Vísir - 21.12.1954, Blaðsíða 3

Vísir - 21.12.1954, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 21. desember 1954 VÍSIR I Frakklandi kunna menn sára lífil skil á íslendingum. Rabbað við Gaston Grego, franskan stúdent, sem fæddur er í V.-Indíum. Undanfarin ár hefur Háskóli íslands sveigzt í þá átt að vera ekki aðeins menntasetur, þar sem íslenzkir stúdentar hafa sótt Iærdóm og þroska, heldur um leið alþjóðleg lærdóms- stofnun, sem erlendir námsmenn hafa leitað til í æ ríkari mæli. Hefir það ýtt mjög undirísland í enskum bókum og þessa þróun, að menntamála -tímaritum, og eg fór að hug- i’áðuneyti landsins hefir veitt erlendum stúdentum styrki til þess að nema hér, og hyggst þar með endurgjalda að nokkru styrki og aðra fyrirgreiðslu, sem íslendingar hafa notið með öðrum þjóðum. Fer vel á þessu. Suður á Nýja garði, á her- bergi nr. 52, býr sjaldgæfur gestur, franskur borgari, fædd- ur á eynni Guadeloupe í Frönsku Vestur-Indíum, dökk- ur af suðrænni sól, og nemur nú tungu Snorra. ■ Hann heitir Gaston E. Grego, þaulmenntaður maður, en yfir- .lætislaus og viðfelldinn. Tíð- indamaður Vísis heimsótti hann fyrir fáum dögum til þess að xabba við hann um eitt og ann- að, en maðui’inn er víðförull og' hefir frá mörgu að segja. Franskur blær. Hann hefir leitazt við að gæða herbergi sitt að einhverju leytí frönskum blæ, því á væggjunum má sjá spjöld, sem segja frá París, Versailles, Lei- rudal og Rivieraströndinni, en á borðinu fyrir framan hann er þykk kennslubók í íslenzku eftir dr. Stefán Einarsson. Hingað er Gaston Grego kom- inn til þess að læra, en ekki til þess að spóka sig, eins og það er kallað. Faðir Gregos er í utanríkis- þjónustu Frakka, og hefir það haft í för með sér mikil ferða- lög fjölskyldunnar. Gaston hefir numið við háskólann í París, latínu, grísku, franskar bókmenntir og heimspeki. Þá hefir hann stundað nám við Oxford, enda talar hann lýta- lausa ensku, en franskan er vdtaskuld móðurmál hans. Auk þess talar hann ítölsku og skil- ur vel býzku, spænsku og norsku. í Norégi hefir hann dvalið í sex mánuði, m. a. flutt þar fjölmarga fyrirlestra;á veg- um Alliance Francaise, m-. a. í Osló, Bergen, Stavanger, Dram- men, Fredriksdal og! víðar. Gaston Grego er kunnugur bókmenntum hinna Norður- landaþjóðanna. Hann talar um Ibsen, Björnson, Wergeland og Welhaven eins og kunningja sína. og hann kann góð skil á Strindberg og Lagerkvist. ,,Þér spyrjið, hvernig það hafi atvikazt, að eg er hingað kom- inn. Eg skal segja yður, að mér fannst það ekki vanzalaust að vita nærri ekki neitt um þetta land, sem á svo dýrar bók- menntir. Eftir að eg hafði dvalið í Noregi og á hinum Norður- löndunum, fannst mér það blátt áfram skylda mín að reyna að komast hingað. Mér eru hug- fólgnar bókmenntir Norður- landa, en eg, verð að geta lesið íslenzku perlurnar á frunamál- leiða, að það hlyti að vera stór- merk þjóð, sem hefði varðveitt menningu sína um' þúsund ár í umróti tímans. Þá fannst mér það líka athyglivert, að þjóð, sem ekki er nema um eða yfir 150 þúsund maniis, skuli skipa virðulegan sess á mannfundum stórþjóðanna. Vita ekkert um Island. Hins vegar er sannleikur- inn sá, að meðal menntamanna í París vita menn svo að segja ekkert um ísland, og raunar alls ekki neitt. Landið og' þjóðin er fyrir utan umræðuhring þeirra, ef svo mætti segja. Það er þeim mun undarlegra, sem skandínaviskar þjóðir njóta geysilegra vinsælda í Frakk- landi. Eg labbaði inn í ferðaskrif- stofu í París til þess að afla mér upplýsinga um ísland. Stúlkan, sem þar var fyrir svörum, góndi á mig, er eg spurði um ísland. Hún hafði enga bæklinga, engar upplýs- ing'ar um land og þjóð. Frakk- ar streyma til Noregs, Dan- merkur eða Svíþjóðar í sum- arleyfi sínu, en engum dettur ísland í hug. Allir kannast við Norðmenn, sem hafa gert fjöl- margt til þess að kynna land sitt og þjóð. Allir vita um Kon- Tiki, og og. hvalurinn, sem Norðmenn höfðu til sýnis í Pai’- ís, vakti óhemju athygli. Eg minnist frekar á þetta til gam- ans, en það sýnir, að þeir gera mikið til þess að kynna land sitt. Sænskar kvikmyndir eru í miklu áliti og þannig' mætti lengi telja. Mig langar tl þess að flytja erindi um ísland, þegar til Frakklands kemur, þýða smá- sögur, skáldsögur og kveðskap á frönsku, því að þetta má heita óplægður akur.“ „Þér stundið íslenzkunám hér við Háskólann, er ekki svo?“ íslcnzkan ekki erfið. „Jú, eg sæki tírna hjá dr. Halldóri Halldórssyni dósent. Mér finnst málið ekki eins erf- itt og eg hafði búizt við. Lík- lega hjálpar latínan mér; vegna hennar finnst mér málfræðin ekki eins flókin og margir vilja vera láta. Mér finnst alls ekk- ert óeðlilegt, að föllin skuli vera fjögur og þar fram eftir götunum." „Hvernig gefst yður að ís- lendingum?“ í „Mér virðist þeir vera fjarska fáskiptnir og seinteknir. Eg' hefi að vísu ekki verið hér nema rúman hálfan mánuð, og þess vegna er varla von, að eg hafi kynnzt mörgum. En ein- Gaston E. Grego. vera dulir og lítt ryrii pað gefnir að gefa sig að ókunnug- um. Því er ekki að leyna, að eg er frekar einmana hér. Þó hefi eg kynnzt allvel nokkrum ' ís- lenzkum stúdentum, sem mér gezt mjög vel að, eru ræðnir og skemmtilegir þegar svo ber undir. Vonandi kynnist eg ein- hverjum íslenzkum heimilum áður en lýkur.“ „Þarf að kynna ísland betur í Frakklandi?" Þarf að kynna Island. „Tvímælalaust. Eins og eg I drap á áðan, vita menn sáralítið um þetta merkilega land, og á það jafnt við um lærða menn sem almenning. Mér finnst, að gera ætti meira að því að flytja fyrirlestra um landið í Frakk-. landi. —•' Frakkar eru sólgnir í fyrirlestra. Þá mætti sýna þar íslenzk málverk, bjóða þangað blaðamönnum og ýmsum at- kvæðamönum. ísland skipar svo virðulegan sess í menning- arlífi heimsins, að ekki dugar, að land og þjóð megi heita ó- þekkt meðal stórþjóðar eins og Frakka.“ Gaston Gregor fylgir tíðinda- manni til dyra, fágaður heims- borgari, en léttur í tali og yfir- lætislaus í fasi.Hér hyggst hann dvelja a. m. k. fram á sumar. Þess er að vænta, að dvölin verði honum sem ánægjulegust1 og eftirminnileg'. ThS inu.'Eg hefi'lésið sitthvað um hvern veginn finnst mér þeir BB EcEjfo" taíSlst níman sólarhrtn§. „Edda“, millilandaflugvél Loft leiða, tafðist hér í landi í meirá en sólarhring vegna illviðra. Flugvélin kom til Keflavikur frá Stavanger kl. 11 á sunnu- dagskvöld, en fór ekki vestur um haf fyrr en i morgun. Miklir stormar hafa verið á svæðinu rnilli íslands og Bandaríkjanna, og liafa samgöngur tafizt af þeim sökum. „Edda“ varð að lenda i Keflavik að þessu sinni vegna þess, að hér þóttu flug- brautir of hálar til þess að ör- uggt þætti að lenda á þeim, en hins vegar auðlendanlegt í Kefla- vík. < Beztu jólabækurnar eru: ♦ Gröndal ♦ Væringjasaga ♦ Trúarbröð mannkyns ♦ Þjóðsögur Þorsteins Erlingssonar t. ♦ Ljóðmæli Guðmundar Guðmundssonar ♦ Leíðin dulda ♦ Fjarlæg lönd og fram- andi þjóðir ♦ Feirðin til tunglsins ♦ Sögur Þórís Beígssonar ♦ Gamia Reykjavík * Bókaverzlun Isafoldar Barnaskíði nýkomin Tilvalin jjólagijöf Fyrir 2—4 ára með stöfum og ásettum böndum kr. 125,00. (í gjafakössum). Fyrir 4—6 ára mcð stöfum og ásettum böndum kr. 165,00. Fyrir 6—7 ára með stöfum og ásettum böndum kr. 185,00. Fyrir7—8 ára með stöfum og ásettum böndum kr. 205,00. Geíið btifiiuíi tiin síiiði í 'ffíltifý/iii’ l \ I *•

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.