Vísir - 19.01.1955, Side 6

Vísir - 19.01.1955, Side 6
VÍSIR Miðvikudaginn 19. janúar 1955 D A G B L A Ð Kitstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm lmur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Höfðatala og íistir. Mjög er nú deilt um listir í landi voru, en þó einkum um það, hverjir vera skuli fulltrúar íslenzkra lista á erlendum vettvangi. Fyrir dyrum stendur, að mikil og fróðleg sýning á norrænni list verði haldin í Rómaborg, þar sem ætlunin er að sýna þróun lista í þessum löndum á undangenginni hálfri öld. Hefur íslendingum sem öðrum verið gefinn kostur á að taka þátt í sýningu þessari, sem tvímælalaust mun verða mikill við- burður þar syðra, ekki a'ðeins fyrir heimamenn, heldur og þann mikla ferðamannafjölda, sem jafnan leggur leið sína til borgarinnar eilífu. Það er því fyrir miklu, að vel sé til þátt- töku okkar vandað, því að þarna á að sýna nokkum hluta menningar þjóðarinnar. Féiag íslenzkra myndlistannanna hefur talið sig eitt rétt- borið til ríkis, að þv: : r sýningu þessa snertir. Þó hefur það sýnt það veglyndi, að það hefur viljað leyfa nokkrum helztu meisturum íslenzkrar listar að sýna nokkrar myndir, enda ógerningur með öllu að ganga fram hjá þeim, þótt vilji væri fyrir hendi. — Dæmir stjórn FÍM aðra menn úr leik, og skal list þeirra einskis virt, af því að þeir eru ekki í eldra félaginu, heldur í öðru, sem þeir stofnuðu, er þeir vildu ekki una yfirgangi abstraktmanna í FÍM. Sér hver heilvita maður, að ekki er hægt-að dæma list þeirra ómerka á slíkum forsendum, en allt virðist hey í harðindum hjá þeim mönnum, sem tögl hafa og hagldir í Félagi íslenzkra myndlistarmanna. Það skiptir meginmáll við undirbúning sýningar af þessu tagi, að tjaldað sé því bezta sem til er. Stjórn Félags íslenzltra myndlistarmanna viðurkennir þetta, þegar hún býður Ásgrími og öðrum að sýna nokkrar myndir í Rómaborg, en hún hélt jafnframt, að hún mundi sleppa við gagnrýni með þeirri til- hliðrun. En íslenzk myndlist er ekki sýnd í réttu ljósi, ef þeir eiga að ráða mestu, sem fylla FÍM, því að þar er all-stór hópur, sem hefur fengið iistamannanafn af því einu, að tekizt hefur að rugla dómgreind manna að ýmsu leyti í listunum, svo að hver skussi kallast listamaður, ef hann hefur með einhverju móti getað dregið strik á blað og komið myndskrípum sínum á sýn- ingu. Því er líka haldið fram, að Félag íslenzkra myndlistarmanna eigi að ráða mestu um val á sýninguna, af því að félagsmenn sé svo margir. Er það ný kenning, að einhver hópur öðlist meiri hæfileika á sviði listanna af því að í honum sé fleiri menn en í einhverjum öðrum tilteknum hóp. Er þó borin fram í Þjóð- viljanum í gær tillaga um slíka höfðatölureglu í listum við undirbúning Rómaborgarsýningarinnar, og verður ekki annað séð, en að tillaga sé fram bórin í fyllstu alvöru. Almennmgur mun þó líta svo á, að ekki sé allt komið undir f jöldanum, heldur sé hæfileikarnir meira virði, svo að höfðatöluregla eigi þai-na ekkl við, þótí vel megi notast við hana við önnur tækifæri. Vafalaust hefðu . fé.lagar Nýja myndlistafélagsins getað áukið; fjöldann innan vébanda sinna, ef þeim hefði verið fyrst og frernst umhugað að félagið yrði sem stærst og þeir stæðu þess vegna betur að vígi en nú við notkun „höfðatölureglunnar“. Og engum blöðum er um það að fletta, að margir vildu ganga í það félag, ef það stæði öllum opið. En Nýja myndlistafélagið og meðlimir þess bera svo mikla virðingu fyrir list, sinni, að þeir hugsa ekki fyrst og fremst um að geta bent á háar tölur eða stóra félagsskrá. Slíkt á ekkert skylt við list, og.félagið lætur öðrum eftir að. helga sig listinni samkvæmt höfðatölu- reglunni. Vísir vill svo að endingu endurtaka það, sem skrifað var á þessum stað síðast liðinn fimmtudag, þegar deila þessi var fyrst háð fyrir opnum tjöldum: „Ef ísland á að taka þátt í yfirlitssýningu erlendis, er bregði upp mynd af þróun íslenzkrar myndlistar undanfarin fimmtiu ár, hljóta verk himia rosknu meistara að verða þyngst á metunum. Abstraktmenn kunna að vera góðir, „út af fyrir sig“, og enginn ætti að amast við vinnu- brögðum þeirra. En þeir, sem gert hafa garðinn frægan á sviði myndlistar íslenzkrar eru vissulega ekki abstraktmálarar — um það verður ekki deilt, hvaða skoðanir, sem menh annars kunna að hafa á listum“. Konungsríki fyrir 160.000 kr. sem í Mexikó er frá því sagt, að stóratvinnuveitandi eiim hafi boðið starfsmönnum símim nokkuð sérstæð vildarkjör. Saga bessa manns, sem byrjaði með lítið fyrirtæki er vissu- lega frásagnarverð. Það var árið 1935 að unÉr mexikanskur verkfræðingur Alfredo Medina að nafni varð fyrir einstakri heppni. Eftir að ríkistjórnin hafði þjóðnýtt aðalrekstur byggingarfyrirtæk- is hans varb hann gjaldþrota og hvarf á brott. Fyrir síðustu peningana sína keypti han-n sér farseðil til endastöðvar Yukatanjárnbrautarinnar og þaðan fór hann ríðandi asna inn í frumskóginn. Og þar inni í þéttasta frumskóg- inum fann hann timburbirgðir, er skildar höfðu verið eftir. Hér liggur framtíð mín, sagði Medina við sjálfan sig. Banki einn í Kanada vildi selja hið víðáttumikla landssvæði, þar sem viðarbirgðir lágu fyrir 160.000 kr. Medina hafði ekki svo mikia peninga svo hann bsuð bank- anum ágóðahluta af .tekjum sínum. Nokkrum mánuðum r seiniia keypti Medina fyrsta -viðinn. Fjórum árum seinna framleiddi sögunarverksmiðja hans svo mikið af rauðviði (mahoni) og sedrusyiði að hann gat keypt allt landssvæðið. Verðið var á tímabili þessu stigið upp í 4 millj. kr. Nú flytur Medina trjávörur sínar á eigin skipum víða. Árið 1952 greiddi hann mexí- kanska ríkinu 8.000,000 króna í folla eingöngu. Fyrir tilmæli Alemáns fqrseta stehdur hon- um til boða, landsvæði sem er 1.500.000 ferkílómetrar að stærð og það þýðir að Medina hefur þá fengið heimsins stærsta skógarhérað í sína eign. Medina byggir hús handa verkamönnum sínum og lætur þá búa þar ókeypis gegn því eina skilyrði að þeir máli þau árlega. Pensla og málningu leggur Medina til sjálfur. Það hefur enginn við mexíkanskan timburiðnað jafn háar tekjur og hann. . „Maderera del Tropico" en svo kailast fyrirtæki Medinas 'flytur nú út bæði hráviði, girð- ingaviði, húsgagnahráviði og fleiri viðartegundir. Hann und- irbýr nú vinnslu á gerfiefnum úr þeim afgangi sem fellur frá viðarframleiðslunni. „Af mín- um trjám skál ekkert fara til ónýtis“, segir hann, en 500,000 ný rauðviðartré hefur hann gróðursett aftur á höggna svæð- inu. i Óendanleg skógarflæmi með ágætustu trjátegundn- eru nú í | eign Alfredo Medina. Hann er ekki einungis skógarhöggs- konungur Mexíkó heldur auk þess einn hinn auðugasti mað- 'ur veraldar. Hinar ómetanlegu eignir hans eru að méstu leyti risa- stórir frumskógar langt inni í landi, og þar liggja stórai birgðir a.f höggnum trjám og er sérhver viðarhlaði ríki út af fyrir sig. Þessi tré hafa verið lögð af velli með margra ára erfiði og miklum tilkostnaði. Þessi dýrmæti við- ,.ur verður unninn þarna á staðnum og fluttur til strand- ,ar á eigin brautum. Sjálfur flýgur Medina með einkaflug- vél sífellt yfir viðarbreiðurnar. Jafnvel á ferð í flugvél sinni er hann aldrei óstaríandi. KSI samþykkir nýtt keppnifyrirkomulag. Á auka-ársþingi Knattspyrnu sambands íslands, sem..!haldið var s.l. laugardag 15. janúar, var samþykkt nýtt skipulag á keppnifyrirkomulagi og skipt- ingu 1. aldursflckks i knatt- spyrnu. Næsta sumar verður keppt í j 2 deildum. í 1, dgild verða þeir sex aðilar, er þátt tóku í ís- . lándsmótinu 1954, þ. e. Reykja- ! víkurfélögin og íþi-óttabanda- lag Akraness. í 2. deild verða þeir aðilar, er þátt tóku : I. flokks landsmótinu 1954 og ekki áttu lið í meistaraflokki það ár, svo og aðrir þejr áðilar, er óska að taka þátt í mótinú ög ekki eiga lið fyrir í deUdunum. Keppni í 2. deild yerður hagað svo, að landinu er skipt í þrjú svæði og keppa félög fyrst á hverju svæði fyrir sig, en sigui-vegarar á hverju hinna þriggja svæða keppa síð- an til urslita um rétt til þátt- töku í 1. deild á næsta leikári, Neðsta lið í 1. deiid feliur : staðinn niður í 2. deild. í bráðabirgð.a skýrslu stjórn- ar - K.S.Í. er formaðurinn, Björgvin Schram, flutti á auka- þinginu, kom fram að stjórhin stendur nú í samningum við ýms lönd várðandi landsleiki á iræstu árum, svo sem við Finn- land, Austurríki, Sviss, Banda- ríkin o. fl. Hinn 3. júlí n. k. verður landsleikur við Dani hér i Reykjavík. Þá hefir K.S.Í. tilkynnt þátt- töku íslands í undankeppni. í knattepyrnu fyrir næstú Ólym- piulejlía. Sú keppni verður háð í Evrópu næsta haust, en Olym- píuleikarnir fara hinsvegar fram 1956 í Ástralíu. K.S.Í. mun mjög* bráðlega ráða þjálfara fyrir landsliðið, svo og til að annast jkerinjslu víðsvegar .um landið næsta ýor cg. sumat. ■: rý 'r !.■- Kenrislukvikmyndir fyri r knattspymu mun K.S.Í fá til iandsins á næstunni. Forseti aukaþingsins var Frí- tnann Helgason, en ritari Sigur- geir Guðmannsson. Hér kemur pistill frá „nöldr- ara“, sem skrifar á þessa leið: „Óskiljanlegrar ónálcvæmni hef- ur gætt hjá-dagblöðunum í frétta pistlum af rannsókn á því hörmu lega slysi, sent varð þegar bátur frá Súgandafirði varð fyrir á- rekstri nteð þeint afleiðingum, sem kuhriar eru, að tvö mannslíf töpuðust. Frá 1,3 upp í 3,2 millj. kr. í . slórri fyrirsogn i Morgun- bláðinu frá 15. þ. m. stendur aS bótakröfur vegna slyssins hafi eftir úrskurði dómsins verið á- kyeðriar 3,2 millj. kr. í sömu grein, nokkrum línum neðar, stendur „að bornar hafi veriS fram í réttinum vegna manntjóns og báts, alls að upphæð 2,3 millj. ki-.“ Sama dag kemur Tíminri með fréttiná og þar stendur: „Brezki togarinn farinn — setti 1.3 millj. kr. trggingu." Svo seinpa sama dag kemur Vísir með sömu frétt, an þar steridur: „Skiþstjórinn sétti fryggingu, sem nám 2,3 millj. kr.“ Hvað er rétt? Þéssar missagnir skipta , að vísu ekki miklu máli fýrir óvið- komandi, hver upphæðin er rétt, en þær sýna frámunalega óná- kvæmni i fréttaflutningi. Les- endurnir yerða að geta sér til, Iivað muni vera rétt, og ver.ður það þá senniléga fréttin í. Visi, og önnur fréttin i Morgunblaðinu, se:n eru samliljóða, sfeiri sé 2,3 mitlj. kr.“ Vísir getiu- upplýst, að blaðið blrti rétta tölu, sem þvi var skýrt frá af einum starfsmanni bæjarfógetans á ísafirði, en vill- urna.r í hinum blöðunum mu.nu stal'.i al' þvi, að prófai-kir hafi ekki verið lesriar af eins mikilli íiáftvæmni og sjálfsagf væri. nöturnar. Þá kemur liér fyrirspurn frá .iFáýisíimri, scin segir: „Eg hef veitt þvi eftirtekt, að Bergmál iiei'ur við og vi.ð verið að mirin- í ,á lir'einsun gatnanna í baén- •>!,'og Visir h'cfur cihnig dreþiS á jiað á ö'ðnim stað, að rétt væri að atjiuga, h vort ekki sé.hægt'að t'á vélar til þessara verka að ein- liverju leyti — ef slíkt borgar sig, Mig langar þess vegna til að spyrja þá, sém þessum máliun stórna, cftirfararidi spurninga: Hei'ur bæriun ekki athugað, livort þær vélar, sém riotáðar erii við j gíifúahreinsun víða érlendis, geti ekki konii'Ö að notum liér? Ef þettá hét'íir vcrið atliugað, hver hefur niðurstaðan þá orðið? En ; cf það iiefur ekki yerið atbugað, livað velilui* því þá?“ ' Bergmál kenuir fyrirspurnum þessúm: áleiðis, 'p'g er rúm * að s.jáíl'sögðu heimilt fyrir svör. \ Ponds bréf-vasaklötar | •* 100 stk. í . kassa ‘Og Eonds í . snyrtivörur. Boðin var út smíði á leiðsl- | um (olíupípum) í banda- j rískar herstöðvar á Spáni. I Leiðslurnar verða um 800 km. Lægsta tilboð var frá brezku fyrirtæki og var því tekið. Verzlunin Runólfut* Ólafs h.f. ■! Vesturgötu 16.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.