Vísir - 28.01.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 28.01.1957, Blaðsíða 4
4r. VÍSIR Mánudaginn 28. janúar 1957 Finnland er kallað „^iúsund vatna landið“, en til er ríki, sem kalla mætti ,,'þúsund eyja rík- ið“, en innan vébanda pess eru yfir 3000 eyjar. Þar hefir ofursti nokkur, Anmad Hussein hrundið af stað byltingu í þeim tilgangi að „þjóðin gæti átt við réttlæti og velmegun að búa“. Er menn hugleiða nafn leiðtogans og hver er tilgangurinn með bylt- ingunni munu flestir fara að hugsa urn einhver Arabalönd. í Sýrlandi og öðrum Arabalönd- um til dæmis er hamrað á því í áróðurstilkynningum, að Ar- abaþjóðirnar krefjist réttlætis. Eyjaríkið sem að ofan er vik- ið að, er Indónesía, og það er margt líkt með skyldum — það ríki byggir mikill fjöldi Mú- haméðstrúarmanna_ og þar eru þjóðir, sem nýlega hafa endur- heimt frelsi sitt. Og erfiðleik- arnir eru hinir sömu. Menn vilja geta notið þegar sömu lífsgæða og þjóðir lengra á veg komnar tæknilega en „Róm var ekki byggð á einum degi“, og erlendum yfirdrottnurum er kennt um allt hið illa, sem þess- ai’ þjóðir hafa átt við að búa, en því gleynd sem yfirdrottn- ararnir hafa vel gert og alið á útlendingahatri. Mörg þessara landa eru auðug að náttúru- gæðum, önnur ekki. Og það sem verst er — öngþveiti ríkir, af því uð reynslu til að stjórna vantar — og oftast líka þekk- ingu. Og þar sem nú svo hagar til að hver höndin er upp a móti annari meðal almennings, meðal stjórnmálamanna — og innan hers hlutaðeigandi lands, er ekki á öðru von^ en heitt sé í kolunum. Innan um eru svo flokkar heiðarlegra umbóta- manna^ sem vilja friðsamlega þróun, og skilja, að hún verður affarasælust, ef farið er hóflega hratt, og haft samstarf við efn- -aðri, reyndari og velviljaðri þjóðir. Fyrir þeim var og er bylting annað en meðal til þess að ná völdunum. ■Indónesía er víðlendasta og fólksflesta Arabaríkið. Þetta hefi1 mörgum gleymst. Þar búa á 3000 eyjum um 80 milljónir manna, þar af 52 milljónir á eynni Jövu, sem er eitt af þétt- byggðustu löndum heims, en á eynni Súmötru búa 12 milljónir manna. Indónesía er líka eitt af auðugustu löndum jarðar. Á Súmötru er framleitt 20% af öJLu tini, sem framleitt er í heiminum, og þar er framleitt feikna mikið af hrágúmi og olíu, en 80 af hverjum 100 íbú- um lifa á jarðrækt_ og þá fram- ar öðru á hrísgrjónarækt. Indónesía hét áður Hollenzka Austur-Asia. Annars voru það portúgalskir farmenn, sem „uppgötvuðu" þessar eyjar, en Hollendingar náðu þeim á sitt vald um 1600. Þær urðu hol- lenzkar nýlendur. Stjórnað var harðri hendi lengi vel, en margt gerðu Hollendingar þarna vel. í síðari heimsstyrj- öldinni náðu Japanar eylöndum þessum á sitt vald og vaknaði þar sterk þjóðernisalda_ sem leiddi til mikilla átaka og deilna, en svo fóru leikar, að nýlendurnar gengu Hollending- um iú' greipum og 1949 var indópesíska sambandsrikja- lýðveldið stofnað. Þegar e;r ár var liðið var kom- ið á fót stjqrn fyrir allt ríkið, þótt hin tíu fylki þess fengju að halda takmörkuðu frelsi en á undangegnum árum hefir stjórnin, með Sókarnó forseta í broddi fylkingar, orðið að bæla niður ýmsar byltingartil- raunir. Einn kunnustu upp- reitsarleiðtoga var Westerling, foringi „hinna himnesku her- skara“. Erfiðleikarnir á að varðveita einingu ríkisins fóru vaxandi í hai'ðri sókn til bætts efnahags og umbóta, þar sem margt fór í handaskolum og þá var farið að kenna erlendum áhrifum um allt saman — bitn- aði þetta á gömlum hollenzkum fyrirtækjum, sem lagt höfðu fram mikið fé til þess að reisa oliustöðvar og verksmiðjur og til ræktunar, og hagnazt vel á. Meðal þeirra_ sem þetta bitn- aði á, var hinn kunni Leon Jungschláger. Afleiðing þessa var, að erlent fjármagn hætti að streyma til landisns; hráefni landsins hafa ekki verið nýtt, og frumskógur teygir anga sína inn á víðáttumikil akurlönd. Gripið var til gamla ráðsins — að hafa seðlapressurnar í gangi — með háskalegum af- leiðingum sem jafnan. Indones- inn sem erjar jörðina fær nú einn þriðja þess hrísgrjóna- magns, sem hann fékk fyrir styrjöldina_ — ,„her“ opinberra starfsmanna er orðinn um ein milljón manna, sem fá há laun (mikið af seðlum), en hafa litið að gera. Hagur þeirra hefur — sem annarra — farið versnandi í hlutfalli við vaxandi verð- bólgu. En þarna eru nú gróðurlönd kommúnismans. Flokkurinn fékk í kosningunum 1955 20% atkvæða, en með samstarfi annarra flokka tókst að bægja þeim frá þátttöku í ríkisstjórn- inni. Mesta hættan, sem stjórn- in á við að búa stafar þó ekki frá kommúnistum eða móham- eðönskum öfgamönnum heldur frá hernum. Völd og áhrif hers- ins hafa mjög aukist á s.l. ári. í fyrrasumar handtóku hershöfð- ingjar sjálfan utanríkisráðherr- ann, knúðu fram mannaskipti í stjórninni, sögðu fyrir um val yfirhershöfðingja og fengu því framgengt, að komið var á skeytaskoðun. Forsetinn hefur reynt að fá hernaðarútgjöld lækkuð og fækkað í hernum, en neyðst til að taka aftur tillögur sínar. í hernum eru nú 250.000 menn. Fylkishershöfðingjarnir hafa verið svo til einráðir, sumir hverjir — hver á sinu svæði. Kröfurnar . urn hernaðarlegt einræði hafa verið fram bornar. Ljóst er, að styðji aðrir hers- höfðingjar byltingarhreyfing- una á Súmötru, getur hvorki forsetinn eða ríkisstjórnin neitt Ungverjar mega ekki sinna stjórnmáium í Austurríki. Austurríska stjórnin bannar það í samræmi við hlutleysi sitt. Eins og getið hefur verið í fréttum undanfarið, hafa flóttamenn frá Ungverjalandi hópast tugþúsundum saman til Austuríkis, sem er eina frjálsa landíð, sem liggur að Ung- verjalandi. Jafnvel áður en uppreistin hófst voru nokkur hundruð ungverskra flóttamanna í Austurríki. Austurriki hefur lýst yfir ævarandi hlutleysi og gætir þess mjög vel, að flótta- menn misnoti ekki gestrisnina með þvi að taka upp pólitíska starfsemi^ meðan þeir dvelja í landinu. Um 30. okt. sl. kom Ferenc Nagy (sem ekki má rugla saman við Imre Nagy) til Austurríkis. Ferenc Nagy var fyrrum forsætisráðherra í Ung- verjalandi og hugðist nú ræða ivið andkommúnista þarna á austurrískri grund. Honum var þegar í stað vísað úr landi aftur og fór hann vestur á bóg- inn. Fjölmargir ungverskir her- menn og vopnaðir uppreistar- menn hafa flúið inn fyrir landamæri Austurrikis og verið afvopnaðir þar. Mikill viðbún- aður var hafður til að geta tgk- aðhafst, Allt er lausara í reip- unum vegna þess. að hér er um fjölda eyja að ræða dreifðar yfir stórt svæði — og íbúarnir sundraðir — en herinn er líka sundraður, og það gæti orðið stjórninni til bjargar. (Þýtt). ið á móti sívaxandi flótta- manna. — Auk Austurríkis- manna, sem hafa lagt mikið af mörkum fyrir hið nauðstadda fólk, hefur Alþjóða Rauði Krossinn og deildir í ýmsum löndum safnað miklu fé til &<$ lina þjáningar þessa fólks. Mörg lönd hafa boðist til að taka við flóttafólki og lagt fé til að kosta flutning þess til hinna nýju heimkynna víðs- vegar am heim. Þegar uppreistin brauzt út flýðu nokkur hundruð Ung- verja, sem v.oru þá þegar i austurrískum flóttamannabúð- um aftur inn í Ungverjaland og hugðust ganga í lið með „bardagamönnum frelsishreyf- ingarinnar", eins og þeir nefndu það. Þannig var um skeið ýmist farið austur eða vestur "ýfir landamærin og kom þa& Austurríkismönnum í mikinn vando. ★ Tveir eigendur olíupramma’ í Lundúnum voru sektaðir í gær uin 200 stpd. Voru þeir sekir fundnir um hirðuleysi, sem varð íþess valdandi, að pramminn sökk, en við það flaut olía niður eftir Temsá, mönnum og fuglalífi til tjóns. M. a. varð að drepa tugi álpta, vegna þess, að ekki var unnt að hreinsa olíuna úr fjöðrum þeirra. Þess var nýlega getið í fréttum, að Trans-Canada-flugfélagið hefði fest kaup á 20 brezk- um flugvélum af gerðinni Vickcrs Vanguard. Þær eru búnar 4 hreyflum með gashverflum, geta flutt 82 farþega á 1. farrými eða 192 á ferðamannafarrými, og flogið 4200 km. án við- komu með 675 km. meðalhraða. Samanlagt verð flugvélanna var 24 millj. punda. og það var álitið óðs manns æði að senda honum orðsendingu á dulmáli, tók Meyer til þess ráðs að senda honum póstkort frá Ziirich, svohljóðandi. „Kæri vinur! Ég veit ekki hvort þér munuð eftir yngsta drengnum mínum, en svo er mál með vexti, að hann á bráð- um afmæli og ég hafði æt*að mér að gefa honum japanzkt leikfang, sem fram að þessu hafa fengist víðast hvar, en þau virðast nú hvergi fáanleg hér. Mig langar því til að spyrja yður, hvort þér munduð geta útvegað mér þetta frá Berlín. Skömmu seinna kom Wood sjálfur til Bern, ekki aðeins með Jiinar nákvæmustu fréttir um ástandið í Japan, heldur einnigl með orðréttar fyrirskipanir til hins keisaralega, japanska flota, sem sönnuðu sérfræðingum ameríska flotans, að þeir höfðu ráðið hið japanska dulmálskerfi rétt. Bauðui' ? Um vorið 1944 fékk Dulles hvaðanæva að þær fréttir að samsæri gegn Hitler væri í unirbúningi, Wood var ekki beinn þátttakandi í samsærinu, en margir vinir hans vissu um þetta. Eftir hið misheppnaða til- rasði 20. júlí, þar sem Hitler slapp næstum óskaddaður heyrðu íélagarnir í Bern lengi vel ekkert frá Wood. Meyer var sannfærð- ur um að Wood hefði verið tek- inn fastur og tekinn af lífi. Það var ekki fyr en í September að Meyer frétti á krókaleiðum, að Wood væri á lífi og kyr í Berlin. En Wood hefði ekki verið í tölu lifenda um þessar mundir ef eðlisvísan Gerdu hefði ekki not- io við. Nokkrum vikum áður en sprengjutilræðið var gert á Iiitl- er, fékk Gerda þau boð frá vini þeirra, að fundur nokkurra liðs- íoringja yrði haldinn í Potsdam ákveðið kvöld og þess væri ein- j dregið vænst að Wood mætti á fundinum. Eitthvert hugboð, sem Gerda fékk, varð til þess að hún hikaði við að segja Wood frá fur.di þessum og skilaboðunum j hafði á fundi þessum var tekirin fastur og líflátinn — nema sá, sem svikið hafði. Tvennskonar sigrar. En þó fór svo, að nokkru eftir sprengjutilræðið var Wood tek- inn til yfirheyrzlu. Flokksmað- urinn, sem fékk það hlutverk, að yfirheyra Wood var langferða- bilstjóri að atvinnu. Tvisvar kom hann í ráðuneytið og spurðist fyrir um Wood án þess að hitta hann fyrir. Að lokum lét hann I skila til hans, að vera heima hjá s'ér um kvöldið kl. 8 og bíða hans. Fyi'st gerði bílstjórinn sig mjög merkilegan og leyndar- dómsfullan og vildi íá að vita hvernig Wood verði frístundum sínum, Wood hafði því til að svara, að sem embættismaður stjórnarinnar hefði hann íáar frístundir, en þá sjaldan hann hefði tómstund iðkaði hann skák, eins og hann gæti fengið stað- fest í stjórnarráðinu. Siðan fór Wood að láta sem hann talaði við bilstjórann i meztu einlægni og ræða 'fram og aftur um hið mjög svo mikilvæga embætti sitt og lauk þessum fyrirlestri sinum með því að segja: „Þér sjáið náttúrulega, að embætti, sem krefst svo mikils trúnaðar, tekur hug minn allan og um fristundir getur ekki verið að ræða, nema endur og eins, og Framh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.