Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1957næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Vísir - 02.02.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 02.02.1957, Blaðsíða 4
VtSIR Laugardaginn 2. febrúar 1957 s □ DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. o j Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimni línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. • Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Kirkja og trúmál: Hvað höfum við gjört? Viriulegur aldur. íslendingar eru orðnir vanir * stórum tölum á síðustu árum verðbólgu og ókyrrðar í efnahagslífinu. Tugir og hundruð milljóna hræða menn vart lengur, því að , slíkar upphæðir heyrast daglega. En menn staldra við_ þegar þeir frétta, að starfandi sé félag hér í bæn- j um, sem er hvorki meira né ; minna en nírætt, vantar að- eins einn tug' til að fylla öld- ina. Svo gamalt er nú Iðnað- armannafélag Reykavíkur, sem á afmælisdag á morgun — „fætt“ þann 3. febrúar 1867. Iðnaðarmannafélagið mun vera elzta félag „vinnandi“ manna hér í Reykjavík og raunar livar sem er á landinu. Það hefir ekki aðeins starfað sem stéttarfélag — sameinað allar greinar iðnaðarmanna innan vébanda sinna — og unnið með því mikið og gott starf í þágu þeirra, er að iðn- um starfa, heldur hefir það einnig' lagt sinn skerf til menningar- og framfara- mála, sem koma bæjarfélag- inu öllu og þjóðinni í heildað gagni, Til dæmis mun eng- inn mótmæla því, að það hefir verið ómetanlegt fyrir þróun leiklistarinnar hér, að iðnaðarmenn réðust í að koma upp Iðnó. Á því hafa fleiri ,,auðgazt“ en iðnaðar- menn — þar var unnið fyrir bæjarfélagið í heildt og síðan hafa áhrifin borizt um landið allt. Og auðvitað mætti nefna margt fleira. margt fleira, þótt það verði ekki gert. Það eru slík félög, sem eru hverju bæjar- og þjóðfélagi nauðsynleg. Félög, er berjast íyrir menningar- og fram- faramálum, hópar áhuga- manna, sem hugsa ekki fyrst og fremst eða einvörðungu urn að skapa hagsmunasam- bönd fyrir sjálfa sig. Þess vegná mun það líka vera, að félagið hefir náð svo háum og virðulegum aldri, og væntanlega á það eftir að vinna bæjarfélaginu og þjóð- félaginu mikið gagn á þeim mannsöldrum, sem fram- undan eru. Þess mun alltaf verða þörf. Þökk sé þvi. Það gíeymdist forðum. Alþýðublaðið hefir alveg gefizt upp við að verja þá tilraun stjórnarflokkanna, að ráð- stafa mönnum í varaþingsæti að geðþótta sínum. Þegar bent var á það í blöðum Sjálfstæðisflokksins, að yfir- kjörstjórnin í Reykjavík hefði ekki viljað gefa út kjörbréf til handa fjórða manni á lista Alþýðuflokks — þegar þriðji maður afsal- aði sér sætinu — urðu Ai- þýðublaðsmenn ókvæða við og sögðu, að það væri verið J að brjóta lög á flokki sínum. Síðan hefir ekkert hljóð heyrzt úr þeirri átt, og er ástæðan sennilega sú, að skynsamir menn hafa haft vit fyrir ritstjóranum. En málið er vissulega ekki út- rætt, þótt Alþýðublaðið vilji nú láta það niður falla i von um, að það verði hægt að koma manninum á þing þegjandi og hljóðalaust. Hér er nefnilega um ljóst dæmi þess að ræða_ að þegar kosn- ingalögin voru sett á sínum tíma, var ekki gert ráð fyrir kosningaklækjum af því tagi, sem framsókn og krat- ar lélcu á síðasta sumri. Framboð Rannveigar Þor- steinsdóttur var aldrei geft í alvöru, og hún hafði til l dæmis ekki fyrir því, þegar hún afsalaði sér varasætinu, að bera fram neinar lögleg- ar ástæður fyrir þeirri á- kvörðun sinni. Af þessu er eins ljóst og verða má, að yfirkjörstjórn er í sínum fulla réttit þegar hún neitar að gefa út kjörbréfið, enda bendir hún á lagaákvæði máli sínu til stuðnings. Kommúnistar eru heldur ekki á því alveg umhugsunarlaust, að láta krata og framsókn komast upp með brölt þetta. Stafar það þó vitanlega ekki af virðingu kommúnista fyr- ir landslögum, því að hún kom bezt fram, þegar þeir játuðu, að um kosningaklæki hefði verið að ræða, en lögðu samt blessun sína yfir þát af því að þeir gátu fengið sæti í ríkisstjórn að launum. Þeir munu þess vegna aðeins hafa í hyggju að nota þetta mál til að láta múta sér á nýjan leikt og þegar boðið verður nógu mikið, mun allt falla í ljúfa löð. Spurningin er því aðeins, hversu mikið fylgi kommúnista kostar, og hing- að til hafa kratar og fram- sókn viljað greiða þeim mik- ið, og sennilega munar ekki um það, þótt einhverjú verði slett í þá til viðbótar. Maður kemur hlaupandi út á torgið í borginni með tendrað ljósker um miðjan dag og hrópar látlaust: „Ég er að leita að Guði.“ Maðurinn er vitskertur. Það er Nietzsche, sem segir þessa sögu, hinn frábæri ritsnill- ingur og öfgafulli kristindóms- hatari (d. 1900). Einn maður í mannþrönginni á torgi borgarinnar, leitandi með logandi Ijósi um liábjartan dag — að Guði. Auðvitað var maðurinn vit- laus. Frá höfundarins hendi er hann stæling á heimspekingnum forna, sem sagður er hafa gengið um stræti borgarinnar, þegar sól stóð hæst, og lýst í kringum sig með kolu og sagst vera að leita að manni. Þeir þóttust allir vera menn, sem hann mætti. En voru þeir það? Og borgin hans Nietzsches þóttist sjálfsagt þekkja Guð. En gerði hún það? Þeir, sem standa á torginu, gefa sig á tal við manninn með ljósið. Ekki vita þeir, hvar Guðs er að leita. Höfðu þeir nokkurn tíma spurt þeirrar spurningar? Hafi svo verið, þá var nú orðið langt síðan. Guð var þeim ekki til, aðeins nafn. Og þeim var sama. Hann hafði gufað upp úr huga þeirra, týnzt blátt áfram, rjátlazt af þeim eins og hver annar heimalningsháttur,án þess þeir gerðu sér neina rellu út af því.Þó láta þeir flestir sem trúin sé þeim hugleikin, guðstrú og góðir siðir eru hlutir, sem mega ekki missa sig — það er jafnan látið í veðri vaka. En komi ein- hver í mannþröng borgarinnar, sem er gagntekinn af hinu helg- asta máli, þá getur ekki gengið annað að honum i augum þess- ara sömu siðsemdarmanna og trúarinnar verndara en brjálæði í einhverri mynd. En geggjaði maðurinn hans Nietzsches hleypur um i mann- þrönginni og kallar: „Hvar er Guð? Ég skal segja ykkur það: Við erum búin að ■ drepa hann, þið og ég. Við erum , öll morðingjar hans. Og hvað ( höfum við gjört? Hvað gjörðum við, þegar við slitum jörðina úr sambandi við sölu sína? Á hvaða leið er hún nú? Steypist hún dýpra og dýpra? Erum við ekki að villast lengra og lengra inn i hið óendanlega tóm? Við höfum drepið Guð. Hvernig megum við huggun hljóta, morðingjar allra mórðingja hrikalegastir? Hinu heilagasta og máttugasta, sem tilveran átti, hefur blætt út undir hnífseggjum okkar. Hvaða vatn getur hreinsað okkur? Er ekki mikilleiki þessa afreks of mikill fyrir okkur? Hljótum við ekki ! sjálfir að Verða að gerast guðir I til þess að verða maklegir þess að hafa drýgt þessa dáð?“ Grátt gaman, sem hjúpar mikla alvöru. í augum Nietzsch- es er vitfirrti maðurinn, sem öskrar á torginu og hneykslar vegfarendur, ímynd hans sjálfs. Hann vildi vekja hugsunarlausan lýð á slangurtorgum hvítrar sið- menningar til meðvitundar um, hvar hann var staddur í trúar- legum efnum, hvað hann hafði gert og hvað hann átti í vænd- um. Menn höfðu of þungan maga og df léttan heila tiT þess að gera sér grein fyrir því. Hin metta og feita, borgaralega Ev- rópa hafi gengið af Guðd sínum dauðum, myrt hann hið innra með sér, hann var henni ekki annað en hugmynd til.sparis, orð til hátíðlegra igripa, tilefni til upphafinna svipbrigðra við ein- stök tækifæri. Hún lét sem sér væri feikilega annt um það, sem hún var að kyrkja, vildi sannar- lega hafa kristindóm og var afar vond við þá, sem afneituðu hon- um opinskátt, en hún forsmáði þennan sama kristindóm í flestu sí.nu atljæfi. Hræsni, skinhelgi, tvískinningur — þetta vildi Nietzsche afhjúpa og hirta án miskunnar. Hann vildi ekki, að menn flytu sofandi að ósi heiðn- innar, heldur vakandi, vitandi, hvað væri að gerast og hvað við tæki. Trúin gamla var þrátt fyrir allí meira virði en svo og annars maklegri en að vera látin drag- ast upp í hreinu hugsunarleysi. Og það var eins manndómlegt fyrir Evi'ópu að gera sér grein fyrir því, hvað við tæki, þegar kristin trú hefði glatað tökum sínum. Upplausn, ringulreið, um- í byltingar, hrun á hrun ofan myndi einkenna trúlausa, tuttug- ustu öld. 1 augum Nietzsches var þessi framtíð rík að fyrirheitum. I öLLum glundroðanum, í Ginn- ungagapi afkristnunar, myndi skapast svigrúm fyrir ofurmenn- ið, manninn, sem þekkir ekki né viðurkennir nein takmörk, nein- ar hömlur, engin boð né bönn, manninn, sem verður sinn eigin alírjálsi og alvaldi Guð. Spár Nietzsches ræðurn vér ekki nánar að þessu sinni. En ögrandi spurning hans á erindi við vora samtíð: Hvaða rótum stendur kristinn siður í hugum þeirra, sem vilja játast honum? Hver leitar Guðs í raun og veru? Hvar kemur það fram, að tilvera hans skipti máli, til eða frá? Davíð Stefánsso er líka nærgöngull við oss alla í kvæði sínu, Gesturinn Því lýkur svo: Vilja þá engir við þig kannast? — Þeir veiku taka mér bezt. En hbiir, sem trúa á mátt sbm og megin? — Margir fá stundar frest. Býður þ«>r engirni sess eða svölun? — Siunir falskan koss, Herra, lierra, livað berð þú á baki? .— Bjálka í nýjan kross. S. Kvenfélag Háteigssóknar. i Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjud. 5. febrúar kl. 8.30 í Sjómannaskólanum. Málfundafclagið Óðinn. Félagsmenn eru beðnir að mæta klukkan hálf tvö til að aðstoða við undirbúning hluta- veltu félagsins í Listamanna skálanum á rnorgun. — Hluta- veltan hefst kl. 2. Hjónavígsla. Gefin verða saman í hjóna- band í dag af séra Jóni Auð- uns dómkirkjupresti ungfrú Karlotta Ósk Óskarsdóttir og Hilmar Steinþórsson. Heimili þeirra verður að Litlabæ,, Grímsstaðarholti. Ungmennafélag Reykjavtkur. Þjóðdansar í unglingadeiíd Bergmáli hefir borizt fyrir- spurn frá Bindindismanni á þessa leið. „Bergmál geri- svo vel og komi á framfæri fyrir mig stuttri fyrirspurn til Áfeng- isverzlunar ríkisins. Það er al- talað, að ÁVR láni enn áfengi til ákveðinna veitingahúsa, en þetta er beint brot á lögunum um á- fengiseinkasöluna. Væri fróðlegt að fá að vita, hvort nokkuð er hæft i þessu, að verzlunin hafi brennt sig á slíkri lánastarfsemi. Sagt er, að veitingahús, sem nú er hætt störfum hafi skuldað nokkur hundruð þúsund krónur fyrir úttekið áfengi, en hefði ekki átt að skulda neitt, því óheimilt var að lána vínið. Og það er heldur ekki svo lítið veltufé, sem þessum veitingastofum er lánað vaxtalaust, ef þau þurfa ekki að greiða áfengisúttektir sínar fyrr en eftir dúk og disk. En það væri sem sé fróðlegt að fá að vita, hvort þessi lánastarfsemi er ekki hætt. Bindindismaður." — Bergmál mun birta svar við þess- ari fyrirspurn, ef óskað er. Bréf um útvarpsdagskrá. Svo er hér önnur fyrirspurn til ríkisfyrirtækis. „Hvernig stendur á því, að Rikisútvarpið er að burðast með að tilkynna dagskrártíma á þriðjudögum. Eg hefi tekið eftir þvi, að á þriðju- dögum er venjulega erindi með tónleikum, og eftir erindið kem- ur íslenzkuþáttur. Tónlistarerind- inu á að vera lokið kl. 9,45, en því er sjaldnast lokið fyrr en um 9,55, eða þar um bil. Hefir maðurinn, sem sér um tónlistar- erindin svo lítinn tíma, að hann getur ekki kynnt sér hve langan tíma erindaflutningurinn tekur, eða er þetta útvarpinu að kenna? Þar sem þetta hefur komið þrá- faldlega fyrir á þriðjudögum (og reyndar aðra daga) íinnst mér mál til komið að minnst sé á það. Eddi.“ Bergmáli finnst sjálf- sagt að tilkynna fyrirfram um dagskrárefni, enda þótt það breytist lítið. Hitt er auðvitað alltaf óviðkunnanlegt, sem kem- ur stundum fyrir, að ýmiskonar flutningur stenzt ekki áætlun um tíma. Það þyrfti yfirleitt að laga. Skattskýrslurnar. Nú anda vonandi flestir léttar vegna þess að þeir hafa nauðug- ir, viljugir lokið við skýrslur sínar til skattstofunnar og skilað þeim. Það berast alltaf raddir um það á hverju ári um þetta leyti, að íresturinn til þess að skila skattskýrslum sé of naum- ur. Þetta er að því leyti rétt, að skýrslurnar sjálfar berast ár eft- ir ár of seint til þeirra sem fylla eiga þær út, eins og sumir vilja halda fram. Og eitt er nær þvi víst, að væri gefinn frestur til, við skulum segja 15. febrúar, myndu allflestir skila skýrslun- um tvo seinustu dagana, hvort sem þeir hefðu haft tíma til þess að ganga frá þeim fyrr eða ekki. En Skattstofan hefir alltaf verið frjálslynd og gefið þeim íresti, sem óskað hafa eftir og fært einhverjar málamyndar ástæður. Niðurstaða er því sú, að varla yrði á þessu breyting gerð, sem yrði til nokkurra bóta. — kr. eru að hefjast. Þátttakendur komi til viðtals við kennarann í Félagsheimilið sunnudaginn 3. febrúar kl. 3 síðdegis eða hringi í síma 81538. Nýir íélagar verða innritaðir á sama tíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 28. tölublað (02.02.1957)
https://timarit.is/issue/83488

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. tölublað (02.02.1957)

Aðgerðir: