Vísir - 12.04.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudaginn 12. apríl 1955
yísm
IS
©s.
<3?
Eftir ROBIN MAUGHAM 1
42
Éi"
t
<&■
ðv?
f'YT.
■éi
og þrýst að þér —--------þá verður þú einn — aleinn og yfir-
gefinn. . .. “
Engin svipbrigði var að sjá á andliti Barkers. Hann sneri sér
spyrjandi að John, sem horfði á Pat með hryllingu.
En Pat beið ekki eftir því, að þeir svöruðu, heldur hélt áfram
viðstöðulaust: „Það má nú segja, að þið séuð meiri mennirnir!
Herra minn trúr, þið eruð sannarlega samvaldir! Annar er
svindlari og hinn hræsnari! Og báðir gangið þið með grasið í
skónum á eftir mér, skríðið fyrir mér.... Þið eruð ekki karl-
menn, þið eruð aumingjar, sem haldið er að séu karlmenn, af
því að þið eruð klæddir buxum. . . . Og svo haldið þið í þokka-
bót, að þið séuð-svo dæmalaust gáfaðir og virtir. Eg fæ velgju,
mig langar til að gubba, þegar eg horfi á ykkur.“
„Svona, hættu þessu nú, Pat,“ sagði ungi maðurinn, er hér
var komið, gekk inn í stofuna og tók ferðatöskuna hennar. „Við
verðum að hafa hraðan á.“
„Bíddu aðeins* andartak í viðbót“, svaraði Pat og gekk að
arinhillunni. „Það er enn eitt, sem eg á ógert, og eg er búin
að bíða eftir að gera það í tvö ár.“
Hún þreif snögglega til flöskunnar með seglskipinu, sem
móðir Barkers hafði smíðað á sínum tíma, og sló henni við ar-
inhilluna, svo að hvort tveggja fór í ótal mola.
Þegar þessu var lokið, hljóp hún sigri hrósandi út úr stofunni
og hló dátt um leið.
John sá ekki í andlit Barkers, þegar hann kraup fyrir neðan
arinhilluna og reyndi að safna tréflísunum saman, þar sem þær
lágu innan um glerbrotin. Aðeins skutur skipsins hafði komizt
hjá algeiTÍ eyðileggingu. Barker lét hann með gætni á arin-
hilluna og reyndi síðan með titrandi höndum að lagfæra segl
og reiða eftir mætti. Honum vhrtist hafa tekizt að setja skipið
nokkurn veginn saman aftur og sté skref aftur á bak til að
virða það fyrir sér, og augnablik stóð það í réttum skorðum,
þótt margar brotalamir væru sjáanlegar á því. En svo lagðist
það aftur saman og lá eins og ólöguleg hrúga á arinhillunni.
Barker hneigði höfuðið þegjandi. Enda þótt hann sneri baki
við John, sá John greinilega, að hann grét.
„Viljið þér ekki að eg fari, svo að þér getið verið einn?“ spurði
John eftir stutta stund.
„Nei, John.... Gerið það fyrir mig, að hella í glösin fyrir
okkur,“ sagði Barker og reyndi að hafa hemil á röddu sinni.
Þegar John rétti honum glasið, sem hann hafði fyllt af sterkri
whiskyblöndu, var Barker búinn að jafna sig nokkurn veginn
aftur. Þeir höfðu það báðir á tilfinningunni, að ekki væri rétt
að nefna Pat framar, svo að þeir töluðu ekki um hana.
„Eg get væntanlega greitt yður skuldir míri’ar áður en hálfur
mánuður er liðinn,“ sagði John.
„Þér gætuð víst ekki gert það eitthvað fyrr?“ spurði Barker.
„Eg er í dálitlum vandræðum.“
„Eg skal ,þá gera tilraun til að senda yður peningana, áður
þrír dagar eru liðnir.“ .
■ „Éráð þér alvég þeningalaus eins og. stendur?" spurði Barker
og vap undrandi-
„Já, því miður.“
„Eg var alltaf þeirrar skoðunar, ,að þér munduð hafa allt
yðar á þurru.“ ' ; . ' ?
„Mér mun einhvern veginn takast að afla fjársins.11
„Getið þér ekki fengið það að láni hjá honum föður yðar?“
„Það cr nú einmitt gállinn, að’ fyrirtæki hans hefir ekki vegnað
sérstaklega vel upp á síðkastið.“
„Þér hljótið að vera mér sárreiður fyrir að hafa fengið yður til
að kaupa Cobleigh-hlutabréfin. En eg get sagt yður, Jóhn, áð
það munaði eiginlega engu, að ríkisstjórnin gerði samning yið
félagið.“
„Hafið þér sjálfur orðið fyrir miklu tjóni?“
Skyndilega var Barker ekki eins rólegur og hann hafði verið
fram að þessu. Það var eins og andlitsdrættir hans yrðu slap-
andi, og Jahn varð skelfur yfir þeim óttasvip og örvæntingar,
sem skein úr dökkum augum hans.
„Þeir eru að reyna að ná sér niðVi á mér — — — en þér
skuluð ekki gera yður rellu út af því.... Þeim mun ekki
takast að bugast á mér fyrirhafnarlaust! Það er um að gera að
fara rólega að öllu, það segi eg alltaf!“
John hugleiddi, hvort þessir „þeir“, sem Barker hafði verið
að minnast á, mupdi vera Sýrlendingurinn, sem Barker hafði
verið að tala við í íbúðinni, þegar Pat kom að þeim.
Það fór hrollur um John. Hann fann til meðaumkunar með
Barker. Hann spurði: „Mundi það koma yður að einhvei’ju
gagni, ef eg gæfi yður skuldarviðurkenningu?“
„Já, það gæti verið.“
Barker gerði tilraun til að vera léttur í lund, eins og hann
var vanur. „Hafið þér kannske bréfhaus með skjaldarmerki
ættar yðar?“ Hann brosti.
John brosti til hans á móti, og þeir horfðust í augu.
„Yður mun ekki langa mjög til að hitta mig eftir þenna dag,“
sagði Barker með hægð. „Eg er ekki svo mikill auli, að eg
viti það ekki mætavel. En áður en þér farið, John, verðið þér
að svara einni spurningu minni.... Þér hafið skemmt yður
vel þau kvöld, sem við höfum eytt saman, eða er það ekki?
Við höfum átt skemmtilegar stundir saman, skilst mér. Þér
hafið vonandi ekki aðeins komið vegna Pat?“
John virti fyrir sér feita ásjónu Barkers, ásjónu, sem titraði
af geðshræringu, og hann fylltist í senn meðaumkun og andúð.
„Var það?“ spurði Barker aftur. Hann var eins og barn,
sem er að biðja um brauðbita.
John sneri sér snögglega frá lionum, reis á fætur og gekk að
skrifborðinu.
„Nei“, sagði hann síðan ákveðinni röddu, „eg kom ekki
aðeins til að hitta Pat. Eg hefi haft gaman af að vera í fé-
lagsskap yðar, Barker, og eg mun alltaf vera yður þakklátur
fyrir þau skemmtilegu kvöld, sem við höfum eytt í sam-
einingu.“
,,0g þér eruð mér heldur ekki reiður framar, af því að eg
neyddist til að skrökva að yður?“
„Nei, eg er yður ekki reiður lengur.“
„Það gleður mig að heyra. Mig langar til að eiga nokkrar
skemmtilegar endurminningar.“
„Eg hefi skrifað hér viðurkenningu þessa,“ sagði John, er
hér var komið, „að eg skulda yður þúsmid pund. Viljið þér
líta á það, sem eg hefir skrifað, áður en eg skrifa undir?“
Þegar Barker svaraði honum ekki þegar, leit John um öxl til
hans. Barker hafði gengið að arninum, þar sem hahn hallaði sér
upp að arinhillunni, ljómandi af ánægju á svip. Hann var
nákvæmlega eins og John hafði oftast séð hann. Hann var
næstum teinréttur í baki, og fyrri frískleiki hans virtist búinn
að ná yfirhendinni aftur.
John varpað öndinni léttara. Hann stóð upp, gekk til Barkers
og rétti honum blaðið.
Og þá kom fyrir atvik, sem hafði svo mikil áhrif á John, að
hann réð sér varla fyrir gleði.
Barker tók 'skuldarviðurkenninguna, leit á hana fljótlega, en
svo korn strákslegt glott á andlit hans, og svo reif hann
Tveir gamlir kunningjar
hittust eftir mörg ár og tóku
sér glas saman. Við fjórða.
glasið. sagði annar.
„Mannstu eftir ljóshærða
englinum mínum í gamla
daga?‘
„Já.“
„Og nú er hún gift.“
„Og þú sem varst svo ást-
fanginn af henni.“
„Já, mannstu það, vinur.“
„Það tekur mig sárt þíu
vegna, að hún skuli hafa gift
sig-“ " i
„Já, það máttu segja. Húr*
er nefniléga gift mér.“
•
Bab Hope er þekktur að því
að verða aldrei orðfall, þega*
hann talar við blaðamenn. Þ6
kom það fyrir hann nýlega £
París. Hann var á leið til
Lundúna og kom við í París.
Blaðamenn komu óðar á vett-
vang og spurningarnar dundu
á honum og hann svaraði um
hæl. Loks spurði einn blaða-
maðurinn með sakleysissvip: 1
— Herra Hope.. .. Hvað
munduð þér gera, ef þér vær*
uð leikari?
©
Eitt sinn sýndi uppfinninga-.
maðurinn Thomas A, Edison.
hópi af kunningjum sínum ýmis
haganlega gerð tæki til vinnu-
sparnaðar á hinum fallega bú-
stað sínum. Dáðust vinimir a<$
öllum uppfinningunum, en þótti
kynlegt að krosstré nokkurt,
sem var við inngönguhliðið, var
svo stirt, að það kostaði mestu
erfiðleika að hreyfa það. -—
Gestirnir þrengdu sér þó hver
á eftir öðrum gegnum hliðið, en.
að lokiun gat einn þeirra ekki:
setið á sér og sagði:
„Ég er alveg hissa, að þér
skulið hafa svona stirðan um-
búnað í hliðinu hjá yður.“
„0-já,“ svaraði Edison. „En
hver sem fer í gegn um þetta
hlið, dælir um leið nokknun
fötum af vatni í geyminn á hús-
þakinu hjá mér.“
BEZT AÐ AUGLTSÁl VISI
C. £ Sunouqki
- TARZAM -
179 5
Þegar Tantor kom með vatnið,
svalaði Tarzan þorsta sínum, en gaf
siðan fílnum. frelsi. : ,
— Jæja Manu, sagði hann við ap-
ann, vin sjp, —. H,yiað..l>gitirðlu.þrall-
• iit't-q'f i". r'i UCrt,bur .'III "
Apinn roðnaði og sagði: — Ég er
. Jfallgðu^, litlj, féimni Riki, en ég er
ekki feiminn. Með ber'úm höndum
hef ég kyrkt Dango, hyenuna.
Allt í einu mundi apamaðurinn
eftir manninum, — Komdu’, Riki,
sagði hann. —Við eigum verk fyrir
höndum. . .