Vísir - 12.01.1955, Blaðsíða 10

Vísir - 12.01.1955, Blaðsíða 10
vism Miðvikudaginn 12. janúar 1955. JERE WHEELWRIGHT — Herra Blackett verður auðvitað málaflutningsmaðurinn, þér og Ambrose verðið sjómennirnir, og eg verð þjónninn? — Einmitt, lávarður minn. — En hvað um Anthony? — Það er bezt að láta hann eiga sig. Eg hef fengið bréf frá honum, þar sem hann segir, að auk sársins hafi hann fengið hita og að batinn komi seint. — Þetta eru slæm tíðindi. — Ekki eins slæm og í fljótu bragði virðist, því að hvernig ætti hann að komast með okkur yfir sundið og skilja Margaret eftir. Jæja, búið yður nú út, lávarður minn, við megum engum tíma eyða til ónýtis, ef við ætlum að hitta herra Culpepper. — Eg Þarf ekki annað en að gyrða mig sverðinu og fara í yfirfrakkann. — Ef það er allt og sumt, þá get eg sagt ykkur fleiri fréttir. Eg komst.að því hjá manni vestan af landi, að þekktup skilm- ingameistari hefði skóla nálægt Savoy og að þjónar Otterbridge lávafðar sæktu mjög þann skóla. Eg trúði honum ekki fyllilega, .svo að eg fór og athugaði málið sjálfur. Og svö virðist sem herra Otterbridg'e sé orðinn hræddur við okkur. Því að hann hefm- ráðið í þjónustu sína þrjá skilmingameistara til að vernda sig. Hversu snjallir þeir eru veit eg ekki, en mér er líka sagt, að Michael, sem við héldum að væri lítilfjörlegur þjónn, væri einn af, beztu skilmingamönnum á Englandi Og skilminga- meistarimr sagði mér, að hann treysti sér ekki á móti honum. — Þessu er erfitt að trúa, Francis, en þó má sjá, að hann er vel vaxipn. , — Nú.sé eg, að herra Blackett er orðinn óþolinmóður að bíða eftir okkur. Við skulum fara og hitta Culpepper. Ambrose hleypti þeim út um hliðardyr og kveikti á blysi tii að lýsa þeim. Francis fór á undan, samkvæmt eigin ósk, og kannaði hverja götu og husasund, áður en þeir gengu það. Herra Blackett réði leiðmni og stefndi í áttina til Westminster. Á þe^ssu svæði voru ódýrar ölknæpur, sjómenn og háværar konur. En þeir gengu. hratt og sverðsslíðrin sáust niður undan kápunum og var þáð nóg til.þess, að þeir fengu að fara óáreittir. Einu sinni þúrfti herra Blackett að spyrja til vegar og gekk til manns, sem var sjóarlegur útlits og fötin ötuð fiskhreistri. Hánn benti þeim á hliðarstræti, sem var þrengra og dimmra en þau stræti, sem þeir höfðu áður farið utn. Hann fékk smá- peninga fyrir og fór óðara með þá til næstu bjórknæpu. Þeir fóru inn í strætið og komu fram á fljótsbakkann. Einhver hreyfði sig þar á bak við skýli, og Francis dró sverð úr slíðrum og heimtaði að sá, sem þar var á bak við, gæfi sig fram. Það heyrðist lágur hlátur og herra Culpepper kom fram í birtuna. Franeis setti sverðsoddinn fyrir brjóst honum og stóð þannig, þangað til John þekkti hann. — Fallegur hlutur að tarna, sagði dyravörður drottningar- mnar og stóð hinn rólegastí meðan Killigrew hélt sverðsoddin- um fyrir brjósti honum. —, Eg vona samt, að þér hafið ekki I . ... . A" skemmt bezta einkennisbúninginn minn, því að það er óheppi- legt að koma fram fyrb^drottninguna í rifnum einkennisbúningi. Francis leitaði um hvern krók og kima, ef einhverjir skyldu liggja þar í launsátri. — Það er engin hætta á ferðum. Eg kom hingað í bát og þjónar mínir réru. En eg er með slæmar fréttir. — Hvenær höfum við fengið góðar fréttir? tautaði Francis og slíðraði sverðið. Á eg ,að fara, lávarður minn? Jarlinn hristi höfuðið, og Culpepper sneri nú máli sínu til hans. — Lávarður minn! Þegar eg talaði við þjón yðar í morg- un, hafði eg ekki hugmynd um, að eg mundi nokkrum mínútum seinna heyra samtal, sem olli því, að eg hefði viljað þjóta strax á yðar fund. Elizabet prinsessa var yfirheyrð í dag. Það var Ráðið, sem gerði það. Hún neitaði að hafa haft nokkurt sam- band við uppreistarmenn. en flokkur okkar var of fámennur til að geta bjargað henni. Drottningin hefir skipað svo fyrir, að þjónar hennar yrðu sendir brott og hermenn hafa verið settir til að gæta hennar. Hún verður flutt til Kastalans í birt- ingu í fyrramálið, eða strax og vel stendur á flóði, því það á að flytja hana eftir ánni, til að koma í veg fyrir uppþot á göt- unum. Nú varð uppi fótur og fit. Minnstu munaði að Ambrose missti blysið og hofmannssvipurinn þurkaðist af andlitinu á Culpepper. — Þessi misheppnaða uppreistartilraun hefir veitt Renard og drottningunni kærkomið tækifæri. Wyatt hefir brotnað niður í fangelsinu og ákærir Elizabetu prinsessu og Courtenay um að hafa stutt byltinguna leynilega. Eg veit ekkert, hvað þau hafa gert honum. Otterbi’idge lávarður sagði drottningunni, svo eg heyrði, að Wyatt hefði líka ákært yður, en Sir John Page, sem kom með honum, var ekki eins ósvífinn. Hann kom með einhverja athugasmd um það, að þér hefðuð verið flæktur í eitthvert annað fyrirtæki ásamt Wyatt og að þessum málum vær blandað saman. En þetta nægði ekki til þess, drottningin setti nafn yðar á listann yfir þá menn, sem á að draga fyrir Ráðið til ákæru og yfirheyrzlu. Spænski sendiherrann var ekki viðstaddur og þarna var því enginn til að verja yður. Eg vona, að þér, lávarður minn, sendið honum orð, svo að hann gangi í lið með Paget og hinum og mæli gegn fangelsun yðar. Annars geta þeir orðið mjög strangir við yður. Drottningin var mjög reið. — Otterbridge lávarður hefir unnið glæsilegan sigur, sagði Jon. — Hann hefir gert mig að skósveini konungsins á Spáni og líkt og skósveinn verð eg nú að koma á hnjánum til spænska sendiherrans og biðja hann hjálpar. Samt er eg þakklátur henn- ar hátign, þakklátur fyrir náðun bróður míns, þótt hún kæmi ekki að haldi. — Það var ekki til þess ætlað, að það kæmi að haldi. Jarlinn var undrandi. —- Lávarður minn! Það var viljandi gert og vitandi vits, að þeir fengu yður náðunarskjalið svo seint, enda þótt minnstu munaði, að þér næðuð í tæka tíð, og að reið yðar til Canterbury væri á allra orði í London. Þeir gerðu alls ekki ráð fyrir, að þér næðuð til Canterbury i tæk-a tíð. Eftir að þér genguð fyrir drottninguna, daginn áður en þér lögðuð af stað, var hraðboði sendur til lögreglustjóranna í Kent, með leynileg skilaboð um að hraða aftökunni og bíða ekki í neinni von um náðun. Eg heyrði þetta með mínum eigin eyrum, því að eg var í næsta herbergi og það var ekki tekið tillit til mín, fremur en eg væri dautt húsgagn. Renard hélt því fram, að þér væruð ekki and- vígur spænska ráðahagnum bg það gæti orðið styrkur að því, ef hún léti undan og gerði ýður ánægðan. Hún hvæsti framan í hann eins og köttur og sagði, að hún hefði sýnt svikurum allt of mikla linkind. Hann hneigði sig brosandi og sagði eitthvað á sínu eigin tungumáli. Þegar hún heyrði það, brosti hún og aúgnaráðið var eins og í nöðru. — Gott, sagði hún á ensku. — Þessi svo og svo drottinholli jarl skal fá vilja sínum fram- gengt, jen hesti hans verða að vaxa vængir, ef náðunin á að koma honum að haldi. En er hann nógu gáfaður til að skilja að- 0 A kvöldvðkunnl. Pinay hinn kunni franski stjórnmálamaður er óvenju- lega höfuðstór. Eins og lög gera ráð fyrir var hann í herþjón- ustu, skylduþjónustu, á unga aldri. En þá kom það fyrir að engin hermannshúfa var honum nægilega stór. Varð hann þvf um nokkrar vikur að taka þátt í heræfingunum með harðan hatt á höfðinu. Þótti þetta. spaugilegt fyrirbrigði þar um slóðir. • Gömul kona ofan úr sveit var stödd á stóru gistihúsi í stór- borg. Þegar hún ætlaði að fara. að hátta um kvöldið kom henni í hug að Stundum kviknaði í gistihúsum og væri því væn- legra að vita hvar brunastiginn væri. Hún sá ekki ánnað ráð betra en að fara inn í næsta herbergi til að spyrja fyrir um. þetta. ,,Hvað er þetta!“ sagði rubb- ungslegur karlmannsrómur, er hún opnaði dyrnar, en þetta var þá baðherbergi. „Þér Jiafið' ekkert hér að gera. Eg er að’ lauga mig. Hvað viljið þér? „Æ — eg — eg,í‘ sagði gamla. konan stamandi. „Eg ætlaðí bara að spyrja hvar br.unastíg- inn væri.“ „Á fyrsta gangi til hægri„c sagði röddin. Gamla konan þakkaði mik- illega fyrir og ætlaði nú í mestu | rósemi að fara aftur inn í si.ttr iherbergi. En þá. kemur æstur karlmaður út úr baðherberginu, vafinn í baðhandklæði og: hrópar: „Hverskonar asi er þetta,. hvar er kviknað í? — hvar er kviknað í?“ Grímssteðahoft Ibúar á Grímsstaðarholti og þar í grend þurfa ekki að fara lengra en í SVEINSBÚÐ Fálkagötu 2 til að koma smáauglýs- ingu í Vísi. Þar er blaðið einnig til sölu. Smáauglýsingar Vísis borga sig bezt. & SuwcughA i Hún rak upp örvæntingaróp, því þetta var Bulat, apinn, sem Tar- in hafði sigrað. Ætlaði hann nú a'S „Þér efuð óhult nú,“ sagði Tarzan. Og þegat iþér eruð búin að neyta góðrar máltíðar, skál eg fylgja yður heim. Tarzan fullvissaði frú Stoi'b um, að hún væri óhult og sagði síðan: „Takið þessar skálar og fyllið þær með vatni.“ Frúin samþykkti það en þegar hún kraup niður, hræðiléga ófreskju nálgast sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.