Vísir - 14.03.1956, Blaðsíða 6

Vísir - 14.03.1956, Blaðsíða 6
9 ' VÍSIR r“ WXSX3B. DAGBLAÐ Ritstjóri: Herstelnn Pálsson Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3 Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Lausasala 1. króna Félagsprentsmiðjan h/f Sementverksmiðjan. Það voru iiaria góð tíðindL sem sagt var frá um helgina, að' tekizt hefði að fá lán til að kaupa vélar til sementsverk- smiðjunnar. Eru það 38 milljónir króna, sem teknar eru að láni af bandarísku fé í Danmörku, og vélar til vérksmiðjúnnar munu verða keypíar þar í landi. Verður nú hægt að halda framkvæmdum áfram af fullum krafti, því aS margt er ógert, þótt unnið hafi verið' nokkurn veginn, jafnt og þétt á undanförn- um árum, en vélamar mun verða tilbúnar til afhendingar að ári, svo að verksmiðjan ætti að geta tekið til starfa eigi síðar en 1958. Ekki þarf að ótíast það, að verksmiðjan muni ekki fá næg verkefni, er hún verður tekin til starfa. Svo mikil er bygging- arþörfin bæði í bæjum og sveitum, að enginn hörgull verður á kaupendum á framleiðslu liennar, ekki sízt þar sem hún á að geta framleitt sement fyrir mun lægra verð en það fæst fyrir írá útlöndum. Það verður líka að vera krafa til iðnfyrirtækja hér. á landi, að þau framleiði sem mest úr innlendum. efnum, eins og sementsverksmiðjan mun gera, eðá geti a. m. k. tekið lægra verð fyrir yöru sína en útléndir aðilár. Þegar hvor.t tveggja fer saman, eins og hér verður um að ræða, er það harla gott. , Annars mim verksmiðjan vafalaust verða að framleiöa sem- ent til vegagerðar innan tíðar, þvi að nú eru háværar raddir um að við verðum að gera helztu vegi úr varanlegra efni, en gert hefur verið. Það þarf þess vegna ekki að kvíða, aö verksmiðjan hafi ekki nóg að gera, og stofnuii hennar verSur mikilvægur ■'áfangi í þeirri sókn. að gera atvinnulíf landsmanna sem f jöl-' þættast og jafnffamt að gera landsmenn óháðari innflutningi en Þemt hefur tekist það. *í fyrradag voru fjÖrtíu ár liðirt frá því að Aiþýðuflokkurinn ; \:ar stofnaður og mínntust flokksmenn þess með ýmsu ;móti, eins og við var að búast. Alþýðublaðið birti til dæmis j dóma um flokkinn efíir fjölmarga framámenn hans, þar sem þeir lifu yfir farinn veg og athuguðu einnig, hvað verkefni biðu nú flokks þeirra, þegar hann væri búinn að ná þessum virðu- : Jega aldri. En perlan í þessum bókmenntum kom ekki fyrir sjónir al- xnennings fyrr en. í gær, þegar Hannes á horninu gefur mönnum skýringar á því, sem fyrir stofnendunum vakti endur fyrir löngu. Hann segir meðal annars: „Við mynduðum upphaflega ekki þenna flokk til þess eins að hafa hann stóran. Þvert á móti rnynduðum vio. hann til þess að' berjast fyrir hugsjón- um.. . . Við erum ánægðir með árangurinn." Já, þcir ætíu sannarlega aS vera ánægðir, því að þeir hafa komið því fyrir, að flokkurinn yrði ekki stór. En það mun vera svo, að þeim mun. stærri, sem flókkar eru, þeim mun auðveldara veitist þeim að komá hugsjónum sínum í jframkvæmd, svo að varla geta alþýðuflokksmenn verið ánægð- fr í alla staði, því að ferill ílokksins. hefur saimarlega ekki verið til að stæra sig af síðustu árin. Hræðsla hans við kommúnista ftefur gert þjóðinni meira ógagn á fáum undangengnum árum je>: hægt Ver.ðúr að bæta á enn lengri thna. Ög hræöslan.hefúr verið ógæfa hans og einn mesti styrkur kómmúnista. II K omdu nú a J hveíaót d ... ít Komdu nú að kveðast á. .. .. í þessum dálki sl. rúiðvikú- dag var birt bréf frá Einari [ Guðmundssyni ásamt fyrri- ■ parti, sem var óskað eftir botni | við. Fyrriparturinn var svona: „Hrefna byltisl í bárum. Bátur er knúiun. árum..... Mjóikin hækkar. Tt/J'jólk og mjólkurafuröir hafa hækkað síðustu daga, og er -^'-“.hækkunin vegna aukins drejfingar- og vinnslukostnaðar, sem hlaupið hefur upp síðustu mánuðina vegna kauphækkan-; Enna, sem hér .hafa átt sér stað og ekki er ástæða til að rekja nánar. Mönnum finnst þessi hækkun eðlilega bagaleg, ekki sízt þeim, sem hafa mannmörg heimili og nota þar af leiðandi mikið af þessum lífs-nauðsynjum, en hinu er ekki að neita, að foændur eíga rétt á hækkun eins og aðrir, og er því ekki viðj þvi að búast, -að afurðir þeirra standi í stað á þessum verð- bólgutímum. En þessi hækkun mjólkur og mjólkurafurða er enn ein á- bending um það, að tími er kominn til þess að stinga við fótum ©g gera bragarbót. Tillaga ráðherra Sjálfstæðisflokksins um fiíöðvun vísitölunnar er spor í rétta áít, og fyrr eða síðar Vcrður gripið til þess ráðs. Nokkrir. botnar hafa borizt, en enn verður gefinn frestur til næsta miðvikudags. Verða þá botnarnir birtir, svo og botn höfundar fyrripartsins. En í dag birtum við fyrri hluta bréfs frá „Ásu“ og fer hann hér á eftir: „Eg lofaði að eg skyldi senda meira handa þættinum og loi'- ! orð verður að halda. En úrri leið og eg sendi nú dálitla viðbót, skora.eg á aðra lesendur að láta ekki sitt eftir liggja. Þeir ís- lendingar eru ekki margir, sem ekki hafa ánægju af kveðskap o-g þann áhuga, er þeir hafa jafnan sýnt fyrir honum, þarf nú að glæða. Við. verðum að . viiina' samanv Ekki mun eg að þessu sirúii j seilast langt ti) fanga; bara : leita ti.l kunningjanna. Einn þeirra (yið skulum kalla hann Geir, þó ekki sé það hans fulla nafn) kvað í tilefni a£ visna - þættinum: Ef að Arúpir dróttin hljóð, daufíeg jóykir vakan; þú átt faseigu, þjóðin góð, það er gamla stakan. Annað varð honum tilefni til þessara tveggja vísna: Okkuf köllum, ungu menn, er það gjaldið skapað að við föllum allir scnn, okkar vafd er tapað. Á það minna þvi er þörf, þó að meti engir, að þið vinnið ykkar störf okkur betur, drengir. Já, þáð þarf að brýna ungu kynslóðina. En hér er vísa, sem hann kvað við fráfall ágæts skálds: Hrökk þar strengur hörpu á, hörð mun þrenging vakna. Þú varst drengur þín og má þjóðín Iengi sakna. Fyrir nálægt fimm árum dreymdi þjóðkimnan mann hér í bænum, að hann væri staddur uppi á Kolviðarhóli í svarta myrkri. Heyrir hann þá kveðið í fjallinu uppi yfir sér með1 djúpri ög raunalegri rödd: Þau eru köld hin rauðu ráð, raun mun á því gefast; af ilíra völdum illu er sáð, ill skulu gjöldin þjaka Iáð. Styrjar eldur austan fcr; aJira milli hafa. Rússa veldis rauður her, raunum seldur lýður er. Vísurnar sem hann heyrði, voru fimm eða sex, en hann gat ekki rifjað upp nema þessár tvær, bara brot úr hinum. Hann hrökk upp skyndilega við mik- inrt dynk í fjallinu. En hann hafði sofnað út frá bók, sem hann var að lesa (Beboede Verdener), en hún hafði nú runnið niður af sænginni og skollið flöt á gólfið. Piltur og stúlka, rúmlega tvítug bæði, felldu hugi saman, !en engin ástamál höfðu þau enn rætt. Svo varð stúlkan ráðskona jhjá gömlum manni ríkum, og eftir nokkra mánuði giftist hún honum. Þá var kveðið: Þó að jhraðan henti seinn. hér, er hað sér kvönar, orkuglaður yngissveinn er 'þó maður vonar. Þetta minnir mig á hann gamla vin minn, sem eg hefi áður sagt frá, og æskuástina, sem hann gleymir aldrei. Skal eg nú í síðasta sinn bæta við tveim eða þrem vísum hans: Örð þó mælum aldrei neitt á er niætumst vegi, ' ]>ig að líta þrái eg heitt, , þrái á hverjum degi. ‘ Þéssi er önnur: Lítt þarf úndra að löngum þig leiði um fougans gáttir: frá mér sjálfum frelsa mig fann eg cin þú máttir. Þetta kalla ég athyglisverða vísu; það er ekki yfirborðsleg hugsun í heimi. Ætli ekki marg- ur þyrfti að frelsast af sjálfum sért ef hann gerði sér það ljóst? Lengra komumst við ekki í dag í bréfi Ásu, en margar góð- ar vísur eru eftir. SamiÍ um viÖskipti við Pótiand. Hinn 6. þ. m. var undirritai í Varsjá samkomulag um við skipti milli íslands og PóRand á tímabilinu 1. marz 1956 til 28 fgbrúar 1957. Samkvæmt íslenzka vöru- listanum, sem samkomulagini fylgir, er gert ráð fyrir útflutn- ingi íslenzkra afurða til Pól- lands á tímabilinu, sem héi ségir: Fryst síld 2000 smál. saltsíld 1000 smál., fiskimjö 1500 smál., meðalalýsi 60( smál., iðnaðarlýsi 200 smál. of saltaðar gærur 100 smál. Á pólska vörulistanum en stærstu vöruflokkarnir eins 0{ áður: Kol^ járn- og stálvörur vefnaðai-vörur, sykur, niður- soðnir ávextir og grænmeti eirvörur, búsáhöld o. fl,. Samningagerðina önnuðusi fyrir íslands hönd þeir Dr Oddur Guðjónsson, forstöðu- maður Innflutningsskrifstof- unnar, og Sveinbjörn Frí- mannsson, aðalbókari Lands- faankans. (Frá utanríkisráðu- ney tinu). Miðvikiidaginn 14. marz 1956 1 .. jt"..i. Tvisvar. á ári, alveg reglulegá, berast Bergmáli bréf frá íúörg- um uin sarna efni. Þetta skeður venjulqga uju þetta leyti árs, og svo aftur að haustinu. Þessi bréf fjalla unf liringlið með klukk- una, cn það virðist vera almenu- astá orðálagið um það, þegar klukkunni er flýtt og seinkað til þess að græða einhverjar ímynd- aðar birtustundir. Og nú mun fara að Jíða að þvi, samkvæmt: þingsályktun, að klukkunni verði flýtt. Vorið og vitlausá klukkan. Og það lét lieldur ekki á sér standa fyrsta bréfið, sem sjáíf- sagt er táknrænt fýrir það, íive. ahnenningi er líiið um þennan hringlandaliátt gefið. „Vorið og vitlausa klukkan. Nú erum við enn einu sinni búin að þreyja af skammdegið, myrkrið og kulcl- an. Fögnum hækkandi sól með birtu og yl. En kemur þá ekki þessi óhugnanlega rödd i útvavp- inu, ásamt blaðaauglýsingum? Flýtið klukkunni, þið sem vinnið uti skuluð nauðugir aftur á bak. i morgunkuldanum. þegar hann er fyrir hendi. Við höfum oft óskað þess, að þeir, sem þessu stjórna, væru komnir snemma morguns á bersvæði eða upp á liúsþök tit vinnu, og vita hyort fyndist ekki betra að sólin væri komin liærnt á loft, þegar morgunnepjan ér sem nöprust. Hvers vegna? Vreri hægt að fá þeirri spurn- ingu svaráð. Til hvers ef verið að þessu liringli eða fyrir hvcrja? Þessi hringlandaháttur cr lítt skiljanlegur. Þ. F. E.“ — Þessu er fljótsvarað, ogjskal eg gei-á það upp á cigin ábyrgð að svará því. Þettá þótti nefnilega á- gætis hugmynd, einu sinni, en siðan, er það kom í ljós, að hug- myndin var ekkert góð, hafa menn samt ekki nennt að afnema Yitleysuna, og þess vegna sil- ur allt við það sama. En aftur á móti finnst mér, að bæjarmenrt svona yfirleitt verði lítið variý við þessar breýtingar á klukkl unni, og menn geri of mikið útf þessari klukkustund. Það er hefel að börnin vilji ekki viðurkenmi breytinguna i nokkra daga og ýmist sofa lengur eða vekja riianii klukkustundn of snemma, eftir því hvort cr vor eða haust. Og svo jafnast allt, þegar frá líður. En það væri lieldur ekkert gam- an að lífinu, ef maður fengi ekki að nöldra endrum og eins, Og hringlandaiiátturinn með Idukli- una er fyrirtaks ástæða, og þess vegna legg ég til, að engin breyt- ing verði gerð. — kr. Hve mikið er skrifaö um áfengismál? Áfcngisvarnaráðunauturin n hefir samið skrá um fjöldst blaðagreina um áfengis- og bindindismál, érbirzt hafa frá 1. okt. f54 til 1. okt. 55. — Fcr hún jhér á eftir: Úr Alþýðubl., Rvk. 55 greinar. Alþýðumanninum, Akureyri 4. Austfirðingi, Neskaupstað 2. Austurlandi 1. Degi, Akureyri 21. Framsóknarbl., Vestm.eyj- um 4. Frjálsri þjóð, Rvík 4. ís- lendingi, Akureyri 12. Mánu- dagSBlaðinu, Rvík 12. Mjölni, Siglufirði 1- Morgunblaðinu, Rvík 88. Tímanum, Rvík 53. Verkamanninum, Akureyri 1. Vesturlandi, ísafirði 1. Vísi, Rvík 154. Þjóðviljanum, Rvík 58. — Samtals 471 gTein,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.