Vísir - 08.05.1957, Síða 10
10
VÍSIR
Miðvikudaginn 8. maí 1957
• •
• •
1 * •
ANDNEMARMR
• • •
EFTIR
1(1111 MOORE
• •
• •
• •
• •
• •
• •
31
• •
jhorn. Kreyfingin, sem Natti liafði séð stafaði af bví, að hafur-
inn dillaði dindlinum. Hann var hræddur. Það var sýnilegt.
Bn hann var ekki mikið hræddur. Hann var bara að brjóta
hedlann um það, hvort þetta, sem hann hafði séð, væri svo
: hættulegt, að hann þyrfti að flýja.
Bannsettur kjáni er ég að ana svona áfram eins og belja.
Ég hefði getað r.áð honum, ef ég hefði læðzt áfram. Og ef til
vill get ég enn þá náð honum.
Hann beygði sig niður og læddist hægt áfram. Hann óskaði
þess, að hafurinn stæði kyrr, þangað til hann væri búinn að
hlaða byssuna. Hann miðaði vandlega og tók í gikkinn. Haf-
urinn stökk upp í loftið og datt svo niður, valt u?-.i koll og lá
grafkyrr.
Natti tók upp hnífinn sinn og hijóp af stað. Skepnan var í
dauðateygjunum, þegar hann kom að því.
Meðan dýrinu var að blæða út niður í sandinn, virti hann
: byssuna fyrir sér.
Þetta er nú byssa í lagi, hugsaði hann. Ég vildi, að pabbi
hefði séð hana.
Þetta var ungur hafur og lítill. Kjötið af honum mundi verða
gott og mjúkt. Það kom vatn í munninn á Natta, þegar hann
; hugsaði til kvöldverðarins.
Þegar hann gekk heim til tjaldstaðarins, leið honum vel.
Hann bar veiðina á bakinu og byssuna í hendinni.
Ég býst við, að ég geti séð mér farborða, hugsaði hann.
t Hann gekk léttum skrefum heim að tjaldinu og þegar hann
1 átti spölkorn eftir, hrópaði hann:
;• — Hæ! Karólína! Ég náði í veiði.
Og þegar hún svaraði ekki strax, kallaði hann hærra:
1 — Hæ, Karólína!
Karólína kom út úr tjaldinu. Hann varð sem steini lostinn og
ætlaði varla að trúa sínum eigin augum. En þetta var Karólína,
. þótt hann ætlaði naumast að þekkja hana. Hún v.ar klædd í
: fötin hns, sem hún hafði þvegið og þurrkað. Þau voru henni að
vísu of stór og víð, en hún hafði reyrt þau að sér og stytt bux-
• urnar. Og hún hafði skellt af sér hárið, svo að það var ekki
meira en hárið á honum.
Hann stóð: sem steini lostinn og gat ekki komið upp einu orði.
Karólína sagði rólega: — Þú hefur fengið veiði.
' — Hvern fjandann sjálfan hefurðu verið að aðhafast? Þú ert
búin að eyðileggja buxurnar mínar.
Hún leit niður á skálmarnar.
Þær eru ef til vill orðnar þér ónýtar, en ekki mér. Þær eru
alveg mátulegar á mig.
— Ég hef aldrei séð annað eins á ævi minni. Þú ert orðin
vitlaus. Hvers vegna varstu að klippa af þér hárið? Það er
hræðilega ljótt.
Það var hræðilega ljótt áður. Að minnsta kosti fannst þér
það. Það er betra aö klippa það af sér, en að hafa það allt í
einni flókabendu og engin leið að halda því hreinu. Af hverju
leggurðu ekki niður veiðina? Þetta virðist nokkuð þung byrði.
Natti fleygði af sér byrðinni. Svo sneri hann sér að Karólínu
og sagði:
€. & SuncuykA
— Hvernig heldurðu, að ég geti útvegað þér samastað, þegar
þú lítur svona *út? Það vill enginn taka þig inn á heimili sitt
svona útlits.
— Ég ætlast ekki til að neinn taki mig inn á heimili sitt. Þegar
ég skilst við þig, fer ég mínar eigin leiðir.
— Þú ættir að blygðast þín.
.— Ef til vill ætti ég að gera það. En ég geri það nú samt
ekki.
— Þú þarft ekki að láta þér detta í hug, að þú fáir mig til
að taka þig með mér með þessu bragði.
— Nei, ég býst ekki við því.
— Jæja! Af hverju varstu þá að þessu? Hann íærði sig nær
henni.
Karólína hörfaði undan honum að eldinum. Hún sagði:
— Þér kemur ekkert við, hvað ég geri. Þú flytur mig til
Dulverton. Um meira bið ég ekki.
— Ég hélt, að þú vildir fara með mér.
— Mig langaði til þess. En nú vil ég það ekki lengur.
— Viltu það ekki lengur?
— Nei, ekki lengur. Ég mundi ekki fara með þér, þótt þú
bæðir mig um það á hnjánum. Þetta er einkennilegt. Því að allas
mína ævi hefur það verið svo, að ef einhver hefði sagt mér að
íara með þér, þá hefði ég gerí það. En þú hefur hagað þér
þannig gagnvart mér núna, að ég hef misst alla löngun til að
fara með þér. Ég er búin að fá nóg. Þú flytur mig bara til
Dulverton.
— Hvað heldurðu að um þig yrði í Dulverton svona útlít-
andi? Þú yrðir fyrir hrakningum á götunum og endaðir í fang-
elsi.
Karólína skaut fram hökunni. — Ég ætla ekki að láta neinn
komast að því, að ég er kvenmaður, sagði hún.
Hann skoðaði hana frá hvorfli til ilja og fór svo að hlæja.
— Þú verður þá að raka þig, sagði hann.
— Allt í lagi! Hlæðu bara! Augu hennar skutu leiftrum og
roði kom í kinnarnar. — Ég get vel dulizt, ef ég hef karl-
mannsföt, sem eru mér mátuleg. Og ég ætla að taka að mér
karlmannsstörf. Ég er orðin þreytt á því að vera vikastúlka á
heimili.
— Hvers konar karlmannsstörf ætlarðu að taka að þér?
— Ég get lært eitthvert karlmannsverk.
— Jæja þá! !Farðu og fláðu þennan villihafur þarna til að
byrja með.
Hún leit á dautt dýrið, og hann sá sér til ánægju, að hana
hryllti dálítið við því.
— Ég gæti gert það, ef ég væri til neydd. En ég er ekki
til neydd.
— Þú skalt verða að gera það. Láttu þér ekki detta í hug, að
þú getir sloppið við það. Gerðu eins og ég segi þér.
Hún stóð kyrr þrjóskufull og starði á hann. Allt í einu gekk
hann að næsta runna og tók að sníða af honum lim í vönd.
Hann kom aftur með vöndinn og tók sér stöðu fyrir framán
hana.
— Annað hvort flærðu dýrið, eða þú ferð úr lörfunum mín-
um og í þín eigin.
— Nei, sagði hún. Nei, ég geri það ekki Natti Og ég vara
þig við að snerta mig.
— Þá það, sagði hann, beit saman tönnunum og seildist í
öxlina á henni.
Hann þekkti Karólínu og bjóst við, að hún mundi verja sig
af öllum kröftum og var við því búinn. En hún virtist ekki
vera í neinu bardagaskapi. Aðeins augu hennar, sem voru blá,
urðu nú svört. Hann reiddi upp vöndinn, en í sama bili varð
hann blindur. Hún hafði slegið hann á nefið og haft ösku úr
eldinum í lófanum.
Natti rak upp sársaukavein. Hann greip báðum höndum um
augun og settist í sandinn. Hann sá ekki glóru. Honum fannst
eins og hópur af blýflugum væi u að stinga hann í augun. Hann
reyndi að strjúka öskuna úr augunum.
Karólína sagði með ótta í röddinni: — Ó, Natti! Ó, Natti!
Farðu frá með hendurnar! En hann gat það ekki.
Þá var steypt úr vatnsfötu yfir höfuðið á honum. Það var
TARZAN-
k«vö*l*d*v*ö*k»u*n*n«i
«?•••••••••••••••••••••,
Lotta heimsæknir manninn
með kúluna til þess að láta hann
spá fyrir sér. Hún borgar til-
skildar 50 krónur og fær að-
gang.
„Þér elskið hávaxinn mann,
dökkhærðan,“ sagði spámað-
urinn og augnaráð hans var
fjarlægt og dreymandi eins og
hann sæi hlutina og atburðina
einhvers staðar í óra fjarlægð.
„Og manninn, sem þér elskið,
vantar augntönn.“
„Alveg rétt,“ sagði Lotta
steinhissa,
„Hann á bifhjól og heitir
Karl. Á þriðjudaginn í vikunni
sem leið ákváðuð þið að ganga
í heilagt hjónaband.“
Stúkan varð sem steini lostin
yfir þessum fádæma hæfileik-
um spámannsins. Allt var rétt,
sem hann hafði sagt. „Og þetta
sjáið þér allt í kúlunni þeirri
arna?“ stamaði hún.
„í hreinskilni sagt er það
ekki endilega nauðsynlegt. Eg
sé það á hringnum sem þér ber-
ið, því dóttir mín skilaði honum.
á mánudaginn í fyrri viku til
hans aftur.“
★
„Þér komið því miður ’of
seint,“ sagði þjónninn við gest-
inn. „Baróninn fór í ferðalag í
gær.“
„Jæja, fór hann sér til heilsu-
bótar?“
„Nei, áreiðanlega ekki. Kon-
an fór með honum.“
★
Flugfai'þegi sat makindaleg-
ur í mjúku sætinu, með hana-
stélsglas milli handanna o g
horfði hugfanginn á skýjafeg-
urðina gegnum gluggann.
Allt í einu sá hann manni
bregða fyrir í fallhlíf, er sveif
fram hjá glugga flugvélarinnar.
„Eg held þér ættuð að verða
mér samferða,“ öskraði maður-
inn í fallhlífinni til farþegans.
„Hvers vegna það? Mér líður
ákaflega vel hér inni.“
„Sem þér óskið,“ sagði fall-
hlífarmaðurinn um leið og hann
fjarlægðist. „Eg vil aðeins láta
yður vita, að eg er flugstjór-
inn."
2319
í Tarzan stóð hjálparvana fyrir þess-
Um voðalegu ófreskjum, sem nú
skutu allar í einu. Honum fannst
hann heyra ógurlegan hávaða og
hann féll kylliflatur. Svo leið yfir
hann. Að Iokum eftir margar klukku-
stundir raknaði hann við. Hugur
hans var einkennilega skýr og hann
varð þess áskynja að skuggi af ein-
hverju fyrir ofan hann skyggði á
sólina.