Vísir - 02.02.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 02.02.1957, Blaðsíða 5
Laugardaginn. 2. febrúar 1957 VISIR s; Bygging flugskýlis á Reykjavík- urfkigvelli aðkallandi. Myndi kosta sem næst íö millj. kr. Stjórn Iðnaðarmannafélagsins, frá vinsíri, Guðmundur CHafsson^ Einar Gíslason, Guðmundur H. Guðmundsson, Guðmundur H, Þorl áksson og Kagnar Þórarinsson. — Stórt afmæíi á morgun: Iðnaðarmannafélagið, eitt mesta framfara- og umbótafélag landsins verður 90 ára. fyæsfa markinið þess er stór- á ..amtinannstúni46. hýsi Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík á 90 ára afmæli á morgun, 3. febrúar. Á löngum starfsferli hefur það jafnan Iátið menn- ingar- og framfaramál til sín taka. Frá fyrstu tíð hefur félagið jafnan búið við forystu víðsýnna umbótamaiuia, sem ekki ein- ungis liafa borið hag stéttarinnar fyrir brjósti, heldur og bæjar- félagsins og íbúa Reykjavíkur og ailrar þjóðarinnar. Þeir, sem voru helztu hvata- mcnn að stofnun félagsins, voru meðal kunnustu borgara Reykja- víkur á sinni tíð, Einar Þórðar- ; son prentari og Sigfús Eymunds- son ljósmyndari. Var Einar Þórð- arson fyrsti formaður félagsins og með honum i stjórn Einar Jónsson snikkari og Egill Jóns- son bókbindari, kunnir og vel metnir borgarar. Stofnendur voru handiðnaðarmenn, 31 tals- ins, og tilgangurinn með félags- stoínuninni var að „koma upp duglegum handiðnaðarmönnum, efla og styrkja samheldni meðal handiðnaðarmanna á Islandi, að innlent iðnaðarlíf taki framför- um, og ennfremur að styðja að gagnlegum og þjóðlegum fyrir- 1ækjum.“ Brautln mörkuð. Þannig var brautin mörkuð j upphafi ög jafnan verið af atorku og umbótahug að hverju marki sótt. Eigi leið á löngu þar til félagið fór að sinna iðnaðar- legum menningarmálum. Það var stofnað 3. febr. 1867, og hafði það á hendi um langt skeið for- ystu um menntun iðnaðarmanna, allt frá 1873. Á síðari áratugum hefur það sinnt mjög skóla- og íræðslumálum iðnaðarins, en írá því um aldamótin fara sér- félögin í iðnaðinum að koma til sögunnar og taka við því hlut- verki, að hafa íorystu í kjara- málum. Fyrstu fundir félagsins voru ■ haldnir í gömlu prentsmiðjunni, • sem var þar sem nú er Aðal- . stræti 9, en fyrsti fundur félags- ins i Iðnaðarmannahúsinu (Iðnó) . sem félagið reisti var haldinn . 29. desember 1896. Félagið réðst i þessa húsbyggingu af miklum stórhug, en þá var ekkert við- únandi samkomuhús til í bænum. Var Iðnó aðalsamkomuhúsið í marga áratugi. Var vel til þess vandað og er enn í dag myndar- legt samkomuhús og \insælt. Átti félagið húsið til ársins 1918, er það seldi það. Leikfélagi Reykjavikur var stofnað 1897, og voru 8 af 19 stofnendum úr Iðnaðarmannafélaginu. Stuðlaði íélagið að stofnun þess, enda hagur að þvi að fá fastan leigj- anda. Varð Iðnó höfuðstöð leik- listarstarfseminnar í iandinu. í fyrstu stjórn L. R. áttu sæti tveir raenn úr Iðnaðarmannafélaginu, Þorvarður Þorvarðsson síðar prentsmiðjustjóri og Friðfinnur Guðjónsson prentari og leikari. Iðnskóli — Iðnskólahús. Félagið, sem stofnaði til skóla- halds þegar 1873, en þar með kom til sögunnar \isir að Iðn- skóla, bygði Iðnskólahúsið á á horni Lækjargötu og Vonar- strætis, og var það tekið í notkun haustið 1906. Rak félagið iðn- skólann þar með styrk frá Reykjavíkurbcc til ársins 1955, en þá flutti hann í nýja Iðnskól- ann við Vitastíg, og tók rikið þá við rekstri hans, Iðnaðar- mannafélagið hafði forgöngu um byggingu hans. Iðnsýningar hafa og verið stór- merkur þáttur í starfsemi félags- ins og hefur það gengist fyrir fimm slikum sýningum i sam- starfi við aðra aðila, 1882, 1911, 1324. 1932 og 1952. Aðrar frinkvæmdir. Félagið lét reisa likan aí Ing- ólfi Arnasyni, gert aí Einari Jónssyni myndhöggvara, og af- henti það ríkisstjórninni. Það stoínaði styrktársjóð iðnaðar- manna, vann lengi og vel að fullkomihni iðnaðarlöggjöf j landinu, og hefur Alþingi sam- þykkt merk lög fyrir forgöngu þess, um iðnað og iðju og um iðnaðarnám, og það beitti sér fyrir stofnun Iðnráðs, en að því stóðu fulltrúar 40 iðngreina. Fyrsti formaður þess var Helgi Hermann Eiríksson, fyrrv. skóla- stjóri Iðnskólans. Siðar hafa verið stofnuð iðnráð víða um land. Snemma vaknaði áhugi fyrir stofnun iðnaðarblaðs og átti að ráðast i útgáfuna 1908, en ekki varð úr íramkvæmdum og mun mestu hafa um valdið veikindi og fráfall Rögnvalds heitins Ólafssonar húsameistara, sem hafði verið ráðinn ritstjóri. 1926 var svo samþykkt að gefa út afmælisrit í tilefni af 60 ára afmæli félagsins 1927 og þá jafn- hliða ársfjórðungsrit, og kom þannig til sögunnar Tímarit iðn- aðarmanna, og gaf félagið það út til 1936, er Landssamband iðn- aðarmanna tók við útgáfunni. Félagið gekkst 1932 fyrir stofn- un Sparisjóðs Reykjavíkiir og nágrennis og gcrðist sama ár stofnfélagi að Landssambandi iðnaðarmanna, en 1942 ef félagið var 75 ára, kom út á þess vegum og á þess kostnað „Iðnsaga ís- Iands“, hið merkasta rit,og lögðu þar margir hönd á plóginn, en ritstjóri var dr. Guðm. Finnboga- son landsbókavörður. Stórhýsi l'yrir félagsstarfsemi. 1946 gerist félagið stofnandi að Húsfélagi iðnaðarmanna í sam- bandi við Trésmiðafélag Reykja- víkur og Sveinasamband bygg- ingamanna, en árið 1929 hafði íélagið keypt lóð á horni Hall- veigarstígs og Ingólfsstrætis, svo kallað Amtmannstún, og var til- gangurinn upphaflega, að þar skyldi byggður nýr iðnskóli á hluta lóðarinnar, en síðar horfið frá þessu. Hefur lóðin nú verið afhent Húsfélagi iðnaðar- manna. Mun þarna rísa af grumii, væntanl. í nánustu íramtíð, stórhýsi fyrir félagsstarfsem i iðnaðarsamtakanna i Reykja- vik. MikiÖ og gott starf. Það er mikið og gott starf, se'm ! Iðnaðarmánnafélagið hefur unn- Bygging fullkomins fiugskýlis á Reykjavíkurflugvelii, er búið væri nauðsynlegum tækjum og búr.aði öllum og rúmar stæi-stu flugvélar sem Iiér eru í notkun, er brýn nauðsyn. En gera má rúð fyrir að slík bygging kosti ailt að 10 millj. króna. Á aðaifundi Flugfélags ís- lands sem haldinn var 9. nóv. s. 1. bar Magnús J. Brynjólfsson kaupmaður fram eftirfarandi | tillögu, sem samþykkt vai: \ samhljóða: „AðaKundur F. í. halainn 9. ^nóv. 1956 skorar á ríkisstjórn- ina að sjá um fyrirgreiðslu og fjárframlag til byggingar flug- skýlis á Reykjavíkurflugvelli. Árleg aukning innan- og utan- landsflugsins sýnir hversu þýð- ingarmikið það er öryggi far- þega og flugvélakosts, að full- komið flugskýli verði byggt sem allra fyrst.“ i Framkvæmastjóri Flugfélags íslands Örn Ó. Johnson, hefur nýlega gert grein fyrir þessu máli í blaði starfsfólks Flugfc- lagsins „Ratsjáinni". En þar kemst framkvæmdarstjórinn að orði á þessa leið: Eitt þeirra vandamála, sem félagið hefir þurft að glíma við á undanförnum árum, er hús- næðisskorturinn. Margar deild- ir félagsins hafa búið við slæm- ar, og sumar vjð alls ófullnægj- | andi aðstæður í þeim efnum. IMestum erfiðleikum veldur þó I vöntun á viðunanlegu flugskýli. [ Eins og starfsfólk félagsins er kunnugt, kostar bað mikla vinnu, áhættu og lagni í hvert sinn, er koma á Skymastervél inn eða út úr flugskýli, og stundum er það með öilu óger- legt jafnvel dögum saman, ef veður er mjög slæmt. Hefir þetta ekki aðeins valdið félaginu miklum kostnaði, seinkunum á ið frá fyrstu tíð, enda heíur það jafnan verið leiðarstjarnan, að gera. sem mest gagn fyrir stétt- ina, höfuðborgina, land og þjóð. j Forystumennirnir liafa verið mætir, ötulir, vökulir menn, sem j ávallt, er marki var náð, höfðu eygt nýtt mark og hafið sókn að , því. Og nokkru fyrir aldarafmæl- j ið mun það enn hafa reist sér veglegan minnisvarða með bygg- ingu stórhýsis þess sem að ofan er vikið. Nú eru komin til sögunnar heildarsamtök, sem hafa teldð við rekstri þeirra mála, sem varða stéttina i heild, Landssam- band islenzkra iðnaðarmanna og Félag íslenzkra iðnrekencla. Á þessum tímamótum, sem 90 ára afmælið markar, hefur stjórn fó- lagsins notað tækifærið til aö þakka forystumörinum þessara samtaka ágætt samstarf, svo og ágætt samstarf við ríkisstjórnir og einstaka ráðherra, og seinast en ekki sízt borgarstjórum Reykjavíkur og borgarráðum Reykjavíkur. Núverandi stjórn félagsins skipa: Guðrn. H. Guðmundsson, fprm., Ragnar Þórarinsson, gjaldkeri, Guðm. H. Þorláksson, ritari, Einar Gíslason, varaform. og Gísli Ólafsson, vararitari: áætlunum og nú fyrir skömmu skemmd á annarri Skymaster- vélinni, heldur kostar það einn- ig mikla erfiðleika og vosbúð fyrir vélvirkjana. sem oft verða að vinna úti í náttmyrkri og kulda að viðgerðum, sem ein- ungis ætti að framkvæma inni. í raflýstu flugskýli. Erlendis mun það yfirleitt tíðkast; að hið opinbera reisi flugskýli og flugstöðvarbygg- ingar og er þá flugfélögunum leigð sú aðstaða, sem þau þarfn- ast. Flugskýlin á Reykjavíkur- flugvelli voru byggð af brezka setuliðinu og afhent íslenzká rikinu að stríðinu loknu. Þau. hafa komið að> góðum notum, en þar sem stærð þeirra er ónóg fyrir stærstu flugvélai- okkar, má ekki lengur dragast að koma hér upp stóru skýli með nauð- synlegum útbúnaði. Hefir fé- lagið lagt á þetta mikla og vax- andi áherzlu við flugráð og flugmálastjóra undanfarin ár. Þess hefir orðið vart, að sum- ir þeirra, sem að íslenzkum flugmálum starfa_ telja, að meiri nauðsyn beri til að koma upp flugstöðvarbyggingu á Reykjavíkurflugvelli, en að reisa þar flugskýli. Þetta er mikil skammsýni. Afgreiðslur flugfélaganna eru að vísu ekki háreistar og í flestu ófulkomn- ar, og væri því óneitanlega mjög æskilegt, að reist yrði. fullkomin stöðvarbygging á vellinum. Flugskýlisbygging er hinsvegar ekki aðeins æskileg — hún er brýn nauðsyn. Hvor þessara bygginga kostar mikið fé, sennilega nál. 10 millj. kr. Ósennilegt er, að fjármagn verði fyrir hendi til að byggja. þær báðar samtímis, og sé svo,1 þá verður sú nauðsyn að ganga fýrir. F. í. mun fylgja þessu máli fast eftir. Það er sannfæring forráðamanna félagsins, að við getum ekki með réttu talizt hlutgengir í flugmálum fyrr en við erum algeriega einfærir um að sjá um allt viðhald og eftirlit flugvélanna sjálfir. Enn á það langt í land. Okkur vantar fleiri tæknimenntaða menn, vélvirkja og verkfræðinga, og verður að gera stórt átak á þvi sviði á næstu árum. En eitt af frumskilyrðum þess, að Við get- um framkvæmt allt viðhalö flugvélanna hérlendis, er full- komið flugskýli ásamt verk- stæði. Að því verða allir vei- unnarar flugmálanna að vinná. Flugmál, hið nýja tímarit um allt er lýtur að flugi. janúarheftið er komið út. Flugmái er vel úr garði gert og hið læsilegasta tímarit, 35 síður í litprentaðri ltápu. All- mikið er þar af skemmtisögum, nokkrar fræðigreinar og svo ekki sízt teikning að model- flugu, sem án efa á eftir að' gleðja hina yngri lesendui' Flugmáls. Ritstjóri er Ólafuc Egilsson, blaðamaðúr Stefájí Ágústsson og framkvæmda- stjóri Hiimar A. Kristjánsson. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.