Vísir - 14.01.1957, Qupperneq 9
Máffuáágiixa.. janúar .1957
VÍSIR
9
Flogið suður um Afríkú...
Framh. a£ 3. siðu.
fjallið. Og hvílík fegurð sem
auganu mætti. Loftir var tært
eins og heima og skyggni
ágætt. Við sátum þarna á
klettabrúninni i tvo kiukku-
tíma og nutum útsýnisins og
kyrroarinnnar. Eina hljóðið,
sem barst okkur til eyrna, var
sjávarniðurinn. Svo langt sem
augað eygði gaf að líta gul-
brúna sandströnd og í henni
örlitla depla. En deplarnir voru
baðgestir, sem nutu vorsins og !
sólarinnar í þessu dýrlega um-
hverfi, Eg varð svo snortinn af
landslaginu, sem eg sá þarna,
að það hvarflaði að mér, að.
gaman væri að setjast þarna að.
Hvítir menn
og svartir.
Eg tók eftir því í Höfðaborg,
að í strætisvögnujn þeim, sem
eg ferðaðist með, voru bæði
svartir menn og hvítir. Eg hafði
heyrt, að í Suður-Afríku væri
harðneskjulegur munur gerður
á svörtum mönnum og hvítum.
T. d. var mér sagt, að í Jó-
hannesarborg væru sérstakir
strætisvagnar fyrir svertingj-
ana. Þeir vagnar væru miklu
sjaldnar í förum, og lengra á
milli vagnstöðva svertingjanna.
Ekki sá eg, að slíkur strang-
leiki ætti sér stað í Höfðaborg
þar sem ég fór um.
Að kvöldi þessa sama dags
var mikil ballettsýning í ráð-
húsi borgarinnar. Sýndur var
ballettinn Svanavatnið. Aðal-
dansararnir komu frá Lundún-
um, en hinir voru nemendur úr
ballettskólanum. Allir miðar
voru fyrir löngu uppseldir, en
með aðstoð hótelsins sem ég bjó
á, tókst mér að ná í miða. Var
sýning þessi mjög ánægjuleg
Mikið drukkið
og sungið.
En nú koma að því að við
urðum að yfirgefa þennan ó-
gleymanlega stað. Við kvöddum
Höfðaborg kl. 10 á sunnudags-
morgni og komum til bæjarins
Salisbury eftir tíma flug.
Flugvöllurinn er fyrir utan
borgina, og vegirnir til bæjarins
liggja gegnurn frumskóg. Er við
komum heim á hótelið sem við
gistum á. var þar mikið um
gleðskap. Um helgar streymir
fjöldi fólks sem vinnur á ekr-
um og í námum til bæjarins,
og fyllir þar öll hótel. Síðan er
sezt að drykkju og mikið sung-
ið langt fram á nótt. Á tiltekn-
um tíma morguninn eftir átti
svertingjabílstjóri að aka okk-
ur út á flugvöll. En sá góði
maður kom hálftíma of seint.
Hann hugðist reyna að vinna
upp þennan háiftíma, og fór
bílskrjóðurinn í loftköstum eftir
veginum. Ekkert var skeytt um
aðalbraut, aldrei litið til hægri
eða vinstri, og munaði mjóu að
svertinginn yrði banamaður
bresks lögregluþjóns. En þá fór
nú að kárna gamanið Nú upp-
hófst hinn mesti eltingaleikur.
Lögregluþjónn á mótorhjóli
var á hælum okkar, en sá svarti
lét slíkt ekki á sig fá, og hélt
ótrauður áfram. En loks fór svo,
að hann varð að nema staðar,
og hófust nú miklar yfirheyrsl-
ur, og þær illvígustu skammir
sem ég hefi nokkurn tíma
heyrt.
Skringilcg nöfn
svertingja.
Auðvitað var sverting-
inn spurður heiti. Kom þá upp
úr kafinu að hann bar nafnið
Ninepenny (níu peningar).
Þegar svertingjarnir flytja úr
frumskógunum tii. bæjanna og
borganna verða þeir að taka sér
evrópsk nöfn. Flestir þeirra
kunna hvorki að lesa né skrifa.
Margir þeirra taka sér því nöfn
á hlutum, byggingum, og ýmsu
því, sem þeir hafa heyrt getið
um og séð. Ekki er óalgengt að
hitta fyrir Mr. Grammophone,
Mr. National Museum. Og einn
hittum við sem hét Mr. Oxford
University Press. Ýmsir svert-
ingjar kalla sig eftir þekktum
mönnum. Ekki er óalgengt að
hitta fyrir kolsvartan Sir
Winston Churchill eða Presi-
dent Abraham Lincoln.
En það er af þessum ferða-
félaga okkar að segja, að hann
var tekinn fastur'og ákærður
fyrir brot á umferðarreglunum.
Þykir mér trúlegt, að enn sitji
hann í svartholinu. Þykja negr-
arnir oft sýna barnalegt kæru-
leysi og glannaskaþ í umferð,
og er tekið mjög strangt á slíku.
Komið til
Jóhanns.
Frá Salisbury lögðum við af
stað í grénjandi rigningu og
roki. Var skýjahæð litlu hærri
en flugturninn. Þykir slíkt ó-
veður mikill viðburður þar um
slóðir og skeður varla oftar en
tvisvar á ári. Eftir 11 tíma flug
lentum við í Khartoum um
kvöldmatarleysið. Á flugvellin-
um beið mín Jóhann Þorkels-
son. Um kvöldið var ég gestur
þeirra hjóna, en Jón er kvænt-
ur brezkri konu, og eiga þau
ungan son. Þau hafa búið í
Khartoum í 2 ár, og hafa til
umráða hús skammt frá flug-
vellinum. Sátum við úti í garð-
inum frameftir kvöldi og röbb-
uðum margt saman. Þótti mér
afar gaman að hitta landa minn
þarna inni í Afríku. Sæmilega
svalt var í Khartoum þetta
kvöld. 25 stig. Að sumri til er
hitinn venjulega um 45 s'tig á
daginn.
Um þetta leyti var gríðarlega
mikil sýning á landbúnaðarvél-
um frá Tékkóslóvakíu, og bjó
fjöldi Tékka á hótelinu sem ég
gisti á.
Etna við
sjóndeildarhring.
Daginn eftir kvöddum við
Khartoum og flugum í einum
áfanga til Möltu. Ég ráðgerði að
fljúga beint til Englands daginn
eftir en fékk þá boð um að
fljúga með varahluti í flugvél
sem bilað hafði í borginni
|Brindisí á Ítalíu. Við héldum
af stað frá Möltu snemma morg-
juninn eftir í góðu veðri, og
Igleymi ég aldrei þeirri tilkomu-
miklu sjón er ég sá rétt eftir
|flugtakið. Hið mikla eldfjall
:Etna á Sikiley bar við sjón-
deildarhringinn, snævi þakið
niður í miðjar hlíðar og gnæfði
þarna eins og ferlegur risi, sem
hafði örlög þúsunda í hendi sér.
En nú, þegar lokaspretturinn
,var að hefjast urðum við þess
.varir að leki var á kælikerf-;
inu í einum hreýflinum. Var
því ekki um annað að ræða.en
skipta um kæli. Hann urðum
við að fá frá Lundúnum, og tók i
það þrjá daga að senda hann til
Brindisí og skipta. Á meðan'
tókum við íífinu með ró, sváf-!
um, átum spaghettí og skoðuð-
um okkur um í borginni. Skoð-
aði ég meðal annars hið mikla
sjómanna-minnismérki sem
ireist var árið 1933. Er það 60
metra hátt, og í laginu eins og
skipsstýri. Inn í því er lyfta,
og fór ég með henni alla leiðj
upp.
Dýrara fyrir
Ameríkana!“
Fyrst er farið með ferju
þvert yfir höfnina, því að minn-
ismerkið stendur að norðan-
verðu við hana. Þessi ferja var
lítill róðrarbátur sem gamall
fiskimaður réri. og var farþeg-
um gert að greiða fargjaldið
að ferð lokinni. Þeir 6 farþegar
sem í bátnum voru með okkur,
áttu að greiða 10 lírur hver,
en ég og félagar mínir 30 lírur
hver. Á lélegri ítölsku spurði
ég manninn hví hann tæki I
þrisvar sinnum meira gjald af,
okkur. „Það er ætíð dýrara fyr- I
i Ameríkana------þeir hafa svo
mikla peninga,“ svaraði sá
gamli. Þegar ég sagði honum að
við kæmum frá Bretlandi féll
verðið strax niður í 15 lírur.
Var auðséð á þessu, að Bretinn
er ekkert sérstaklega hátt met-
inn peningalega á Ítalíu. Hefi
ég oftar rekið mig á þennan
mikla mismun hjá ítölunum
eftir því hvaða þjóð á í hlut. .
Og loks gátum við haldið af
stað heim á leið. Þegar við nálg-
uðumst England kom á móti
okkur sótsvört þoka. Gátum við
ekki lent á Standted-flugvell-
inum í Suður-Englandi eins og
áætlað var. og héldum því til
London Airport. Þar var okkur
leiðbeint niður með hjálp rad-
artækja. Og var nú þessari
Afríkuför lokið, og gott að koma
heim.
Á slóðum Farouks
Egyptalandskonungs.
Og nú ráðgerðum við hjónin
að halda jólin hátíðleg á heimili
okkar í Lundúnum, — jól í ró
og kyrrð eins og heima á fs-
landi. Hangikjötið var komið
að heiman, einnig svið og harð-
fiskur og margt annað góðgæti.
Svo vel hefir viljað til þessi ár
sem ég hefi starfað erlendis,
að ég hefi alltaf átt frí alla jóla-
dagana, og því getað haldið „ís-
lenzk jól“ á heimili mínu. En
allt í einu hringdi síminn kl. 8
á aðfangadagsmorgni Eg var
beðinn um að fara hið skjótasta
suður til Rómar. Þar var vél frá
American Airways með bilað-
an hreyfil, og varð í skyndi að
senda þangað nýjan hreyfil.
Kona mín ákvað að fara með
mér. í mesta flýti bjuggum við
okkur af stað. Til Rómaborgar
komum við rétt fyrir rökkur.
Og þar gaf á að líta. í ríki páf-
ans skemmta menn sér á þess-
um helga degi með svipuðu
móti og við gerum heima á ís-
landi á gamlárskvöld. Við á-
kváðum því að semja okkur að
siðum íbúanna þarna og taka
þátt í þessum jóla-glaum.
Borðuðum við jólamatinn á
einum þekktasta næturklúbb
Rórnaborgar. uppáhaldsstað Far
ouks fyrrv. kóngs. Ekki sáum
við þó hátignina í þetta sinn.
Þarna voru kabarettsýningar
og dunaði dans íram á miðja
nótt. Ekki var maiarskammt-
urinn skorinn við nögl. Fyrst
spaghetti, síðan s-eikt egg. og
ostur, síðan aðalrétturinn sem
var kalkún. Svo rjómakökur,
niðursoðnir ávextir, jólakaka
og kaffi. Með matnum var borið
rauðvín og hvítvín. Og að lok-
um gríðarstór flaska af kampa-
víni. Þetta var einkennilegt
jólakvöld, alls ólíkt því sem
við áttum að venjast. Á jóla-
dag flugum við í einum áfanga
heim til London. Er þangað
kom, voru fljótlega teknar fram
kræsingarnar að heiman og
kveikt á jólaljósunum.
Kær kveðja heim og bezta
nýársóskir.
Loftur Jóhannesson.
Breta '56
19.107 „bókatitlar/#.
Bækur eru mikið lesnar á
Bretlandi og vekur það athygli
í seinustu skýrslum, að tiltölu-
lega mest dró úr sölu skáld-
sagna, ljóða, leikrita, bókum
um listir, þjóðfélagsfræði o. fl.
á s.l. ári.
Frá þessu er sagt í ritinu
„The Boökseller“. Gefnar voru
út 19.107 „bókatitlar“ (þar af
5.032 endurprentanir) eða 853
færri en 1955 og 81 færri en
1954. en tala útgefinna bóka er
hærri en nokkurt ár fyrir 1954.
í hæstu flokkum bóka, sem
út voru géfnar 1956, voru:
Skáldskapur (3443), barnabæk-
ur (1754), fræðibækur (1700)
og trúarlegs efnis (1035). —
Aukin sala var á bókum um
ferðalög og ævintýralega ■ við-
burði, ævisögum, bókum um
læknisfræðileg efni og heilsu-
far. ævisögum, náttúrufræði og
stjórnmál.
Nixon varaforseti Bandaríkj-
anna leggur til að innílutn-
ingslögunum verði breytt til
þess að geta veitt fleiri Ung-
verjum mótttöku.
★ Óeirðasamt hefur verið I
Florida út af kynþáttamál-
um. í Tallahassee hafa stræt-
isvagnaíerðir verið lagðar
niður.
Ævintvr H. C- Andersen ♦ Kláus og Stóri SCfáus.
,,Pennan galdramann
verður þú að selja mér“,
sagði bóndinn. ,,Þú mátt
krefjast hvers sem þú vilt,
já, ég skal meira að segja
gefa þér heila skeffú af
peningum.“ „Já“, sagði
Litii Kláus, ,,en ég vil hafa
skeffuna kúfaða.“ ,,Já, svo
skal vera“ sagði bóndinn,
,,en kistuna þá arna verður
þú að taka með þér“.
Litli Kláus lét svo bóndann
fá pokann með hrosshúð-
1 inni, fékk svo kúffulla
j skeffu af peningum og hjól-
í börur til að flytja bæði
' peningana og stóru kist-
una. Hinum megin við
skógihn var stór og djúp á,
og yfir hana var stór ný
brú, og á miðri brúnni
stanzaði Litli Kláus og
sagði upphátt við sjálfan
sig. „Hvað hefi ég að gera
við þessa bjánalegu kistu.
Hún er svo þung, að það
er bezt að ég hendi henni
í ánna.“ „Nei, gerðu það
ekki,“ kallaði djákninn
innan úr kistunni. „Eg skal
gefa þér heila skeffu af
peningum, ef þú g'erir þáð
ekki.“ „Já, það var annað
mál,“ sagði Litli Kláus og
opnaði kistuna. Djákmnn
skreið út úr kistunni og
ýtti henni út af brúnni og
hún datt niður í ána og svo
héldu þeir heim til djákn-
ans, þar sem Litli Kláus
fékk heila skeffu af pen-
ingum í viðbót. Nú átti
hann fuílár hjólbörur af
peningum.