Vísir - 28.01.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 28.01.1957, Blaðsíða 6
VISIR ; r~i i .1 D A G B L A D Bitstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fiir.m línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Árásir IRA á Ulstar valda vaxandi áhyggjum. Samtökin sögð hafa 1000 manna lið við landaanæriri. Nýtt frystihús. í vikunni sem leið var tekin ákvörðun um það í útgerðar- ráði Rvk., að bæjarútgerðin ; skuli sækja um fjárfest- | ingarleyfi til að reisa frysti- ; hús hér í bænum fyrir togara , sína. Er svo til ætlazt að frystihúsið verði reist við höfnina vestanverða og jn-ði það svo stórt, að þar megi af- kasta mjög miklu magni af ílökum — eða fullum 30 smálestum — á átta stunda vinnudegi_ og auk þess er ; gert ráð fyrir, að geymslur [ hússins rúmi 2500 smá- lestir af flökum. Verður því um mikið fyrirtæki að ræða og mikilvægt fyrir bæjarút- ; gerðina og bæjarfélagið í heild, að því verði komið upp hið bráðasta. Fyrir nokkru var taisvert um það deilt í blöðum; hvort tog- arar ættu heldur að sigla með afla sinn til útlanda og selja hann þar eða veiða fvrir vinnslustöðvar í landi. Annars vegar var það sjón- armið, að svo lágt verð væri greitt fyrir þann fisk, sem til dæmis frystihúsin , keyptu af togurunum_ að fjárhagur þeirra leyfði ekki veiðar fyrir þau. Hinsvegar var á það bent, að þjóðarbú- ið fengi miklu meira fyrir þann fisk, sem væri fullunn- inn í landinu og fluttur út að því búnu en hinn, sem seldur væri beint upp úr togurunum erlendis, enda væri erlendi markaðurinn einnig oft hið mesta happdrætti. Báðir aðilar höfðu mikið til síns máls, en annars ákvarð- ast það að nokkru leyti af samningum við önnur ríki, hversu mikið fiskmagn er flutt ísvarið á erlendan markað, svo að togararnir hljóta alltaf að veiða meira eða minna fyrir frystihúsin. Munu þá þeir standa bezt að vígi, sem eru í eigu fyrir- tækja, er jafnframt eiga frystihús til að vinna úr afla þeirra. Með tilliti til þess hefir það einmitt verið at- hugað undanfarið, hvernig bæjarútgerð Reykjavíkur ætti að leysa það mál, að eignast frystihús, sem gæti tekið við afla togara hennar. Athugun hefir farið fram á því, hvort unnt væri að kaupa fiskiðjuver ríkisins á GrandagarðL stækka það og auka afköstin, svo að þau yrðu fullnægjandi. Fiskiðju- verið hefir hinsvegar ekki verið falt, og varð því að fara aðra leið. Þess er að vænta að ekki standi á að veita fjárfestingarleyfi það, sem bæjarútgerðin mun nú sækja um. Nýtt, stórt frystihús hér í bænum mundi ekki aðeins bæta aðstöðu bæjarútgerðartorgaranna til ^ muna, heldur mun það einnig geta tekið við afla fleiri skipa. Hér er því um mikið | hagsmunamál margra að ræða. III tíðindi. Giskað er á, að IRA menn hafi nú um þúsund manna lið í leyni- stöð\Tun við landamæri Úlsters. Fjórir menn úr flokki Irska lýðveldishersins svon., IRA, sprengdu í loft upp fyrir nokkr- um dögum herbúðir, sem voru í smíðum, og ollu þar tjóni, sem nemur upp undir 200.000 ís- lenzkra króna, en það er 'me.sta eignatjón, sem orðið hefur í nokkurrri árás þeirra, síðan er þær hófust fyrir nokkrum vik- um. Herbúðir þessar eru í Castle- hill, Dungannon, Tyrone greiía- dæmi. í herbúðunum var að eins einn umsjónarmaður roskinn maður kona og börn. Árásar- menn, sem voru fjórir talsins, höf§u svert andlit sín, neyddu hann til þess að fara út úr hús- inu, enníremur skipuðu þeir burt konunni og þremur börnum hennar, sem voru uppi í hinu húsinu. Ekketr af þessu fólki sakaði, er sprengingar lögðu húsið í rúst. — Opinber rann- sókn var hafin. — Við réttar- höld í Dyflinni hafði komið í ljós, nokkrum dögum áður. að árás á þessar herbúðir hafði verið fyrirskipuð. Hverjir voru a& verki? IRA er ólöglegur félagsskapur og valda árásir hans stjórninni í Eire 'ekki síður áhyggjum en stjórn Norður-lrlands. Hefur það komið skýrt fram i ummæl- um Costellos forsætisráðh. og annara ráðherra, en menn úr IRÁ, serú á hefur sannast skæru- hernaður á landamærunum, hafa verið dregnir fyrir rétt í Dyfl- inni og fengið sinn dóm. Þótt hugsjónin um sameinað Irland sé mörgum hjartfólgin, eru ábyrgir stjórnmálamenn mót- fallnir öllu ofbeldi, og telja sam- einingu ekki æskilega, nema hún gerist íriðsamlega og að vilja meirihluta íbúanna í báðum landshlufum. — Framferði IRA, sem taldir eru fá fjárstyrk frá IRA-mönnum í Bandaríkjumim, sætir harðri gagnrýni einnig í Eire. Veðrið .... Framh. af 1. síðu. lá har við bryggju, varð að fara frá bryggjunni og leggj- ast úti á firði. — Mikið af plötum fauk af norður og suðurhlið mjölskemmunnar miklu á Siglufirði. Þá tók rafmagn af á Siglufirði í morgun. 1 Húnavatnssýslu hefur verið einmuna tíð undanfarið, eins og á beztu sumrum, en i nótt skall á blindhríð. Þegar Vísir átti tal við Blönduós i morgun var þar mjög hvasst, allt að því rok og talsverð fannkoma. Þegar Visir átti tal við Hvammstanga var þar s\rartur bylur og mikil veður- hæð. Aftakaveður gerði á Akur- eyri um fimrn Ieytið í morgun og iðulaus stórhrfð. í þessu veðri gekk sjór yfir þann hluta bæjarins sem næst var sjónum og í morgun fréttist um að kjallarör húsa við Hafn- ! arstræti sunnan vlð Samkomu- húsið, hafi fyllst af sjó. Ekki var vitað um hve mikið tjón hafði orðið af þessu. Snjór er enn ekki mjög mikill. Veðitr var tekið að lægja í Þingeyjarsýslu undir hádegið | og komið sólskin í Bárðafdal. Seinni fréttir. ! Vegurinn fyrir neðan sam- komuhúsið skemmdist allmik- ið af sjóganginum í morgun, brotnaði úr vegbrúninni og möl barst upp áveginn. Öldugangurinn skall upp á neðri hæð þeirra húsa, sem næst stóðu sjónum og lokaði allri umferð um götuna, nema þvi aðeins að menn settu sig í hættu. Það voru ill og óvænt tíðindi, sem lesa mátti í blaði einu fyrir fáeinum dögum, þar sem útgerðarmaður einn skrifa'ði, að flökunarvélai'n- ar, sem nú er verið að taka í notkun í ýmsum frystihús- um, gefi ekki eins góða raun og menn höfðu gert sér vonir um. Á það hafðd verið minnzt, meðal annars hér í blaðinu, að væntanlega mundi notkun véla þessara geta dregið eitthvað úr kostnaði frystihúsanna, en samkvæmt frásögn útgerð- armannsins fer því fjarri. Hann heldur því fram, að vclar þessar sé ekki gerðar fyrir fisk af því tagi, sem hér kem- , ur á land til frystihúsanna, og verði því ekki sá sparnað- ur af þeim, sem ýmsir kunni að hafa gert ráð íyrir. Verð- ur að segja, að það er stór- furðulegt, að vélarnar skuli , vera svo gallaðar, ef svo má i. að orði komast, að enginn sparnaður sé af þeim, þótt það standi ómótmælt, að þær vinni á við 10—20 manns. Það mun rétt vera, að þær sé dýrar, en að þær dragi ekki úr kostnaði frystihús- anna, það er furðuleg stað- hæfing, og sannarlega ill, ef sönn er. Verður manni þá á að spyrja hvort rétt sé að eyða gjaldeyri í kaup á slík- um vélum. Virðist sjálfsagt, að gengið sé úr skugga um það, hvort innflutningur þeirra á rétt á sér í ljósi þeirra upplýsinga sem kom- ið hafa fram og hér er getið. MAGNÚS~^HORLACÍUS~ hæstaréttarlögniaður Málflutningsskrifstofa Aðalstræti á. — Sími 1875 Hallgrímur Lúðvíksson löag. skjalaþýðandi í ensku I ag þýzku. — Sími 80164. RáðvjrÍ bygging frystibúss fyr!r Bæjarútgerðina. Byggingarkostnaður áætlaður um 16 millj. kr. Ráðgert er að Reykjavíkur- kvæmdastjórunum falið að bær byggi frystihús fyrir Bæj- senda slíka umsókn í samráði arútgerðina og er áætlaður við útgerðarráð. byggingarkostnaður um 16 Jafnframt tók borgarstjóri millj. kr. fram, að hann hafi ritað hafn- Fimmtudaginn 24. janúar arstjóra bréf, þar sem hann 1957 kom útgerðarráð saman óskar að hafnarstjórn tryggi til að ræða um byggingu frysti Bæjarútgerðinni lóð og at- húss fyrir Bæjarútgerðina. Til hafnasvæði fyrir frystihús í | greina hafði komið að kaupa vesturhluta hafnarinnar. Fiskiðjuver ríkisins og auka af Framkvæmdastjórar Bæjar- köst þess, en þar eð það reynd- útgerðarinnar lögðu fram upp- ist ekki falt til kaups, var rætt kast að umsókn um fjárfest- um að byggja nýtt frystihús. ingarleyfi, þar sem gert er ráð j Tók borgarstjóri fram, að fyrir að grunnflötur frystihúss , hann telji rétt að sækia nú þeg ins verði um 2200 m- og rúm- ar unr fjárfestingarleyfi til mál um 17.500 ml Er ráðgert byggingar frystihúss af þeirri að húsið verði tvær hæðir. — stærð' og með þeirri afkasta- Frystiafköst þess af fiskflökum getu, sem frámkvæmdastjór-1 eru áætluð um 30 toiin á 8 . arnir hafa rætt um. Er fram- • klst. og að húsið geti auk þess Mánudáginn .28. japúar 1957 í Þegar snjór liggur dögum sam- an eins og ábrciðá yfir öllum jarðvegi, vérðum við fljótléga vör við skortinn lijá litlu fuglunum, sem halda tryggð við heimkynni sín jafnt sumar og vetur. Smá- fuglarnir, scm áðtir yoru varir um sig, gerast nærgöngulli, því hungr ið rekur þá til áð leita ætis alls staðar þar sem það er að finna. Það er hart í ári þessa dagana lijá litlu snjótitlingunum. Snjó- bréiðan öf þykk til þess að þeim takist að finna nok'kuð að kroppa í svánginn. Þá má sjá þá sitja í röðum á öskutunnum, sem gleymst hefir að setja lokið á. í-að er reýndar alltaf verið að minná á það að 'gefa fuglunum, cn í þessu tilfelli er góð vísa aldr- ei of oft kveðin, frekar en svo oft áður. Alltaf i'ellur eitthvað til. Fólk, sem yndi liefur af þvi að sjá fuglana í kringum sig, ætti að gera sér það að reglu *að haena fugla að liúsum sinum með þvl að gefa þeim reglulega. Það fell- ur á hverju heimili -alltaf eitthvað til af brauði, sem niylja má niður handa litlu fuglunum, ef aðeins er höfð liugsun á því. Það cr góð- ur starfi unglingunum á heimil- inu að sjá um að gefa fuglimum. Þeir venjast þá við uð veita dýr- ununi eftirtekt, auk þess sem þcir láta gott af sér Ieiða. í rauri- inni ætti ekki að þurfa að h'vctja fólk til þcss að miðla litlu fúgluri- um einhverju matarkyns uní hú- vcturinn. Þrestirnir launa sjálfir fyrir sig me'ð kvaki sinu og song á sumrum, sem fæstir gleyma svo að .þeir minnist þess ckki einnig á vetrum. Ásæ.ðan. til þcss að ég er að bollaleggja þetta um fuglana og veturinn er aðeins sú, að ég hef séð óvenjumikið af shjótitlíngum undanfarið og veitt því eftirtekt, að þeir ciga erfitt. Þeir eru mjög gæfir og séu þeir komnir í eitt- livert æti má ganga alveg að þeim. Þáð cr öruggt merki uni að þeir liafi litlu úr að moað. Breyting til batnaðar. | Mikil breyting hefur orðið á til batnaðar með tilliti til mjólkur- flutninganna til bæjarins. Það eru ekki mörg ár síðan að gera mátti ráð fyrir lítilli mjólk og þá oft- ast mjóíkurskömmtun, cf niikið snjóaði i tvo þrjá daga. En nú liefur verið ráðin á þessu míkií og góð bót. Me'ð góðum vinnuvél- um er séð svo um, að lielzti far- artálminn niilli héraðann'a aristan fjalls og Reykjavikur, Hellisliéið- in, er ruddiir i hveri sinn, er færð fer að verða iskyggilega þung fyrir mjóikurbíla. Fyrir þettá mega liúsmæður bæjarins vera þakklátar, enda erti þær fyrstar til þess að kvarla undan mjólk- urleysi, þegar það ber að hönd um. En mikil viniva hlýtur að liggja bak við þetta vegaviðhald á háheiðum að vetrarlagi. Það er rainna luigsað út i það, þeg-ar þess er getið að heiðin hafi verið rudd með snjóýtum að næturlagi, þegar snjó hefur kingt niður. En það er mönnunum á snjóýtunum fyrs.t og fremst að þakka, -að ekki skortir mjólkina, sem er mésta | nauðsynjavaran á hverju heim- ili. ■— kr. i , framleitt 35—40 tonn af ís á sólarhring. j Geymslur fyrir hraðfrýst flök eru áætlaðar að taka um 12500 tonn. Kostnaður við ^byggingu hraðfrystihússins ;er I lauslega áætlaður kr. 16 millj. miðað við verðlag í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.