Vísir - 11.08.1956, Blaðsíða 11

Vísir - 11.08.1956, Blaðsíða 11
Laugardaginn 11. ágúst 1956. vlsm í® HAMMOND INNES: é MmtmnruMw&uwn. 51 „ÞolinmæSi þeirra er á þrotum. Það gæti farið svo, að þeir gerðu árás til að ná birgðum. Ég þori ekki að ábyrgjast neitt. Það er bezt að fara varlega." Hann vætíi varirnar og sagði: „Ég hika ekki við að skjóta hvern þann, sem reynir það. Segðu þeim það. Og þú getur bætt því við, að það sé ekki mér að kenna, að ekki eru nægar vistir til.“ „Þeir munu trúa því, þegar ég get sagt þeim, að þeir fái sama matarskammt og þið. Til hve margra daga eru birgðir éftir? Bonomi segir, að 25 daga birgðir séu eftir.“ „Helvítis hundurinn — hann talar of mikið.“ „Er þetta satt, Bland?“ „Já. Þeir munu fá sama matarskammt í 25 daga. Það er allt og sumt, segið þeim það.“ Ég reiknaði út í huganum hvað réttmætt væri af mér að fara fram á og svaraði: ,,Ég vil fá 30 daga matarskammt fyrir þá’menn, sem eru undir mér, 3 bátana og okkar hlut af verkfærum og öðru — fyrir. myrkur.“ Hann starði á mig, en ég sá að hann var smeykur. „Ef þú ferð ekki varlega, Cráig, þá úthluta ég ekki neinu.“ „Ef þú verður ekki við kröfum fyrir kl. 6 í kvöld ber ég ekki ábyrgð á afleiðingunum“, sagði ég. „Þfetta eru úrslita- kostir.“ i Svo hvarf ég frá honum og skildi hann eftir til þess að hann gæti hugsað um það, sem ég háfði sagt. Ég var sannast að ségja ekki í vafa um, að hann myndi gugna, ef Bonomi hafði sagt mér satt, og svo virtist, sem hann hefði gert það? Ég sagði mönnum mínum, hvað ég hefði ságt Blánd, og nú sá ég í fyrsta skipti í marga daga glott færast yfir varir manna. „En þetta þýðir ekki það“, sagði ég, „að matarskömmtun sé úr sögunni, heldur að við ráðum henni sjálfir.“ Þegar leið að þeim tíma, sem ég hafði ákveðið fóru menn að safnast saman nálægt mörkunum í smáhópum. Ég sá Bland gefa þeim gætur, og að hann var rólegur orðinn. Allt í einu heyrði ég mennina reka upp fagnaðaróp. Bonomi og stýrimenn- irnir tveir voru farnir að taka til birgðirnar. Bland sjálfur stóð á verði með riffil í hendi. Við ruddum burt sköflunum og fluttum birgðirnar og bátana yfir á okkar svæði. Ég setti McPhee yfirbirgðastjóra, en Gerdu fól ég umsjón og úthlutun matvæla. Hún hafði róandi áhrif á alla. Ef ekki hefði verið hennar vegna held ég, að menn hefðu hrifsað til sín matvæl- in til að fá sér ærlega saðningu, og allur agi farið út um þúfur. Seinustu dagar mánaðarins liðu tilbreytingarlaust. Aðeins einu sinni sá til sólar og þá gat ég tekið sólarhæðina. Staða okkar var 63° 31’ s. br. 31° 06’ v. 1., um það bil 230 mílum norð- nörð-austur fr ástáðnum, þar sem við skildum við Hval IV. Matti af þessu sjá hvernig okkur hafði rekið. Allan þennan tíma hafði ég miklar áliyggjur af Judie. Það bætfist ofan á allt annað og veittist mér sannast að segja erfitt að bægja frá þunglyndinu, sem ósótti mig á stundum. Hún hafði ekki talað við mig síðan við björ.guðumst upp á. jakann. Hún virtist vera viðutan, gi’ipin svartasta vonleysi og ömur- leik. Gerda sagði mér, að stundum vaknáði hún á nóttunni og tautaði þá í sífellu fyrir munni sér nafn föður síns. „Þú vérður að gera eitthvað“, sagði hún. „Annars held ég, að vonlaust sé, að hún jafni sig.“ Þetta var þann 8. marz. Ég skreið inn í tjaldið til henngr og reyndi að tala við hana. Hún var föl og kinnfiskasogin og starði á mig, eins og hún þekkti mig ekki. Ég sagði Gerdu, að gefa henni daglega af hinu verðmæta kjötseyði, sem við höfð- um fengið, er við tókum okkar hluta af birgðunum. Svo yfirgaf ég hana, gripinn vonleysi um allt. En þennan dag sáum við til bandarískrar flugvélar. Hún flaug' yfir okkur. Ég sá greinilega stjörnurnar á henni. Hún flaug ekki nema svo sem 250 metra yfir jakanum. Við höfðum ekkert til þess að vekja athygli á okkur, og þar sem bækistöð okkar var að mestu snævihulin, var engin furða þótt flugmennirnir sæju okkur ekki, en við reyndum nú að safna saman sprekum til þess að kveikja bál, ef aftur sæist til flugvélar, og tveimur dögum síðar sáum við aðra flugvél, en hún var svo sunnarlega, að tilgangslaust hefði verið að kveikja í Iitla, verðmæta kest- inum oklcar. Aftur kom snjór og slydda og við sáum ekki frekara til leitarflugvélanna. Og vonlitlir, næstum vonlausir, héldum við áfram baráttunni við einmanaleikann, kuldann og hungrið. Nú var allt af logn, en dagarnir voru að styttast, og það var allt af kalt í veðri. Minnkandi matarskammtur og kuldinn drógu úr okkur þrótt. Allt var kyrrara, ömulegra. Allt af var lágskýjað. Varðmennirnir litu ekki lengur upp — heldur út á ísinn. Hinn 19. marz skrifaði ég í loggbókina. Hef enn minnkað matarskammthm. Grief dauður. Brotna íifið mun hafa eyðilagt í lionum lungað. Hann: var orðinn mjög" máttfarinn í seinni tíð. Við renndum líkinu fram af sillunni. Ógerlegt að höggva gröf fyrir hann í ísnum, því að aHir virtust þrotnir að kröftum. Logn. Mjög kalt. Heldur ís allt í kringum jakann, sem virðist ekki hreyfast úr stað. Engin von um, að ryðja sér braut að opnum sjó. Ég vissi, að nú var tíminn að koma til að gera þá örvænt- ingar úrslitatilraun, sem ég um stund hafði haft í huga. Gerda hafði, að því er virtist, haft hið sama í huga. Hún kom til mín •morgunin eftir. Þegar hún sat hjá mér veitti ég því nánari athygli hversu horuð hún var orðin. Howe var með henni, skinhorðaur og eymdarlegur. „Duncan, nú verðum við að láta til skarar skríða“, sagði Gerda. „Við getum ekki beðið dauðans.“ Ég kmkaði kolli. „Ég hef líka verið að hugsa pm þetta, Gerda.“ „Allt er betra en að deyja án þess að hafast neitt áð. Ég held, að fundum mínum og pabba muní brátt bera saman.“ Hún þagði sem snöggvast. i,Nú er allt orðið kyrt og ísinn lieldur. Suðurkrossinn var ef til vill í 15—20 mílna fjarlægð frá okkur, þegar hann sökk. Það getur verið, að faðir minn sé á lífi. Ég veit það ekki. Ég verð að komast að raun um það“. „Þú veist að okkur hefur rekið allt að 250 mílur frá staðnum þar se'm Suðurkrossinn fófst.“ „Já, já, en þá hefur líka rekið. Ef til vill finhum við þá ekki, en við verðum að reyna.“ „Ef til vill eru einhverjir á lífi. En þeir hljóta að vera i ineira en tuttugu mílna fjarlægð. Þú mundir aldrei hafa það af. Þú -ert of máttfarin." Iiún yppti öxlum? „Ég held líka, að þeir séu langt í burtu. Og auk þess getum við ekki verið viss um stefnuna til þeirra. En ég verð að fara, þótt ég sé máttfarin. Það sem mest á ríður er, að hugrekkið bili ekki. En mig brestur ekki kjark. Ég fér og leita -að föður mínum;“ Það var tilgangslaust að ræða þetta frekara. J kð ’éldtiökumi 4 Shaw var í rauninni ekki illa við blaðamenn, en þeir fengu sömu afgreiðslu hjá honum ogr aðrir. Eftirfarandi samtal átti sér stað á milli Shaws og blaða- manns frá dagblaði í Sau Fransisco er rithöfundurinn vár þar á ferð. — Gætuð þér hugsað yður að • verða einræðisherra í Banda-: ríkjunum? — Hvað viljið þið borga mér, íyrir? — Hvar hafið . þér fundið hamingjusamasta manninn? — í kirkjugarðinum. — Hafið þér nokkru við leik* rit yðar að bæta? — Hamingjan góða finnst y.ður þau ekki vera nógu löng?; — Er það annars nokkuð sem yður langar að segja? — Já: Verið þér sælir. ★ Þegar Shaw hafði skrií’að* bæklinginn „Leiðarvísir í socialisma fyrir gáfaðar konur", spurði útgefandinn hann hvort upplagið ætti ekki að vera stórt. — Mjög lítið, sagði Shaw. —• Það segir sig sjálft. Það stendur á titilblaðinu „fyrir gáfaðar konur“. ★ Grísku konungslhjómii fara í opinbera heimsókn til §onn í næsta mánuði. ★ Ráðstefna kaþólskra kirkju- höfðingja verður haldin í Köln um næstu mánaðamót. Píus páfi sendir þangað sér- stakan fulltrúa sinn, en ann- ars verða þarna saman komnir 75 kardínálar, erki- biskupar, biskupar og ábót- ar frá ýmsum löndum, m. a. í Asíu og Afríku. 2151 C & Sumufk^ Casey hafoi se'nt vopnaðan, inn- fæddan mann á undan upp 'emstigiö. —•' ■ Þú hefur þij* hægan, annars ert þú dauður, en láttu hina vita, að allt sé í lagi. Hann- fór sér hægt og gáði í kring- 'um sig, en kohi þó ekki auga á’ Tarzan. En allt í einu-stirðnaði -faann Upp, er Tarzan kom aftan •að 'honum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.