Vísir - 25.04.1956, Síða 6

Vísir - 25.04.1956, Síða 6
6 VÍSIR Miðvikudaginn 25. apríl 1956 DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3 Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Lausasala 1 króna Félagsprentsmiðjan li/f 5J K ©rrsciu nu a íl vekait « a Boðskapur frððarpostulans. Um þessar rnundir eru æðstu menn hinna alþjóðlegu bófa- samtaka kommúnismans í ; heimsókn í Bretlandi, og vita menn af fréttum, að j ] átið er mikið' með gestina þar í landi. Bretar rey,na að | sýna þeim allan hugSárileg- ! an sóma, eins og gengur og gerist, þegar svona stendur á, en ,þeir félagar, Búlganín og Krúsév, láta vinalega, j þegar þeim finnst það við eiga, en þess á milli kasta þeir grímunni og sýna hið raunverulega andlit þeirra stefnu, sem þeir berjast fyr- ir. í fyrradag voru þeir félagar til dæmis staddir í Birming- ham, og þar var haldin j veizla þeim til heiðurs. Ekki j mátti minna vera en að báð- j ir tækju til máls, og það var I ekki verið að klípa utan af því. sem þessir postular j ,,friðaraflanna“ í heiminum | höfðu að segja. Og vafalaust j hefur verið gleðilegt á það að hlýða fyrir þá, sem hafa meðtekið hinn rétta friðar- anda. Friðarvinurinn Krúsév hafði til dæmis þann boðskap að flytja, að kommúnistar hafi orðið fyrstir manna til að varpa vetnissprengju úr flugvél, og hann er alveg viss um það, að kommúnist- ar muni brátt eiga yfir svo fullkomnum eldflaugum að ráða, að hægt verði að senda þær með vetnisspregj- ur til hvaða staðar sem er á hnettinum. Og í þessu fólst vitanlega sú hótun, að mönnum væri nær að hafa sig hæga, því að ella kynnu þeir að fá eina litla, rúss- neska vetnissprengju í höf- uðið, og væri saraa, þótt skotfærið væri langt. Svona geta vitanlega ekki aðr- ir talað en þeir, sem eru þekktir fyrir friðarvilja sinn, og í þeim efnum eru engir fremri kommúnistaforingj- unum. ll Fyrir hálfum mánuði var birtur hér í dálkinum fyrri- partur, eftir mann, sem kallar sig „Hagyrðing úr hópi les- enda“. Fyrri parturinn var svona: Maddama Framsókn málefnum trú miklast af eigin fórninni“. Var óskað eftir botnum við þennan fyrripart og hafa marg- ir borizt. Hér koma nokkrir þeirra: G-uðmundur Ólafsson botnar svo: I Hennar seinasta lierbragð nú var að lilaupast á brott úr stjórninni. L. S. botnar á eftirfarandi hátt: j Hermann svo byggir sér hengibrú handa blönduðu síjórninni. Frá Birni Braga er þessi botn: Ei væri frýnileg fiagðkonan sú, ef forsætið hreppti í stjórninni. Loftur Bjarnason pípulagn- ingameistari botnar á eftirfar- andi hátt: Haldið 'jþið kommar í nærskjól mitt nú, þá náum við tökum á stjórninni. ) | Bakkabróðir sendir þennan botn: Við meinlegust örlög og minnkandi bú missir hún tökin á stjórninni. Væntanlega hefur það ekki farið framhjá utanríkisráð- herranum íslenzka, að rúss- I nesku friðarvinirnir hafa talað um eldflaugar í Bret- landsferð sinni. Ráðherrann I þessi mun haf-a kynnt sér ] eldflaugaframleiðslu í heim- j inum með tilliti til minnk- | andi hernaðarþýðingar ís- j lands, eins og komið hefur I fram í fregnum af umræð- j um á alþingi, þegar varnar- ! málin voru þar til umræðu. Hafi hann ekki áður fengið haldgóðar upplýsingar um getu kommúnista á þessu sviði, ætti hann þó að vita öllu betur um hana, þegar honum hafa borizt til eyrna orð Krúsévs um þetta. Það væri fróðlegt að fá að vita það hjá þessum ráðherra, hvort hann hefði tekið öðru vísi til orða, er hann var beðinn um skýringar varð- andi varnarmálin og þýð- ingu Islands, ef hann hefði þá verið búinn að fá vitn- eskju um ummæli Krúsévs í Birmingham. Nú er ekki við því að búast, að hann hefði frekar en aðrir vitneskju um getu kommúnista í eld- flaugasmíðum, en einmitt vegna lítilla upplýsinga hefði verið hyggilegast að flana ekki að neinu. í þessu efni sem svo mörgum sann- ast hið fornkveðna, að kapp er bezt með forsjá. Þeir, sem fara ekki eftir því forna spakmæli, verða að súpa af því seyðið. ; I Nú þætti sennilega ein- hverjum gaman að vita^ hvern- ig höfundur fyrripartsins botn- ar sjálfur. Og það gerir hann á eftirfarandi hátt: ’49 og ’53 fór hún líka úr stjórninni. !a lauBaður mmU Annars virðist framsókn ætla að launa utanríkisráðherr- anum illa fyrir þau ágætu afrek, sem hann hefur unnið á sviði varnarmálanna, ef trúa má ummælum Tímans undanfarið hálft þriðja ár. Það hefði mátt gera ráð fyr- ir, að honum hefði verið ! Iaunuð dyggileg þjónusta með framboði í einhverju kjördæmi, þar sem ætla rnátti, að hann næði kosn- ingu. En það virðist nú sýni- legt, að engin slík fyrirætlan [ sé á döfinni. Kann og að vera, að ráðherrann sé orð- inn þreyttur á stjórnarstörf- um, og vilji losna sem fyrst úr þrasi stjórnmálanna, enda. hafa flokksbræður hans ekki leikið hann svo síðustu vik- ur og mánuði, að líklegt sé, að hann telji sig þar í sér- stökum vinahóp. Má þessi ráðherra segja, er hann hugsar til þess, sem hann hefur í öndverðu talið sér ráðhollastan, líkt og Þor- björn öngull forðum: „Illt er að eiga þræl að einkavin.“ Síðan þátturinn „Komdu nú að kveðast á“ var hafinn hér í blaðinu, hafa þættinum borizt mörg bréf á dag, en því miður er ekki rúm fyrir nema fá þeirra. Hér fer á eftir bréf frá „Lesanda í grennd við Laug- arnar“: „Alveg nýlega féll frá einn af mætustu borgurum bæjar- ins. Kunningi minn einn kvað, er hann frétti lát hans: Finn hvert tjón það fallið varð, féll þar valinn jhlynur. Mikið fyrir skildi skarð skildirðu eftir, vinur. Þessa morgunvísu gerði sami maður: Glæst af degi austrið er, enn er nóg að vinna. Skyldi þá eigi skyldast mér skyldustarfi að sinna? Þessi þingpallavísa var kveðin, er þingmaður Barð- strendinga flutti ræðu: Þó að margur þingstörf við þyki sæmdaringur, góðu máli greiðir lið Gísli Barðstrendingur. Kunningi minn, aldraður maður hrasaði, og kvað þá: Fyrrum gat ég fóta gætt þó færi á hálu svelli; nú er mér vart á vegi stætt. Þú veltir mér bráðum, EIli. Flokksþing Framsóknar- manna situr á rökstólum. Um mesta mál þingsins var kveðið: Frajnsókn þingar fram á kvöld, fyrst um spurning hála: hvort nú skuli hreppa völd hetjan brennumála. Sumir menn telja bezt við eiga, að Framsóknarmenn og Kommúnistar blandi blóði og taki við stjórn landsins; mundi þá allt ólán firrast (fjarlægj- ast) þjóðina. Því var kveðið: Þung munu firrast þjóðargrand þann um leiðarspölinn sem að Brynki og Hermann hönd Sialda um stjórnarvölinn. Sagt er um tiltekinn floltk, að hann sé bæði mannfár og lélega menntur, og þar að muni þessi staka lúta: Nú eru kjörin nokkuð slæm, nú munu fáir trúa. Hugsaðu þér að Helga Sæm hafa þeir til að ljúga. Eftir útvarpsumræður frá Alþingi í vetur var þetta kveð- ið: Þá mun lítt af Iíkmn ráða mega, ef að þingmenn Þjóðvarnar þjóðinni afla farsældar. En eftir fall vantrauststillög- unnar á þingi var kveðin þessi staka: Þarna fékk nú þungan skell þjóðblekkingardvergur. Þegar vantraustsfíflskan félþ féllu Gils og Bergur. Eftir að Einar Olgeirsson hafði talað við útvarpsumræð- ‘ ur, var þannig kveðið: Fjarska er greyið alltaf æst; 'það ægir huga mínum þegar hann Eiusi hringlar Siæst hrossab^jpsti sínum. Ekkert veit eg hvernig á eft- irfarandi vísu stendur né við hvern hún á, því eg kannast ekki við manninn, en af því að hún er ekki klaufaleg, læt eg hana flakka: Hjörmanns þel og þankafar að þekkja er greitt með sanni: hann skal ávallt hittast þar sem heníar vondum manni. Einhver fallegasta styttan, sem reist hefur verið í bænum, er tvi- mælalaust Leifsstyttan í Skóla- vörðuholti, en lnin og svo Ing- ólfsstytían á Arnarhóli standa á góðum stöðum, bera hátt og sjást því langt að. í þéssu efni er samt ekki um auðugan garð að gresja hjá okkur, að minnsta kosti ekki samanborið við það, sem ferða- langur sér erlendis. í flestum ná- grannalöndunum úir og grúir af styttum, sem margar hverjar eru listaverk mikil. Hins vegar verð- ur ekki annað sagt, en að þær fáu styttur, sem reistar hafa ver- ið í Reykjavík séu góð listaverk og prýði að þeim öllum. Iín þaö væri synd að segja að prýði væri að þeirri umgengni, sem almenn- ingur sýnir i námunda við Jista- verkin. Þarf að girða. En um það efni ætla ég 'aS gcfnu tilefni að ræða svolítið i dag. Maður nokkur, sem er að- eins einn af mörgum, sem rekiS iiafa augun í ósómann, gerir það að tillögu sinni að girt verði i kringum styttuna af Leifi lieppna á Skólavörðuholti á einn eða ■annan liátt. Er það hugmynd að fallegast væri að gera litla tjörn í kringum styttuna, en hún stæði í henni miðri, og myndi þá siytt- an og stefni skipsins speglast i vatnsfletinum í góðu veðri, Þetta myndi gefa styttunni meiri tign og um leið vera mikil prýði fyrir nágrennið. En tjörniri myndi líka verða girðing til þess að bægja frá vesalmennum þeim, sem hafa þann síð, að ganga örna sinna við listaverkið. Hvar skyldi það annars tíðkast á Kyggðu bóli, að menn liagi sér jafn dýrslega og á íslandi. Vörður nauðsynlegur. Mér finnst hugmyndin, sem hér er selt fram um tjörnina, ágæt, en vel gétur verið að það taki sinn tíma að melta hana og svo að koma henni í framkvæmd. Þanguð til er nauðsynlegt, eins og reyndar hefur verið gert áð- ur, að kosta til eftirlits mann, sem gæti þess að styttan sé látin í friði, og ekki séu framin á lienni frekari spellvirki, n farið er að molna út úr stalli liennar af einhverjum sökum. Um skeið var mikil rækt lögð við vestasla hluta Skólavörðuholtsins, þar var kominn sæmilegur grasbali, sem 'almenningur reyndar kunni ekki að mcta. En með góðu við- haldi er stundum hægt að temja vegfarendur smált og smátt með því að byggja upp aftur það, sem niður er rifið. Það væri kannske leið að hefja nú aftur fegrun holtsins og sjá hvort ekki er hægt að koma mönnum i skiln- ing um að það borgar sig bezt aS sýna háttvísi og góða umgengni í hvívetna. — kr. Byggmgarsamvinnuféiags Reykjavíkurbæjar verður haldmn n.k. föstudag 27. b.m. aS Vonarstræti 4, kl. 8 e.h. Stjórnin.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.