Vísir - 02.05.1956, Blaðsíða 12

Vísir - 02.05.1956, Blaðsíða 12
freir, sem gerast kaupendur VtSIS eftir 19, hvers máuaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VfSIB er ódvrasta blaðið og þó það f|ðl. breytasta — Hringið t síma I«6® «g gerist áskrifendur Miðvikudaginn 2. maí 1956. Hefair ílssit 35® þúsuBid. farþcfja. Sumaráætlun Flugfélags ís- lands fyrir iimanlandsflug gekk í gildi í gær, 1. maí. Er hún me'ð injög svipuðu sniði og sl. sumar. Heíir þó verið fjölgað ferð- um til Akureyrar, Egilstaða og ísafjarðar yfir sumarmánuð- ina. Samkvæmt gerði áætlun munu Faxarnir fijúga 666 flug- stundir á mánuði í innanlands- flugi eða rúmlega 22 klst. á dag að meðaltali. Fargjöld og flutningsgjöld eru óbreytt. Síðastliðið vor var tek- in upp. sú nýbreytni, að gefa farþegum 10% afslátt; ef keypt- ir eru farseðlar fram og aftur (tvímiði). Hefir það mælst vel fyrir og nýtur vaxandi vin- sælda. Félagið hefir í hyggju að efna til flugferða um helgar í sumar, og verður þá reynt að stilla fargjöldum í hóf, eftir því sem mögulegt er. Munu sjálfsagt margir, bæði einstaklingar og starfsmannahópar, óska eftir að taka sér far með Föxunum á sunnudagsmorgni, ferðast um landið þvert og endilangt og koma heim að kveldi. Nánari tilhögun þessara ferða verður auglýst síðar, en þess má geta, að áætlaðar eru 6—7 ferðir til Öræfa, og ferðast um Öræfin á bílum og hestum ef þess er óskað. SÖmuleiðis til Egilsstaða og HallormsstaSar. Þá eru áætl- aðar 4 ferðir í svokallað mið- nætursólarflug með viðkomu í Grímsey. Eru þær ferðir 23. júní og 3. júlí. 4 Douglasflugbátar og tveir Katalínuflugtaátar munu annast innanlandsflugið í sumar. Þrjár Douglasflugvélar félagsins hafa fengið árkssoðun erlendis og tvær af þeim verig innréttaðar að nýju og settir í þær nýir og þægilegir stólar. Um utanlands-flug Flugfé- lags íslands er það að segja, að flognar verða vikulega 4 ferðir til Hafnar, 2 til Hamborgar, 1 til Osló og 2 til Glasgow og London. í dag eru liðin 18 ár síðan Flugfélag íslands hóf starfsemi sína. Fyrsta árið voru fluttir 770 farþegar. En á þessu tíma- bili hafa verið fluttar um 350 þúsundir farþega. Hjá félaginu starfa nú um um 200 manns, þar af 28 flug- menn. Umboðsmenn og skrif- stofur eru á 27 stöðum á land- inu utan Reykjavíkur. Hjá flugfélagi íslands starfa nú 16 flugfreyjur og hefir ver- ið bætt 8 við, sem byrjuðu starf sitt í gær. Allar flugfreyjurnar hafa verið á námskeiði í mán- uð. Hafa þær -lært hjálp í við- lögum og fæðingarhjálp. Þá hafa þær verið á námskeiði í snyrtingu og framreiðslu og fengið ýmsa fræðslu í sambandi við vélarnar. órétti beittir af „Stefi" Aðalfundur Félags íslenzkra dægurlagahöfunda, var hald- inn s.l. laugardag. Aðalfundurinn taldi, að ís- lenzkir dægurlagahöfundar væru beittir nokkrum órétti við úthlutun „Stefs“-launa, þar sem gjald fyrir tónsmíðar þeirra væri reiknað út eftir mun lægri taxta, heldur en gjald fyrir flestar aðrar tón- smíðar. Byggðust tekjur „Stefs“ þó að mjög verulegu leyti á gjaldi frá ýmsum skemmti- stöðum. En gjald skemmtistað- anna kæmi fyrst og fremst fyr- ir notkun dans- og dægurlaga. Stjórn skipa: Freymóður Jó- hannsson, formaður, Valdimar Auðunarson, ritari, Þórunn Franz, gjaldkeri og meðstjórn- endur: Karl Jónatansson og Jó- hannes Jóhannesson. Hátíðahöldin í gær voru með venjulegu sniði. Hátíðahöld verkalýðsins í gær, 1. maí, voru með svipuðu sniði og undanfarin ár. Veður var gott, sól öðru hverju, en svöl norðanátt. — Margt fólk var á götunum, svo sem venja er til á þessum degi og fánar við hún á opinberum byggingum. Upp úr kl. 2 þokaðist kröfu- gangan af stað úr Vonarstræti, og hafði allmargt manna safn- azt þar saman undir fána ým- issa félaga og félagasamtaka, en kröfuspöld voru borin í fylk- ingunni. Tvær lúðrasveitir léku undir á göngunni. Gengið var um Suðurgötu, . Aðalstræti, Hafnarstræti, Hverf isgötu, upp Frakkastíg, niður Skólavörðustíg, Bankastræti, og staönæmzt á Lækjartorgi, en þar hófst útifundur. A Læ'giartorgi fluttu ræður ('■ ' ar Hal Igrímsson. formaður Fél. ísl. rafvirkja, en kommún- istar tefldu fram Eðvarð Sig- urðssyni, ritara Dagsbrúnar. — Annar kommúnisti, Björn Bjarnason, var fundarstjóri. Ræður þeirra verða ekki rakt- ar hér, enda efni þeirra kunn- ugt. Um kvöldið var dagskrá út- varpsins að verulegu leyti helg- uð 1. maí hátíðahöldunum. Þar fluttu ávörp Steingrímur Stein þórsson félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson og próf. Ólafur Björnsson. Dansleikir voru í nokkrum samkomuhúsum í tilefni dags- ins. Kommúnistar reyndu að hafa í frammi sem mestan áróð ur fyrir „Alþýðutaandalaginu“ þenna dag. og kom það engum á óvart sem þekkir vinnubrögð þeirra, en ekki munu þeir hafa fundið mikinn hljómgrunn með al almehningri. * s för eftir viku. Svo sem áður hefur verið skýrt frá, hefur kanzlari Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands, dr. Konrad Adenauer, boðið for- sætisráðherra, Ólafi Thors, og utani’íkisráðherra, dr. Kristni Guðmundssyni, ásamt frúnx þeirra, í opinbera heimsókn til Sambandslýðveldisins Þýzka- lands. Af sjúkdómsástæðum var förinni fi’estað um sinn, en nú hefur hin opinbera heimsókn tii Sambandslýðveldisins verið á- kveðin dagana 6.—10. maí n. k. í för með ráðherrahjónunum verður ráðuneytisstjórarnir Birgir Thorlacius og Henrik Sv. Björnsson, Kristján Albertsson, sendiráðunautur, Bjarni Guð- mundsson, blaðafulltrúi, og Jón Magúnsson, fréttastjóri. Þá mun ambassador íslands í Sambandslýðveldinu Þýzka- landi dr. Helgi P. Briem, taka þátt í hinni opinberu heimsókn. (Frá forsætisráðuneytinu). Frjálslynd stjórnarskrá í Argentínu. Argentmustjórn hefur fellt úr gildi stjórnarskrá Perons frá 1949, en í hennar stað geng- ur í gildi hin frjálslynda stjórn- arskrá landsins frá 1853. Aramburo ríkisforseti hefur birt tilskipun um þetta og kvað svo að orði, er hann gerði grein fyrir því, að Peron fyrr- verandi forseti hefði sett nýja stjórnarskrá, til þess að ganga sem örugglegast frá því, að sami einræðisherra gæti verið áfram við völd, hann hefði stofnað ríki í ríkinu, án tillits til þjóðarhagsmuna, en það væri hlutverk hinnar nýju stjórnar og allra frjálsra manna í landinu, að uppræta einræðis- áhrifin með öllu, og markaði það tímamót í sókn þeirra til að endurheimta fullt frelsi og gera það örugt, að hin gamla stjórnarskrá gengi aftur í gildi. Myndin hér að ofan er frá ameríku ljósmyndasýningunni, sem nú stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Heitir hún Frum- bygginn og er eftir F. Viktor Rahner. Sýningin verður opin tíl 8. maí. FEutti erliitSi m Ísíand í 60 bor§um Mift<Evrópu. Tvær „iMoteítíir** efdir dr, Hallgrím Melgason fiiaááar i Celle í Sok anai, Áki í kjöri fydr Vísir hefir það eftir góðum lieimildum, að Áki Jakobsson verði í kjöri fyrir hræðslu- bandalag Framsóknar og Al- þýðuflokksins á Siglufirði. Aki Jakobsson var um ára- bil einn áhrifamesti maður kommúnista og þingmaður þeirra um skeið, en sagði sigj úr flokknum, eins og menn j muna, enda farinn út af lín ! unni. Mun framboð Áka á | Siglufirði setja kommúnista á j staðnum í nokkurn vanda. í Norður-fsafjarðarsýslu verða m. a. systkin í kjöri: Frið finnur Ólafsson bíólstjóri verð- ur í kjöri fyrir hræðslubanda. lágið, en systir hans, frú Sólveig Ólafsdóttir, fyrir „Alþýðu- bandalagið“. hinn dulbúnn kommúnista fiokk Síðustu átta mánuði hefur dr. Hallgrímur Helgason tónskáld flutt fyrirlestra í rúmlega 60 borgum í Mið-Evrópu, aðallega í Þýzkalandi, Hollandi og Sviss. Helztu borgirnar sem dr. Hallgrímur hefur flutt erindi sín í eru Hamborg, Stuttgart, Tubingen, Coburg, Berlin, Frei burg, Erlangen, Furth, Zurich, Basel, Zofingen, Leipzig, Halle, Wittenberg, Eisleben, Rostock, Greifswald, Merseburg, Dres- den, Magdeburg, Haldensleben, Dessau, Nordhausen, Weimar, Meiningen, Zeitz, Weissenfels, Dússeldorf, Sondershausen, Chemnitz, Neu-Brandenburg, Amsterdam, Haag, Groningen, Leiden, Nijmégén og Haarlem. Þann 13. og J 4, apríl r 1. flutti dr. Hallgrímu sex háskólafyr- irlestra í Leipzig cg var enn- fremur boðinn til Jxess að halda fyrirlestra við liáskólana í Greifswald og Jena. Þann 24. apríLs.l. flutti dr. Hallgrímur erindi um þróun ís- lenzkra sönghátta við tónlistar- háskólann í Weimar. Svissneska útvai’pið „Beromúnster“, út-: varpar 15. þ. m. erindi dr. Hall- gríms, sem hann nefnir „Edda og rímur í söng íslands“. Erindi. þetta hefst kl. 21.40 á Miðevr- óputíma. í Dússeldorf flytur dr. Hall- grímur erindi þann 29. maí n.k. og dagana 1. og 2. júní erindi í Celle, en jafnframt verða þar fluttar í fyrsta skipti tvær „mótettur“ eftir Hallgrím, sem dómkórinn í borginni flytur undir stjórn próf. Fritz Schmidt. Aðalfundur Skáksambands ís lands var haldinn í gær. Forseti sambandsins var end- urkjörinn Sigurður Jónsson end urskðandi. Meðstjórnendur eru þei Elís Ó. Guðmundsson, Guð mundur Arnlaugsson, Jón Ein- arsson og Haraldur Sæmunds- son. Bezta útlenda kexið, r>Ú f 1V7’ :1' 1 nri11 • >eii 1. DiQúm: 09 9rœ 11 úi um í olluto matvöruo. ÞORÐUR SVEINSSON <S CÓ h.f dunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.