Vísir - 08.05.1957, Side 12
frolr, lein gerast knupendur VlSIS eftir
18« kver* mánaHar fá blaðið ókeypis tU
mánaSamóta. — Síml 1881.
VlSIK e? «ay»asta blaSiS og þó þaS fjöl-
breyttasnu — líringið I sima 1881 ag
fcnst áskrifendisr.
Miðvikudagiiui S. maí 1937
Krossferð gegn synd og
spillingu í Rómaborg.
sksr
Rómaborg er ekki eins heil-
agur staður og guð vill að hún
sé, sagði páfinn Pius XII. ný-
lega í ávarpi til kirkjuhöfð-
ingjanna í hinum ýmsu söfnuð-
um Rómaborgar.
.. Páfinn kvartaði sáran undan
því, að fyrsta greinin í sáttmál-
anum milli páfastólsins og
ítalska ríkisins he'fði ekki verið
haldin, hvorki af yfirvöldum
ríkis né borgar. í þessari grein
er tekið fram, að vernda skuli
„heilagleika Rómaborgar".
Hinn heilagi faðir skoraði á
kirkjuhöfðingjana að hefja
krossferð til að efla og' viðhalda
virðingu hinnar heilögu borgar.
Hann gekk meira að segja svo
langt,' að liann gagnrýndi
stjórnarskrárdóminn fyrir það,
að hann hafði í fyrra slakað til
á prentfrelsinu frá því á dög-
um fasistanna, þar eð þau á-
kvæði voru ósamrímanleg
stjórnarskránni.
Tíminn var mjög hyggilega
valinn fyrir þetta ávarp. Kjöt-
kveðjuhátíðinni var að ljúka og
fastan að byrja. Um það leyti er
páfinn vanur að ávarpa kirkju-
höfðingjana, en í þetta sinn
ekki sem yfirmaður kirkjunnar,
heldur sem biskupinn af Róm,
og þá getur hann leyft sér að
vera berorðari. Fyrir fimm ár-
um síðan gagnrýndi hann á
svipaðan hátt alla þá spillingu,
. sem yfirvöldin lokuðu augun-
um fyrir. Nú drap hann á þetta
efni aftur og var þá sýr.u ó-
myrkari í máli. Víst hefur
nokkuð áunnizt í þessum efn-
um, sagði hann, „en Róm er
ennþá fjarri því að verað eins
og'guð vill að hún sé.“ Páf.inn
nefndi því næst mörg dæmi um
hið ósiðlega líferni Rómverja
og rakti það til þess, að ríkið
og bæjaryfirvöldin hefðu ekki
haldið fyrstu grein sáttmáiars.
Siðleysið birtist í klámritum,
kvikmyndum og sjónvarpi. Það
þyrfti ekki annað en að ganga
um blaðsöluturnaná, til að
sannfærast um, hver; /; ástatt
væri um heilagleikann í Róma-
borg.
Það er erfitt að segja um, aö
Friðrlk tefSir v!5
Frá fréttaritara Vísis
Akureyri í gær.
Friðrik Ólafsson er nýkomiim
il Akureyrar úr för um Suður-
?ingeyjarsýslu, þar sem hann
elfdi fjöltefli bæði á Húsavik
>g í Aradal.
Á Húsavík telfdi Friðrik fjöl-
efli við 48 manns, Húsvíkinga
ig nágranna. Vann Friðrik 40
ikákanna, gerði 6 jafntefli og
apaði tveimur. Þá telfdi hann
’jðltefli við hóp nemenda úr
(amaskóla Húsavíkur.
í Áðaldal telfdi Friðrik við
!3 dalverja, vann 45 skákir,
[erði 7 jafntefli og tapaði 1
kák.
gegn osomanuín.
hve miklu leyti ávai’p páfans
orkar á yfirvöldin að berjast
gegn syudinni og spiilingunni,
í hinni rómversku Sódóma.
Vafalaust er viljinn fyrir
hendi, en lýðræðið í lýðræðis-
landinu Ítalíu og í Rómaborg
á sér verndara í stjórnardómin-
um og vill ekki beygja sig fyrir
hirium afturhaldssömu öflum
kaþólsku kirkjunnar.
Sparisjóður gefur
skírnargjafir.
Frá fréttaritara Vísis. —
Akureyri > inorgun.
Aðalfundur Sparisjóðs Sval-
barðsstrandar var haldinn ný-
lega.
Hafa eignir Sparisjóðsins
vaxið ört á undanförnum ár-
um og nemur sjóðseignin nú
2.4 millj. kr.
Það var ungmannafélagið í
sveitinni, sem stofnaði Spari-
sjóðinn árið 1914 og starfrækti
hann í 21 ár. Síðan hefur Spari-
ijóðurinn verið starfræktur
sem sjálfseignarstofnun með
12 ábyrgöarmönnum að bak-
hjalli.
Sparisjóðurinn hefur orðið
sveitarfélaginu að ómetanlegu
liði í sambandi við ýmsar meiri
háttar bg fjárfrekar fram-
kvæmdir svo sem kirkjubygg-
ingu, vegagerð, raforkufram-
kvæmdir o. fl.
Þá má geta þess að Spari-
sjóðurinn tók upp þá venju
fyrir nokkurum ármn að gefa
hyerj u . barni í hreppnum 5 0
krónur rnn leið og það var
skírt. Súmir foreldrar hafa
með þessu lagt drög að sjóði
til hancja barninu og aukið
hann síðan eftir því sem efni
stóðú til.
í stjói'n Sparisjóðs Sval-
barðsstrandar eru Sigurjón
Valdiniarsson, bóndi, Leifs-
húsum, Benedikt Baldvinsson,
bóndi, Efri Dálksstöðum og
Kjartan Magnússon, bóndi,'Mó-
giú- ,
w
ll
Jg|| f
Brandur Jónsson. skóiastjóri Málleysingjaskóláns, fagnar
IJelen Keller við komuna í gænnorgun.
ga
Hefur heimsótt flest lönd
og talað máli jjeirra.
Nýir fíflátsdémar
í BúdapesL
Tveir menn voru dæmdir til
lífláts í Búdapest í gær og
inargir aðrir í fangelsL
Þeir, sem dæmdir voru til
lífláts, voru sekir fundnir um
að hafa sprengt í loft upp járn-
brautarbrú í byltingunni sl.
haust. Dómunum var fullnægt
að kalla þegar.
Það er gott að vera í nálægð
Helenar Keller, hinnar göfugu
hámenntuðu konu, sem í ritum
sínmn og á ferðum símrni um
allan lieiin, heldur hátt á lofti
merki mannúðar í þágu blindra
og daufdumbra, en svipað
má í rauninni seja um hina á-
gætu stöihi henn'ar, sem jafnan
'stendur henni við hlið, því að
einnig hún er hinnar mestu að-
dáunar og virðingar verð fyrir
sitt mikla og fórní'úsa starf.
> • :r*'.
Þetta fundu án efa allir ís-
lenzku blaðamennirnir, sem í
gær ræddu við Helen Keller
og ungfrú Thompson. —
Helen Keller hefur háð þeim
sérstæða árangri, að hafa lært
að tala án stuðnings hejúnar,
og hefur því oft verið líkt við
kraftaverk. En hvað má þá
segja um það, að hún hefur
náð þeim árangri, að læra sér
að fullu gagni til lesturs og
talverðra nota til máls hvorki
meira né minria én 7 tungumál,
auk síns eigin? Þeirra meðal
eru þýzka og franska.
Brandur Jónsson skólastjóri
Málleysingjaskólans gat helztú
æviatriða hennar á fundi henn-
ar með fréttamönum.
Þess er að geta, að Helen
Keller hefur aldrei haft nema
einn kennara, Anne Sullivan,
að undanteknum tungumála-
kennurum. Er Ánn Sullivan
lést 1936, tók ungfrú Polly
Thompson við sem einkaritari
og félági Helenar Keller.
Hélen Keller lét í ljós mik-
inn áhuga fyrir íslandi, spurði
um fjöll og skóga, og það færð-
ist bros yfir hinn göfuga svip
hennar er hún heyrði, eftir að
henni hafði verið sagt, að ís-
land væði víðást bert og skóg-
argróður fátæklegur, að til
væru staðir, þar sem há og
fögúr tré yxu.
Helen Keller er heiðurdoktor
margra háskóla og hefur ritað
fjöída bóka, og ritgerða, og
flutt fyrir lestra í fjölmörgum
jlöridum, en hún er títt á ferða-
lagi, og hefur m. a. ferðast
kringum hnöttinn.
í lok viðtalsins kvöddu
blaðamennirnir hana með
góðum óskum, en hún studdi
fingrum að vörum hvers og
eins, og endurtók orð þeirra
og þakkaði þeim komuna.
Hún bað þá færa þjóðinni
kveðju sína og óskaði hénni
alls góðs.
Björg’vinjarbúi var nýlega
ákærðiir fyrir að Jhafa síolið
25 flösknnn af öli (eimun
kassa) vikulega í heilt ár.
Þjófurinn var einn af starfs-
mönmim Hansa-ölgerðar-
innar.
Sfðasfa handknattVeiks-
keppnl vorsíns.
í kvöld gefst mönnum kostur
á að sjá beztu handknattleiks-
menn og konur landsins. Eru
hér á ferðinni síðustu leikir
tímabilsins, hin árlega keppni
milli úrvalsliða og „pressuliöa",
sem valin eru af blaðamönnum.
Verður án efa um skemmti-
lega keppni að ræða, en undan-
fai’in ár hefir liðum „pressunn-
ar“ vegnað betur. Landsliðin
hafa hinsvegar aldrei verið
sterkari en nú að áliti flestra.
Keppnin hefst kl. 8 að Há-
logalandi.
Síðustu hijómleikar
KammermósikklObbsms
í kvöitl.
Kiiinmermúsikklábimriim efn-
ir til fjórðu og síðustu hljóm-
leika sinna á þossu vori í Me!a-
skólanum í kvöld kl. 9.
Það eru þeir Árni Kristjáns-
son og Björn Ólafsson sem koma
fram á þe'ssum tórileikum og á
efnisskránni eru í'antasía í C-dúr
eftir Franz Gchubert og Sinata
Óp. 47 (Krentzersínatan) eftir
Ludvvig von Beethoven.
Kammermúsikklúbburinn hef-
ur náð verulegum vinsældum
sem hafa aukizt með hvérjum
hljómieikum sem haldnir hafa
verið á vegum hans, enda verið
kappkostað að velja aðeins góð
verk til flutnings.
Náiiiymaiiir erfér
S milSj. kr,
Pólskur nánumiaður á Bret-
landi, sem liefur 8 stpd. á viku
i Iiaup, erfði nýlega 178.000 stpd.
eftir frænda sinn í Bandaríkjun-
um — um 8 millj. króna.
Námumaður þessi er 61 árs.
— Hann bai’ðist í pólska hern-
um og var fangi í Rússlandi.
Pólska stjórnin hefur gert
kröfu til arfsins — fyrir hönd
27 skyldmenna hins látna í
Póllandi, en bandarísk lög munu
ekki heimila, að fé sé sent til
fólks í Póllandi. Námumaðurinn
sagði um arfinn:
„Mér hefur verið tilkynnt, að
mér verði greiddir peningarnir.
Ég mun setja helminginn í
banka í London — senda hinn
helminginn tveimur sonum mín-
um og dóttur í Póllandi, þegar
leyft verður“.
Daiitr tnunu fagna
Elísabetu vel.
KRöfn í maí.
Mikill viðbúnaður er í Dan-
mörku undir komu Elisabetar
II. Bretadrottningar og manns
hennar, Filippusar prins, en
þau koma í opinbera heinisókn
hinn 21. maí.
Drottning og maður hennar |
koma hingað á drottningar-1
snekkjunni Britannia, þar sem
skammt er að fara til Amalien-
borgarhallar munu fáir Khafn-
arbúar fá tækifæri til að hylla
drottningu á þeirri leið, cn
þeim verður bætt það úpp. því
að ekið verður síðar um borg-
ina, og verður riddaraíið í
fylgd með hinum könunglegu
gestum og dönsku konungsfjöl-
skyldunni. 1100 lögregluþjónar
verða á verði á götunmri, sem
ekið verður um. — Veizia mikil
verðux í Kristjánsborgarhöll.
Margret Svíaprlnsessa
hafnar bónorhl.
Ungur, brezkur maður, af
kunnum ættum, bað fyrir
nokkru Margrétar Svíaprins-
essu, en bónorðinu var hafnað.
Hefur konunglegur embættis-
maður í Stokkhólmi staðfest
þetta.
Hinn ungi maður er Robert
Douglas Hume — frændi jarls-
ins af Hume, sem á sæti í stjórn
Macmillans. — Gústav konungur
bannaði ekki slíkan ráðahag,
segir í Stokkhólmsfregninni, en
bað prinsessuna að hugleiða vel
málið, áður en hún tæki ákvörð-
un sína.
Kjölur lagður að
„helagfiski.“
Bancíaríkjamenn hafa lagt
kjölinn að enn einum kjarnorku-
knúnum kafbáti, sem á að heita
Halibut (heilagfiski).
Þessi verður frábrugðinn.
tveim hinum fyrstu að því leyti,
að hann mun verða útbúinn til
að skjóta eldflaugum og fjar-
stýrðum vopnum. Þriðiu kjarn-
orlcubáturinn verður séttur á
sjó 16. þ. m.