Vísir - 27.12.1954, Síða 9
Máimdagiwi 27. desember 1954.
/ÍSIR
Jon E. Ber§sveinsson...
(Framh. af 4. síðu)
haf-a átt þegar útvega hefur
þurft hjálp fyrir nauðstödd
skip, en slíkar nætur eru fleiri
en marga grunar, en þá er
venjulega uppi fótur og fit hjá
öllum á heimilinu. Þegar svo
dagur rennúr og eitthvað frétt-
ist um skip og menn í háska,
verður áhugi almennings og
samúð svo mikil að annað-
hvert mannsbarn á landinu
þarf helzt að bera fram sér-
stakar fyrirspurnir. Svara
þurfti alltaf með hughreyst-
andi orðum þótt sjálfum bæri
hann ugg í brjósti.
Jón E. Bergsveinsson var að
því leyti líkur Guðmundi
Björnssyni fyrsta forseta S.V.
F.í. þeim mikla framfara
manni að*hami sparaði í engu
orku sína fyrir góðum málefn-
um og uppskar eins og hann að
verða slitinn og þreyttur mað-
ur fyrir aldur fram.
Þrátt íyrir sinn langa vipnu-
dag uppskar Jón ekki gull og
græna skóga, vinnustundir
hans hefði heldur ekki verið
hægt að reikna til fjár, en hann
hefur hlotið og á óskorið skilið
mikla þökk almennings fyrir
framúrskarandi ósérplægni í
starfi og fj'rir að hafa stuðlað
að björgun margra mannslífa,
fyrir það blessar nú fólk í
mörgum löndum minningu
hans.
Þegar Jón lét af störfum
hlaut hann þá opinbera viður-
kenningu, að Alþingi og Stjóvn
Slysavarnfélag'sins í samein-
ingu, veittu honum árleg heið-
urslaun jafn há þeim er hann
hafði haft er hann hætti.
Nokkru áður en hann lagðist
banaleguna hafi stjórn Slysa-
varnafélags íslands samþykkt
að nefna eftir honum nýjan
björgunarbát, sem félagið hef-
ur keypt frá Noregi og ætlaður
er til afnota á Ásbúðum á
Skaga, í hjarta hins gamla og
góða síldveiðisvæðis Norður-
lands.
Jón E. Bergsveinsson er af
kjarngóðum breiðfirzkum
ættum, systursonur Björns
heitins Jónssonar ráðherra frá
Djúpadal, og að því er kunn-
ugir telja honum skaplíkur að
ýmsu leyti. í eðli sínu var Jón
sambland af víkingi og trú-
boða og minnti þannig á
Þangbrand prest. Hann var öll-
um mönnum betri vinum sín-
um og fylgismönnum, en þeim
sem honum fannst standa í
vegi fyrir sér, gat hann verið
þungur í skauti, en í hjálpsemi
og greiðvikni átti hann fáa
sína líka, þegar hans aðstoðar
var leitað og var þá sama hver
átti í hlut.
Hinar mörgu deildir Slysa-
varnafélagsins um allt land,
I voru Jóni E. Bergsveinssyni
mjög hjartfólgnar. Hann hafði
sjálfur verið með að stofna
margar þeirra og skoðaði þær
sem hold af sínu holdi og ald-
rei var hann ánægðari en þegar
hann gat farið í heimsóknir til
þeirra.
Á félagsmótum var hann
ávallt hrókur alls fagnaðar og
honum var einkar lagið að
I fylkja fólki til starfs fyrir hið
þarfa og góða málefni.
Kvennadeildir Slysavarnafé-
lagsins voru honum sérstak-
lega hjartfólgnar, þótt vel sæi
hann sólina fyrir þeim. Hjá
konunum fann hann réttiléga
þá trú og móðurlegu umhyggju
fyrir framgangi slysavarna-
málanna, sem myndi verða
félagsstarfseminni til eflingar.
Orðtak Jóns á nærri öllum
fundum félagsins var nærri
alltaf ,,Sól úti, sóli inni, sól í
sinni“, og út frá þeim orðuni
lagði hann. Hann reyndi að
sýna fram á að öll hjálpar
starfsemi í öllum myndum,
hljóti alltaf að skapa birtu og
yi-
Þegar hann nú hefur hafið
siglingu sína til sóllanda feg-
urri, þá fylgja honum hlýjar
kveðjur og þakklæti frá öllu
slysavarnafólki.
Henry A. Hálfdansson.
Minngar athafnamanns.
THOR JEXSEN: Reynsluár.
Minningar I. Skrásett
hefur Valtýr Stefánsson.
Útgefandi: Bókfellsútgáf-
an h.f. — 1954.
Þessi saga er enn ekki nema
hálfsögð. Eigi áð síður er hún
nú þegar orðin mikil saga bæði
að innihaldi og ytri gerð.
Þetta er hreinskilin ævisaga
óvenjulegs manns, útlendings,
sem nýfermdur stigur á skips-
fjöl suður við Eyrarsund í því
skyni að læra verzlunarstörf
norður á Borðeyii í Strandar-
sýslu. Hann á vart evrisvirði
jarðneskra muna,; ekkert nema
hugrekkið í brjóstinu og' þann
bjargfasta áseíning að rækja
í hvívetna þæy skyldur, sem
honum kunna að verða á herð-
ar lagðar, því það veit hann
öruggustu ieiðina að því tor-
sótta en eftirsóknarverða
merki: að vevða maður. Þetta
er árið 1878.
Fyrsti þáttar bókarinnar
g'erizt í Smallegade úti á
Friðriksbergi i Kaupmanna-
höfn. Söguhgtjan Thor þriggja
vetra, leikur sél- þar að litlum
hamri úti fyrir húsdyrum for-
eldra sinna, óviðjafnanlegu á-
haldi, sem hann hafði fundið
í matjurtagarðdnum að húsa-
baki. Það ér sólskin og friður
og gott að vera til. Unz stór
strákur kemur aðvífandi hrifs-
ar hamarinn og hleypur á brott
með hann. Svona er heimurinn
í og með, það er ekki sársauka-
laust að kynnast honum.
Valtýr Stefánsson ritstjóri,
sem skrásett hefur þessa bók
þeitir þejlrri tækni, að rita
inngang að hverjum megin-
kafla f-yrir sig, en gefa sögu
hetjunni síðan orðið. Þetta eru
afbragðsvinnubrögð. Inngangs-
þæctirnir gegna hér sams
konar hlutverki og leiksviðs-
lýsingar, og leiktjöld í stóru
drama, þeir búa lesandann
undir framhaldið, kynna
honum umhverfi atburðanna
og stundum aðdraganda þeirra,
svo að í heild verður sagan
öll fyllri ög fastar tengd hinni
álmennu þjóðarsQgu þess tíma-
bils, sem sjálfsævisagan gerizt
á.
Bókinni er skipt í 9 megin-
kafla, og skal nú í fáum orð-
um lýst, efni þeirra. Fyrsfi.,
kaflinn nefnist: í foreldi*ahús-
um og fjallar um bernsku Thor
Jensen í Kaupmannahöfn.
Hann lýsir þar sjálfsögðu
fyrst og fremst foreldrum sín-
um og systkinum, en einnig
sinni fyrstu skólagöngu. Fjöl-
skyldan er fátæk því að stríð
Dana við Þjóðverja 1864 rask-
aði mjög efnahag þjóðarinnar
og kom hart niður á heimilis-
föðurnum Jens Chr. Jensen,
sem var . byggingarmeistari.
Hann dó þegar Thor var 9 ára,
og stóð móðirin þá uppi eigna-
laus með 12 börn. Stundum
var sultur í búi.
2. kaflinn heitir: í heimavist-
arskólanum „Det kongelige
opfostringshus“. Sú mennta-
stofnun var ætluð" fátækum
drengjum, sem- mist höfðu að
minnsta kosti annað foreldra
sinna. Þetta var fjögra ára
skóli og útskrifaði nemendur
sína á fermingaraldri, en út-
vegaði þeim að því búnu náms-
vist við verklegt nám í iðnáði
eða verzlun um næstu 5 ár. —
Þegar Thor Jengen ræðst til
íslands, er það einmitt til að
ljúka verklegu verzlunarnámi
á vegum „Det kong'eíige op-
fóstringshus“.
Tveir næstu kaflai- bókar-
innar segja frá Borðeyrardvöl
höfundar, en hún varir frá
5. júní 1878 til 1. ágúst 1884.
— Ekki er hér rúm til þess,
að fara mörgum orðum um þá
frásögn, þó stórmerkileg sé og
mjög skemmtileg aflestrar. En
hún .skýrir meðal annars frá
því, hvernig danski unglingur
gengur íslandi á hönd, tengist
því órjúfandi böndum. Og um
leið og hann hverfur þaðan á
þrott, gerir hann upp reikn-
inga sína með þessum orðum:
„Þar (á Borðeyri) hafði ég
stundum fundið til einstæð-
ingsskapar, en einnig átt marg-
ar ánægjustundir. Þar hafði
ég', að því er mér sjálfum
fannst, komizt til, manns. Nú
skyldi reyna á kraftana, hvern-
ig mér tækist að brjótast áfram
upp á eigin spýtur.“
Þegar hér er komið, hefur
Thor eignast unnustu. Margréti
Þorbjörgu Kristjánsdóttur, frá
Hraunhöfn. Hún hafði undan-
farið dvalið með móður sinni
á Borðeyri, en var nú flutt
til Akraness. Þaigað fer Thor
fyrst, en það veltur á ýmsu
fyrir honum með atvinnu-
möguleika, hann fer til Bergen
í Noregi í því skyni að afla
sér bóklegrar . menntunar í
menntunar ,í verzlun. en verð-
ur að hætta við það vegna
fjárskorts, kemst í kynni við
norska kaupmanninn Johan
Lange eiganda verzlunarinnar
í Borgarnesi. Þau kynni leiddu
til þess að Thor gekk í þjón-
ustu hans og varð nokkru síð-
ar verzlunarstjóri hans í
Borgarnesi. Frá þvi starfi og
mörgu öðru segir í 6. kafla
bókarinnar. í Borgarnesi
dvelja þau hjón þar til árið
1894. Þar leikur þeim ílest í
lyndi, komast í góð efni, ná
hamingjusömu heimilislífi. En
samvinnan við Johan Lange,
gerðist erfiðari með hverju ári,
svo að því rak að Thor Jensen
sagði upp verzlunarstjórastarfi
sínu og flutti til Akraness og
stofnaði þar einkaverzlun og
hóf útgerð. Áttundi kafli bók-
arinnar nefnist „Erfið ár á
Akranesi“. Er nú engu líkari
en hjól hamingjurinar taki allt
/vSíMVMvvyvMvyiivsjyMyw/'MWMwvViy1
_ -«rvrs/%r»ifVj
Dagblaðið VisSr
er selt á eftírtöldiim stöðum:
Snðanstnrbær:
Gosi, veiiingastofan — Skólavörðustíg og Bergstaðastræti.
Bergstaðastræti 10 — Flöskubúðin.
Bergstaðastrsti 40' — Verzl. Steinunnar Pétursdóttur.
Nönnugötu 5 — Verzl. Sigfúsar Guðítnnssouar.
þórsgötu 29 — Veitingastofan.
þórsgötu 14 — þórsbúð.
Týsgötu 1 — Tóbaksbúðin Eavana.
Óðinsgötu 5 — Veitingastofan.
Frakkastíg 16 — Sælgætis- og tóbaksbúðin.
Vitabar — Vitastíg og Bergþórugötu.
Ansturbæi*:
Hveríisgötu 50 — Tóbaksbúð.
Hverfisgötu 69 — Veitingastoían Florida.
Iíverfisgötu 71 — Verzl. Jónasar Sigurðssonar.
Hveríisgötu 117 — þrösiur.
Sölutuminn — Illemmtorgi.
Laugaveg 11 — Veitingastofan Adlon.
Laugaveg 43 — Verzl. Silla og Valda.
Laugaveg 64 — Veitingastoían Vöggur.
Laugaveg 80 — Veitingastofan
Laugaveg 86 — Stjömncafé.
Laugaveg 126 — Veitingastofam Adlon.
Laugaveg 139 — Verzl. Ásbyrgi.
Samtún 12 — Verzl. Drifandi.
Miklubraut 68 — Verzl. Árna Pálssonar.
Barmablíð 8 — Verzl. Axels Sigurgeirssonar.
Bíó-Bar — Snorrabraut.
Miðbær:
Lækjargöiu 2 — Bókastöð Eimreiðarinnar.
Hreyfill — Kalkofnsvegi.
Lækjariorg — Söluturainn.
Pylsusalan — Ansturstræti.
Hressingarskálinn — Austurstræti.
Blaðaturninn — Bókabúð Eymnndssonar, AnstnrstrælL
Sjálfstæðishúsið.
Áðalstræti 8 — Veitingastofan Adlon.
Aðalstræti 18 — UppsalakjallarL
Vestnrgötu 2 -
Vesturgötu 16
Vesturgötu 29 -
Vesturgötu 45
Vesturgötu 53
Framnesveg 44
Kaplaskjólsveg
Sörlaskjóli 42 -
Hringhxaat 49 -
Vestnrbær:
— Sölutuminn.
— Verlunin Runólfur Ólafs.
— Veitingastoian Fjóla.
— Veitingastofan West End.
— Veitingastofan.
— Verzl. Svalbarði.
1 — Verzl. Drífandi.
— Verzl. Stjörnubúðin.
— Verzl. Silli og ValdL
tJlliverfi :
Laugtrnesveg 50 — Bókabúð Laugarness.
Veitingasiofan Ögn — Sundiaugavegi.
Langholtsvegi 42 — Verzi. Guðm. Albertssonar.
Skipasundi 56 — Verzl. Hangá.
Langholtsvegi 174 — Verzl. Árna J. Sigurðssonar.
Verzl. Fossvogur — Fossvogi.
Kópavogsháísi — Biðskýiið.
JÍSCSGOOOOOOÍSÍSOÖGGQOÍÍÍlOÍÍttOOGOÖÍlGGCOíSOíSQÍSÍÍSiGGÖISÖtiGGí
í einu að snúast öfugt. Hvert
stóráfallið í verzlun og atvinnu
rekstri rekur annað, unz svo
er komið að Thor Jensen neyð-
ist til að gefa bú sitt upp til
gjaldþrotaskipta. Þetta gerðist
vorið 1899.
Dm haustið flytja þau hjón
með 7 börn sin til Hafnar-
fjarðar, vár þá svo þröngt í
búi þeirra að þau urðu að fá
lán og veðsetja bækur sínar og
búslóð til þess að afla sér
nauðsynlegustu matarbirgða
fyrir heimilið. Þannig endar
bókin Reynsluár, I. bindið í
sjálfsævisögu Thor Jensen.
Þetta orðknappa yfirlit um
efni bókarinnar gefur nálega
enga hugmynd um menningar-
sögulegt og bókmenntalegt
gjidi hennar, enn síður um
sjáífa söguhetjuna, sem alla
tíma mun verða talinn einn
stórbrotnasti og mikilhæfasti
brautryðjandi nútíma þjóðlífs
á Islandi. Hann er meðal ann-
ar í fylkingarbrjósti . þeirra
manna, sem hrífa verzlunina
úr höndum útlendra selstöðu-
kaupmanna 'og gera hana al-
innlenda. Síðar gerist hann þó
enn stórvirkari liðsmaður ís-
lenzkrar endurreisiiar og það
í tveim aðalatvinnuvegum
þjóðarinnar, landbúnaði og
fiskiveiðum, en þau; ævintýri
eru ekki sögð í Reynsluárum,
heldur bíða rúms í næsta bindi
ævisögu Thor Jensen, — von-
andi er að Valtýr Stefánsson
og Bókfellsútgáfan láti lesend-
j ur Reynsluára ekki bíða lengi
eftir framhaldinu. ,
Guðm. Danífelsson.