Vísir - 12.10.1955, Blaðsíða 1

Vísir - 12.10.1955, Blaðsíða 1
45. árg. Miðvikudaginn 12. október 1955 231. tbi« Þai kostar 200 ntiKj. s.kr. ai taka upp hæpri-akstur. Þjóðaratkvæðagreiðsla mih málið n. k. sunnudag. Frá fréttaritara Vísis. — Stokkhólmi 8 okt. N.k. sunnudag, 16. október, fer fram í Svíbjóð þjóðarat- kvæðagreiðsla run bað, hvort framvegis verði ekið á vinstra vegarhelmingi, eða tekinn upp hægri-akstur, eins og víðast hvar tíðkast í heiminum. Mál þetta hefur verið lengi í undirbúningi, og hafa sænsk stjórnarvöld viljað vanda sem bezt til atkvæðagreiðslunnar án þess að taka afstöðu í mál- inu. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 2 millj. s. króna til upp- lýsingastarfsemi í sambandi við atkvæðagreiðsluna. Hefur ver- ið útbúinn mikill fjöldi bækl- inga og götuauglýsinga, þar sem gerð er grein fyrir afleið- ingum hægri-aksturs, greint frá kostum hans og göllum, til 9 Klakksvík- ingar í haldi. Einkaskeyti til Vísis. Khöfn í morgun. í gær voru enn handteknir fjórir Klakksvíkingar, og hafa þá alls verið fangelsaðir níu manns þar. Menn þessir verða í dag leidd- ir fyrir Randal dómara. Blað Fólkaflokksins, „Dagbladid“, krefst þess, að lögreglumál og réttarvarzla í Færeyjum verði lögð undir færeysk stjórnar- völd, svo og hið aukna lögreglu- lið. Hinir handteknu Klakksvík- urbúar eru í haldi um borð í skipinu Ternen. Þeim berast gjafir frá aðstandendum og fá að fara í hressingargöngu á bryggjunni. Allt er með kyrrum kjörum í Klakksvík. þess að almenningur megi átta sig sem bezt á málinu. Sænsk dagblöð birta ýmsar upplýsingar um málið frá hin- um ýmsu samtökura, sem hér köma til greina. Gert er ráð fyrir, að það muni kosta sænska ríkið um 200 milljónir s. króna að breyta til og taka upp hægri-akstur. Þeir, sem aðhyllast hægri-akstur, benda á, að sjálfsagt sé, að Svíar taki upp sömu umferð- arreglur og grannlöndin, en alls staðar á meginlandi Evrópu tíðkast hægri-akstur. Þá er bent á, að mikill fjöldi um- ferðarslys orsakast einmitt af því, að ferðamenn, sem til Sví- þjóðar koma, átta sig ekki á umferðarreglum, en í fyrra óku um 1.6 millj. bíla yfir landa- mæri Svíþjóðar. Á hinn bóginn halda „vinstri- menn“ því fram, að búast megi við miklum fjölda slysa, ef tek- inn yrði upp hægri-akstur. Þá segja sumir, að vinstri-akstur- inn sé til þess að fallinn að auka ferðamannastrauminn til landsins, því að útlendingum þyki hann forvitnilegur. En það kann að verða þungt á metunum, að ef því verður frestað að taka upp hægri- akstur, verður það þeim mun dýrara síðar, og þess vegna sé bezt að láta breytingu þessa koma til framkvæmda sem allra fyrst. Hatnandi ísflslt- vprií. Togarinn Surnrise seldi í Þýzkaiandi í gær fyrir 88180 mörk. Virðist markaðurinn nú aftur vera að glæðast á ísfiskinum í Þýzkalandi og er þetta bezta 1 salan nú um langt skeið. vwjwwwwwwwwvvwvvwwswww! Twruvywwwu Mikið af karfa og síld berst til Akraness. Síldln stór og faileg eins og Norötir- landssíld. Á myndinni sést brezka beitiskipið Cumberland að æfingum í sambandi við geisiavirkar agnir. „Búin var til“ rigning, sem líktist hellidembu í hitabeltmu. Hannibal óhæfur í fyrra, nú hinn þarfasti. Forysta Alþýðtiflokksíns setur ofan, en kommúnistar ráia sér vart fyrir kæti. Frá fréttaritara Vísis. — Akranesi í gær. Mikil atvinna er hér um þessar mundir, því að mikið berst að af karfa og síld. Géra má ráð fyrir, að um 100 unglingar séu í vinnu í frystihúsunum við karfann, og kemur sér illa að missa þetta: starfslið, er gagnfræðaskólinn byrjar þ. 15. þ. m. Röðull úr Hafnarfirði kóm hingað á laugardag me, 320— 330 lestir af karfa, en í fýrri viku lönduðu hér karfa Bjarr.i Ólafsson með 200 lestir og Ak- urey með 320. Bjarni Ólafsson er væntanlegur aftur á fimmtu- dag í þessari viku. Síldveiði er nú mikil. 8 bátar komu að í dag og verður aflinn a. m. k. 850 tn. Hæsti bátur var með 196 tn. Síldín er stór og falleg — eins og Norðurlands- síld. Afli síldveiðibáta var svipaður í fyrradag. Mænuveiki hefir ekki orðið vart hér. . Við nefndakjör á Alþingi í gær gerðist m. a. það, að Hanni- bal Valdimarsson var kjörinn í fjárveitinganefnd S. þ. Það er athyglisvert, að Har- aldur Guðmundsson stóð fyrir því, að stungið var upp á Hannibal, en með Hannibal greiddu atkvæði þingmenn Al- þýðuflokksins, þeir Haraldur, Gylfi Þ. Gíslason, Guðm. í, Guðmundsson og Kristinn Gunnarsson, en þeir Emil Jóns- son og Eggert Þorsteinsson voru fjarverandi. Alþýðuflokksfólk getur velt því fyrir sér, hvernig á því stendur, að Hannibal, sem fyrir tæpu ári var, samkvæmt áliti Haralds Guðmundssonar og annarra helztu ráðamanna flokksins, óhæfur til þess að koma fram fyrir hönd flokks- ins, skuli nú sitja í mikilvægri nefnd fyrir hann. „Þjóðviljanum" þ’ykja þetta góð tíðindi, og segir þar á for- síðu í morgun: „Virðist svo sem hinir gætnari menn Alþýðu- flokksins hafi orðið ofan á og ekki talið ráðlegt að stofna til kíoínings og hruns flokksins með því að reka forseta Al- þýðuflokksins úr flokknum." Sem sagt: Það er heppilegra fyrir kommúnistaflokkinn að hafa • sundrungarmanninn Hannibal áfram í Alþýðu- flokknum, enda eru þeir ákaf- lega ánægðir með frammistöðu hans, eins og sézt hefir á skrif- um blaðsins undanfarið. En staðfesta og viljaþrek virðist hins vegar ekki vera þeir eiginleikar, sem helzt ein- kenna forustu Alþýðuflokksins. f gærkveldi var saknað 25 lesta vélbáts frá Keykjavík, sem fór í róður á mánudagskvöldið, og kom ekki að landi í gær. Er þetta báturinn Freyja RE 97. Var bátsins leitað í alía nótt og í morgun fann togarinn Ask- ur hann á reki með bilaða vél langt úti í flóa, og er nú á leið með hann í togi til Reykjavíkur. Vélbálurinn Freyja hefir ver- ið á línuveiðum, út af Þormóðs- skeri í Bórgarfirði, en þar er mjög varasamur staður, og var þv; óttast'um bátinn, þegar hann Iví veilist okk- ur ekki sami réttur og Bretum? Svo sem alkunna er hafa Svíar ekki viljað endurnýja Ioftferðasamninginn við ís- lendinga vegna hinna lágu fargjalda Loftleiða. Þeir hafa hins vegar heimilað brezku flugfélagi að halda, uppi föstum ferðum til og frá Svíþjóð, en betta félag tekm* lægri gjöld en SAS. Málavextir eru þessir: I Bretlandi starfar flug- félag, sem nefnist HUNT- ING CLAN AIRTRANS- PORT. Vorið 1954 hóf það reglubundnar flugferðir milli Newcastle, Stafangurs, Oslóar og Stokkhólms. Það nefndi þessar ferðir sínar Special Tourist Services — og auglýsti að fargjöldin væru 10% lægri en þau, ! sem önnur félög buðu á | þessuni flugleiðum. Hunting | Clan sótti vitanlega um Ieyfi sænskra stjórnarvalda til að halda ferðuni þessum uppi — og fékk það. Hvað veldur því að [ sænska flugmálastjórnin leyf ir Hunting Clan það, sem hún vill banna Loftleiðum? Á því er sú skýring ein, að Hunting Clan hefur að baki sér stjórnarvöld fjölmennr- ar þjóðar, sem Svíar vilja ekki styggja, en að baki Loftleiðum eru íslenzk stjórnarvöld, og í reyndinni láta Svíar sig engu varða íslendinga, enda þótt þeir tali allra manna hæst og ástríðufyllst um ágæti nor- rænnar samvinnu. kom ekki að landi í gær. Hafði vél hans bilað, og rak bátinn þá til hafs, en hann var talstöðv- arlaus og gat ekki látið af sér vitg. Varðskipið María Júlía leitaði bátsins í alla nótt, og ennfremur bað Slysavarnafé- lagið önnur skip á þessum slóð- um að svipast um eftir honum, en í morgun barst fregn frá togaranum Aski, sem er að koma af veiðum, að hann hafl fundið bátinn og hefði tekið; hann í tog, og er hann vænt- anlegur með hann til Reykja- víkur eftir hádegi í dag. Vélbátsins Freyju leitað í alla nótt. Togai'inn Askar lann líátiun xneð bilaða vél « ntorgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.