Vísir - 19.02.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 19.02.1957, Blaðsíða 7
;:Þtiðjudaginn_ 19. febrúar 1957 VlSJB m t m m m ¦¦¦¦ ¦ ¦¦¦¦ EDISON MARSHAU.2 ¦¦¦¦ ¦ : .¦¦¦• Víkinqurím «*.# — Við munum þarfnast alls liðs okkar, ef við ætlum að eigraRómaborg, sagði ég. Hasting sneri sér við og starði á mig. — Rómaborg? endur- tók hann undrandi. — Það er stórt orð. — Ekki of stórt. Ég held, að við ættum að láta það bíða, að minnsta kosti þangað til við erum búnir að vinna bug á þessum sonum Alla. Þó að við fáum mikið herfang, vinnur það varla upp manntjón okkar. Mennirnir verða að fá að berjast, sagði Bjöm. — Þeir ráða varla við sig.... Eg heyrði ekki niðurlag setningarinnar. Mér hafði dottið bragð í hug, sem vafalaust mundi kosta okkur mörg mannslíf. Eg sagði Blrni frá því og hann var uppi til handa og fóta. En Hasting hugsaði sig um, því að hanri Var alltaf varkár. Mér var ljóst, að það var ekki einungis skylda hans heldur réttur hans að eiga úrshtaorðið. Þessi maður sem var óvinsælastur og mest einmana, var áreiðanlega mesti herstjórnandinn í öllum víkingahernum. Mér var ljóst, að ég hefði ekk borið fram þessa uppástungu, ef Hasting hefði ekki verið hér til að framkvæma hana. — Við skulum reyna það, sagði hann, þegar hann hafði athugað umhverfið. Því næst tók hann að segja foringjunum fyrir verkum. Þetta bragð, sem við notuðum, var afbrigði af gömlu her- •bragði, sem víkingar höfðu oft notað og verið mjög sigurstrang- legt í orustum. Það var í því falið, að lokka andstæðingana úr fylkingu sinni og ráðast síðan á hlið á riðlaða fylkinguna. En síðasta skipun Hastings til foringjanna gerði mig uiidrandi. — Ef þetta bragð heppnast, sagði hann, — þá gerið þið gaman úr því, en ekki alvarlega orustu. Við getum þá hlegið að þessum kjánum á eftir. Því minni blóðsúthellingar því betra. Því næst skutum við á fylkingu og gengum til móts við óvin- ina. En allt í einu var eins og upp kæmi kurr í liði okkar og fylkingin gliðnaði. Þeir sendu okkur spjótaregn, en-við höfðum með þessu nóg svigrúm fyrir skildi okkar og í þá komu öll spjótin. Við létum svo, sem við værum a3 leggja á flótta og það var meira en Serkirnir gátu staðizt. Foringjar þeirra blésu í pípur sínar og þustu fram. — Allah Akbar! æptu þeir. En við vissum, hvað við ætluðum að gera og hvenær við áttum að snúa við. í stað þess að ráðast á fjandmennina, létum við þá fara í stóran hring og aftur að borgarveggjunum. Jafn- vel hliðverðirnir höfðu tekið þátt í eltingarleiknum og æpandi konur, en herinn varð af seinn að uppgötva bragð okkar. Við hustum allir gegnum hliðið og læstum því með slagbröndum. Hinum megin við múrinn heyrðum við óp og læti. Og konurnar hófu nú annan söng. Það voru minnsta kosti þúsund konur á strætum og annað eins á húsþökunum. Þær ffýð'u í allar áttir og víkingarnir á eftir, grenjandi af hlátri. Og bótt undarlegt megi virðast, hlýddu víkingarnir skipunum Hastings. Það voru aðeins ungu konurnar sem urðu að flýja til að bjarga heiðri sínum, og ef þeim var fullkomin alvara með að verja heiður sinn, létu víkingarnir þær sleppa. Þetta yar einungis glens. En margar kvennanna hlupu í skjól og létu ná sér þar. Ög , það voru • ekki einungis serkneskar konuxy heldur einnig Evrópukonur. Sumar þeirra, sem ieituðu hælis, gægðust út af tur,- ef enginn hafði eltþær, til að vekjaathygli á sér. Vík- ingarnir höfðu gaman af duttlUngum þeirra. Og komirnar í kvennabúrunum gægðust út um glugga sína og brostu. Ég var lika víkingur, en ég átti lengri leið fyrir höndum en nokkur hinna víkinganna. Ég stóð því kyrr á strætinu og hugsaði um dökkhærðá og móeygða konu, serri dvaldist við hirð föður sínsí norðrinu. Ég þráði hana af öllu hjarta og tók , ekki þátt í neinum heimskupörum. Um sólarlag rakst ég á Hasting, sem ekki hafði heldur tekið þátt í eltingaleiknum. Við kölluSum saman liðið. Þegar allir voru komnir, vantaði aðeins einn, sem liafði yerið stunginn til ! bana af afbrýðisömum náunga. Því næst fórum við út úr 1 borginni um bakhhð. En hermenn borgarinnar, sem fyrir utan múrinn voru öskruðu af bræði. j {Jm það leyti, sem við höfðum herjað Rousillon. fallegt hérað j handan við Pyrenafjöll, var ég búinn að hugsa nægilega mikið' um árásina á Rómaborg til að brydda á henni við Alan. i Um það leyti, sem við höfðum herjað Rousiilon, fallegt hérað I drekanum, Grímhildi. Ég hafði þar skipstjórn á hendi, því að, skipstjórinn hafði verið drepinn í Navarra. Allur flotinn bar mikla virðingu fyrir okkur, því að við höfðum forystuna og gátum siglt, hvernig sem veður var. Hvorki þoka né dimm- viðri hamlaði okkur og við vorum lika mjög vinsæl vegna söngva Alans. Við stefndum til Cemarque, sem ereyia í mynnij Rhoneárinnar. ÞaSan ætluðum við að herja á Valence, sem' var auðUg borg við ána. Við gerðum okkur von um lausnar-j gjald frá Charles, einvalda héraðsins. — Hefurðu nokkurntíma verið í Rómaborg, Aian? spurði ég dag nokkuril í sólskini. — Nei, en ég held, að Murray hafi verið þar. — Spurðu hann. Sendlingur horfði á fingrapat Alans og svaraði eftir ofur- litla stund. — Ég fór til Rómaborgar á dögum Lothars, sagði hánn. — Spurðu hvort hann langi til áð fára þangað aftur. Alan horfði á mig dolfallinn stundarkorn. — Ég held, að þú sért orðinn brjálaður, Ogier. — Þá skaltu verða læknir minn og lækna mig. — Minnstu þess, að ég var einu sinni kristinn. Seinna varð ég reikull í trúnni við hirð vonds, kristins konungs, og ég sór þess dýran eiða að dýrka einungis Appolló, guð söngsins. Hví skyldi ég annars vera að flækjast með heiðingum? En ég get fullvissað þig um það, að Rómaborg er ekki einungis mold og grjót og viður. Það er ekki einnig fólk, sem stjómað er af páfa. Það var þar, sem heimurinn byrjaði...... — Hafa heiðingjar nokkurntíma lagt Rómaborg undir sig? — Ekki síðastliðin þrjú hundruð árin. — Ekki England heldur. En er Rómaborg voldugri en Cadiz. — Sem stendur er Rómaborg ekki eins voldug. En hún er frægari. — Getur frægðin stöðvað innrásarher? — Nei. Alan þagnaði og varð sorgbitinn á svipinn. — Hvað ætti að geta komið í veg fyrir að við réðumst á Róm? —Ekkert! Þið getið rænt musterin að öllu þeirra gulli og silfri og kveikt í þeim síðan. Þið getið drepið prestana og rænt demöntunum úr kápum þeirra. Þið getið heimtað mikið láush- argjald af aðalsmönnum þeirra, en ekki af neinum presti þeirra. Þeir mundu heldur deyja en greiða nokkurt lausnar- gjald. Það eru varla fjörutíu þúsund íbúar í borginni — og hvernig ættu þeir að geta staðist snúning' hinum ljóshærðu Húnum? En það væri sennilega bezt, að flýta sér. Þetta er síðasta tækifærið. . Síðustu orð hans gerðu mig órólegan. Alan gerði sér þetta Ijóst og hló. — Er það vegna þess, að þú álítur, að Serkir leggi undir sig borgina næsta ár? spurði ég. k.vö»l»d«v*ö*k»u-n«n-i í páskafriinu fara hjónin með Erlu litlu dóttiu: síria í ferðalag og það er í fyrsta skipti, sem hún gistir i hóteli. ... En þegar Ijósin voru slökkt um kvöldið greip hana ótti^jen mamma hennar reyndi að hug- hreysta hana og telja í hana kjarkinn. „Almáttugm: góður guð er alls staðar og hahn gæt- ir þín," sagði mamman En litlu "stúlkunni hægði ekjci þetta svar og aftur og aftúr vældi hún: „Ertu þarna, pabbi? Ertu þarna, mamma?" Þegar þetta hafði endurtekið sig aftur og aftur missti máð- ur í næsta herbergi þolinmæð- ina4 enda fekk hann engan svefnfrið og brást hinn reiðasti við. Hann bankaði á þilið næsta hastarlega um leið og harm öskraði í bræði sinni: „Mamma er hjá þér! Pabbi er hjá þér! Og haltu svo loksins kjafti!'4 Steinhljóð andartak. Síðan heyrðist Erna hvísla ofur lágt: „Nú er eg ekkert.hrædd leng- ur. Eg heyrði í almáttugum góðum guði." • Walter Fiedler frá Frankfurt varð að svara til saka fyrir dómstóli þar í borg. Sök hans var sú, að hann Hafði sertt stúlku, sam hann var ástfang- inn í_ dýrar blómasendingar á hverjum degi í heilan mánuð, é'n reikninginn fyrir blómin lét hann senda — unnusta stúlk- unnar. Merk kona var dæmdi í margra mánaða fangelsi fýrir íkveikju Fyrir réttinum af- salcaði hún sig með því, að hún hafi ekki kært sig um að fara að þvo upp allt leirtauið, serh bóndi hennar hafði skilið eftir óhreint og í hirðuleysi á meðán hún hélt sig um ndkkurra vikna skeið uppi í sveit. Þéss vegna hafi hún gripið til þéss ráðs, að kveikja heldur í hús- inu. ¥ Pétur: Eg er með voðalega tannpínu í skemmdu tönnihni. Jón: Eg myndi láta taka hana, ef hún væri. í mér. Pétur: Það myndi eg líka gera. €. £ SuwmtfkA að skjóta, en þá sagði Maxim að þetta hlé benti til þess að þeir væru að jja árás, því að nú vita þeir að ^ið erum lamaðir; ,.En liðsforingi," sagði Tárzan, ,.vita þeir aðsvo margú- hafá falliðog ef við nú reyndum að blekkja þá og láta þá halda að við höfumjógrynni. liðs.'* „Setjúni nú dauðan mann í hVerja skotrauí," svo að Arábarnir háldí; a& þar standi lifándi vörðurtilbúihnað hefja skbthríð," sagði':Tárzan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.