Vísir - 12.04.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 12.04.1957, Blaðsíða 12
frelr, tem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. 'OTSIK. Föstudaginn 12. apríl 1857 VtSHt G2 ftuyrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasia. — Hringið í síma 1660 *g ^cnst áskrifendux. Þrír Akranesbátar byrjaðir á reknetum og afla vel. Fleiri bátar að hætta þorskveiðum eftir fádæma lélega vertíð. ! Frá fréttaritara Vísis Akranesi í morgun. Línuvertíðin Léfur algerlega brugðist hjá mörgum Akranes- bátum og eru þrír bátar þegar hættir og tveir aðrir munu hætta innan skamms. Hefur það aldrei skeð að bátar hætti á vetrarvertíð á Akranesi fyrir miðjan apríl, því að í venju- legu árferði er einmitt oft góð- ur afli um þessar mundir. Það má líka teljast með eindæm- um að þrír Akranesbátar eru byrjaðir á reknetum og fengu í fyrsta róðri um 30 tunnur á bát og í dag eru þeir með góð- an afla af síld, og mun einn þeirra vera með 100 tunur. Eru þetta bátar Haraldar Böðvars- sonar. Það er ekki búist við feitri síld um þetta leyti árs. Um þessar mundir er hrygningar- tími síldarinnar og er mikið af síldinni sem veiðst hefur búin að hrygna, og er hún þá glær og horuð, og fitumagn hennar ekki ema um 8 prósent. Innanum finnast þó feitar og fallegar síldar og eftir því sem líður á vorið eykst fitumagn hennar. Að svo komnu fer síldin í bræðslu, en ef fitumagn henn- ar eykst, er jafnvel í ráði að reyna að frysta hana til út- flutnings. Plataðir af miðunum. Þegar séð varð að línuvertíð- in myndi bregðast tóku 10 Akranesbátar þorskanet, því stundum hefur verið sæmileg veiði í þau hér í Faxaflóa og þá sérstaklega út af Skaganum. Þar hafa bátarnir haldið sig og aflað lítið. En fyrir viku síðan byrjuðu netabátar frá Reykja- vík og Hafnarfirði að veiða í net í Faxaflóa. Sögðust þeir vera með net sín við út af Skaga, en svo var þó ekki, því þeir munu hafa verið á svo- kallaðri suðurslóð. Akranesbát- arnir misstu því af viku afla- hrotu, nema einn báturinn, Sæ, faxi, sem lagði net sín á suður- slóð á þriðjudag og fékk á mið- vikudag 20 lestir og um 10 lest- ir í gær. Þeirn, sem uppgötvuðu fiskigönguna á suðurslóð kann að vera nokkur vorkunn að reya að láta það ekki uppi hvar þeir fengu svo mikinn afla, en Akranesbátarnir máttu ekki við því að missa af þessari göngu, því engir bátar hafa farið ver út úr vertíð þessari en þeir. Nú er kominn fjöldi báta á þessi mið því heldur hefur dregið úr afla fyrir sunan Reykjanes og bátar úr Keflavík og útilegu- bátar hafa fært sig norður í Faxtflóa með net sín. Enginn fiskur á handfæri. Trillur hafa róið frá Reykja- vík með handfæri, en ekkert fengið. Mikið af loðnu er í Faxaflóa og eru stórir flekkir af dauðri loðnu í sjónum. Ekki er að búast við handfærafiski fyrr en loðnan er horfin. Samveldisráðherra ver prófanir Breta. Holland forsætisráðherra Nýja Sjálands flutti ræðu á þingi í morgun og kvað stjórn sína aðhyllast þá stefnu brezku stjórnarinnar, að vetissprengju- vopnin myndu frekara en nokk- uð annað afstýra heimsstyrjöld. Hins vegar sagði hann stjórn Nýja Sjálands þess mjqg hvet- jandi, að stórveldin kæmu sér saman um bann við framleiðslu og notkun vetnissprengjuvopna hið fyrsta. Hann ræddi einnig kjarn- orkuprófanir Rússa og Breta. Rússar sprengdu hverja sprengjuna af annari án þess að tilkynna neitt um það fyrir- fram, og enginn segði neitt, en Bretar tilkynntu um slíkar fyr- irætlanir mánuðum fyrirfram, vöruðu aðrar þjóðir — og gagnrýnin á þá kæmi nær úr gerðu margt til öryggis, og að- öllum áttum. Miklar títannámur fundnar í Noregi. Þar erif 350 millj. lcsia málingrýíis. Oslo í fyrradag. Fundizt hafa miklar titan- námur við Jössingfjörð í Nor- egi, og liafa farið fram nokkrar athuganir á þeim. í fyrstu ætluðu menn, að þarna mundi verða um ca. 150 millj. lesta af málmgrýti að ræða — en nú hefir komið í ljós, að það er miklu meira, sennilega 350 milljónir lesta, en alveg víst þykir um 166 millj. lesta. Það er h.f. Titanina, sem Jhefir fundið málmsvæði þetta, og hefir það sótt um leyfi til að vinna málminn úr jörðu. Það hefir í hyggju að leggja 75 millj. n. kr. í nýbyggingar og aukinn rekstur, auk þess sem það mun verja milljónum til athugunar á því, hvernig unnt sé að nýta málminn betur en áður. Um þessar mundir vinnur fé- lagið um 180,000 lestir af málm- grýti úr jörðu árlega, en það eru vonir manna, að unnt verði að auka framleiðsluna í 300— 400 þús. lestir árlega. Tvær 5 daga ferðír F.l. um páskana. Ferðafélag fslands efnir til tveggja skenuntiferða í skála sína um páskana og varir hver ferð í fimm daga. Lagt verður af stað í báðar ferðirnar á skírdagsmorgun og komið aftur til Reykjavíkur á annan dag páska. Önnur ferðin er að skála Ferðafélagsins við Hagavatn, en þaðan verður svo gengið á Langjökul og má búast þar við hinu prýðilegasta skíðafæri. Hin ferðdn verður í Þórs- mörk og gist allar næturnar í Skagfjörðsskála, en gengið um Mörkina á daginn. Víðtækar haf- rannsóknir. Á þessu ári verða gerðir út leiðangrar til jhafrannsókna og síldarleitrr, eins og undanfarin Kirkja þessi er kennd við heilagan Vencelas, þjóðardýrling Tékka og stendur írsovic, hverfi í Prag. Hún var reist á árunum 1929—31. — — Einhvernveginn kemur hún manni kunnuglega fyrir sjónir! ar. Verður farið á rannsóknar- skipinu „Ægi“ að tilhlutau Fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans. Adams „kostaði“ milljón! Tryggingafélag lækna greiddi vörnina fyrir hann. Kostnaðurinn við vörn dr. John Bodley Adams varð yfir milljón ísl. kr., eða um 25 þús. sterlingspund, og Adams þarf ekki að greiða einn eyri af þcssari fúlgu. Þannig stendur á þessu_ að brezkir læknar eru allir með- limir félags, sem heitir The Medical Defence Union, sem er í rauninni einskonar trygg- ingafélag. Það greiðir allan kostnað við málaferli, sem læknar kunna að lenda í vegna starfs síns. Iðgjaldið nemur 2 stpd. á ári. Adams-málið er kostnaðar- samasta mál, sem tryggingafé- lag lækna hefir orðið að standa straum af. Megnið af útgjöld- unum hefir runnið til verjand- ans, Geoffreys Lawrences, og aðstoðarmanna hans, enda hafa þeir unnið fyrir umbun sinni. í upphafi var gert ráð fyr- ir, að réttarhöldin kyunu að standa í 3 vikur, og var greiðsla miðuð við það. Yrðu þau lengri átti að greiða 100—300 pr. á dag aukalega. Þekktustu lögfræðingar Breta fá svimháar fjárhæðir fyrir störf sín, en hinir lítt þekktari aðeins brot af þeim. Trygginga- félagið hefði getað ráðið enn dýrari mann — Sir Hartley Shawcross — en eftir sýknu- dóminn verður I.awrence vart ódýrari framvegis! • Norska stúdentasambandið hefur boðið 10 ungverskum stúdentum til náms í Noregi til viðbótar við 42, sera þegar eru þar. Les skáldrit fyrir skólaæskuna. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Kristmann Guðmundsson rit- höfundur hefur að undanfömu verið á ferð um Norðurland og les þar fyrir skólaæskuna úr ýmsum skáldritum úrvals höf- unda. Ferð Kristmanns í skólana er gerð á vegum Menntamála- ráðuneytisins. Er Kristmann nú staddur á Akureyri og heim- sótti í gær Menntaskólann og Iðnskólann, en í dag les hann upp í Gagnfræðaskólanum. Á næstunni heimsækir Krist- mann kvennaskólann að Lauga- landi og héraðsskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu. Markmið fyrsta leiðangurs- ins, sem þegar er hafinn verð- ur tvíþætt: Annarsvegar at- huganir á hrygningastöðvum vorgotssíldarinnar við Suður- land og hinsvegar síldarleit í úthafinu austan og norðaustan. íslands. Næsti leiðangur verður far- inn seint í maímánuði. Verður þá lögð megináherzla á al- mennar hafrannsóknir og síld- ! arleit á djúpstöðum vestan, norðan og norðaustan íslands. Verður þetta fjölmennasti rannsóknaleiðangur Fiskideild- ar, sem farinn hefur verið til þessa. Auk sérfræðinga á sviði dýrasvifs-, síldar- og sjórann- sókna verður í leiðangrinum sérfræðingur í plöntusvifi, og verður nú í fyrsta skipti í ís- lenzkum leiðangri gerðar rann- sóknir á framleiðslugetu sjáv- arins af lífrænum efnum. Þá er vélgkipið Fanney farið j út og mun gera tilraunir til síldveiða með flotvörpu. Síð- astliðið haust var gerð tilraun með kanadiska flotvörpu til 1 síldveiða. Bandaríkin og einhuga gegn Heirasókn og viðræðum Richards, sérlegs sendimanns Eisenhowers Bandaríkjaforseta, í Saudi-Arabíu, er nú lokið, og hefir verið birt sameiginleg til- kynning um þær. Segir í fregn frá Riad_ að ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Saudi-Arabíu séu einhuga um að halda áfram mótspyrnu gegn kommúnisma og hverskonar einræðislegum öflum, sem sjálf stæði þjóðanna geti stafað hætta af. Saudi-Arabía kommúnistum. Richards fór til Riad til þess að skýra tilganginn með tilboði Eisenhowers um aðstoð við ná- læg Austurlönd, en raunar var Saud konungur þeim málum gerkunnugur, því að Eisen- hower ræddi þau við hann i heimsókninni fyrir nokkru, og var heimsókn Richards kurteis- isheimsókn frekara en að nýrra skýringa væri þörf, en fyrir- fram var vitað, að Saud yar áætluninni meðmæltur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.