Vísir - 05.04.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 05.04.1957, Blaðsíða 12
Þelr, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir II. hvers mánaðar fá blaðið ckejpis til mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIS e” buyrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasia. — Uringið í sima 1660 «g gerist áskrifendur. Fasíudaginn 5. apríl 1957 Tvær páskaferðir í Öræfi Fyrstu skemmtiferðir d bílum sem um getur þangað austur. Reykvíkingar, sem komast vilja burt úr bæpum um pásk- ana og í nýstárlegt ferðalag, eiga þess völ að komast í bif- reiðum alia leið frá Reykjavík og austur í Öræfi, en þess gefst ekki kostur nema örstuttan tíma á ári hverju. Þess eru heldur ekki dæmi að nokkur aðili hafi efnt til skemmtiferðar á bíl þessa leið fyrr en nú, að bæði ferðaskrif- stofa Páls Arasonar og Guð- mundar Jónasson öræfabílstjóri hafa ákveðið að efna til sín hvorrar ferðarinnar þangað — er verða í 5 daga hvor. Báðir munu leggja af stað á skírdags- morgun og koma til Reykjavik- ur aftur að kvöldi annars í pásk- um. Ferðaáætlun Páls Arasonar, er þannig háttað að hann ekur á skírdag austur að Núpgstað, en þar verður gist. Daginn eftir verður ekið yfir Skeiðarársand S Bæjarstaðaskóg og gist í Skaftafelli. Á laugardag geta þeir sem óska gengið á Öræfa- jökul en hinir verða eftir í Skaftafelli og skoða sig þar um. Á páskadag verður ekið að Fagurhólsmýri og gist þar, en á mánudaginn ekið til Reykja- víkur. Ferðaáætlun Guðm. Jónas- sonar verður með nokkuð öðru sniði en í aðalatriðum þó áþekk áætlun Páls. Annars gefa þeir — hvor um sig — allar nánari upplýsingar um ferðirnar. Eins og áður getur komast bílar ekki yfir Skeiðarársand að sumri sökum leysinga úr jökl- inum og eru árnar þá með öllu ófærar. Um þetta leyti árs er óvenjulega lítið vatnsmagn í þeim, enda hafa bæði bílar Vegagerðarinnar og bílar frá Kaupfélagi Vestur-Skaftfellinga farið yfir sandinn undanfarinn vor. Öll ieiðin þangað austur er óvenju tilkomumikil á hvaða tíma árs sem er og því eftirsókn- arverð ferð fyrir hvern þann sem unir stórbrotinni náttúru- Uthluti fé til listamanna. Sameinað alþingi hefur kosið fjögurra manna nefnd, til þess að skipta fjárveitingu til skálda rithöfunda og listamanna. Tveir listar komu fram. Á 'A-lista áttu sæti Kristján Eld- járn þjóðminjavörður, Sigurður Guðmundsson, ritstjóri Þjóðvilj ans, og Helgi Sæmundsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins. Á B-lista var nafn Þorsteins Þorsteinsson ar, fyrrv. sýslumanns í Dala- sýslu. Voru menn þessir sjálfkjörnir. 300 manns í hættu af eldi. í síðustu viku munaði litlu, að stórkostlegt slys yrði í borg- inni Fairbanks í Alaska, stærstu borg þar. Eldur kom upp í kjallara stærsta húss borgarinnar, og komust um 300 manns, sem bjuggu og störfuðu í húsinu, ekki út eftir venjulegum leið- um. Þó tókst svo vel til við björgunar- og slökkvistörf, að einungis einn maður beið bana. Nauðungarflutningar í Bigaríu. Nauðungarfluíningar hófust fyrir nokkru frá Scfíu, höfuð- borg Búlgaríu, segja fréttir frá Belgrad. Var hér um að ræða fólk úr borgarastétt. sem flutt var nauðugt upp í sveit, án þess nokkur skýring væri gefin eða tilraun gerð til þess að réttlæta j þessa flutninga. Var búið að flytja nokkur hundruð manns,! er síðast fréttist. Nokkuð var einnig um slíka ^ flutninga í desember eða nokkr um vikum eftir að frelsisbylt- ingin brauzt út í Ungverjalandi, en var svo hætt. Slakað á hömlum á Bíýpuv Á Kýpur hefur verið slakað til á ýmsum hörkulegum ákvæð um og sum felld alveg úr gildi. Mælist það vel fyrir meðal grískumælandi Kýpurbúa, en hinir tyrkneskumælandi telja ótímabært að slaka svo mikið á sem gert hefur verið. Vinnufiokkur frá Alkirkjuráði hemur i sumar. Hann hjálpar lil að hyggja Langholtskirkju. • Þ. 27. þ. m. eru 10 ár síðan Kon-tik-leiðangurinn hófst í Perú. „Á kviktrjám“ seit á 12000 krónur. Amerískur málverkasafnari Roy Haliton, sem staddur er í Reykjavík um þessar mundir keypti dýrasta málverkið á inálverkasýningu Eggerts Guð- mundssonar í gær. Málverkið heitir „Á kvik- trjám“ og seldist fyrir 12000 krónur. Alls hafa 10 myndir eelst á sýningunni, sem hefur verið vel sótt. Sýningunni lýkur é sunnudagskvöld. Stúlka bólusett gegn mænuveiki í Heilsuverndai^töðinni. Mænusóttarbólusetning: Dræm aðsókn hjá hinum fullorðnu. Óvíst hvort tækifæri gefst brdtt aftur. Mænusóttarbólusetning á full- orðnu fólki liefur nú staðið yfir um nokkurt skeið. Er ákveðið að gefa fólki upp að 45 ára aldri kost á henni. Það hefur komið í ljós að fólk er mjög áhugalítið fyrir bólusetningunni og hafa þeir aldursflokkar, sem þegar hafa verið boðaðir þ. e. 16—25 ára, aðeins mætt að litlum hluta. Af þessu tilefni þykir rétt að vekja athygli eftirfarandi: Nú fer í hönd sá árstími, sem mænusóttar verður helztvart,og því nauðsynlegt að leita bólu- setningar sem fyrst. Nokkurn tíma þarf til að ónæmi mvndist. og getur því orðið of seínt Bð hefja bólusetningu þegar farald- ur er byrjaður, auk þess sem þá kann að verða erfiðara um fram- kvæmd slíki'ar bólusetningar. Á það má einnig benda að mænu- sótt er allt að því jafntið meðal fullorðinna sem barna, og eftir- köst oft alvarlegri. Þeim tilmælum er því alvar- lega beint til þeirra, sem vilja notfæra sér bólusetninguna að láta slíkt eigi dragast og koma til bólusetningar á þeim tímum, sem auglýstir eru. Ennfremur skal á það minnt, að ef fulls árangurs er vænzt af bólusetn- ingunni, ber að koma til 2. og 3. bólusetnlngar á tilsettum tima. í júní í sumar koma til Rvík- ur 18 manns á vegum Alkirkju- ráðsins í Genf til þess að að- stoða við bj'ggingu Langholts- kirkju, sem nú er byrjað að byggja. Á blaðamannafundi í gær skýrði Iielgi Þorláksson, form. safnaðarstjórnar, frá tilhögun starfsins. Með hinum erlendu aðstoðarmönnum vinna einnig 8 eða 9 íslenzkir sjálfboðaliðar, sem dvelja með þeim þann tíma sem þeir verða hér. Dr. Þórir Þórðarson dósent, sem á mestan þátt í því að fá hingað hina erlendu sjálfboða- liða, skýrði frá hinu merkilega samstarfi kristinna kirkna í öll- um löndum heims, er miðar að gagnkvæmum kynnum kristinn ar æsku, sem jafnframt innir af hendi fórnfúst starf, þar sem þörfin er. Framkvæmdastjóri vinnu- flokka Alkirkjuráðsins, William Perkins, hefur dvalið hér nokkra daga og unnið að undir- búningi fyrir komu vinnuflokks ins. Á vegum Alkirkjuráðsins starfa árlega um 900 ungmenni Viðræðum um Súez haldið áfram. Eisenhower Bandaríkjafor- seti ræddi í gær við Dulles og Herther aðstoðarutanríkisráð- herra. Súezmálið var til um- ræðu. Bandaríkjastjórn telur sein- ustu svör egypzku stjórnarinn- ar við fyrirspurnum Banda- ríkjastjórn ófullnægjandi. Hammarskjöld lýsti sig mót- faliinn því í gær, að Öryggis- ráðið væri kvatt saman út af Súezdeilunni. Hann kvaðst ekki taka beinan þátt í samkomu- lagsumleitunum við Nasser varðandi rekstur skurðsins, en taldi tillögur hans ekki brjóta í bág við grundvallaratriðin sex — og er hann þar á öðru máli en Bretar og Bandaríkjamenn. frá ýmsum löndum að upp- byggingarstarfi. Þeir byggja flóttamannabúðir, reisa hús, sem hrunið hafa í jarðskjálft- um, leggja vatnsleiðslur, byggja kirkjur, svo eitthvað sé nefnt. Þeir, sem til íslands koma í sumar eru frá Norðurlöndum, Bretlandi og Bandaríkjunum, og dvelja hér mánaðartíma. Þeir kosta för sína og uppihald sjálf ir. — í íslenzka vinnuflokknum, sem starfar með hinum, eru flestir stúdentar, 1 iðnaðarmað- ur og tvær húsmæður. Fyrir- liði hans er Kristján Búason guðfræðinemi, en hann hefur áður unnið með vinnuflokki Al- kirkjuráðsins í Þýzkalandi. Sjómenn fá út- svarsfrádrátt. Á bæjarstjórnarfundi Reykja víkur í gær var rætt um frá- drátt á útsvari sjómanna. Kom þá í ljós, að um svipað leyti og mál þetta var til með- ferðar á alþingi, hafði Gunnar Thoroddsen borgarstjóri rætt við formann niðurjöfnunar- nefndar um möguleika á því, að sjómönnum yrði veittur enn þá meiri frádráttur við álagn- ingu útsvara, heldur en fólst í stjórnarfrumvarpinu um á- lagningu tekjuskatts. Er þetta nú í athugun hjá formanni nið- ur j öfnunarnef ndar. Borgarstjóri upplýsti einnig á fundinum, að það hefði um langt skeið verið regla hjá nið- urjöfnunarnefnd, að veita sama frádrátt á-útsvari og lög kvæðu á um varðandi tekjuskatt, yrðd því þannig nú, að minnsta kosti jafnmikill frádráttur yrði veitt- ur við álagningu útsvars og hin nýju lög um skatt sjómanna á- kveða. Freuchen held- ur fyrirlestur. Peter Freuchen, hinn frægi danski landkönnuður, sem staddur er hér um þessar mundir, flytm: fyrirlestur n. k. sunnudag. Freuchen er hér, sem kunn- ugt er, á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur. Fyrirlesturinn flytur hann í Gamla bíó kl. 2 e. h. Mun hann enn fremur sýna skuggamynd- ir frá ferðum sínum. Aðgöngumiðar eru seldir í bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar í dag og á morgun og rennur ágóðinn til Sátt- málajóðs. Fimm dæmdir til lífláts. Fimm hermdarverkamcnn á Kýpur voru dæmdir til líflóts í morgun, fyrir afbrot framin í. febrúar s.l. Hafa aldrei jafnmargir menn verið dæmdir til 71 áts í einu þar, ogð er tekið fram í þessari fregn, að það varði enn lífláts- hegningu, að nota skotvopr, bera þau á sér eða valda sprengingum. Frá rannsóknar- lögreglunni. Rafinsóknarlögreglan óskar eftir að tala við mann þann, sem keypti lítið útvarpsviðtæki, rautt og hvítt fyrir utan forn- söluna á Hverfisgötu 16 síð- degis í gær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.