Vísir - 15.04.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 15.04.1957, Blaðsíða 9
Mánudaginn 15. apríl 1957 VlSIR Tveir nýir flugstjórar á Skymasterflugv. Loftleiða. !1 ISygstjérar hjá Lofileiðom. meB þessi j Tvelr flugrnenn liafa nýlega Sengið réttindi til þess að stjórna Skymastérflugyélum Loftleiða, en þá hafa 11 íslendingar lokið prófum, seni velta flugstjórnar- réttindi á niUIilandaflugvélum félagsins. Nýju flugstjórarnir eru þeir Hallgrímur Jónsson og Magnús Norðdahl. HaUgrímur Jónsson er 28 ára að aldi’i, fœddur og uppalinn í Reykjavik. Hann hóf flugnám að loknu gagnfræðaprófi árið 1946, og voru þeir Albert Tómasson fyrstu tslendingarnir, sem luku prófi atvinnuflugmanna að loknu námi hér heima. Hallgrím- ur hóf störf við innanlandsflug hjá Loftleiðum vorið 1948. Vorið 1949 lauk hann prófi í blindflugi og siglingafræði við brezkan flugskóla. 1 ársbyrjun 1950 gerð- ist Hallgrímur aðstoðarflugmað- ur á björgunarflugvél sem stað- sett var. á Keflavíkurflugvelli, Ferðaskrifstofan - Frh. af 3. síðu: til Danmerkur og koma leið- angursfarar heim með Gull- fossi, sem fer frá K.höfn 22. júní. Á heimleið verður komið við í Edinborg. Má fullyrða, að á þessari leið fá þátttakendur fararinnar tæki færi til að sjá ýmsa sérkenni- legustu og fegurstu staði í Vestur-Evrópu. Þann 22. júní hefst 26 daga Norðurlandaferð til Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Danmerk- ur. Siglt verður með m.s. „Heklu“ frá Reykjavík og kom- ið til Þórshafnar í Færeyjum þann 24. júní og til Bergen þann 25. júní. Eftjr tveggja daga dvöl í Bergen verffur ekið með Berg- ensbrautinni þvert. yfir stór- brotnasta hluta Noregs til Osló- ar. og dvalizt þar í þrjá daga. Meðal þess sem skoða á, er Frognergarðurinn, Holmen- kollen o. fl. Frá Osló liggur leiðin með langferðabíl til Karlstad í Sví- þjóð, þar sem dvalizt verður einn dag áður en haldið verður áfram til Stokkhólms. Eftir tveggja daga dvöl í Stokkhólmi og ferð til Uppsala og Sigtúna verður ekið vestur á bóginn til Nyköbing og Lin- köbing til Vadstena og áfram daginn eftir meðfram Váttern til Hálsingborgar við Eyrar- sund. Ferja flytur fólkið yfir til Helsingjaeyrar í Danmörku og verður svo ekið. þaðan til Kaupmannahafnar. Dvölin í Kaupmannahöfn verður nær þrír dagar, því að lagt verður af stað heimleiðis með ,,Heklu“ að kvöldi þess 11. júlí. Daginn eftir kemur skipið við í Gautaborg, svo að taeki- færi gefst til að skoða þá borg einnig. j . Þann 13. júlí kemur „Hekla“ til Kristiansand í Noregi og þann 15. júlí til Þórshafnar á riý. Ferðinni lýkur þann 17. júlí í Reykjavík. en i júnímánuði 1951 hóf hann störf hjá brezka flugfélaginu Trans Woríd Charter, og var Hallgrímur. fyr.sti íslenzki at- vinnuílugmaðurinn, sem féklí vinnu hjá erlendu farþegaílug- félagi. eftir stríðslokin. Hallgrím- ur var víðíörull þá 6 mánuði, sem hann vann hjá þessu flug- félagi, og má til dæmis. um það geta þess, að, fyrstu tvo mánuð- ina lenti hann á 32 stöðum víðs Hallgrímur Jónsson. vegar í Evrópu. Hallgrímur gerðist starfsmaður hollenzka flugfélagsins KLM um áramótin 1951—1952 og vann hjá því þang- að til í síðast liðnum júní- mánuði, en þá flutti hann til íslands og hóf á ný vinnu hjá Loftleiðum. Á því timabili sem Hallgrimur starfaði hjá KLM var hann i eit-t ár í Indonesiu, og bjó í Ðjakarta á Jövu. Hall- grímur hefir farið víða um heim og mun hann nú hafa lent flug- vélum á 112 flugvöllum. Magnús Norðdahl er Reykvík- ingur, 29 ára að aldri.; Hann gerðist ungur að aldri áhuga- maður um svifflug og var búinn að Ijúka öllum próíum Svifflug- félags Islands er hann hóf flug-' Magnús Norðdalil. námið. Að loknu prófi einkaflug- manna fór Magnús til Bretlands og lauk þar prófi atvinnuflug- manna í júnímánuði árið 1947. Hann varð síðar kennari við Vél- flugdeild Svifflugfélags Islands, en réðst vorið 1948 til Loftleiða og starfaði hjá félaginu þangað til í aprílmánuði 1952. Á þessu tímabili lauk Magnús prófi í blindflugi við flugskóla í Bret- landi. í júnímánuði 1952 hóf Magn- ús störf hjá Arab AirWays í Jórdaniu, en það er dótturfélag B. O. A. C. og hefir aðalbæki- stöðvar í Amman. Þar vai' Magn- ús í tæp þrjú ár og fór þá víða um Mið-Austurlönd. Meðal far- þega hans á þessu tímabili var Adlai Stevenson, frambjóðandi demokrata í Bandaríkjunum, en hann var þá á ferðalagi með fjölskyldu sina frá Darnaskus til Amman. Árið 1955 hvarf Magnús aftur heim til íslands, gerðist á ný starfsmaður Loft- leiða og hefir síðan verið aðstoð- arflugmaður á millilandavélum félagsins. Nýju flugstjórarnir hafa báðir flogíð mörgum tegundum flug- véla og þekkja af eigin reynd hinar ólíkustu aðstæður marg- breytilegs loftslags og báðir eiga þeir nú að baki sér rúmlega eina miljjón mUna á leiðum loftsins. ★ Norskt fyrirtæki er um það bil að hefja framleiðslu á plastbátum til fiskveiða, Þorlákshöfn — Frh. af 4. s. nokkuð eins og ég gat um en sú framkvæmd kostaði 2Vz milljón króna. — Vitamálastjóri áætlar að 40 til 50 bátar af allt upp í 50 tonna stærð geti legið í báta- höfn þessari, það er því tiltölu- lega lítil fjárhæð, sem um er að ræða, þegar miðað er við þá miklu möguleika sem skapast." Þegar brúin kæmi. „En hvað með Óseyrarnes- brúna?" „Á Evrabakka og Stokkseyri búa um 1100 rnanns. Fólkið þar er duglegt og vant sjávarstörf- um.bæði á sjó og við hagnýtingu aflans i landi. Engin frágangs- sölc er að alía afla bátanna úr Þorlákshöfn um Selfoss austur í Þorpin, það af honum sem frystihúsin önnuðu áð verka, en þegar brúin kæmi á Óseyrarnesi er vegalengdin ekki umtalsverð. I báðum þessum þorpum eru hraðfrystihús sem nú notast að- eins að litlu leyti, en mundu skila stórum meiri verðmætum, ef bátarnir get fengið öruggt legupláss í Þorlákshöfn þegar með þyrfti." Mundu ekki liggja í nausti. Að lokum fórust Agli orð á þessa leið: „Mikil eftirspurn hefur verið eftir leguplássi í Þorlákshöfn, á vertið frá bátaeigendum í Regn I maí. Út er komin óvenju snotur ljóðabók eftir Einar Braga, sem ber lieitið ,,Regn í maí“. í bókinni eru eingöngu ó- . rímuð ljóð, 13 að tölu og ber | bókin nafn eftir fyrsta kvæð- inu. í upphafi þess segir: „Hún sveipaði barnið hári sínu, hóf það á arm sér og steig inn í sólhvítan daginn.“ Hörður Ágústsson listmálari myndskreytti bókina , á sér- kennilegan og skemmtilegan hátt og hann annaðist einnig að öðru leyti útlit bókarinnar. „Regn í maí“ er fjói'ða ljóða- bók Einars Braga. öðrum landsfjórðungum. Því hefur ekki verið hægt að sinna vegna rúmleysis á legunni. Úr þessu mundi rakna með báta- höfninni og bátar streyma að á >, vertíðinni, sem e. t. v. væru k t • annars ekki gerðir út. Meðal annars vegna þess, að í mörgum r tilfellum er hér um að ræða - ; smærri báta, sem einmitt er >i nauðsynlegt að fái viðlegupláss í verstöð, þar sem stutt er að • sækja á miðin, en þar hefur Þor- lákshöfn einmitt sérstöðu. Að lokinni byggingu bátahafnar í •'•il Þorlákshöfnt mundi því margur ui báturinn verða gerður út á ver- tíð, sem nú liggur i nausti yfir þennan mesta aflatíma. Má í * J því sambandi minna á þær gjald- eyristekjur, sem af þessum möguleikum leiddi,- án þess að eyða þyrfti gjaldeyri til skipa- kaupa. — Ber hér allt að sama brunni að erfitt mun það reyn- ast að benda á framkvæmd á landi hér, sem ekki kostar meir en 10 milljónir króna sem jafn- fljótt, örugglega og á jafnstór- felldan hátt skilaði þeim verð- mætum aftur margfaldlega. Skip koina og fara. . . Seinni hluta þessa sama dags, er ég sat í skrifstofu kaupfélags- stjórans á Selfossi og hlýddi á , , fræðslu hans um Þorlákshöfn,.,. gafst mér kostur á að fylgjast f með athafnalífinu i þessari ver- )f( stöð, sem er óskabarn hans. u. Sjálfur gekk hann þar um og fylgdist með öllu af lífi og sál., Skip var nýfarið frá hafskipa- ,. bryggjunni, hafði það komið . með fóðurbæti. Annað aðeins ókomið, hlaðið. áburði. Þorláks- ,, hafnarbátarnir komu drekk- K hlaðnir utan af miðum og bát- arnir frá Stokkseyri og Eyrar- bakka leituðu nú þarna hafnar, .... þar sem ólendandi var í heima- höfnum þeirra vegna brims.^ Faxaborg lagðist að bryggju, og bifreiðar úr Reykjavík og Ilafn- arfirði sóttu fisk hennar og fluttu suður. Hvarvetna var lif og starf, og vissulega lofar það góðu um bættan hag og vaxandi gengi Þorlákshafnar. Stefán Þorsteinsson. sHt’ Ævintfr H. C. Andersen ♦ Dóttir Mýrakóngsins ' 1 Hm ljóta padda, sem helzt líktist nú stórurn froski, sat í hnipri úti í skoti. ÞaÓ var næstum al- veg hljótt i húfsÍELUtJ nema hvað hún gaf stóku sinnum frá sér eins Og niðurbæit hljóð, sern líktist andvarpi. Nú færði hún sig um fet, beið síðan svoiitla stund og hlustaði. Svo fór hún af stað aftur. Nú var hún komin að hurðinni og tókst að slá slagbrandmum frá. Hún tók lampann, sem log- aði á og gekk inn til fang- ans, sem svaf. Hún kcm við hann með kaldri hendi sinni Og þá vaknaði hann og leit á ófreskjuna sem stóð yfir honum og varð hræddur. Hún tók hnífinn úr belti sínu og skar á böndin, sem hann var bundinn með og bé'nti hon- um að fylgja sér. Paddan gekk á undan honum gegn- um jarðgöng, sem lágu upp í hesthúsið. Hún bentj hon- um á hest, sem stóð þar við stall. Hann stökk á bak og hún settist fyrir framan hann og hélt sér í faxið. Þau riðu af stað og brátt voru þau komin út á heið- ina. Það var ennþá nótt, en,,;jö brátt kom sólin upp og þá>. j' ! urðu umskiptin. Hún varð þá hin fagra, en vonda- stúlka. Nú þreif hún aftur hnífinn og ætlaði að leggja ;:i, honum í prestinn. Láttu ~ mig ná í þig og þá skal egkJri stinga þig með hnífnum*kH< skegglausi þrællinn þinn, sem ert bleikur eins og sölnað strá. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.