Vísir - 16.01.1957, Page 4

Vísir - 16.01.1957, Page 4
A VÍSIR Miðvikudaginn 16. janúar 1957 Jónas Kristjánsson: Rétt eða rangt manneldi. Neyzla dauðra fæðuíegunda hefur hrörn- unarkvilla í för tneö sér. Elvað ber að forðast í matarœði? Grein þessi birtist nýlega í tímariti N.L.F.Í.. og ley'fir Vísir sér að birta hana, svo að hún komi fyrir sjónir sem flestra. Rétt manneldi varðar meira en nokkur veit. Líkaminn er byggður úr þeirri fæðu, sem maðurinn neytir og skiptir það því miklu, hvort hann fær rétta og lifandi fæðu, eða hann neyð- ist til þess að gera sér gott af því sem miður er hollt. Nú er það svo, að hver líf- tegund er sérfræðingur fyrir sjálfa sig um val sinnar fæðu. Sauðkindin; kýrin, hesturinn og geitin eru gras- blóma- og jurtaætur. Rándýrin; eins og ljón, tígrisdýr, hundar og tófur, eru kjötætur. Maðurinn er jurta- og áyaxtaæta og hráæta. En hann hefur gert sig að alætu og etur soðna fæðu bæði úr jurta og dýraríkinu, og þar með hefur hann brugðizt eðli sínu og orðið krankfelldasta dýr jarðarinnar. Þannig fer hverju því dýri, sem brýtur í bága við lögmál þau, sem tegundin er háð. Meltingarfæri dýranna. Kindint kýrin, hesturinn og geitin eru öll grasætur og líf- færi þeirra sérstaklega til þess útbúin — maginn er stór, þarmarnir langir og sérstaklega langur ristill, til þess að ná sem bezt næringunni úr þeirri fæðu, sem náttúran hefur ætlað þeim. Rándýrin hins vegar hafa meltingarfæri, sem eru sérstak- lega til þess gerð að melta kjöt, þó hundur og köttur hafi að nokkru leyti orðið alætur í fé- lagsskap manna. Það er sér- staklega ríkt í eðli kattarins að lifa rándýrslífi. Hann hefir ekki enn þá sleppt hvöt sinni til að veiða dýr og fugla. Það er gaman að sjá, hvernig læðurn- ar kenna afkvæmum sínum, kettlingunum, að veiða fugla og mýs. Þær sleppa þeim með lífsmarki, til þess að kenna kettlingunum að verða djörf veiðidýr. Ráridýrin hafa vígtennur, sterkar og hvassar, til þess að drepa veiðidýrin með og halda þeim föstum, hvassar og sag- myndaðar tennur, sem klippa sundur fæðuna og stérka jaxla aftast til þess að bíta sundur bein og mylja þau í smátt. Þegar þau hafa drepið fórnar- dýr sín, rífa þau sundur mag- álinn ofan til og stækka það gat, svo þau komi hausnum inn og svelgja í sig mörinn, klippa gallblöðruna og skirpa henni út úr sér; eta því næst lifrina, hjartað, lungun og nýr- un og gleyma ekki nýrmörn- um; í honum eru einhver kosta- mestu efni dýrsins, þar sem eru nýrnahetturnar; því næst éta þau nokkuð af kjötinu, urz þau byrja á beinunum. Þau kunna að velja. Þessi dýr hafa sterka eðlis- ávísun um val fæðu sinnar, eins og villt dýr yfirleitt, en hjá manninum hefur hún sljófgast, og svo er um húsdýr hans. Rán- dýr hafa kúlumyndaðan maga; stutta þarma litlu lengri en frá trýni aftur á bak, og úrstuttan, spannarlangan ristil. Gerð þess- ara líffæra sýnir glöggt nær- færni náttúrunnar í sköpunar- starfi; slíkir þarmar hæfa ein- mitt kjötætum; ef rándýrin hefðu haft lengri þarma, myndi rotnun kjötsins í þörmunum hafa orðið tegundinni að bana. Maðurinn lítur á sjálfan sig sem alætu. En þetta er ekki rétt mat. Maðurinn er eins og áður segir jurta- og ávaxtaæta, og uppháflega hefur hann einnig verið hráæta og neytt allra á- vaxta, korns og jurta 1 ósoðnu ástandi, unz hann lærir að nota eldinn. Af því er merkileg frá- saga í alkunnri grískri goðsögn, sögunni um Prómeþeif, sem stal eldinum frá guðunum og faldi hann í holu priki. En guð- irnir reiddust honum fyrir tiltækið bundu á fjalli uppi og settu örn til þess að kroppa úr honum lifrina. En Pandóra verður til þess að færa mann- kyninu allskonar sjúkdóma fyrir misnotkun eldsins. Sagan áf Prómeþeifi minnir annars nokkuð á það, hvernig Æsir bundu Loka. Krömun og úrkynjun. Nú er maðurinn orðinn alæta, Hinn sérlegi sendiboði. Dr. O. leit hvasst á Mayer. „Það er hægt að fá meira af svo góðu frá sama stað.“ Rödd- in var dimm og róleg. „Eg er aðeins sendur hingað og sá, sem sendi mig, starfar sjálfur í utanríkisráðuneytinu í Berlín. Sem stendur er þessi vinur minn staddur hér í Bern. Hann kom hingað í gær í erindum ráðuneytisins, sem sérlegur sendiboði, á annan hátt hefði hann ekki getað komizt hingað frá Berlín. Hann leitar nú eft- ir því að komast í samband við bandamenn. Eg hefi þekkt þennan mann í mörg ár. Eg get fullvissað yður um, að hann er fivarinn andstæðingur Hitlers og hefir ákveðið að leggja sig í þá hættu, að berjast gegn hon- um. Hann óskar eftir að fá að tala við yður sjálfur. Með því að senda yður þessi skjöl, vill hann sanna yður að honum er treystandi og hann getur látið yður í té meira af þessu tagi. Gildran! Mayer bað nú dr. O. að ganga yfir í fremra herbergið og biða sín þar og flýtti sér síðan inn á einkaskrifstofu Dulless og skýrði honum frá málavöxtum og afhenti honum skjöln. Slíkt tilboð, að taka upp leynisam- band við utarníkisráðuneytið í Berlín, gat ekki verið annað en gildra. jurta- og ávaxtaæta og ekki síður kjötæta, og hefur auk þess eldborið mat sinn og soðið um langan aldur. Þetta hefur verið meira en hann þyldi til lengdar. Afleiðingar þessara tiltækja allra eru hinir mörgu og miklu hrörnunarkvillar og úrkynjun- arsjúkdómar, allt frá tannveiki og þrota í kokkirtlum til maga- sárs og sjúkdóma í öllum melt- ingarfærum. Maðurinn er orð- inn krankfelldasta lífvera jarð arinnar, þar sem ekkert líffæri hans sleppur við sjúkdóma af einhverju tagi. Og allt þetta getur hann sjálfum sér um kennt, þar sem hann hefur reynt að komast undan lögraál- um, sem móðir náttúra hefur sett öllu lífi. Hvað þýða svo þessir sjúk- dómar, sem vestrænar þjóðrn hafa tileinkað sér, með lifnað- arháttum sínum? Þeir eru á- minning um það, að vér höfum brotið lögmál lífsins og verð im a ðgera annað tveggja, að hverfa aftur til réttrar lífsstefnu eða verða þurrkaðir út að cðrum kosti; svo alvarlegir eru þeii kvillar er vér höfum bakað oss. Vér getum séð það og þreifað á; því á hverjum degi, að þar ssm þróunarlögmál lífsins eru broí in, þar eru þeir þurrkaðir út af vettvangi þess, sem ekki sjá að sér. Krabbamein er síðasta og alvarlegasta viðvörunin af þessu tagi, hið síðasta SOS, eða á- minning til vor um það, að hingað verði farið, en ekki I lengra. j Sjúkdómsorsaka er ekki leitað. Þegar vér gefum því gaum, að því nær allt starf hinna mörgu lækna fer til þess að lappa upp á sjúkdómseinkenri- in, má hverjum manni ljóst vera, að ekki er stefnt í rétta átt. Með því er óbeinlínis stefní að því að rækta sjúkdóma í stað þess að leita uppi og taka fyrir orsakir þeirra. Vér erum áhorfendur að því, að þrátt fyrir allt, sem gert er til þess að lækna krabbamein, hjartasjúkdóma, sálsýki, gigt og aðra slíka kvilla, þá vaxa þeir einungis með ári hverju. Ætti það eitt að vera nóg til að vekja menn til umhugsunar um það, hvert stefnir, og sýna læknum vorum fram á, að hér verður að breyta um vinnu- brögð. „Það er um tvennt að ræða,“ sagði Dulles. „Þjóðverjar gera ráð fyrir, að við munum senda þessar upplýsingar í loftskeyti til Washington. Þeir hlusta á öll loftskeyti okkar og jafnvel viðskiptaskeyti Svisslending- anna og á þann hátt búast þeir við, að geta ráðið dulmálslykil okkar. Líka getur það hugsazt, að þessi náungi sé gagnnjósn- ari, og tilkynni svissnesku lög- reglunni, að við höfum tekið við upplýsingunum og á þann hátt geta þeir sEikað ökkur um að reka njósnir. Samband okkar við flugumann þenna væri sönn un, sem gæfi næga ástæðu til þess að vísa okkur úr landi. Undir öllum kringumstæðum Manneldisfræðingar eins og Dr. Bircher Benner og Sir Robert MacCarrison hafa fyrir meira en aldarfjórðungi sýnt fram á að ónáttúrlegt matar- æði á aðalsökina á því að hrörnunarkvillar fara svo hrað- vaxandi. Þaðan stafa hin mörgu tár — og dauði fyrir aldur fram. En hve lengi eigum vér að fórna svo mörgum mannslíf- um, svo mörgum tárum, svo miklum kveinstöfum og fjár- munum til þess eins að skapa og viðhalda sjúkri, ímyndaðri menningu, sem er ekki annað en ómenning og afmenning? Vort eigið dæmi er nærtækt. Til eru menn í afkimum heims, og hafa jafnvel verið hér í Evrópu, sem eru lausir við alla þá kvilla, sem á oss sækja. En hafi þeir tekið upp mataræði og menningarhætti vestrænna þjóða, þá hafa hrörnunarkvill- arnir fallið yfir þá jafnskjótt eins og eftir pöntun. Og nær- tækt og glöggt er vort eigið dæmi. Við höfum orðið þessum sjúkdómum æ auðveldari bráð, eftir því sem sú fæða, sem vér fáum frá útlöndum, hefur verið gerð að meiri verksmiðjuiðnaði og um leið að dauðri fæðu og óætri. En svo er um hinn dauð- hreinsaða hvítasykur, hvíta hveiti, völsuðu hafragrjón, eld- hituð í verksmiðjunum til þess að drepa í þeim kímið, hefluð rísgrjón o. s. frv. — til viðbótar þeim 500 smálestum af sælgæti, sem íslendingar éta á ári hverju, auk hinna skaðvænn drykkja, lyfja og eiturmeðala sem vér neytum. Vér getum ekki átt von á að sjúkdómunum linni, fyrr en þessar plágur eru landrækar, því þær eru orsök þess að þjóð vorri miðar nú hraðfara áfram á braut úrkynjunar og hnign- unar. Jnýtir sér. Og af líkamlegum (leifum þeirra og allskonar jurtagerla myndaðist síðan 1 gróðurmoldin, og því meiri og Lífið verður að nærast á Iífi. Kjarni þessa máls er sá leynd- ardómur, að allt líf verður að nærast á lífi eða lifandi fæðu. Lífið er lifandi straumur, kom- inn handan yfir hinar miklu víðáttur um farvegu sólar- geislanna. Eins og höfundur lífsins hefur gefið oss lífið, hef- ur hann skapað og séð oss fyrir viðeigandi fæðu — ekki á skömmum tíma á vorn mæli- kvarða, heldur á löngu tímabili framþróunar. Af örsmárri, lif- andi jurt, eins og arinu í sólar- geislanum, hafa stærri jurtir orðið til og þroskazt að vexti og margbreytni fyrir mátt sólar- ljóssins, sem blaðgrænan hag- ^fjölbreyttari sem hún varð, því hraðar gekk sköpun og þroski , jurtalífsins — og dýralífsins þá hið sama. Það væri barnalegt að líta svo á að sköpuninni sé nú lok- ið. Hún heldur vissulega áfram sem eilíf starfsemi, þó að mannkynið villist út af sinni þroskabraut. Maðurinn, ekki síður en aðrar líftegundir, er háður eilífum framþróunarlög- um, sem hann verður að hlíta,. eða þurrkast ella út. Vestrænar þjóðir hafa snúið inn á braut sívaxandi sjúkdóma, úrkynjun- ar og hrörnunar, og ekkert get- 'ur stöðvað þær nema fullkomin hlýðni við lögmál þau, sem líf ' og þroski eru háð. Kákið kem- ur þar að litlu haldi. — Það er til dæmis heimskulegt að ætla sér að lækna krabbamein, syk- ursýki, hjartasjúkdóma og aðra. slíka kvilla, án þess að lagðar séu niður þær illu venjur, sem J valda þessum sjúkdómum. Það ' tekst aldrei. En annað ráð er j einhlítt til að útrýma þessum sjúkdómum, og það er náttúr- , legar lífsvenjur og umfram allt náttúrlegar fæðutegundir til daglegrar neyzlu. Dauð fæða. Mannslíkaminn er byggður upp af lifandi og starfandi frumum, sem hverri og einni er það ríkast í hug að varðveita heilbrigði líkamans. Meðan hver fruma fær sína náttúrlegu. J næringu, vinnur hún sitt starf j af mestu skyldurækni, og lík- aminn nýtur heilbrigði eftir þvi. En sé fruman svipt þessari j eðlilegu fæðu, er þar með lagð- ur grundvöllur að hverskonar sjúkdómum. Það er einmitt þetta, sem vestrænar þjóðir hefir' hent, pg oss íslendinga þar á.meðal. Neyzla soðins kjöts og fiskjar ásamt dauðri fæðu eins og hvíts hveitis, hvítasyk- urs, valsaðra hafra o. s. frv. hefir óhjákvæmilega langa við- stöðu og þar af leiðandi rotnun í þörmunum í för með sér og afleiðingin verður eitrun lík- amans og lífefnasvipting, sem kemur fram í hverskonar sjúk— dómum. Ef vér lifum hins vegar að miklu leyti á lifandi jurta- fæðu og ávöxtum, þá ræktum vér þar með heilbrigði vora og sjúkdómarnir hverfa. Kaupi ísl. frímerki. S. ÞORMAR Sími 81761. eru mjög litlar líkur fyrir því, að þessi maður hafi hreint mél í pokanum.“ Mayer bauðst nú til þess að taka á sig alla ábyrgðina, ef illa færi. Dr. O. hafði vakið traust Mayers þrátt fyrir allt. Dulles féllst á, að gefa Mayer frjálsar hendur að minnsta kosti þangað til þeir hefði talað við sendimanninn frá Berlín. Hann gæti þá líka fengið tækifæri til þess að mynda sér sjálfur skoð- un um þennan undarlega mann. Mayer skundaði aftur inn til Dr. O. og tjáði honum, að hann væri reiðubúinn til að hitta sendimanninn. „Hvað eigum við að segja, til dæmis í kvöld eða um miðnættið, heima hjá mér?“ Það varð að samkomulagi, að hittast heima hjá Mayer um miðnættið, því sendiboðinn yrði í kvöldmatarboði hjá einum vina sinna, sem starfaði í sendi- ráði Þjóðverja í Bern. Jafnframt var svo ákveðið, að Dulles skyldi koma til Mayers upp úr miðnættinu án þess að nafns hans yrði getið. Mayer bjó þar sem heitir Kirchenfeld, en í því hverfi búa margir stjórnmálaerindrekar. Hann gaf Dr. O. nákvæma lýs- ingu á húsinu svo að hann og hinn ókunni vinur hans gæti fundið staðinn án þess að vekja á sér athygli. Að svo búnu kvöddust þeir. Frh, á-9. s. ’

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.