Vísir - 11.08.1956, Blaðsíða 3

Vísir - 11.08.1956, Blaðsíða 3
Laugardaginn 11. ágúst 1956. VÍSIR .. * relsisklukkan hljómaði í fyrsta sinn í Berlín þann 24. október 1950 — á degi Sameinuðu þjóðanna. Klukka þessi sem vegur tíu lestir, er tákn frelsis- þrár þjóðanna fyrir austan járntjaldið. Fé til hennar var safnað með almenn- um samskotum í Bandaríkjunum, en hljómur hennar heyrist á hverju kvöldi í lok útvarpssendingar, sem nefnist „krossför fyrir frelsið“ og út- varpað er frá Berlín. Á bjölluna er letrað: „Heimurinn skal endurfæðast í frelsi undir liandleiðslu Guðs.“ Myndin var tekin, þegar klukkan var afhjúpuð 1950. „High Society“ — Aðall — frá Metro-Goldwyn-Mayer, með Grace Kelly, Frank Sinatra og Bing Crosby í aðalhlutverkum. „Richard III“, kvikmynduð í Englandi með Laurence Olivier _í aðalhlutverki. „War and Peace“ — Stríð og friður — frá Paramountkvik- myndafélaginu með Audrey Hepburn og Henry Fonda í að- alhlutvérkum. „The Searchers" — Leitar- mennirnir — frá Warner Brothers kvikmyndafélaginu með John Wayne í aðalhlut- verki. ■----®------ ' »4 „Oiiagastondir", spennandi mpd. I New York og Hollywood er nýlega farið að sýna kvikmynd- ina „Örlagastundir“ (The Desperate Hours) frá Para- mountfélaginu. Handritið gerði Joseph Hayes eftir skáldsögu sinni og leikriti. Myndinni hefur verið tekið með ágætum. Tímaritið „Motion Picture Herald“ segir um hana: „Taugaæsandi er orðið yfir „út- færslu“ William Wylers á þessari melodramatísku og spennandi sögu. Á myndinni er óbrigðult handbragð meistara í næsta mánuði, nánar tiltekið ]>. 6. september, eru átta ár liðin, síðan Júlíana Hollandsdrottning tók við drottningartign af Vilhelmínu móður sinni, er hafði þá setið að völdum í full fimmtíu ár. Myndin er tekin, þegar Júlíana vinnur eiðinn að stjórnarskránni en við hlið hennar stendur eiginmaður hennar, Bernharð prins, sem er af þýzkum aðalsættum. Vilhelmína hafði sæmt hann nafnbótinni „Hollands- prins“ skömmu áður en hún lagði nið- ur völd. Bernharð vann drengilega fyrir málstað bandamanna í stríðinu, þótt þýzkur væri. Þau hjónin Audrey Hepburn i»g Mel Ferrer fóru í vor í hnattför. Þau fara í ferðalag þetta á vegum Paramount-félagsins til Je'ss að vera viðstödd frumsýn- ingu á kvikmyndinni „Stríð og :friður“, sem gerð var eftir hinni :frægu sögu Tolstojs. Audrey 'Hepburn leikur eitt aðalhlut- verkið í myndinni. Ráðg'ert var, að þau hjónin kæmu til Stokk- liqlms í þessari för, en auk þess fara þau til Suður-Ameríku og Asíu í sambandi við frumsýn- ingu á myndinni. Vista Vislon ryí- ur ser tn rums. Vista-Visiontækni við fram- leiðslu kvikmynda er nú óðum að ryðja sér til rúms í kvik- myndaheiminum. Var það og mikil viðurkenn- ing, er tvær Vita-Vision-mynd- ir, önnur litmynd, hin ólituð, hlutu Óskarsverðlaunin nú fyr- ir skemmstu. Voru það mynd- irnar „Grípið þjófinn" og „Rósaflúrið", sem eru báðar frá Paramount-kvikmyndafélag- inu. Hér verða taldar upp nokkrar Vista-Vision-myndir, sem bráð- lega munu koma á markaðinn: „The Sleeping Prince“ — Sofandi prins — (Warner Brothers) með Laurence Olivier og Marilyn Monroe í aðalhlut- verkum. Lundúnablöðin skýra frá því, að kvikmyndaleikkonan Diana Dors hafi samið við hinn fræga hárgreiðslunjann, Raymond. sem oft er kallaður „herra Teasie-Weasie“, t.'l þess að fljúga til Hollywood, til þess eins að klippa sig. Til þess þarf þessi „kóngur skæranna og hárgreiðslunnar" að fljúga 9600 km. og hverfa í bili frá arðbærum viðskiptum, en hann ákvað að setja það ekki fyrir sig, því honum verður ríkuléga launað. Þetta mun kosta Diönu — eða kvikmyndafélagið, sem gert hefir við hana 5 ára samning —- 120.000 kr. — Og' skæra- kóngurinn á að fljúga árlega til Hollywood og klippa frúna, en í hvert skipti skal hann skapa nýjan hárgreiðslustíl, sem sjálf- sagt verður eins frægur og aðr- ir, sem hann er höfundur að, svo sem „Petal Cut“, „Poodle Cut“ „Teasie-Weasie“ og „Alice Bands“H Diana og maður hennar eru kunningjar Teasie-Weasie og konu hans, Jennifer, og talaði hún við þau í síma frá Holly- kvikmyndatækninnar — allt frá því er myndin hefst, er millistéttarfjölskylda situr í ró og næði yfir morgunverði sín- um, og til lokaþáttarins, þegar byssukúlurnar koma hvínandi úr öllum áttum.“ Humphrey Bogart, Fredric March, Martha Scott og Arthur Kennedy leika í myndinni. wood. „Halló, krakkar1,, hóf hún samtalið, „komið hingað.“ Loks er þess getið í blöðun- um að skærin hans Teasie- Weasie séu úr 18 karata gulli, nema eggjarnar, þær eru úr stáli. Lýkur þar svo frásögn þeirra af fyrirhuguðum „fræg- asta hárskurði sögunnar síðan á dögum Samsons og Dalilu“. Peck í nýrri kvikmynd. , , The Man in the Gray Flannel Suit“ — Maðurinn í gráu flón- elsfötunum — lieitir kvilsmynd frá 20t'ii Century-Fox kvik- myndafélaginu. Er nýlega farið að sýna hana í New York, Washington og Hollywood við ágæta dóma. Myndin er .byggð á vinsælli skáldsögu eftir Sloan Wilson. Myndin segir frá ungum giftum manni, sem býr í New York. Hann hefur nýlega feng- ið góða stöðu við útvarpsstöð, en er ekki, ánægður með nýju stöðuna, enda þótt launin séu góð. Hann kemst að raun >um, að harin verður að samsinna í öllu „húsbóndahollum tækifær- issinnum“ innan stofnunarinn- ar og fara að dæmi þeirra, ef hann ætlar sér að komast áfram í starfinu. Fer svo að lokum, að honum er nóg boðið og hann kýs heldur að helga konu sinni H/ienstii eftir þessu Fenrer-hjónSn í hnafttferð® 9600 km. flug til að klippa Diönu Pors. Þóknunin nam 120 þús. kr. Þann 2. júlí 1921 sigraði hnefaleika- meistarinn Jack Dempsey franska kapp- ann George Carpentier í þungavigt. Átti bardaginn að standa í 12 lotur, ea Dempsey rotaði Carpentier í f jórðu lotu. Meira en 80.000 manns sáu ,.leikinn“ og hefur bað aðeins komið fyrir fjórum sinnum, að fleiri menn hafi séð slíkaat bardaga. Carpentier var heimsmeistari í lótt-þungavigt um þetta leyti, og Dempsey hafði unnið titilinn í þunga- vigt árið 1919. Hélt hann titlinum til 1926, barðist sjö sinnum um hann á þeim tíma og tapaði loks fyrir Gene Tunney. iívikmyndaiðnaður Svsa með miklum blóma. Peir geriii 45 kvlkmynsiir í fyrra. I fyrra voru gerðar í Sýíþjóð samtals 45 kvikmyndir, en 30 í fyrra og jafnmargar árið 1953. Alls eru 16 kvikmyndafélög starfándi í Svíþjóð, og velta þeirra samtals um 20 milljónir sænskra króna í fyrra (um 65 millj. ísl. króna). Þetta er mikil velta, þegar þess er gætt, að íbúatala Svíþjóðar er ekki nema 7 milljónir, og stenzt vel saman- burð við stærri þjóðir. Meðal kvikmynda, sem gerð- ar voru í fyrra. Má þar nefna litmynd, gerð eftir sögu eftir Strindberg undir leikstjórn Arne Mattsons sem á sínum tima Stjórnaði töku Sölku Völku. — Aðafilutverkin leika Erik Strabmark, Hjördis Pett- ersson, Margrit Carlquist og tJlla Sjöbíom. Nordisk Tonefilm stóð að töku þessarar myndar. Þá má nefna kvikmynd, sem Europafilm gerði eftir Brúðu- heimili Strindbergs, sem var svar hans við leikriti Ibsens. — Þar lék Mai Zetterling aðalhlut- verkið sem gestur, en hún leik- ur annars i enskum kvikmynd- um við mikinn orðstír. Meðal annars leikenda eru George Fant og Gunnel Broström (sem lék Sölku Völku). Af myndum þeim, sem nú eru í smíðum i Svíþjóð, má nefna ,,The Song of the Flame Col- oured Flower“, eftir Linnan- koski, gerð í litum. Gustaf Mol- ander stjórnar töku þeirrar myndar. Þar leika úrvalsleikar- og börnum frístundir sínar en ekki starfinu. Aðalhlutverkin í myndinni leika þau: Gregory Peck, Jenni- fer Jones, Fredric March og Maria Pavan. ar Svía, Anita Björk, Ulla Jac- : obsson, Anne- Marie Gyllen- 1 spetz, Jarl Kulle og Edvin Ad- i olphson. Ertnfremur má nefna mýnd, sem gerð er eftir handriti Ingi- mar Bergman og undir stjórn hans, sem nefnist á ensku „The Seventh Seal“. I-íún gerðist á i miðöldum, og fjallar um líf, í dauða og ást á þeim tímum, er ] Svarti dauði geisaði i Svíþjóð. Þar leika m.a. Bengt Ekeroth, Gunnar Björnsstrand, Bibi And- ersson, Anders Ek og Max von Sydow. Þetta getur aðeins Fernandel. Franski skopleikarinn Fern- j andel er manna munnstærstur, eins og allir vita. j Um hana sagði franska leik- i konan Michele Morgan nýlega: „Fernandel er eini maðurinn, sem getur í senn kysst konu og. hvíslað ástarorðum í eyra henni.“ Hin yfirgengilega kurteisi Spánverja, „Grandezza", sem er ef til vill sambærileg við kín- verska siði í ýmsu tillili, er enn við lýði. „Bréflegir handkossar", þ. e. menn Ijúka bréfum síhum með stöf unum Q.B.S.M., sem standa fyrir „que besa sua mano“ (sá sem kyssir hönd yð- ar), eru enn algengir, eru gám- all og „góður" siður. Þetta mun þó ekki vera notað í viðskipta- bréfum fyrirtækja á milll, en feti framar stiga þó Spánverjar er þeir votta konu virðingu sína, því að 'þá skrifa þeir Q.B.S.P. „que besa sua piés“. Það vill segja, „ég kyssi á fót yöar“. (Þýtt).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.