk um listfræðingi kom til hugar að nokkurt af listaverkum Ein- ars Jónssonar gæti átt þar heima. En íslendingurinn vissi, hvað hann vildi og spurði. þá ekki til vegar. Hann tók íslenzk verkefni til meðferðar með ís- ienzkum hætti. Hann ferðaðist mikið til annarra landa og var langdvölum í Róm, Þýzkalandi, Ungverjalandi, Englandi og Bandaríkjunum, en hann kom ekki til Parísar. Vissulega kom þar ekki til greina persónulegt yfiiiæti. Hann kunni vel að meta listagáfu Frakka og þýð- ingu þeirra fyrir heimslistina að því leyti sem um sjálfstæða listasköpun var að ræða. En á tímum Einars Jónssonar var of- urveldi franskrar listar orðið farg á sjálfstæðri listaþróun annarra menntaþjóða. París hafði að hans dómi jafn óheilla. vænleg áhrif á fjölmarga sam- tíðarmenn hans eins og forn- list Grikkja á Canova og Thor- valdsen. Einar Jónsson taldi það sjálfsagða skyldu hvers listamanns að gerþekkja lista- afrek fyrri kynslóða, nema al- menna tækni og kynnast fyrir- myndum í sambandi við þá kynningu. En að hans dómi átti samfylgdinni þá að vera lokið. Hver dugandi listamaður átti að skapa sjálfur sín skyldu- verk. Sál hans átti að vera upp_ sprétta allra hans verka, en stefnur, stílar og skólar fyrri alda fordæmi samtíðarmanna, að vera viðunandi sönnum um- bótamönnum. Eftir aldamótin og fram að fyrri heimsstyrjöldinni var Ein ar Jónsson oftast búsettur í Danmörku, hafði þar vinnu- stofu og geymdi þar sín mörgu listaverk, fullgerð eða hálf- smíðuð. Hann varð kunnur listamaður erlendis. Fjölmörg listatímarit birtu um hann rit- gerðir og myndir af verkum hans. Menn viðurkenndu, að hann væri frumlegur og sjálf- stæður listamaður, en þungi hinnar gljáfægðu Parísartízku og fáránlegir ismar lágu eins og farg á forráðamönnum lista- safna í grannlöndunum. En íslendingar tóku vel á móti sínum fyrsta myndhöggv- ara. Þegar þjóðin þurfti að láta vinna myndhöggvaraverk, var til hans leitað. Komu þar jafnt til greina myndir af hinum fyrsta landnámsmanni, skáld- um, stjórnmálamönnum og þjóðhöfðingjum. — Reykjavík mun um aldur og æfi bera glæsilegan vitnisburð lista- gáfu Einars Jónssonar og góð- um smekk og óspilltri þjóðlegri tilfinning'u flestra samlanda hans. Eftir 1908 var Bjarni Jóns- son frá Vogi áhrifamaður á Al- þingi og mikill unnandi fag- urra lista. Hann beitti sér fyrir því, að komið yrði upp vísi að listasafni í Reykjavík og skyldu verk Einars Jónssonar mynda kjarna þess. Einar var fyrir sitt leyti fús að gefa ættjörðinni mikið af listaverkum sínum ef byggt væri yfir þau viðhlitandi húsnæði. Bjarna Jónssyni tókst með mikilli atorku að fá nokkra, en þó of lága, fjárveit- ingu í slíkt safn, skömmu áður en Þjóðverjar hófu fyrra heims- stríðið. Myndhöggvaiinn valdi safni sínu stað á hæstu hæð í höfuðstaðnum, þar sem hon- um þótti fegurst og mest út- sýn. Var þar hafizt handa um safnhússmíði og stuðst við gjaf- ir áhugamanna og framlag rík- issjóðs. Styrjöldin tafði þessar framkvæmdir. Einar Jónsson og frú hans dvöldu á þessum árum í Ameríku og þar lauk hann við hina víðkunnu mynd af Þorfinni karlsefni. Eftir stríðið settist Einar Jónsson að í safnhúsi sínu á Skólavörðu- hæð. Virðulegur en óformlegur sáttmáli var gerður milli rík- isins og Einars Jónssonar um safnið. Ríkið kostaði viðhald þess og galt honum laun eins og væri hann kennari við há- skólann. Listamaðurinn vann í safninu að hugðarefnum sínum og þjóðin eignaðist allan mynd_ skáldskap hans. Einar Jónsson varð hinn dáði, elskaði og virti forystumaður í þjóðlegri nú- tímalist og þjóðin eignaðist, þrátt fyrir myndfátækt sína, safn, sem hún gat, að því er snerti frumleik og skapandi listaþrótt, staðizt samkepni við það sem bezt var gert á þeim tíma með stórþjóðunum. Ekki var landnám Einars Jónssonar á Skólavörðuhæð tóm sólskinsganga. Húsið var byggt á stríðstíma og eftir stríð og reyndist í sumum efnum lítt vandað. Það var kalt og lekt. Oft skorti þar bæði vatn og hita. Kringum safnið hafði á stríðs- og krepputíma mynd- azt óregluleg og illa skipulögð byggð. Sóttu lítt tamin ung- menni að iðka þar drykkjusiði, róstur og hreinlætisspjöll kring um safnhúsið. Þegar Banda- ríkjastjórn hafði gefið íslandi hina virðulegu Leifsstyttu var svo hirðuleysislega gengið um við styttuna, að amerískir ferða menn kærðu þetta atferli fyrir stjórninni í Washington. Setti íslenzka stjórnin þá vörð um styttuna. Voru þá teknir að nokkru upp betri siðir á Skóla- vörðuhæð. Einar Jónsson og íslenzka rík ið stóðu vel við sína sáttmála- >gerð. Hann var sístarfandi og skapandi í safnhúsi sínu og þjóðin auðgaðist að ómetanleg- um, andlegum verðmætum. En ríkisstjórnir, Alþingi og bæj- arstjórn Reykjavíkur mundu líka eftir sínum skyldum. Mynd höggvarinn taldi, að vcggir safnhússins væru ekki nægilega sterkir til að standa jarð- skjálfta. Þá lét ríkið hann fá fé til að gera hina öflugu og frábærlega listrænu boga í sýn- ingarsalinn. Næst fór fram höf- uðaðgerð á öllu safnhúsinu utan og innan í ráðherratíð Péturs Magnússonar og með hans at- beina. Þá lét bæjarstjórn Reykjavíkur í borgarstjóratíð Bjarna Benediktssonar fullgei'a. og stórprýða garðinn, sem lykur um listasafnið. Enn skortir nokkuð á, að g'irðingin sé í sam- ræmi við annan aðbúnað. Þá lét ríkið gera litla smáíbúð fyrir Einar Jónsson og frú hans í trjá garðinum. Fengu þau hjón þá í fyrsta sinn, eftir að þau komu til Reykjavíkur, góða og hent- uga íbúð. Þau hafa alla stund látið safnið og' listaverkin, sem þar áttu heima, sitja fyrir því sem bezt var hægt að fá í safn- húsinu. — Eftir fráfall þeirra hjóna er sennileg't að safnvörð- urinn búi í þessu húsi og þarf þá hvergi, hans vegna, að þrengja að listaverkunum í safnhúsinu sjálfu. Nýjar listastefnur risu út í löndum, ú'lestar í öfgafullum hita Parísarborgar. Ólmar og háværar raddir bárust frá unn- endum þessarar nýsköpunar til íslands. Var þá oft dæmt með lítilli samúð og skilningi um list og liststarf Einars Jónsson- ar. Var látið liggja að því, að tímabært mundi vera að flytja verk brautryðjandans vestur á Grandagarð og setja í staðinn „Konu“ með kött eða önnur þvílík ný myndunarafrek, 'sem þjóðin er nú að eignast. En Ein- ar Jónsson lét alla slíka skyndi- dóma eins og vind um eyrun þjóta. Hann skapaði hvert stór- verkið öðru merkilegra og kom þeim fyrir með óbrigðulum smekk og fegurðartilfinningu í safnhúsi sínu. Hann hliðraði sér hjá öllu samstarfi við þá landa sína, sem stældu öfgaverk ann- arra þjóða, en mælti engu að- finnslu- eða kaldyrði í þeirra garð. Hann fór sínar eigin göt- ur, gerði sínar hugsjónir að veruleika í steini eða málmi. Honum þótti eðlilegt að aðrir menn störfuðu eins og þeim þætti séi' bézt henta. Hann sat þannig í friðsæld, athafnamik- ill og orðlega voldugur í safnhúsi sínu og lét hina ungu samlanda, sem dæmdu hart um liststarfsemi hans, sigla sinn sjó líkt og á æskúdögunum, þegar Danir hugðu hann vera utangarðs í í list sinni. Degi tók nu að halla. Einar Jónsson gekk frá safnhúsi sínu og listaverkum svo sem bezt mátti verða. Síðan ritaði hann æfisögu sína. Er það merkisrit bæðl um manninn sjálfan, list hans og samtíð. Samt þótti hon- um einu verki ólokið. Hann vildi geta gefið út bók með myndum af allri skapandi list, sem lá eftir hann. Þetta var mikið verk og erfitt um fram- kvæmd. Útkoma slíkrar bókar hlaut að verða dýrasta og eitt- hvert mesta vandaverk,. sem frainkvæmt hefði verið í á bók_ fræðivegur hér á landi. Útgáfu- fyrirtæki samvinnumanna hætti á að ráðast í þessa framkvæmd og freista að Ijúka verkinu fyrir 80 ára afmæli listamanns- •ins í vor sem leið. Þrír menn hafa, Irver með sínum hætti, staðið fyrir þessari útgáfu. Vil- hjálmur Þór tók ákvörðunina um að gefa þetta verk út, afla til þess'fjár og gjaldeyrisleyfa, því að bókin var prentuð er- lendis. Þá gerði hann ýið lista- inannúui þann hagkvæma samn ing, ao sá ágóðh sem verða kynni að útgáfunni, skyldi renna til listasahisins og vera varið til að ge'ra eirsteypu af verkum hans. Vigfús . Sigur- geii’sson Ijósmyndari tók ná- lega allar Ijósmyndirnar af listverkunum í náinni samvinnu við Einar Jónsson. Að lokum stýrði Benedikt Gröndal rit- stjóri allri útgáfustarfseminni og varð þeirra hluta vegna áð vera með annan fótinn í Stokk- hólmi en hinn í Reykjavík með- an stóð. á prentuhinni. Var verk Ijósmyndara og útgefanda í einu létt og erfitt. Það var á- nægjulegt að vinna að svo merkilegu verki og eiga þátt í að flytja hugsjónaskáldskap mikíls listamanns inn í þúsund- Þriðjudaginn 21. desember 1954 ir heimila hér á landi og erlend- is. En það var ekki með öííu vandalaust að vinna með lista- manninum að þessu verki. — Hann var kröfuharður við sjálf an sig og aðra um allt sem snerti list. Að vísu var hann allra manna sanngjarnastur í kynningu og daglegri sambúð, en hér urðu aðrir að ganga, með nokkrum hætti, inn í hans sköpunarverk og þá var hann í einu sívakandi og kröfuharð- ur um að listinni væri hvergi misboðið við myndatöku og prentun bókarinnar. Þetta tókst ágætlega. Á 80 ára afmæli listamannsins lá hin: mikla lífsbók hans prentuð og bundin á borði þeirra hjóna. Þar vantaði ekki nema fáein litprentuð blöð af málverkum hans og þau hafði hann séð fullgerð skömmu áður en dauð- inn kom í Hnitbjörg og til- kynnti, að nú væri verk hans fullkomnað og skeiðið á enda runnið. Suðurlandamenn töldu fyrr- um að enginn væri farsæll fyrir sitt endadægur. Hvergi mætti koma brotalöm á lífsþráðinn. Einar Jónsson var maður full- sæll á sína vísu. Hann vígði sig myndhöggvaralist án þess að hafa séð nokkurt listaverk. Hann fylgdi þessari meðfæddu sálarsýn alla leið fram á grafar- bakka og fataðist hvergi stefn- án. Landið og þjóðmenningin gáfu honum óteljandi og óþrot- leg yrkisefni. Þau eru hú vand- lega geymd og gerð flytjanleg um allar jarðir. Margir koma í Hnitbjörg, en þeir, sem ekki heimsækja þann merka stað, geta haft það næstbezta sér til lærdóms og augnayndis, þó að þeir búi við hið yzta haf. Út- gáfufyrii'tækið Norðri gefur nú út allar fornbókmenntir þjóð- arinnar í vandaðri og hentugri útgáfu. Ótrúlega mörg heimili, ekki sízt æskan, þegar hún fest- ir bú, kaupir gullaldarbókmennt irnar og ætlar þeim virðulegan sess við arin fjölskyldunar. Af- borgunarskipulagið og góðæri ráða miklu um hve margii- kaupa þessa nýju útgáfu forn- bókmenntanna. Sama mun verða raunin um Einar Jónsson. Innan fárra missera mun bókin um lífsverk hans búa í þúsund heimilum, við hlið Njálu Egils- sögu og Heimskringlu. Það má vera hugstætt kynslóðinni sem vex upp í skjóli nýfengins frels_ is, að hún erfir ekki eíngöngu hin frægu skáldverk fjarlægra forfeðra, heldur hefur kynslóð- in, sem endurheimti frelsið, skapað í Ijóðum.litum og málm- um jafnsnjöll listaverk, um og eftir síðustu aldamót, eins og snillingar fornaldarinnar, En af fremstu mönnum þessa tíma- bils er Einar Jónsson mynd- höggvari. SKI PAUTG£K» RIKISINS ■’ ’Ji M.& Hezðobieið austur um land til Fáskrúðs- fjarðar hinn 27. þ. m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarð- ar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar í dag og á mprgun. — Farseðlar seldir árdegis , á mánúdag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.