Vísir - 02.05.1956, Blaðsíða 3

Vísir - 02.05.1956, Blaðsíða 3
. Miðvikudaginn 2. maí 1956. VÍSIR 3 Ifl oliusta og fiteilbrigði f'iturík fæða leiðir til alvarlegs Sfiflerkilegar athacgaaiir am- erlskra vísindamaBina. Athuganir og rannsóknir Ibandarískra sérfræðinga benda til þess, að neyzla kjöts, mjólkur og eggja og þess konar fæðu, leiði til alvarlegs sjúkdóms, sem nefnist atherosclerosis. Atherosclerosis er sjúkdómur, sem síðan leiðir til æðastiflu og æöakölkunar. Æðasjúkdómar, sem hafa áhrif á hjarta, heila og önnur þýðingarmikil líffæri, eru nú tiðustu dánarorsakir í Banda- ríkjunum. Bandaríkjamenn fylgjast mjög vel með athugunum þessum, því að einmitt þar í landi neyta menn mikils kjöts, mjólkur, eggja og annarar fæðu, sem rík er af fitu öi’ dýraríkinu. Þó er á það bent, að unnt sé að draga úr þessari hættu með því að láta fitu úr jurtaríkinu koma I stað fitu úr dýraríkinu, þar sem sannað þyk- ir, að slík fita hafi ekki jafn- Skaðleg áhrif. Nýlega var haldin ráðstefna í Atlantic City, þar sem líffræðingar og læknar ræddu sjúkdóminn atheroscler- osis. Voru haldnir 185 fundir í ýmsum nefndum og rannsökuð yfir 2000 vísindarit og plögg um þetta mál. Visindamenn hafa fyrir löngu veitt því athygli, að meðal sumra þjóða eru æðastíflur mjög fátíð- ar, en hins vegar algengar í Bandaríkjunum. Ekki þykir sannað, af hverju þetta stafar, en menn telja þó, að mataræðið eigi sinn þátt í þessu. Rannsóknir, sem nýlega liafa farið fram, leiða í ljós, að mjög ungir Bandaríkjamenn hafa fengið þennan sjúkdóm. Krufin hafa verið lík ungra hermanna, sem féllu í Kóreu, og kom þá oft í Ijós, að skemmdir voru í æðum þeirra. Þar mátti finna fitu og ýmis fituefni, þar á meðal eitt, sem nefnt er cholesterol. Fitu- efni þetta er algengt í ýmsum mat, einkum í kjöti, mjólk og eggjum og mat unnum úr þess- um fæðutegundum. Á fyrrnefndri ráðstefnu var lögð fram skýrsla um rannsókn- ir á fólki frá 1—40 ára aldurs, er framkvæmdar voru við ríkis- læknaskólann í Louisiana. Leiða skýrslur þessar i ljós, að atheros- clerosis verði stundum vart hjá börnum, og að á mörgum árum geti síðan myndast blæðingar, magasár og æðastíflur, sem geti laskað hjarta, heila og önnur þýðingarmikil líffæri. Gert er ráð fyrir, en ekki sannað, að cholesterol i blóðinu sé undan- fari æða- og hjartasjúkdóma. Visindamenn við Illinois-há- skóla segja, áð enda þótt 'chbl- esterols sé neytt, þurfi það ekki að auka cholesterol-magn blóðs- ins, því að líkaminn getur sjálf- ur haft nokkurn hemil á cholest- erol-magni blóðsins. Hér er þvi um merkilegt rannsóknarefni að ræða: Cholesterol getur valdið æðasjúkdómum, en hver önnur öfl eru þar að verki, tilfinninga- legs, líkamlegs eða mataræðis- legs eðlis? Vísindamenn við Minnesota- háskóla skýra frá þvi, að fita úr dýraríkinu sé yfirleitt í mat Bandaríkjamannsins. Ef unnt er að minnka fitu þessa um fjórð- ung og láta í hennar stað kol- vetnis-hitaeiningar, minnkar cholesterol blóðsins um 10%. Vísindamenn frá Kaliforníu- háskóla hafa búið til smjör, sem að nokkru hefur inni að halda fitu úr jurtarikinu í stað úr dýra- ríkinu. Alls konar athuganir hafa ver- ið gerðar um, þetta efni í sam- bandi við líkskurð, en auk þess á dýrum. Þó segja vísindamenn, að ekki megi ætíð byggja um of á rannsóknum á dýrum, því að ekki sé vist að sama gildi um manninn. Vísindamenn frá Harvard-há- skóla segja, að tekizt hafi að valda atherosclerosis í apa, en áður hafði aðeins tekizt að valda sjúkdómi þessum hjá nagdýrum og hænsnum. Visindamennirnir gáfu apanum eggjarauður, á- samt öðru, í 44 mánuði. Þá komu í Ijós áverkar í hjarta, heila og æðum. Þá kom á daginn, að vart varð hjá dýrinu gulra fitu-agna (xanthomatosis), en þeirra verð- ur vart hjá fólki, sem hefur sjúkdóma i kransæðum hjartans. Offita eykur syk- ursýkihættu. I»að er ástæða til að ætla, að beztá ráðið'tll að viniia gégtr sýk- ursýki sé að hindra, að menn verði of feitír. Þetta er skoðun dr. James M. Hundleys, sem starfar við heil- brigðismálastofnun Bandaríkj- anna. Bendir hann á, að sykur- sýki verði einkum vart meðal fullorðinna, sem séu of feitir. Þegar sjúklingar megri sig, verði minna vart við sjúkdómsein- kennin. í þeim löndum, þar sem það sé fátítt, að fólk verði mjög feitt, sé dánartala af völdum syk- ursýki frekar lág. Lyf, sem hindra fósturmyndun hjá konum, fundin upp í Bandaríkjunum. Tilraifinir ver5a cgerflar með þaai s Sviþjéð og Japan. Blægí er að taka þau irnt s töflum. Amerískt lyf, sem stöðvar fóst- jfyrirmæla í Bandaríkjunum get urmyndun, verður innan skamms j ur hann ekki lokið rannsóknum prófað á sænskum konum. Stokkhólmsblaðið Dagens Ny- heter skýrir frá því fyrir skemmstu, og segir meðal ann- ars, að ef lyf þetta reynist eins og menn gera ráð fyrir, megi stöðva fósturmyndun, án þess að þörf sé nokkurrar aðgerðar, sem verkfærum verði að beita við. Tafla, sem tekin sé ákveðinn dag í mánuðinum, muni hafa þau á- hrif, að frjóvgað egg deyi og losni, án þess að konan viti jafn- vel, að hún hafi verið þunguð. Amerískur visindamaður, dr. Thiersch, hefur prófað lyfið á tólf konum með þeim árangri, sem vænzt var, en vegna laga- sínum þar og hefur leitað til kvenlækna i Japan og Sviþjóð. Bar tilætlaðan árangur. Próf. Axel Westman hefur skrifað um lyf og tilraunir Thi- ersch í sænska læknablaðið. Seg- ir þar, að Thiersch, sem sé starf- andi við háskóla Washington- fylkis í Seattle, byggi samsetn- ingu lyfsins á sérstökum efnum, sem skaða efnabreytingar í hin- um hratt vaxandi frumum i fóstrinu. Hefur hann prófað lyf- ið til hlítar á rottum og komizt að þvi, að bezt sé að nota lyfið þegar eftir að eggið er komið of- an i móðurlífið. Móðirin verður Lyf gegn Móð- þrýstingi reynd. í Bandaríkjunum er nú verið að prófa ýmis ný lyf, sem menn vona að komi að notum gegn há- um blóðþrýstingi. Meðal þessara nýju lyfja eru. þrjú, sem heita reserpine, hydra- zaline og hexamethonium. Tvö ,hin fyrrnefndu verka á heilann, en þó sitt með hvorum hætti, en það þriðja verkar á taugarnar frá þeirri heilamiðstöð, sem stjórnar blóðþrýstingnum og dregur úr honum með því móti. ekki fyrir neinu tjóni af lyfinu, og þégar hætt er að nota lyfið, fæðist heilbrigð afkvæmi eins og áður. Ófrjóvguð egg verða ekki fyrir neinu tjóni. í tíu eða tólf tilfellum, er Thiersch gat reynt lyf sitt á konum, varð fósturlát skömmu eftir inntöku. í hin- um tveim tilfellunum varð að hreinsa móðurlífið með verk- færum. Prófessor Gregory Pincus við tilraunastofnun í líffærafræði í Worcester hefur einnig gert til- raunir á konum, rannsakað áhrif hvata, sem heitir „progesterone", á stöðvun fósturmyndunar. Kon- ur, sem átt höfðu börn, voru látn- ar taka progesterone í 75 mán- uði samtals, og varð engin þeirra vanfær, þótt kynferðismök færu fram og engar varúðarráðstaf- anir gerðar. En síðan fór fram rannsókn á þeim í samtals 44 mánuði, án þess að progester- one væri notað, og urðu fjórar þeirra þá vanfærar. Mönnum verður oft mikið um það, þegar frumburðurinn kemur í heiminn, en þó mnn það fátítt, að menn fái svo rnikið taugaáfall, að-þeir tapi minni af því. Það kom þó fyr- ir i Gávle í Svíþjóð nýlega, er ungur maður kom í fæðingai-- deiid sjúkrahússins þar til að heimsækja konu sína í fyrsta sinn eftir að hún var orðin léttari. Maðurinn hafði svo sem vitað, hvað tii stóð, en liann hafði ekki haft hug- inynd um, að konan liefði al- ið tvíbiu-a, og varð honum svo um það, er hann sá þá, að hann missti minnið. Reikaði hann um göturnar í Gavle frá sunnudegi til fimmtudags, er lögreglan fann hann loksins, en nú mun hann búinn að ná sér fulikómlega. Pétui' Sigiirðslon: Lénarður fógeti og Eysteinn í Mörk. Niðurlag. kom konunni undir einn stóran melbakka og breiddi yfir hana föt og þófa, en hann komst sjálfur með harðfengni til bæja, en þó mjög barinn og stirður.“ í þriðja sinn kemur Eysteinn bændur að fjölmenna sem mest, og svo skyldi hver höfðingi halda kost sínum selskap, og finnast allir bæði í Skálholti, við Brúará og út á Heiði, áður en þeir riðu á þing. Þeir riðu þá í flokkum heim, en svo varð við sögu í deilum Ogmundar og mikill hitinn af manna mergð Jóns Arasonar biskups. Segir svo í Biskupaannálum: „Eitt eður tvö ár þar fyrir (þ. e. fyrir árið 1527) eður lengur var hugmóður og óvinátta með biskup Jóni og honum (þ. e. .Ögmundi); efni þar til man ég ekki. Þar heituðust hvorir við aðra að finnast á þingi; skyld- aði biskup hvern prest og og hestum, að reykinn lagði af þeim langt í loft, en dytti nokk- ur af baki, lá hann þar eftir svo nær sem dauður. Og sém allir voru til þings komnir, þá var biskup að norðan kominn með níu hundruð, en hinn að sunnan með þrettán hundruð. Góðir menn áttu þá hlut í með þeim og sættu þá, og skyldi sinn mann fá til hvor þeirra, og þeir tveir skyldu ganga á hólm í Öxará og berjast. Fékk biskup Jón til Atla nokkurn, en biskup Ögmundur Eystein Brandsson; það er sá, sem var með Lénarði, þá Torfi lét drepa hann á Hrauni, og sá sem að flúði með konu sína fyrir eldganginum í Heklu. Þeir börðust lengi, og vann hvorki, fyrr en Eysteinn tók það ráð, að hann barði hanzkann að höndum honum og hjó sig undir hann og felldi hann til jarðar, því Eysteinn var rammur að afli; með það var það endað. Þetta skeði þann 1. dag julii anno 1527 eða þar um.“ Síðan segir, að daginn fjandskapur var með biskupum eftir brann kirkjan ,í Skálholti. í nokkur ár. Til er eftirrit af „En þá allt var brunnið til bréfi, gerðu á Húsafelli árið kaldra kola, þá kom svo mikil 1527, go í því bréfi lýsa biskup- helliskúr, að lækirnir runnu ar yfir, að þeir hafi á alþingi um vellina, og sú skúr slökkti það ár „mörgum dandismönnum allan eldinn niður. Það sagði nærverundum“ gert með sér séra Einar mér, að þá hefði hann verið í ferð með séra Þórði Ólafssyni í Görðum á Álftanesi, af því afi minn bjó þá í Laugarnesi, en þá þeir ætl- uðu að ríða, þá kom þessi skúr á. Þeir biðu hana af sér, en hún var ekki lengur yfir en það ein hálftunna hún var drukkin út af þrjátíu mönnum, og stóð aldrei á henni haninn. Um kveldið reið almennt af þingi, en þá biskupinn hann kom austur að Gjábakkatúni, þá kom presturinn heiman að úr Skálholti og sagði honum, hver tíðindi þá hefði orðið í kirkjubrunanum.“ Það er kunnugt, að mikill „almennilega sátt“, ,,að niður- slegnum öllum hugmóð og mis- þykkju, 'sera þar til hafði á millum okkar komið“. En frá- sögnin um hinn gífurlega lið- safnað og einvígið í Öxarár- hólma styðst ekki við neina samtímaheimild, og eru Bisk- upaannálar frumheimild um þá atburði. Hefur sumum sagn- fræðingum þótt sú frásögn ýkjum blandin og sagan um einvígið harla tortryggileg. Páli Eggert Ólasyni farast svo orð í Sögu íslendinga, 4. bindi: „Sag- an um einvígið virðist vera ó- menguð þjóðsaga, uppspuni frá rótum, eða eins og gripin út úr riddarasögu. Slíkan barnaskap

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.