Vísir - 19.04.1955, Síða 5
Þriðjudaginn 19. apríl 1955.
vlsm
Að fara á hestbaki, að skjóta
af boga, að segja sannteikann.
iÞesitskis skfíldkonan Mkav&n
MSix&n Fineche* seui «g-
l&fjfít i&Sih MBL €7. Anrfersews-
ceröSaunin dönshn.
Sennilcga finnst flestiim les-
endum þetta næsta kynleg
fyrirsögn og skal enguin láð,
það.
Þeir sem þekkja Karen
Blixen Finecke, frægasta nú-
lifandi rithöfund Dana, munu
hinsvegar strax kannast við að
barónsfrúin hefur árum saman
lagt mikla áherzlu á þet.ta
þrennt og er talin jafnvíg á það
aiit.
Að segja sannleikann er vit-
anlega jafnauðvelt eða erfitt
hvar sem er í heiminum, ef
miðað er við landfræðilegar á-
stæður einar saman. Hitt mun
koma flestum á óvart, að dönsk
kona skuli vera sérstaklega
fær bogskytta og reiðmaður.
Þetta dularfulla fyrirbrigði
skýrist þó fljótlega þegar
athugað er uppeldj og athafnir
frúarinnar. Forfeður hennar
voru bændur og liðsforingjar,
ævintýraþrá virtist vera þeim
í blóð borin. Faðir hennar og
afi hlutu heiðursmerki í ófriði
og bróðir hennar fékk Viktoríu-
krossinn í næst síðustu heims-
styrjöld.
Karen Blixen fluttist árið
1912 þá 28 ára gömul til
Austur-Afi'íku, nánai- tiltekið
til Kenya, sem er alít að því
sex sinnum stærx-a land en ís-
land. í þessu landi dvaldi
Kai'en Blixen í 18 ár og
stundaði búskap. Landsetar
hennar og vinnumenn voru
2000 að tölu og mun engin
norræna kona hafa verið lands-
móðir svo mikils fjölda svert-
ingja. Á landareigniimi var
ræktað kaffi, en þar voru líka
stundaðar veiðar bæði sem
íþrótt og eins til þess að vei'ja
búsmalann fyrir rándýrum. —
Karen Blixen x-éð sjálf niður-
lögum ljóna og annarra rán-
dýra án þess að blikna við.
Ritstöi-fin fyrst
dægi'advöl.
í einverunni á afríkanska
bænum fór Karen Blixen að
skrifa, en áður hafði hún haft
hug á að verða málari og hafði
í þeim tilgangi gengið á Aka-
demíuna í Raupmannahöfn. —
Ritstöi'fin voi'u þó aðeins hjá-
verk og dægradvöl enda kom
fyrsta bók hennar ekki út fyrr
en þi'emur árum eftir að
barónessan var komin heim til
Danmei'kur aftur. Bókin kom
samt ekki út í Danmörku enda
hafði Karen Blixen skrifað
hana á ensku. Hún kom út í
Bandaríkjunum og nefndist
„Seven Gothic Tales“ og dul-
nefni höfundar var Isak Dine-
sen.
Bókin vakti feikna athygli
og var brátt þýdd á aðra tung-
ur en höfundinn kannaðist eng-
inn við og var það að vonum.
Dulnefnið var þó ekki alveg út
í loftið, því áður en Karen
Blixen giftist frænda sínum
Bror' Blixeií Fftiecké1 bax’óri1 hét
Jhún b-ineséh. ' TVeimur áíum
síðar kom bókin „Jörð í
Afríku“, þar sem höfundur lýs-
ir lífinu á bænum og viðskipt-
um sínum við innfædda og
gesti á séi'staklega eðlilegan og
um leið listrænan hátt. Þessa
bók hefur Gísli Ásmundsson
þýtt á íslenzku og gert það
prýðilega. Á stríðsárunum síð-
ustu kom þriðja bókin „Vinter.
eventyi’“. Ekki er mér kunnugt
um að þau hafi vei'ið þýdd á
íslenzku nema „Draumlynda
barnið“, sem Brandur Jónsson
skólastjóri þýddi fyrir nokkr-
um árum. Loks hefur frúin
skrifað nokkrar stuttar frá-
‘sagnir, sem hún hefur flutt í
danska útvarpið en síðan birt.
Þykir það einhvert mesti út-
varpsviðburður ársins í Dan-
mörku meðal bókmenntamanna
ef Kai-en Blixen lætur til leið-
ast að flytja frásögn í útvai'pið.
Ráðleggingai-
voru óþarfar.
Ekki er barónessan talin
mannblendin. Hún bvr á fæð-
ingarstað sínum Rungstedlund,
unaðasfögrum stað við Eyrar-
sund. Þegar eg minntist á það
við danska vini sína, að mér
léki hugur á að fá viðtal við
frúna töldu þeir öll tormei’ki
á því, þar eð frúin veitti, yfir-
leitt ekki fólki viðtal. Þetta
reyndist þó ekki eins erfitt og
spáð hafði verið. Skrifari bar-
ónessar tjáði mér þegar hún
hafði flutt húsmóður sinni er-
indi mitt, að eg væri velkom-
inn í síðdegis á ákveðnum degi.
Áður en eg fór fekk eg ótal
ráð hæverskra bókmennta-
manna um það hvernig eg
ætti að hafa mér í návist þess-
ara heimsfrægu konu, sem
Danir líta upp til og dá eins og
hálfgerða þjóðsagnahetju.
Eg er búinn að gleyma öllum
ráðleggingunum enda þui’fti eg
ekkei't á þeim að halda. Barón-
essan var svo blátt áfram og
eðlileg í viðræðum, að enginn
tími var til þess að hugsa um
einhverja ímyndaða siði, sem
gesturinn ætti að fylgja.
Það fvrsta, sem eg veitti
athygli þegar eg sá frúna voru
augun. Eg hef aldrei séð önnur
eins augu. Frdl af fjöi'i og á-
huga en jafnframt mátti lesa úr
þeim mannvit mikið og ein-
hverja þá dýpt sem naumst
verður skilgi-.eind.
’ ’ Gön^úiag" Héiinar, og hréyf-
ingar allar voru létlar eins og
gamalli íþróttakonu sæmdi.
Ekki höfðum við fyrr sezt að
teborðinu en barónessan fór að
spyrja mig um Halldór Kiljan
Laxness og ræða um íslend-
ingasögui'. Laxness taldi hún
einn allra fremsta höfund sam-
tíðarinnar og harmaði það
mjög, að hún skyldi ekki hafa
kynnzt honum persónulega. —
Ekki fannst mér blása byrlega
hvað eiginlegt viðtal snerti því
frúin hafði fáum dögum áður
veitt danska útvai’pinu viðtal
og var ekki meira en svo ánægð
með árangurinn af því. „Ekk-
ert er eins andstyggilegt
og að láta taka viðtal við sig.
Allur þorri blaðamanna er í
raun og veru ekki að leita álits
þess, sem þeir í'æða við, heldur
vilja þeir láta þá samþykkja
eitthvað sem blaðamaðurinn
ætlar að skrifa. Eg man alltaf
þegar sænskur blaðamaður
’ hringdi til mín frá Stokkhólmi
og vildi láta mig hrósa sænskri
ljóðagerð. Má eg ekki segja
þetta þannig? sagði blaðamað-
ui’inn: „Meðan eg reið á fíl
yfir auðnir Afríku heyrði eg í
anda hrynjandi ljóða Frödings.“
Eg hef adirei á ævrnni í'iðið á
fíl, kallaði eg í heyi-nartólið
en óðara var blaðamaðui'inn
kominn með aðra fjarstæðu enn
verri.“
Kynþáttalög
dr. Malans.
Talið barst fljótlega að hin-
um innfæddu í Afríku, var
auðheyrt að barónessan hafði
glatað hjarta sínu í landi þeix’ra
og hugurinn reikaði þangað oft
á dag. Um þessar mundir var
kynþáttalgjgöf dr. Malans mjög
á dagskrá og höfðu blaðamenn
hvaðanæva að reynt að fá Kar-
en Blixen til þess að láta í ljós
álit sitt á deilumálunum í
Afi'íku. Frúin hafð[ tekið því
fjarri vegna þess sagði hún,
„að við Evi'ópumenn skiljum
sáralítið í gerðum svertingja
þar eð við vitum ekki af hvaða
venjum þeir stjórnast. Menn-
ing þeirra er okkur framandi á
sama hátt og Evrópa er lokuð
bók fyrir þá. Aðeins langvar-
andi gagnkvæm kynni og full-
kornin einlægni megna að opna
dyr skilningsins þannig að
hvítir menn og svartir geti
gengið sömu brautina og mætzt
án þess að rekast á. Sá sem vill
kynnast hugsunarhætti þel-
dökkra manna verður að kynn-
ast þeim sjálfur. Bók eins og
„Jörð í Afríku“ getur hann
lesið sér til nokkurs fróðleiks.“
Eg hafði lesið „Jörð í Af-
ríku“ fyrir nokkrum árum og
vex’ið mjög hrifinn af henni, en
nú var sem mér opnaðist ný
leið til skilnings á þessu önd-
vegisriti. Frásagnai'gáfa Kai’en
Blixen er slík, að manni finnst
stofan allt í einu fyllast af
svertingjum, sem rækta kaffi
eða dansa undai'lega dansa allt
eftir því sem við á að hvei'ju
sinni. Eg sá í anda Kíkújú-
menn, sem leita ráða hjá
„Msabú“ eða biðja hana að
gera að sárum sínum. í augum
þessa fólks gat Kai'en Blixen
gert flesta hluti. ,|>ejn þöfóu
séð hana skjóta ljón um ,há-
bjartan dag óg ásamt Englend-
ingi gera aðför að konungi dýr-
anna við ljós og vinna sigur.
Hún var
látin dæma.
Þeir settu hana í dómarasæti
þegar flókin mál voxax á döf-
inni og öll mál Kíkújúmanna
voi'u flókin að áliti hvíti'a
manna. T.d. gátu spunnist mikil
málaferli út af dauða barna og
kvenna ef hugsanlegt var að
aðrir hefðu valdið eða átt ein-
hvern óbeinan þátt í því, sem
gei'zt hafð'i. Kom þetta til af því
að gjafvaxta dóttir var álitleg
verzlunarvara, sem stundum
var nærri því eina söluverð-
mæti foreldranna, sem í hækk-
andi gildi dótturinnar sáu
móta fyrir geitum eða kindum,
sem kaupa mátti fyrir andvirði
hennar. Ein slík heimasæta
datt af vagni, sem Karen
Blixen átti og beið bana. Bar-
ónessan hafði harðbannað öku-
þórum sínum að leyfa nokkrum
að sitja ofan á vagnhlassi,
stúlkan hafði brotið þetta boð
og var foreldrum þá bent á, að
skaðabætur kæmu ekki til
greina þar er bannið hefði ver-
ið þekkt. Foreldrarnir féllust
á að þetta væri rétt en fóru
samt fi'am á greioslu frá frúnni
á þeim foi'sendum að ein-
hver yrði að bæta þeim dauða
stúlkunnar. „Afríkumenn geta
aðeins hugsað sér eitt ráð til
að koma jafnvægi á hinar eilífu
umbreytingar tilverunnar. Það
verður að gi'eiða bætur. Þeir
sem verja ærnu fé til þess að
styrkja kristniboð í Afríku
myndu sennilega verða fyrir
vonbi’igðum ef þeir vissu
hversu lítinn skilning svert-
ingjarnir öðlast á kristindómn-
um þótt þeir láti skírast.“ —
Glöggt dæmi þess var drengur-
inn Kamante, sem tók kristna
trú. Hann fyígdi barónessunni
jafnan þegar hún var á veiðum
og skaut af vanderobóboga. -
Einn góðan veðurdag sagði
piltui'inn: „Ert þú líka kristin,
þegar þú ert að skjóta af boga?
Eg hélt að sú í’étta kristna að-
fei’ð væri að nota riffil.“
Eftir flugferð.
Vinrn’ Karen Blixen, Eng-
lendingurinn Denj's átti flugvél
og flaug barónessan oft með
honum. Einu sinni sem oftar
lentu þau á sléttunni. Þá kom
fjörgamall Kíkújúi til þeirra.
„Þú vai-st hátt uppi í dag,“
sagði hann við frúna, „við gát-
um ekki séð þig, en við gátum
heyrt vélina suða eins og bý-
flugu.“ Bai'ónessan samsinnti
því, að hún hefði vei’ið hátt
uppi. „Sástu guð?“ spui'ði hann
þá. „Ndvetti.“ svaraði frúin.
„Og þú, bedar“ sagði hann og
sneri sér að Denys „hvað heldur
þú? Iieldur þú, komist svo hátt
að þú getir séð guð?“ „Það veit
eg svei mér ekki,“ sagði Denys.
„Ja,“ sagði Ndvetti, „þá veit
eg svei mér ekki heldur, til
hvers þið eruð alltaf að fljúga!“
Fjöldi Evrópubúa heimsótti
Kai'en Blixen meðan hún bjó í
Afríku og nokkrir dvöldu hjá
henni langdvölum. Einn þess-
ara gesta var sænski prófessor-
inn Landgreen, sem hafði farið
allar götur frá Svíþjóð til
Kenya til þess að reyna að ná
í ákveðinn apafót, sem þó
reyndist ókleift. Pi'ófessorinn
var.. .ræðinn,. og skemnjtilegur
maður, sem sagði Karen Blixen
frá mörgu raerkilegu í sam-
bandi við náttúrufræði. Einu
sinni kom hann með þá undra-
verðu játningu, að uppi k
Elgonfjalli hefði sér eitt andar-
tak virzt hægt að trúa á tilveru.
guðs.„Hvernig lízt yður á það?“
bætti hann við. Eg sagði, „a5
það væri merkileg reynsla,“
en hugsaði með sjálfri mér að
engu ófróðlegri væri spurn-
ingin: „Hafði guð getað trúað
■andartak uppi á Elgonfjalli á
tilveru Landgi'eens prófess-
ors?“
18 ára dvöl ;1 1
£ Afríku.
Þrjár klukkustundir líða
fljótt í návist afburðafólks.
Fyrr en varði var sá tími kom-
inn, að eg yrði að fara til þessf
að missa ekki af vagninum tii
Hafnar og auðvitað til þess aS
vera ekki lengur en augljóst
væri, að eg misnotaði ekki gest-
risni frúarinnar; Kai'en Blixen:
hefur oft staðið andspænis
dauðanum en verk hennar eru
full vii'ðingar fyrir lífinu. Hún:
hefur lifað tíma byltinga ófrið-
ar og ábygðarleysis, eigi að
síður stendur hún föstum fót-
um í gömlum menningararfi og
trúir því statt og stöðugt, aS
enginn geti hlaupið frá ábyrgð
hversu þung sem hún er og
það megi ekki taka frá mönn-
um þann bikar, sem ábyrgðirt
réttir þeim.
Uppskerubrestur í Afríku
neyddi hana til þess að selja'
bæinn sinn og kveðja lands-
setana, sem gátu ekltí sltílið, að
hún var að fara. En minning-
arnar um 18 ára dvöl hennar a
þessum slóðum hafa auðgað
heimsbókmenntirnar að miltí-
um mun. Það er sjaldgæft acS
allt sameinist í einni konu,'
miklar gáfu, stei'kar tilfinn-
ingar, ævintýraþrá, frásagnar-
list og ást á öllu sem lífsanda
dregur, kærleikur hennar og
mannvit munu um aldir halda
nafni hennai' á loft Hún kunni
að segja sannleikann.
Ólafur Gunnarsson. i
• Kruschev hefur tilkynnt, að
30.000 af 90.000 forstjórumi
á samyrkju- og ríkisbú-
görðum í Ráðstjómarríkj-
unurn verði vikið frá.
vegna þess að þeir hafi
reynst illa. 1
MIÐSTÖÐV-
ARKATLAR
og miðstöðvarcínar
Miðstöðvarkatlar 3—4 m2
fyrir flestar gerðir olíu-
kyndinga og miðstöðvar-
ofnar fyj'irliggjandi.
Vélsmiðja \
Bjarna Einarssonar
Bergstaðásti-æti 6C
Síinar 81627 og 6910. «
W.V.VrtSWAWVWAWÍ'