Vísir - 17.01.1955, Blaðsíða 10

Vísir - 17.01.1955, Blaðsíða 10
VISIR Mánudaginn 17. janúar 1955 mat, maður sæll, og sjáið fyrir tyeimur hestum, svo að við getum komizt til Reading. Haíið hraðann á, maður sæll, því að mig verkjar í fæturna, eftir langa og erfiða göngu, og þar á ofan eru kverkarnar þurrar, í stuttu máli/ þorsti, hungur og reiði, allt samanlagt, veldur því að ég er að bana kominn. . Gestgjafanum varð starsýnt á búnað komumanna, skilm- ingasverðið og gullkeðjuna, og var ekki að draga það að bjóða gesti sínum inn í viðhafnarstofuna, en John, sem var all óþolin- móður, en fór loks að láta sér skiljast allt, gekk í humáttina á eftir auðmjúkur á svip, en úr öllum áttum mættu honum fyrir- litningarbros þjónaliðsins. Francis kastaði sér niður í bezta hægindastólimi og teygði úr skönkunum í áttina að eldinum, ög af einskærri öfund hefði John glaður gerzt banamaður hans þá þegar, en gestgjafinn var allur á iði í kringum hann. — Sendið hestasvein yðar til þess að athuga, hvort nokkur hafi séð til hesta minna. Raunar býst eg við, að þeir spyrni hófum í jörð einhversstaðar nálægt London nú. Eg keypti þessa hesta í gær á Smithfield markaði og ætlaði þá til reiðar til heimilis mins á Vesturlandinu, og lagði af stað eftir miðdegis- verð, og var áform mitt það eitt, að komast eins langt og eg gæti þann daginn. Þá vill það svo til, að steinvala situr föst við hóftunguna á hesti mínum, og hann fer að haltra, og hvergi getum við rekizt á smið eða smiðju. Svo vill til, er þetta hefir gerzt, að framundan er steinhrúga mikil, og hestur minn hendist yfir hana, þótt haltur væri, og hrasar, en eg dett af baki. Þjónn minn stígur af baki, mér til aðstoðar, að hann sagði, en hest- arndr notuðu tækifærið, og voru horfnir á svipstundu, og þjónninn helvítis asninn sá arna, hefir ekkert fram að færa nema asnalegar afsakanir. Færið mannaumingjanum öl að drekka,, í hamingju bænum, þvi að ella verð eg að hlýða á afsakanir hans í allan dag. Og fyrir John Aumarle, jarl af Bristol, var lagt brauð og mjaðarkanna, en fyrir húsbónda hans krásir girnilegar, og gómsæt ýín, og í því er John bar fyrsta brauðmolann að vörum sér, kallaði Francis háum rómi, að senda skyldi fógetann á sinn fund. — Sendið fógetann á minn fund, tafarlaust. Eg má engan tíma missá og get því ekki leitað að hestum mínum, en eg ætla ekki að hætta á neitt með það, að einhverjir herjans hesta- þjófar hremmi hesta mína. Það verður að gera ráð fyrir því, að hestaþjófar séu á hverju strái og bíði tækifæris til þess að hremma þannig góða gripi, sem eru annara eign. Og John varð að biða, þar til fógetinn var kominn á vett- vang, og Francis hafði í löngu máli lýst fyrir honum hestum þeim, sem aldrei höfðu verið til, og meira að segja lýsti hann beizlum, hnökkum, og jafnvel hnakkgjörðum svo nákvæmlega, að segja mátti að.hann gleymdi ekki einu sinni sylgjum. — Hér er fé nokkurt, til hvatningar leitarmönnum. Þegar þér hafið náð hesíunum — og eg vona svo sannarlega, að þér hafið upp á þeim, því svo auðug'ur er eg ekki, að eg geti dreift hrossum út um allar byggðir —- skuluð þér senda boð til herra Harry Hprsfield, að Bridgewater í Somerset, og mun eg . þá, senda mann eftir þeim, en ekki þennan skálk hérna. Og' um leið benti hann á John, öllum viðstöddum til mikils gamans. — Laumist hann hingáð aftur, fógeti góður, treysti eg því, að þér setjið hann í svartholið, því að vissulega verður hann ekki minn þjónn eftir að eg er heim kominn. Eg veit sannast segja ekki hvers vegna eg er að draslast með hann heim, nema ef það væri vegna þess, að móðir hans var eldabuska móður minnar, og eg er ekki svo hraðmælskur, að eg geti sannfært hana um, að eg hafi haft gildar ástæður til að skilja strák hennar eftir í London, en hún býst við því vesalingur, að eg komi heim með hann sem sigurvegara. Eru hestarnir til? Lofið mér að sjá reikninginn. Það var þrefað rrokkra stund um verðið, einkanlega hvað greiða skyldi fyrir dreng, sem átti að fara með þeim til þess að koma heim með hestana, en vitanlega vildu þeir engan fylgd- armann. John gaf stöðugt gætur að þjóðveginum frá London, og var hvað eftir annað kominn á flugstig með að hafa afskipti af deilunni, en minntist þess í tæka tíð, að hann varð að halda áfram að leika hlutverk þjónsins. •— Loksins varð það að sam- komulagi, að enginn drengur færi með þeim, og mættu þeir skilja hestana eftir hjá gestgjafa nokkrum í Reading, sem eig- andi hestanna hafði samvinnu við. Og' svo lögðu þeir af stað út úr borginni ríðandi.og fór Francis f-yrir, en John reið nægilea langt á eftir honum með miklum auðmýktarsvip. Þegar þeir voru komnir svo langt, að ekki sást til þeirra frá bænum, hægði Francis á sér og beið þar til John hafði náð honum. — Við skulum rabba saman, lávarður minn; það vekur engan grun, þótt herra og þjónn ríði hlið við hlið í svip, þar sem ekki þarf að vera annað viðræðuefni þeirra milli, en veðrið eða hvaða leið skuli fara. Jæja,. hvernig féll yður þetta fyrsta ævintýri okkar? — Dável. Reynslan, verður mér ekki lítils virði og verðui' kannske til að draga úr hroka mínum. Mér hefði ekki til hugar komið, að eg gæti verið svo lúpulegur, sem eg auðsjáanlega var í augum þjónaliðsins í gistihúsinu. — Þér voruð það alls eigi. En fólkinu fannst þetta, af því að eg taldi þeim trú um, að þjónn minn væri, asni og væskill og eg veit ekki hvað. Hefði eg ekk skopazt að yður og smánað hefði kannske einhver grunur vaknað um, að þér væruð ekki sá, sem við sögðum, að þér væmð, en Francis Killigrew er Harry Horsefield algerlega sammála um það, að lélegri þjónn er ekki til í öllu Englandi en þér. Þjálfaður þjónn hefði að minnsta kosti boðizt til þess, að draga skó af fótum mér og sækja mér vín. þótt þjónustufólkið án efa hefði þá brugðið við og gert það. —• Eg spillti kannske öllu? — Alls ekki, þér’lékuð hlutverkið prýðilega. En við getum samt ekki verið alveg sannfærðir um, að gestgjafann hafi ekki grunað neitt. —- Hvers vegna skyldi hann gruna nokkuð?^ Það lá við, að mér fyndist þetta allt heilágur sannleikur. — Við sögðumst hafa sétlað að fara ríðandi frá London til Bridgewater, en þangað ætlum við okkur alls ekki, herra minn, eins og þér vel vitið, en samt vorum við þeir bjáifar að fara ekki í almennileg reiðstígvél, og notuðumst við okkar vanalegu leðurstígvél. — Eg husaði ekkert út í þetta. — Og eg vona svo sannarlega, að það geri þeir ekki heldur. Jæja, herra minn, knýið gæðinginn. áfram, því að við verðum að komast til Reading á bikkjum þessum. TilsReading verðum við að fara, þótt eg óttist, að þar bíði okkar nýir erfiðleikar. Sagan hefir dugað okkur til þessa, en við megum ekki búast vð, að hún komi okkur að haldi lengur. Við verðum að ná í sómasómasamleg ferðaklæði og nýja reiðskjóta —- og betri. Við viljum ekkj. láta elta okkur um þrjú gerifadæmi og vera born- ir sökum sem hestaþjófar, né vera þannig til fara, að við vekj- um athygli hvarvetna af því að okkur skortir reiðstígél, spor.a og hað eina. Eg veitti athygli þjátrara npkkrum við veginn. Honum varð starsýnt á okkur. Vafalaúst getur hanh lýst okkur Á kvöldvokunni. Stór dagblað i Kaíró bar ný- ltga þessa spurningu fyrix les- endur sína: Hver er Rita Hay- worth? — 40 af hundraði svör- uðu: Veit það ekki. 30 af hundr- aði héldu að hún hefði verið drottning á Egiftalandi og væri löngu dáin. 25 af hundr- aði gátu þess til að hún væri. stjórnmálamaður, aðeins 5 af hundraði svöruðu rétt. Hafðí. leikkonan reiðst þessu, og sagði. að þetta væri gert í hefndar- skyni af múhameðstrúarmönn- um af því að hún hefði skilið við Aly Khan. • Eiginmaðurinn kom óvænt heirn, og sá. hálfreyktan vind- il í öskubakkanum á borð- stofuborðinu. „Hvaðan kemur þessi vind- ill?“ spurði hann konu sína með ákafa. „Veit það ekki.“ . „Ef þú segir mér það ekki strax, þá skal eg berja þig.“ Þá kvað allt í einu við rödd manns á bak við hægindastól- inn. „Frá Havana, auðvitað, herra. minn.“ Smælki. ........ Nýr fangavörður í einu am- erísku fangahúsi kallaði ei.tt sinn fyrir sig einn af föngun- um og sagði kæruleysislega: „Jæja, hvernig líkar þér og hinum föngunum við nýja. f angavörðinn? “ „Okkur fellur miklu betur við hann en þann gamla. Þér- eruð líkari okkur.“ • „Mamma, hvers vegna er ekkert hár á höfðinu á honum pabba?“ Móðirin: ,,Af því að hann. hugsar svo mikið, væni minnV „En af hverju hefir þú svona. mikið hár, mamma?" Móðirin: „Svona, svona farðu nú að sofa og, vertu ekki með þessar spurningar.“ • Eva litla, sem var fimm ára, lá í spítala eftir botlangaupp- skui’ð, en þegar hún átti að fara. h.eim grét hún óstöðvandi. „Hvað er að þér, Eva litla?“ spurði hjúkrunarkonan. „Ertu ekki ánægð að mega fara heim?“ „Jú, en hvers vegna fæ eg' ekki barn heim með mér?“ „Barn, hvað áttu við?“ „Þegar hún mamma fór á spítala fyrir ári síðan, þá fekk ! hún barn heim með sér.“ C. £Z. SurmtcfhÁi 1729 Villimenn höfðingjans Mangs fóru Þár var fyrir annar fangi, bund- nú sigr-r* hrósandi með Tarzan að inn, eins og hann, hvítur maður. litlum kofa. En fleiri höfðu fylgzt með því, sém gerðist én mannæturnar gat grunað. i. einri úr, flokki. Bulats. Hann sá, er Tarzan var hand- tekinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.