Vísir - 02.05.1956, Blaðsíða 6
i
VÍSIR
Miðvikudaginn 2. maí 1956,
DAGBLAÐ
Ritsljóri: Hersteinn Pálsson
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur)
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F
Lausasala 1 króna ‘
Félagsprentsmiðjan h/f
Bréf:
Prýðið Reykjavík, en
lýtið ekki.
Þeir Eeiia ti! kommiínista.
Fyrir nokkru skýrðu blöð
hræðslubandalagsins frá því,
að ef svo færi, að bandalag-
inu tækist ekki að ná hrein-
um meirihluta á Alþingi,
mundi ekki gengið til sam-
starfs við Sjálfstæðisflokk-
inn, heldur mundi verða leit-
að samninga við verkalýðs-
samtökin um stuðning við
minnihlutastjórn. Þetta var
haft eftir einum helzta for-
ingja hræðslubandalagsins,.
sjálfum Eysteini Jónssyni
fjármálaráðherra, og hann
viðhafði þessi ummæli á
fundi í Hafnarfirði fyrir
tæpum 2 vikum.
Framsóknarmenn og kratar
hafa alltaf sagt, að þeir vilji
- ekkert hafa saman við kom-
múnista aS sælda, og kratar
hafa meira að segja tekið
rögg á sig og rekið Hannibal
Valdimarsson úr flokki sín-
um. Þrátt fyrir það finnst
Alþýðublaðinu þa'ð harla
gott, sem Eysteinn sagði á j
Hafnarfjarðarfundinum, en
á það er líka að líta, að nú-
verandi formaður Alþýðu-
flokksins bað kommúnista á
þingi um liðsinni sama dag-
inn og hann samþykkti að
reka fyrrverandi formann-
inn úr flokknum fyrir mök
við sömu menn.
Það er því enginn vafi á því,
- -að- framsókn-og kratai- ætla
að lúta svo lágt að biðja
kommúnista um liðveizlu
eftir kosningarnar, ef þess
gerist þörf. Skiptir engu!
máli, þótt þeir hafi að und-
anförnu þótzt hafa hina
mestu skömm á kommún-
isíum og öllu þeirra athæfi.
Ef hægt er að komast í
stjórn með hjálp kommúh-
ista, þá verður sú hjálp þeg-
in með þökkum, jafnvel þótt
hún verði dýr á marga lund.
HættiiEegir samtsíitgar.
Það er engin hætta á því, að
kommúnistar verði „billeg-
ir“, ef styrkleikahlutföllin á
Alþingi verða þannig eftir
kosningarnar, að framsókn
og kratar geti myndað stjórn
i með þátttöku þeirra eða
hlutleysi, en ekki á annan
veg. Þeir samningar, sem þá
yrðu gerðir um stjórn lands-
ins, gætu orðið þjóðinni
hættulegir á marga lund, því
að kommúnistar rrtundu nota
sér aðstöðu sína út í æsar til
að koma fram hugðarefnum
og vinna fyrif hagsmuni
húsbænda sinna.
Valdafíkn formanns framsókn-
ar er slík, að hann mun vera
fús til að ganga að næstum
hvaða skilyrðum sem er, til
þess að komast í stjórn. —
Kommúnistar geta því
spennt bogann hátt, án þéss
að hætta sé á að hann bresti,
og með þessu móti geta þeir
ráðið jafnvel eigi minna um
stefnu slíkrar stjórnar en
þeir flokkar, sem mynduðu
hana formlega — ef ekki
þætti ráðlegt að hafa þá í
ráðherraembættum, Og þeir
mundu alla tíð hafa líf slíkr-
ar stjórnar í hendi sér.
Mei kommiiiiistitm eia móti.
Það er ljóst af því, sem þegar
hefur verið sagt, að í kom-
andi kosningum verður fyrst
og fremst kosið um það,
hvort auka eigi áhrif kom-
múnista hér á landi eða ekki.
Menn þurfa ekki að kjósa
frambjóðendur alþýðu-
bandalagsins svonefnda til
að auka áhrif kommúnista.
Það geta menn gert með því
að kjósa framsóknarmenn,
krata eða þjóðvarnarmenn.
Allir eru þessir floklKar
reiðubúnir til að hafa sam-
vinnu við kommúnista, eins
og dæmin sanna, því að þeir
hafa oft starfað með þeim
áður, og nú liggur fyrir yfir-
lýsing fjármálaráðherrans
um að leitað muni verða til
þeirra eftir kosningar, ef
þess gerist þörf.
Þeir, sem vilja viiiná gegn á-
hrifum kommúnista hér á
landi, geta aðeins gert það
við kosningarnar í næsta
mánuði með því að fylkja
sér um Sjálfstæðisflokkinn.
Með því að styðja hann og
styrkja berjast menn gegn
vaxandi áhrifum kommún-
ista, og það er ekki hægt með
neinu öðrú móti. Það er
nauðsynlegt, að almenning-
ur geri sér þessa ljósa grein,
áður en gengið verður að
kjörborðinu, að í þessum
kosningum verður fvrst og
fremst kosið um áhrif
kommúnista hér, hvort þau
eiga að fara í vöxt eSa úr
þeim að draga.
Fyrir nokkru var í dagblöð%
unum rætt um skortinn á bíla-
stæðum hér í bænum og þau
vandræði, sem sprottið hafa af
hinum alltof mörgu bílum. Var
rætt um það hvað í ráði væri
að láta gera bílastæði og er
þess engin vanþörf eins og allir
vita.
rntr.
Einn af þeim stöðum, sem
tilnefndur var er bletturinn
fyrir norðan Landsbókasafnið.
Þessi blettur er illa farinn og
virðist hafa stórum versnað og
traðkast enn meir^ frá því er
farið var að tala um að gera
þarna bílastæði. Er það und-
arleg ónáttúra sem sumir virð-
ast haldnir, að geta ekki séð
grasblett, án þess að traðka
hann út — enginn græðir mik-
inn tíma á því að ganga þvert
yfir svona lítinn blett.
En eins og sagt hefir verið:
Þarna er í ráði að gera bíla-
stæði. Það má þó ekki koma
fyrir. Þenna blett ætti að prýða
eftir beztu getu. Þarna mætti
planta nokkrum1 ;'gfenitfjáih
norðan til á blettinum. Helzt
livítgreni. Það er ákaflega
fallegt og þyrfti að planta því
dreift. Á miðjan blettinn mætti
setja grjóthæð með íslenzkum
blómum eða erlendum, líkt og
á miðjum Austurvelli. Þar
mætti líka setja fallegt lík-
neski. — En hvernig, sem að
þessum bletti verður búið má
ómögulega koma bílastæði. Það
er skylt að fegra í kringum
myndarlegar opinberar bygg-
ingar — eða ætti að vera skylt.
Og þarna er nóg rúm til slíks.
Kannske einhver láti sér næst
detta í hug að gera stakkstæði
við einhverja myndarlega op-
inbera byggingu?
Nei, kringum opinberar bygg-
ingar á áð prýða sem bezt, þar
sem nokkur tök eru á því. —
Nú reyna allir sem vettlingi
geta valdið að prýða í kringum
hús sín, oft er þar lítið rúm til
slíks, en er þó til ótrúlega mik-
illar ánægju fyrir hvern, sem
framhjá gengur.
Það ætti því að vera sjálfsagt
að prýtt sé kringum opinberar
byggingar. Reykjavík má ekki
veða eins og grjót-eyði-mörk.
Hún þarf á gróðri að halda hvar
sem hægt er að koma honum
við. Þetta geta einstaklingar
ráðist í — hví þá ekki opinber-
ar stofnanir?
Ekkert bílastæði við Lands-
bókasafnið heldur fagran
gróðurreit!
G. I.
Mjólkin hækkar
í Noregi.
Nýlega hækkuðu landbúnað-
arafurðir verulega í verði í
Noregi og er sagt, að almenn-
ingi þyki nóg um.
Var hækkunin gerð sam-
kvæmt samkomulagi milli yfir-
valdanna og samtaka bænda.
Nýmjólk hækkaði t. d. um 11
aura Iíterinn í 69 au. (norska)
eða ísl. kr. 1.85. Rjóminn hækk-
aði um 60 au. hver lítri upp í
3.95 eða kr. 9.03 í íslenzkum
peningum. Þá hækkuðu ostar
talsvert^ geitaostur um kr. 1.70
hvert kg.
Handknattleikur:
LandsEið vælið.
Næstkomandi föstudagskvöld
keppir landslið handknattleiks
manna og kvenna við pressulið
í* 1 j íKfár’áflókkí'.11B15 BIifi
Keppnin fer fram að Háloga-
landi og hefst kl. 8. Þess skal
getið, að í þetta skipti verður
25 mínútna hálfieikur í kvenna
keppni og 30 mínútna hálfleik-
ur í karlakeppni.
Landslið í báðum flokkunum
hefur verið valið, en að sjálf-
sögðu getur það breytzt við
leikina á föstudagskvöldigð.
í kvennaflokkinn hafa verið
valdar: Ruth Guðmundsdóttir,
Helga Emilsdóttir, Sigríður
Lúthersdóttir, Elín Guðmunds-
dóttir, Sigríður Kjartansdóttir,
Gerða Jónsdóttir, Sólveig Tóm-
asdóttir, Inga Hauksdóttir, Guð
laug Kristinsdóttir og María
Guðmundsdóttir.
í karlaflokkinn hafa verið
valdir: Sólmundur Jónsson,
jBergur Adolfsson, Valur Bene-
^diktsson, Kristján Karlsson,
Ásgeir Magnússon, Karl Jó-
hannsson, Sigurður Jónsson,
Bergþór Jónsson, Birgir Björns
son og Snorri Ólafsson.
Um pressuliðin, sem keppa
við framangreindar sveitir er
blaðínu ekki kúrinúgt.
fl
omdu nu
Margar visur hafa borizt þætt-
inum og meðal þeirra nokkrar
eftir Magnús Ragnar. Eftirfar-
andi vísu nefnir hann Sunnudag.
Þegar sól um sveitir lilær
og sumarblómin skarta
signir landið sumarblær
og svalar mínu hjarta.
Kvöltlvísa.
Hinztu geisla sólin sendir,
svæfir blóinin hægt og rótt.
I brjóstum vakna blíðar kenndir,
blærinn hvíslar: góða nótt.
Fuglar syngja fögrum róm,
flögra um móa og grundir.
Lúta, höfði lítil blóm,
ljúfum tónum undir.
Þá hafa borizt nokkrar Vísur
frá Helga frá Súðavík og eru
þessar meðal þeirra:
Sljóvgast minni, sveipast sýn,
sólar þynnist gróður.
Gleymast kyimi, dugur dvín,
dáða grynnist sjóðiu-.
a u ve&ait á ...
Kraftar eyðast, bliknar brá,
brátt er skeiði lokið.
Hárið greiðist, skúmar skjá,
i skjólin heiðu fokið.
Eftirfarandi siglingavísur eru
eftir Helga frá Súðavík:
Kári lúði væna voð,
vatn á súðuin glitrar.
Bleytir úðinn streng og stoð,
storma lúður titrar.
Skríður gnoðin jdir ál,
ört úr boðum rýkur.
Enginn voði ergir sál,
unnir þvoðu flíkur.
Vanur sunda vísundur
vænum undir tjöldum
áfram skuiulai’ ótrauður
ineð örvalunduin völdum.
Og að lokum þessi visa eftir
Helga frá Súðavík:
Lnginn má gegn elli stá
eða- sjá við sJiti.
Hárin fá á höfði þá
iiampu gráum liti.
Körfuknattleikur:
4 félög jöfn
að stigum.
í gærkveldi fóru fram 3 leik-
ir í Körfuknattleiksmóti ís-
lands í íþróttahúsinu við Há-
logaland.
í 3. flokki bar Ármann sigur
úr býtum, sigraði Gosa í úrslit-
um með 22—9, en áður hefur
Ármann einnig unnið 2. flokk.
. f meistaraflokki sigraði í-
þrcjttafélag stúdenta lið Ak-
ureyringa með 58—2, og Gosi
sigraði Ármann með 61—31. —
Stigin í mótinu standa nú þann
ig:
ÍKF 1 1 0 0 43-33 2 st.
Í.R. 1 1 0 0 40-32 2 st,
í. stúd. 1 1 0 0 58-26 2 st.
Gosi 2 1 0 1 94-74 2 st.
Akure. 1 0 0 1 26-58 0 st.
Árm. 2 0 0 2 63-101 Ost.
Mótinu verður haldið áfram
í kvöld kl. 8 í íþróttahúsinu
við Hálogaland. Leika þá: Ak-
ureyri—Ármann, Í.R.—ÍKF og
Gosi—Stúdentar.
Nýr báfiEr fil
Hafnarf jarðar
Nýr vélbátur kom til Hafn-
arfjarðar í gær frá Frederiks-
sund í Danmörku, þa sem liann
var smíðaður.
Eigandi bátsins er Einar Þor-
gilsson & Co.. Þetta er stór og
fallegur bátur, á annað hundr-
að smálestir, og nefnist Fákur.
Báturinn var tæplega 6 sól-
arhringa á leiðinni til landsins
(frá Frederikssund). Báturinn
er að sjálfsögðu búinn öllum
nútíma tækjum fiskibáta.
Sigursveinn Þórðarson skip-
stjóri sótti bátinn til Danmerk-
ur.