Vísir - 16.01.1957, Síða 1
12
bls.
W1
I •
v
►
12
bls.
47. árg.
Miðvikudaginn 16. janúar 1957
12. ibl.
A sama tíma og þeir tárfelldu yfir árásinni á Egypta.
Stórfelld aukning i
innanlandsflugi.
Fluttir voru nær 59 þús. farþegar á s.l.
ári, en 44!4 þús. árið áður.
Stórkostleg aukning hefur
orðið á öllum innanlandsflutn-
ingum Flugfélags íslands á ár-
inu sem ieiö, mlðað við árið
áður sem hó var metár hvað
innanlandsflutninga snertir.
Alls flutti Flugfélagið 54810
farþega á síðastliðnu ári, hér
innanlands, en 44405 farþega
árið áður. Er hér um 23 % aukn-
ingu á farþegaflutningum að
ræða.
Aukningin á öðrum flutn-
ingum innanlands var þó enn
meiri, því vöruflutningarnir
námu 1170 lestum, sem svarar
til 25,8% aukningar, og póst-
fltuningar 137 lestum, en það
svarar til 26% aukningu mið-
að við árið áður.
í þessu sambandi skal þess
getið að á s.l. ári jókst flug-
vélakostur félagsins ekki neitt.
30,000 lesta
kafbátur.
Eitt stærsta fyrirtæki í
Japan, Mitsubishi, hefur í
hyggju að smíða risa kafbát,
sem verður notaður ti! olíu-
flutninga og verður hvorki
meira né minna en 30,000
lestir. Aðalvél hans verður
knúin kjarnorku, og er
ætlazt til þess, að nökkvinn
geti farið með 22ja hnúta
hraða í kafi. Kostnaður við
kafbátinn verður tvöfalt
meiri en við venjulegt olíu-
flutningaskip af sömu
stærð. Lengd kafbátsins
verður 540 fet, en meðal-
stærð brezkra kafbáta er t.
d. 250 fet.
jr
Israel ætlar að
kæra Sovétríkin.
Israelsstjórn hefur í hyggju
að stefna stjóm Sovétríkjanna
fyrir albjóðadómstólinn í Haag.
Ástæðan er sú, að Sovétríkin
hafa hætt að selja Israel olíu
og neita að taka við meira af
ávöxtum þaðan. Lögðust þessi
viðskipti niður, er Israel gerði
innrás á Egyptaland, en önnur
kommúnistaríki hafa haldið
sínum viðskiptum við ísrael
áfram.
Grindavíkurdeilan
að leysast.
Útlit er fyrir að samkomulag
muni nást í kjaradeilu útgerð-
armanna og sjómanna í Grinda-
vík.
Fulltrúar beggja deiluaðila
sátu á fundi með sáttasemjara
til kl. 8 í morgun og á þeim
fundi munu hafa verið komist
að samkomulagsgrundvelli því
báðir aðilar leggja í kvöld til-
lögur sínar til samþykktar í fé-
lögunum. Verkfaili'nu mun
hins vegar ekki aflýst fyrr en
samkomulag hefur náðst.
V* r É. r • r % • r
Tjon af farviðn i Ljosa-
vafsisskarði.
iBinbmfsþjéfnr haBifjfekinn á
Akureyri.
Frá fréttaritara Vísis
Akureyri í morgun.
í fárviðrinu mikla, sem geys-
aði um Norðurland í fyrradag,
urðu miklar skemmdir á tveim
bæjuin í Ljósavatnsskarði, en
þar varð veðurhæðin gífurleg.
Aðalskemmdirnar urðu á
Birningsstöðum í Ljósavatns-
skarði, en þar fauk þak af fjár-
húsi, þak af votheysgryfju og
hluti af hesthúsþaki.
Þakið af fjárhúsinu mun hafa
tekið af í einu og afl roksins
svo mikið, að alla innviði og
stoðir tók með, þegar þakið
Ógæftir og
aflaleysi.
Keflavík í niorgun.
Aðeins þrír bátar reru í gær
og fengu lítinn afla. Einn þe'rra
Kári frá Vestmannaeyjum bil-
aði, en komst þó af elgin ramm-
leik til hafnar.
Tíðarfarið er risjótt og ógæft-
ir, og lítið um fisk á aniðunum
enn. 30 bátar eru tilbúnir að
róa þegar gefur en margir að-
komubátar eru ókomnir enn til
Keflavíkur.
Sveík úf vcrur.
Sagðist vera háseti á
Agli rauða.
í gær var lögreglan í Rvík
beðin aðstoðar við að handtaka
mann, sem svikið hafði út vör-
ur í verzlun í Hafnarfirði und-
ir fölsku yfirskyni.
Viðskiptavinurinn kom að
tali við eiganda verzlunarinnar,
kvaðst vera skipverji á togar-
anum Agli rauða og sagði til
nafns.Spurði hann kaupmann-
inn, hvort hann gæti ekki feng-
ið vöruúttekt út á væntanlegt
kaup, þar eð hanr. væri pen-
ingalaus eins og stæði, en þyrfti
nauðsynlega á vörunum að
halda.
Kaupmaðurinn sá aumur á
sjómanninum og lét hann hafa
vörur fyrir 1100 krónur og með
þær fór viðskiptavinurinn út úr
búðinni. En hvort heldur að
kaupmanninum hafi hug-
kvæmst eftir að maðurinn var
farinn að togarinn Egill rauði
var löngu horfinn í djúpið, eða
fengið vitneskju um það ann-
ars staðar frá, þá fékk hann
eftirþanka um að ekki myndi
allt með felldu og bað lögregl-
una í Reykjavík ásjár, því hann
hafði grun um að þangað myndi
hásetinn af Agli rauða hafa
farið.
Lögreglunni mun hafa tekizt
að hafa bæði upp á manninum
og vörunum í gær.
fauk. Fjósið skemmdist svo
mjög, að ekki er unnt að nýta
nema litið eitt af því.
í gær komu menn af nær-
liggjandi bæjum til þess að að-
|stoða Birningsstaðabóndann við
að koma upp bráðabirgðavið-
gerð á því, sem skemmst hafði.
Á Kambsstöðum í Ljósavatns
skarði fauk hluti af fjárhús-
þaki. Ekki hefur frétzt um frek
ara tjón af völdum ofviðrisins í
Ljósavatnsskarði né Fnjóska-
dal.
Infhienzufaraldur.
Víða norðanlands geysar um
þessar mundir illkynjaður in-
flúenzufaraldur og hefur fólk
víða lagzt í rúmið. I Fnjóska-
dal er nú t. d. um helmingur
allra skólabarna rúmliggjandi.
Innhrotsþjófur handtckinn.
Síðastliðinn laugardag hafði
verið brotizt inn í Kaffibrennslu
Akureyrar með þeim hætti, að
farið hafði verið inn um glugga,
sem var á þaki hússins. Þann-
ig hafði þjófurinn komizt inn í
skrifstofu fyrirtækisins og stol-
ið um 1000 krónum í peningum,
sem geymdar voru í skrifborðs-
skúffu.
Á mánudaginn handtók lög-
reglan á Akureyri þjófinn, en
hann hafði áður gerzt brotlegur
við lögin og var lögreglunni
kunnur. Hafði hann eytt helm-
ingi þýfisins á skemmtunum
uppi í sveit um helgina, en 500
krónur fundust í vörzlu hans,
þegar hann var handtekinn.
Líflátsdómar
í Búdapest.
Fréltema^ns víssð úr
Skyndidómstólar kváðu upp
líflátsdóma í Búdapest í gær
yfir tveimur mönnum. Dómuu-
um mun verða fullnægt í dag.
Bandarískum blaðamanni var
í gær visað úr landi. Heitir hann
John McCormack og er fréíta-
ritari New York Times. Er hon-
um gefið að sök að hafa s.mað
blaði sínu villandi fregnir um
atburðina við Csepel-stáliðju-
verið í Búdapest sl. föstudag, er
rússneskir hermenn og öryggis-
lögregla umkringdu verksmiðj-
urnar og skutu á verkamenn.
Gaitskell, leiðtogi brezkra
jafnaðarmanna, sem dvelst í
Bandaríkjunum, sagði í gær,
að Bretar liefðu til þessa
tapað 50 millj. stpd. á lokun
Súczskurðarins. Kvað hann
réttmætt, eins og komið
væri, að Sameínuðu þjóðirn
ar og Bandarík'n stuðluðu
að því af megni, að skurð-
urinn yrði opnaður hið
fyrsta til frjálsra siglinga.
Lengsta brú Nore^s
verður 1100 m.
Frá fréttaritara V£sis. —<
Osló í janúar.
Smíði brúar yíir Tromseyj-
arsund hefur verið boðin út, og
verður þetta mikið mannvirki.
Brúin á að verða 1100 metra
á leng'd, og verðui þess vegna
lengsta brú í Noregi. Mesta
hæð verður 78 metra, og skip
með 38 m. háar siglur geta siglt
undir hana. Kostnaður við
sjálfa brúna er áætlaður um 8
milljónir n. kr., en kostnaður
við vegarlagningu að henni og
annað mun verða um 3 milljón-
ir n. króna.
Norðmenn nærri
3,5 milljónir.
Frá fréttaritara Visis. —
Osló í janúar.
Um áramótin voru Norðmenn
orðnir 3.478.000 samtals, og
konur 14.000 fleiri.
Sérfræðingar gera ráð fyrir,
að Norðmenn fylli hálfa fjórðu
milljón í ágúst eða september
á árinu. Ái'ið 1950 voru konup
28.000 fleiri en kyrlar.
Frá New York á 9,44 klst.
Loftleiðaflugvél á nýjum mettíma.
í síðastl. septembermánuði
fór ein af flugvélum Loftle:ða
á IÖ klukkustundur.i og 12 mín-
útum frá New York til Reykja-
víkur.
Þótti það svo hröð ferð, að
naumast væru likur til að Sky-
masterflugvél færi þess? leið á
skemmri tíma, en klukkan rúm
lega 3 í nótt var leiguflugvél
Loftleiða LN-SUP lent hér á
Reykjavíkurflugvelli og hafði
hún þá bætt fyrra metið um
26 mínútur, þar sem flugtími
hennar frá New York til Reykja
víkur reyndist ekki hafa verið
nema 9 klst. og 44 mínútur, en,
það svarar til um 450 km. með-
alhraða á klukkustund.
Flugstjóri í þessari hraðferð
flugvélarinnar var Einar Árna-
son en flugleiðsögumaður Hall-
dór Olafsson.
Farið var yfir Gander sunnan
Grænlands eftir hinni svo-
nefndu stórbaugslínu. Vindar
voru mjög hagstæðir og var bvr
inn oft um 16 vindstig. Flogið
var oftast í 11 þúsund feta hseð<