Vísir - 12.10.1955, Blaðsíða 4
4
Miðvikudaginn 12. október J.955
VÍSIR
FJélkvænis
landa spáðu Súkarnó skjótu
falli.
Tveír stjérnmáfafelðtopr \ húúmk\m
kvænast öðru slnm - skv. Kóraninum!
fn fionuv' i lönduns þoÍB't'a
wnoitnmia
Dóría Scliafik, stofnandi og
forseti „Dóttur Nílar“, kven-
réttindafélagsins í landi Náss-
ers ofursta, hefur ekki aðeins
neglur lakkaðar dökkrauðar og
andlitssnyrtingu ættaða írá
París, heldur einnig skapgerð.
sem umtalsverð þykir í hinum
nálægari Austurlöndum, og auk
'iþess skarpar gáfur, sem ýmsir
óttast, einkum karlkynið í lönd-
um Múhameðstrúarmanna. Ný-
lega fékk hún tækifæri til )>
að beina skeytum sínum a'ð
forsætisráðherra PakistanS,
Múhameð Alí.
í apríl hafði hinn 45 ára for-
..sætisráðherra Pakistans gengið
að eiga fyrrverandi einkaritara
sinn, Alía Saadi, í Beirút, höf-
uðborginni í Libanon, er hann
var staddur þar í einkaheim-
sókn. Þegar nýgiftu hjónin
bjuggust til heimferðar og stigu
upp í flugvélina, sem: átti að
:flytja þau til Karachi, olli það
.sumpart fullkomnu hneyksli
hjá hinum austurlenzku áhorf-
endum og sumpart reiðibland-
inni undrun, að forsætisráð-
herra Múhameðstrúarríkis
skyldi sjálfur halda á ferða-
tösku eiginkonu sinnar.
Reiði í Pakistan.
Hinir undrandi Beirútbúar
Kvenfrelsiskona Egyptalands,
Dóría Schafik. „Karlar rang-
túlka Kóraninn“.
tóku miklu fremur eftir þessari
óvæntu uppreist gegn austur-
lenzkum umgengnisvenjum
gagnvart konum en hinu, —
sem frá- vestrænu sjónarmiði
var þó athygliverðara, — að
Múhameð Alí gerðist tvíkvæn-
ismaður með þessu nýja kvon-
fangi. í Karachi beið hans
Hamída Banu, er giftist honum
fyrir 21 ári sem fyrsta kona
hans, og er móðir beggja sona
hans, Hammads og Hamdes,
sem báðir eru fulltíða. Hinn
tiltölulega fámenni, en samt
eigi áhrifalausi hópur, er berst
Múhameð AIi, fyrri kona hans (t.v.) og síðari (t.h.) Megnar
einn maður ....
fyrir frelsi kvenna í Pakistan,,
hóf þegar mótmælafundi. Þó
beindi hann eigi mótmælum
sínum fyrst og fremst að tví-
kvæninu, heldur miklu fremur
hættunni, sem fælist í því, að
þessi Alía Saadí, konan frá
Líbanon, færi að beita áhrifum
sínum í samkvæmislífi Pak-
istans og tæki þar við því sæti,
sem Hamída Banú hefði skipað
hingað til.
Virðing fyrir
Kóraninum.
Ekki gátu hinar trúuðu kven-
frelsiskonur Pakistans notað
þetta að því er virðist hentuga
tækifæri til þess að hef ja magn-
aðar árásir á fjölkvænið. Virð-
ingin fyrir orðum spámannsins
Múhameðs, sem skrifuð standa
í Kóraninum, — trúarbók Isl
ams, er augsýnilega meiri hjá
þeim er „Dætrum Nílar“ í
Kairó. Forseti þeirra síðar-
nefndu, Dóría Schafik, flutti
heim með sér frá námsárum
sínum í Svartaskóla í París
ekki aðeins doktorsgráðu í
heimspeki, heldur einnig sann-
færinguna um það, að orð
Kóransins viðkomandi kven-
þjóðinni séu alrangt túlkuð.
„Rétt arabiskt mál leyfir hér
ósamhljóða þýðingar," mælti
hún nýlega við evrópskan
blaðamann. „Spámaðurinn
Múhameð sagði orðrétt: „Þér
getið haft tvær, þrjár eða fjór-
ar eiginkonur, ef þér komið
eins fram við þær allar.“ Nú
getið þér skorið úr málinu
sjálfur: Hvernig vegnar einn
maður að koma jafnástúðlega
fram við fjórar konur. Sem
sagt, spámaðurinn Múhameð
vildi einkvæni.“
Fegursta
kvenfrelsiskonan.
Með þetta í huga fyrst og
fremst hefir Dóría Schafik, —
eiginkona egypzks lögfræðing's,
möðir tveggja barna, aðalrit-
stjóri meiri háttar tímarita,
eigandi tízkustofu, forstjóri
teppavefstofu og eigandi við-
urnefnisins „fegursta kven-
frelsiskona heims“ — sent vin-
konum sínum í Pakistan síð-
ustu mánuðina fjölda bréfa og
símskeyta til þess að herða á
þeim í baráttunni gegn Mú-
hameð Alí.
En jafnvel þó að konurnar í
Pakistan séu allar af vilja
gerðar í áróðri sínum gegn síð-
ari konu Múhameðs Alí og noti
óspart orðslægð Dóríu Schafik,
hefur þeim lítið orðið' ágengt í
því að koma höggi á forsætis-
ráðherrann, því að hann stend-
ur föstum fótum og hefur for-
dæmi frá öðm Múhameðstrú-
arlýðveldi. Hann hefur sjálfur
dvalið í lýðveldinu Indónesíu,
en æðsti maður þess varð einnig
fyrir hálfu ári miðdepill í tví-
kvænis-hneyksli og stóðst þá
Önnur gifting
á laun.
Þá varð það heyrinkunnugt
vegna óþagmælsku, að ríkis-
forseti Indonesiu, Múhameðs-
trúarmaðurinn dr. Achmed
Súkarnó hefði gengið að eiga
31 árs gamla konu, ættaða
Java, Heriati Hartini að
og var það gert án vitundar
vilja eiginkonu hans til
ára, Sitti Utari.Tatmawati.
Mörg evrópisk og amerísk
blöð skrifuðu þá um æðsta
mann Indónesíu sem „Casanóva
hinna fjarlægu Austurlanda".
Á Java, Súmatra og Celebes
stofnuðu brúneygar kven-
frelsishetjur til öflugrar mót-
mælaöldu. Vitringar Austur-
Hefðbundnar
hjónabandsvenjur.
En nú er aftur orðið hljótt
um tvíkvæni Súkarnós forseta.
Með asískri ró hefur hann vís-
að á bug öllum árásum á einka-
líf sitt. Hann veit ekki á sig
neina sök. Hann hefur skýrt orð
spámannsins eins og. hagstæðast
er fyrir karlmanninn og farið
þannig eins að og allar kyn-
slóðir Múhameðstrúarmanna á
undan honum.
Með fordæmi og reynslu hins
ágæta tvíkvænismanns, Ach-
meds Súkarnós, í huga hefur
Múhameð Alí tekið báðar konur
sínar á heimili sitt í Karachi.
Ekkert raskar þeirri sannfær-
ingu hans, að hvorki byltingar-
kenndur guðmóður einhverrar
Dóríu Schafik og „Dætra Nll-
ar“ í hinni fjarlægu Kairó né
gætnar umbótatilraunir kven-
frelsiskvennanna í Pakistan
verði þess megnugar að um-
breyta hefðbundnum hjóna-
bandsvenjum Múhameðstrúar-
landa.
(Der Spiegel).
MARGT A SAMA STAP
. . að koina jafnástúðlega fram við 4 konur og eina? Dr.
Súkarnó, fyrri kona hans (t.v.) og hin síðari.
Það hlakkaði illgirnislega í
okkur, þegar okkur varð hugs-
að til keppinauta okkar; sem
höfðu enga hugmynd um hvað
var að gerast.
Við komum til Borivli rétt
um sólaruppkomu. Járnbraut-
arstöðvarstjórinn var að þvo
sér upp úr benzíndunki, þegar
við ókum í hlaðið. Við spurðum
um hraðlestina og hann sýndi
okkur með handarhreyfingu.
hversu hratt hún féeri, er hún
brungði þarna um. „Hún nem-
ur aldrei staðar hér í Borivli,"
bætti hann síðan við.
„Jæja, hún kemur við hérna
i dag, þótt hún geri það annars
aldrei,“ tautaði Ashmead með
.sjálfum sér.
„En ekki hérna í bænurn,"
hvíslaði eg að honum, er eg var
búinn að draga hann á brott frá
stöðvarstjóranum. „Það eru um
hundrað þúsund Indverjar bú-
settir hér í borginni og' um-
hverfis hana. Bretar mundu
aldrei vera þeir asnar að fara
að taka Gandhi úr lestinni fyrir
nefinu á öllum þeim fjöldat því
að hann á hér vafalaust marga
áhangendur. Þeir gera það
annað hvort fyrir ofan borgina
eða neðan hana. Um aðra staði
er alls ekki að.ræða, úr því að
það á að vera hér en ekki aim-
ars staðar.“
Heppnin var með okkur þenn-
an morgun. Við ákváðum að
leita fyrst fyrir ofan borgina,
en þar liggur þjóðvegurinn yfir
járnbrautina. Við ókum til
vegamótanna eins hratt og við
gátum, því að ef við gripum i
tómt þarna, þá yrði naumur
tími til að komast á hinn stað-
inn, sem líklegur var. Það var
þegar búið að loka veginum
yfir járnbrautina, þegar við
komum á vettvang. Hinum
megin við járnbrautarhliðið
stóðu tveir Englendingar i
stuttbuxuny með stálhjálma á
höfði og sutt montprik í hönd-
um.
Við Ashmead þóttumst himin
höndutn tekið hafa og stigum
þegar út úr bílnum.
„Hverjír eruð 'þið?“ spurðu
spurðu lögreglumennirnir okk-
ur, en við hiógum framan- í þá
eins og götustrákar.
„Við erum bara tvpir blaða-
menp, sem erum hingað komn-
ir til að sjá ykkur taka við Ma-
hatma Gandhi til að fara með
hann í fangelsi,“ svaraði Ash-
mead. Síðan kynntum við okk-
ur kurteislega fyrir lögreglu-
þjónunum, sem voru svo reiðir,
að þeir náðu ekki upp í nefið
á sér. Þá blóðlangaði til að reka
okkur á brott, én þorðu það þó
ekki.
Þeir stóðu innan hliðsins við
\ ' '
járnbrautina, en við fyrir utan
það og það er óhætt að segja,
að það andaði talsvert köldu til
okkar yfir grindina, sem lok-
aði þjóðveginum, þangað til við
félagarnir drógum upp hita-
brúsa okkar með sjóðheitu, ilm-
andi kaffinu. Þá fór heldur að
lyftast brúnin á vörðum lag-
anna.
Ashmead fór að snuðra í
runnunum utan við veginn o{
alit i éinu heyrði 'eg hann kalla
háðslegri 'röddu:
„Þið ættuð að auglýsa meira
að menn eigi eingöngu að kaupa
brezkan varning. Þið getið ekki
einu sinni flutt fangann burt í
enskum bíl, verðið að hafa til
þess hvelju frá Bandaríkjun-
um!“
Hann hafði fundið opinn
Buick-langferðabíl, sem hafði
verið falinn milli trjánna við
vegarbrúnina. — Þakið hafði
verið spennt upp, eins og von
væri á rigningu, en umhverfis
það hafði verið bundinn bleikur
lindi, eins og' venja er, þegar
brúðhjón eru á ferð.
Skammt frá vegamótum
járnbrautar og þjóðvegar var
hæð allmikil og var brautin
lögð í gegnum hana, djúpur
skorningur grafinn þar fyrir
hana. Við vorum alltaf að gægj-
ast til hæðarinnar og eg héld,
að eg hafi aldrei verið eins. á '
nálum um ævina og þegar eg
sá hina ferlégu, rauðu og' gulu
Bombay-Baroda-hraðlest koma
öskrandi út úr skorningnum,
sem gerðm’ hafði verið fyrir'
hana í gegnum hæðina. Þegar
eimreiðin var komip. nærri fast'
að pkkur, hemlaði ekíllinn og
lestin nam staðar með ískri og
urgi, einmitt þar sem við vor- .
um staddir.
’ Frh.