Vísir - 25.02.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 25.02.1957, Blaðsíða 12
Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími ICOO. VÍSIR er ódýrasta blaðið og bó það f jöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Mánudaginn 25. febrúar 1957 samkomulagi. Vuntii cailsh&rj&rþimgs irestað þmr iií í kvöltl. í Washíngton var í morgun birt sameiginleg tilkynning þeirra Johr.s Fosters Ðulles utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og Ebans, sendiherra Israels, þess efnis að beir teldu nú vonir um, að deilan út af neitun Israels'að kveðja heim herlið sitt frá Arabaflóa og Gazaspildunni, leysist í sam- ræmi við grunvdallartatriði sam taka Sameinuðu þjóðanna. Fundur þeirra var haldinn í gærkvöldi, eftir að Eban var' nýkominn fi'á fslael, þar sem hánn ræddi við sljórn sína, og stóð fundur hans og Dullesar 3 klst. Gerði Eban grein fyrir hinum nýju uppástungum stjórnar sinnar til lausnar deil- ¦ unni, en Dulles gerði grein fyrir, afstóðu Bandaríkjastjórnar. j Eben' fór svo loftleiðis til New York í morgun til þess að gera Hammarskjöid grein fyrirl malinu fyrir fund allsherjar- þingsins, sem hefjast átti í niorgun, en þar átti m. a. að ræða tillögu Asíu- og Afríku- ríkjanna um refsiaðgerðir_ en honum var frestað fyrst um siíin þar til síðdegis í dag. Stjórnmálafréttaritarar segja, að hin sameiginlega tilkynning sé skilin svo, að samkamulag sé um ákveðnar tillögur til lausn- ar málinu, er Eban geri nú Hammarskjöld grein fyrir. — FUndi allsherjarþingsins hafi vérið frestað til þess að hann fehgi tækifæri til að kynna sér niálið. Fyrir fundinn gerðist það, að Dulles'ræddi við öldungadeild- arþingmenn úr báðum flokk- um. Sagði hann á þeim fundi, að Bandaríkjastjórn gerði allt, sem í hennar valdi stæði, til þess að málið leystist friðsam- lega. Fundur æðsta manna Arabaríkja. f dag hefst i Kairo form- legur viðræðufundur æðstu manna fjögurra Arabaríkja, Egyptalands, Saudi-Arabíu, Sýrlands og Jordaníu og verður helzta umræðuefni fundarins, sem mun standa nokkradaga áætlun Eisenhowers varðandi nálæg Austurlönd, en konung- arnir í Saudi-Arabíu og Libyu hafa þeg »"r lýst sig ánægða með hana, en Saudi konungur kom við í Lybíu á leið sinni frá Bandaríkjunum, og gerði Idriz konungi þar grein fyrir henni og viðræðunum við Eisenhower forseta. Nasser hafði mikið boð inni í gærkvöldi til heiðurs þjóð- höfðingjum þeim, sem ráðstefn- una sitja. ÍSriiIge: Etnmennmgskeppni Einmenningskeppni Bridge- félags Beykjavíkur hófst í gær og eru þátttakendur 64 talsins. Eftir fyrstu umferðina er Vigdís Guðjónsdóttir efst með 64y2 s'tig, 2. Guðm. Ó. Guð- mundsson 57 stig, 3. Árni Guð- mundsson 54 st., 4. Sigurjón Sigurbjörnsson 53% st. og 5. Ei ríkur Baldvinsson 52% stig. Alls verða spilaðar f jórar um ferðir og verður næsta umferð spiluð annað kvöld. í kvöld verð | ur fjórða umferðin í sveita- keppni Reykjavíkurdeildar Bridgesambandsins spiluð, en í þeirri keppni verður skorið úr hvaða sveitir keppa fyrir Rvík á næsta landsmóti. Of&igsfreymi í vi&skiptum. Bretar kaupa manna mest af persneskum gólfábreiðum og svo mikið, að ekkert verð >ur eftir handa öðrum. Fyrir nokkru fór stór sending af persneskum ábrciðum með skipi, er flutti hana til hafn- ar við austanvert Miðjarðar- haf. Ábreiðurnar áttu að fara til Iraks, því að kaup- menn þar fengu ekkert frá grannlandinu! 0 Venezuela hefir samið um kaup á 8 Canberra þotum í Bretlandi og varalilutum fyrir 10 milljón dollara. Stefánsmótið í gær: Stefán Kristjánsson, Á., sigraði í A-flokki. Hörð keppni og skemnitileg. Stefánsmótið var háð i Hamrahlíð í fegursta veðri í sér. Þar voru taldir á þriðja hundruð bíla, en áhorfendur skiptu mörgum hundruðum. Keppt var í þrem flokkum kárla og einum kvennaflokki. Urslit urðu þessi: A-flokkur karla: 1. Stefán Kristján.sson Á 55.3 55.5 = 110.8 sek. 2. Ólafur Níelsson KR 56.0 — 55.7 =111.7 sek. 3. Ásgeir Eyjólfsson 56.5 — 55.6 =112:i sek. Sigufvégarinn frá í fyrra og hittéðfyrfa, Úlíar Skæringsson váf ð í 4. sæti." B-flokkur karla: 1. Elías Hergeirsson Á 29.6 — 29.8 = 59.4 sek. 2. Halldór Sigfússon Á 33.5 — 35.4 = 68.9 sek. 3. Jóhann Magnússon Á 43.5 — 34.4 = 77.9 sek. C-flokkur karla: 1. Þorbergur Eysteinsson ÍR 30.0 — 30.1 = 60.1 sek. 2. Kristján Jónsson SSH 31.5 — 31.0 = 62.5 sek. 3. Björn Steffensen KR 31.6 — 31.8 = 63.4 sek. Kvennaflokkur: 1. Arnheiður Árnadóttir Á 27.8 —28.7 = 56.5 sek. írskur preslur xAm um Ishné. írskur prestur, George Sea- ver að nafni, hefur gefið út ferðabók um ísland sem hann ncfnir „Icelandic Yesterdays'. George Seaver er ekki að- eins háttsettur prestur í írlandi heldur og nafntogaður rithöf- undur, sem hefur skrifað fjölda greina í blöð og gefið út bækur. Höfundurinn hefur komið tvisvar til fslands^ árin 1929 og 1935 og ferðaðist þá mikið um landið. Skrifaði hann um ferðir sínar í írskt blað þegar eftir ferðirnar og vöktu þær greinar athygli þar í landi. Nú hefur hann unnið úr þessum greinum eina heild og gefið út í bók. | Bók sinni skiptir höfundur í nokltura kafla og rekur þar efni fornsagnanna jafnhliða því sem hann lýsir því sem fyrir augun ber á ferðalögum sínum og kappkostar að segja sem sann- ast og réttast frá öllu og gefa sem bezta lýsingu á landi og þjóð. Nokkrar ljósmyndir eru í bókinni til prýðis og skýringar, ennfremur nokkurir uppdrætt- ir Fáein eintök af bók þessari eru komin til landsins og eru seld í bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar í Hafnarstræt.i Ghana velur fegurB- ardrottníngu. Þegar Gullströndui í Af- ríku fær fullveldi og nafnið Ghana^ mun eitt atriði há- tíðahaldanna verða að velja f yrstu f egurðardrottningu landsins. Að sjálfsögðu verð- ur hún að vera svört seni iióuin og Jhún á að sýna alla tign og fegurð kvenna lands- ins. Drottning fær síðan 10 daga skenuntiför til Bret- lands í apríl að launum. Flugvéiaritar mæftust yfir norðurheimskautiiiu. Áætlunarferðir SAS núWi Tokyo og IC.hafinm byrjaðar. litið". Afstaða Tímans til verðlagsákvæða kommúnista. Afstaða „Tímans" til þeirrar fáanlegu verðíagsákvæða, sem sctt hafa verið, virðist vera nokkuð einkeanileg. I öðam orðinu undrast blaðið yfir bví, að „íhaldsblöðin hamast af miEIu kappi" yfir verðlagsákvæðunum, en L hinu orðiisu. segir það, að bezta verðlagseftirlitið sé í höndum kaupfélag- anna. í gær skrifar „Tíminn" um þetta á þessa Ieið: „Opinbert verðlagseftirlit getur oft gert gagn, en oft reynist það líka hreint pappírsgagn, því að kaupsýslumenn finna þá leiðir til að sniðganga það. Verðlagseftirlit góðs kaupfélags bregst hinsvegar ekki." Eftir þessu að dæma hefur Framsóknarflokkurinn litla trú á verðlagsákvæðum. Hinsvegar hefur hann tröllatrú á verðlagseftirliti kaupfélaganna. Hvernig stendur þá á því að flokkurinn samþykkir hin .öfgakenndu og fávíslegu verð- lagsákvæði kommúnista? Hvernig stendur á, að hann sam- þykkir „pappírsgagn" kommúnistanna en hafnar „bezta verðlagseftirlitinu" — verðlagseftirliti kaupfélaganna? Það skal ekki dregið í efa, að kaupfélögin selja vörur sínar yfirleitt með sanngjörnu verði. En hvernig geta kaup- menn selt vörur sínar með okurverði, ef kaupfélögin selja samskonar vörur með sanngjörnu verði? Hér í Reykjavík starfar eitt stærsta kaupféla landsins í samkeppni við kaup- mannaverzlanir. Vöruverð þess ér yfirleitt sambærilegt við verðlag kaupmanna. Þó hefur staðið í járnum með að reksturinn bæri sig hjá félaginu. „Verðlagseftirlit" kaup- félagsins í Keykjavík hefur eftir þessu að dæma þrýst vöruverðinu svo langt niður, að rekstur þess hefur ekki sýnt nokkurn ágóða. Með stórlega niðurskornum álagningarheimildum hlýt- ur því 'þetta kaupfélag ekki síður en kaupmannaverzlanír að sýna stórtap á rekstrinum, enda eru mörg verðlags- ákvæðin hrein fjárstæða. Það fer ekki dult, að kaupfélögin um allt land horfa nú fram á stórtap á rekstrinum vegna hinna nýju verðlags- ákvæða. Fullyrt er að Framsóknarflokkurinn hafi ekki áttað sig á, hvílík fjarstæða ákvæðin eru fyrr en búið var að samþykkja þau. Margir kaupfélagsstjórar hafa látið í ljós þá skoðun, að þessar ráðstafanir geti Iagt sum beztu kaupfélögin að velli á skönunum tíma. Þannig framkvæma framsóknarmenn „bezta verðlags- eftirlitið", með aðstoð konunúnista. * ^^«^'*''»'« 2. Karólína Guðmundsd. KR! 29.6 — 29.1 == 58.7 sek. 3. Ásthildur Eyjólfsdóttir Á 29.5 — 29.7 =59.2 sek. Flugvélar frá S A S í fyrstu áætlunarflugferðum félagsins milli Kaupmannahafnar og Tokio mættust í gærkvöldi yfir norðurheimskautinu á áætluðum tíma. Önnur flugvélin hafði lagt aí stað frá Tokio, hin frá Khöfn — báðar með ýmsa tigna gesti en mikið var um viðhöfn á báð- um stöðunum, er flugvélarnar lögðu af stað, og auðvitað fyrr sú frá Tokio. Yfir norðurskautinu skiptust flugvélaáhafnirnar og farþegar á kveðjum með hringflugi yfir norðurskautinu, og heyrðist þá í fyrsta skipti „útvarp Norður- heimsskaut", því að kveðjuorð- um flugstjóranna var útvarpað, og athöfninni, er H. Hansen forsætisráðherra varpaði niður blýhólki með skjölum og mikro- filmum um tildrög og undir- búning flugferðanna. Siðari fregnir: Flugvélin, sem kom frá Tokio kom til Khafnar í morgun að afstaðinni 31 klst. flugferð, en hin flugvélin er væntanleg til Tokio i kvöld. — Með því að fara þessa leið milli tveggja fyrrnefndra borga tekur flug- ferð til Tokio næstum 1 sólar- hringi skemur en ef farin væri hin venjulega leið um Karachi og Filipseyjar. — Ef Rússar leyfðu þessi áætlunarflug beina leið frá Khöfn yfir Rússland og I Síbiríu mundi flugtiminn enn styttast állka eða um 3000 km.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.