Vísir - 29.05.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 29.05.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 29. maí 1957 VfSIB VU HEIMT ÍÞROTTAIVIVA Gutowski er maður ársins. Ifttfit' ht'stmdið 13 skt'st tjiintlu nteti Bob Gutowski varð 22 ára nokkrum dögum áð'ur en^hann "vann það frábæra afrek að íirinda 'einu glæsilegasta meti frjállsra íþrótta. Betri afmælis- gjöf hefði þessi ungi maður vart getað óskað sér. Met Warmerdams eða ,,Hol- lendingsins fljúgandi", eins og Jiann er öft nefndur, hefur stað- ið af sér alla storma og árásir :frá því það varð til, fyrir 15 ár- um. Aðeins örfáir menn hafa á þessu langa tímabili náð það Janga, að geta talizt í skotfæri ~við metið. Einna ákafastur hef- ur klerkurinn Richards verið. Á Milrose-leikjunum í vetur urðu þeir Gutowski og Rich- ¦ards jaí'nir, stukku 4.72 m., sem ¦er annar bezti árangur innan- "húss. Innanhússmet Warmer- ¦dams er 4.79 m og stendur enn •óhaggað. Það var í árlegri keppni milli -tveggja háskóla, Stanford og •Occidental, sem Bob Gutowski stökk 4.78 m og setti allt á ann- ¦an endann. Keppnin sjálf, sem annars var tvísýnt og spennandi, féll algerlega í skuggan af þessu mikla afreki. Eg var að vísu vel upplagður fyrir keppnina, sagði Gutowski eftir á, en ekki hvarflaði að mér, að heimsmet myndi koma í þetta sinn. Fyrsta hæðin, er hann reyndi við var 4.10 m, síðan: 4.27, 4.36, 4.57, 4.70 og síðast 4.78 m. — Þessar hæðir fór hann allar í fyrstu tilraun. Næst var hækk- að í 4.87 m, og gerði Gutowski þrjár tilraunir við þá hæð. Hann rann til á stönginni í þeirr.i fyrstu, sem annars var góð, en í þeim tveim síðari var þreytan farin að gera vart við sig og voru þær lakari. Fróðlegt er að bera saman grip Gutowskis og Warmer- dams á stönginni, er þeir settu met sín. Warmerdam hélt um stöngina á 4.24 m, en Gutowski á 4.16 m. Er Gutowski reyndi við 4.87 m, hækkaði hann grip- ið upp í 4.22 m. Eins og nærri má geta þarf geysilegan kraft, hraða og fjaðurmagn til að hafa sig upp með slíku gripi, en öll um þessum eiginieikum er Gut- owski gæddur í ríkum mæli. Á þessu sama móti tók hann einn- ig þátt í langstökki og stökk 7.44 m, sem er hans bezti árang- ur í greininni. í 100 yards hlaupi hefur hann náð beztum tíma 9.9 sek., sem samsvarar 10.8 sek. á 100 metrum. Önnur úrslit á þessu stúdenta móti voru einnig athyglisverð og fara þau helztu hér á eftir: 100 yards: Rudy Alston 9.9 sek. 400 — Bambauer 47.8 sek. 880 — Larry Wray 1:54.3 m. 120 — grind: Chuck Cobb 14.4 sek. 220 — — Chuck Cobb 23.5 s. Kringluk.: Fred Peters 52.43 m. Kúluvarp: Ray Williamson 15.62 m. Spjótkast: Hank Roldan 69.30 m. Hástökk: Phil Fehlen 1.96 m. (2 aðrir sömu hæð) Langstökk: Fred Hermann 7.62 m. Kormákr. Ungur Bandaríkjamaður, sem stundar nám við Oxford-háskóla i Bandaríkjunum, er einn bezti tennisleikarinn nú. Ilann heitir Ham Itichardson, og gerir sér vonir um að komast nærri heims- meistaratign á þessu ári. Er hann þó sykursýkissjúklingur og þarfnast innspýtingar af insulini daglega. Hugleiðingar um hnefaleika. Þegar Rohinson rotaði Fúllmer. :¦¦ Gutowski setur nýja heimsmetið. Enda þótt „hin gófuga sjálfs- varnarlist" hafi verið bönnuð með lögum hér á landi, fyrir tilstilli prúðmenna á alþingi voru, sem betur kunna við and- legar barsmíðar en líkamlegar, er okkur enn heimilt að ræða og rita um hnefaLeika án þess að ríkissjóður fitni þar af. En finnist boxhanzki, þótt slakur sé, 'leggjast á eigandann þung- ar sektir og alvarlegar. Persónulega er ég ekki að- dáandi blóðugra hnefaleika eins og tíðkast erlendis við mikl ar vinsældir, og sem betur fer hafa hnefaleikarar hér á landi aldrei fengið á sig svip nokkuð þeim líkan. Þegar til greina kemur að leyfa eða banna ein- hverja grein íþrótta, verður að fara varlega í sakirnar og lang- samlega réttast og eðlilegast, að yfirstjórn íþróttamálanna (Í.S. í.) hafi þar hönd í bagga og ráði mestu. íslenzkir alþíngismenn eru orðlagðir afkastamenn, sem ganga til verks af skörungs- skap og röggsemi. Og þegar til slíkra stórmála kemur sem þessa, er ekki verið að tefja við að fela réttum aðilum að fjalla um málið, áður en endanleg á- kvörðun er tekin. Slíkt virð- ingarleysi fyrir samtökum í- þróttamanna finnst vart nema á íslandi. Þetta er nú orðinn óþarflega langur formáli; meiningin var að lýsa í fám orðum viðureign Sugar Ray Robinson og Gene Fullmers „hins íslenzka". Eins og kunnugt er sigraði Fullmer, er hann mætti Robin- son í janúar s.l. og varð þar með heimsmeistari í millivigt. Ro- binson hafði rétt til annarrar keppni og fór hún fram fyrir skömmu. Robinson er nú orð- inn 36 ára gamall og farinn að láta nokkuð á sjá hvað tækni snertir, en Fullmer er 11 árum yngri og hafði tií þessa sigrað 44 sinnum í röð, og var því spáð sigri (3:1). Robinson fór varlega í sak- irnar í byrjun, en Fullmer sótti og hafði stigin sér í hag (19:18) eftir fjórar lotur. í fimmtu lotu skeði það óvænta: Fullmer gaf á sér færi eitt augnablik, og kröftugt „left hook" sendi hann inn í draumalandið, með tíst- andi fuglum og fögrum stjörn- um. Undanfarið hefur Robinson verið undir handleiðslu hins fræga Joe Louis, sem þjálfaði hann upp í nýjan og gjörbreytt- an stíl. Þessar breytingar og vinstrihandar höggið færðu Ro- binson sigurinn. Tæplega 15 þúsund manns horfðu á keppnina og varð hlut ur hvors kappans 67.480 doll- arar. Af þessari upphæð hlýt- ur „Uncle Sam" (Eysteinn) 23 þúsund dollara. Af þessu sést, að fjármála- ráðherra Bandaríkjanna hlýtur að vera mikill stuðningsmaður og aðdáandi hnefaleika. Og ef- laust hefði áðurnefnt mál feng- ið aðra afgreiðslu, ef um slíka tekjulmd hefði verið að ræða. Hemming Kelaler: Þrír elnræðlsherrar, Lenin, Mussolini og Hitier og starfsaðferðir þeirra. hverja þýðingu Mussolini hefir haft fyrir Hitler. Lenin var langtum nauðsyn- legri aðili í valdatöku bolsivíka en. Mussolini í valdatöku fas- istanna eða Hitler í valdatöku nazista. Það er eins áreiðan- 3egt eins og nokkur hlutur er áreiðanlegur í sögunni að án Lenins hefðu bolsivíkar aldrei náð völdum í Rússlandi 1917. Og ef þeir hefðu ekki gert það 1917 hefðu þeir ekki fengið tækifæri til þess. Án Lenins hefðu þeir heldur ekki lifað af 1918 og borgarastyrjöídina. Það er ekki aðeins það, að Lenin markaði stefnuna í stjórnmál- um, hernaðarlist og beztu að- ferðum hennar. Hann varð að berjast fyrir því inna flokks- ins, að fá hann til að fylgja sér. Oft var hann í minnihluta í miðstjórninni. En atburðirnir sýndu áyallt að hann hafði á réttu að standa, áður skaðinn var skeður. Þetta kom í veg fyrir að aðstoðarmenn hans , gætu framkvæmt þá sjálfs- morðsstefnu, sem ekki hefði skilið eftir snefil af flokknum og möguleikum hans í sögunni. Mússolini og Hitler voru ekki aðeins flokksforingjar en létu líka berast með stefnum þjóða sinna. Óáægjan með það, sem ítalía almennt hafði grætt á stríðinu og þá sér í lagi her- mennirnir, þó að þeir hafi verið þeim megin sem sigrað var, veitti brautargengi þjóðar- hreyfingu, sem hefði getað orð- ið hvað sem vera skyldi. Fas- isminn hervæddi hana og skipulagði þessa hreyfingu gegn kommúnismanum. Mússolíni hafði í 1911 samkennt sig frið- ar-sinnum, var andvígur her- mennsku og yfirdrottnunar- stefnu (í tilefni af árás ítalíu á Tyrkland í Tripolis.) En árið 1915 hóf hann áróður fyrir því a'Ö ítalía færi í stríðið á banda- manna hlið, og árið 1918 sam- kenndi hann sig óróa þjóðarinn- ar og óánægju og vakti athygli fasista á sér, sem hatursfullur ræðumaður á lýðmótum og rit- ari forystugreina. Hann var enginn foringi, það var ekki hann sem „gekk til Rómar". Hann „gekk" í járnbrautar- vagni og þá fyrst, er konung- urinn hafði kallað hann til að vera forsætisráðherra og hann hafði það skjal í vasanum. Hann var tilneyddur til þess af flokknum, eftir morðið á Matte- otti, að taka að sér að vera einræðisherra, ekki til að hylma yfir fasistamorðingjum Matte- ottis, sem svo vildi til að ekki höfðu unnið verkið samkvæmt skipun hans eða beiðni, heldur til að koma í veg fyrir að reið- in yfir morðinu kollvarpaði valdaaðstöðu fasista. Það var dýr trygging, sem flokkurinn keypti sér. 1940 notaði Músso- lini persónulegt einræði sitt til þess að varpa ítalíu út í stríð- ið. Hershöfðingjarnir urðu þrumu lostnir, en hann ráðgað- ist ekki við samstarfsmenn sína, aðra ráðherra eða æðri starfs- menn flokksins; flestir þeirra, einnig tengdasonurinn Ciano, utanríkisráðherra, voru and- vígir styrjöld og þetta var þver- öfugt við vilja konungsins og óskir þjóðarinnar. Nazistaflokkurinn átti líka rætur sínar að rekja til lýð- hreyfingar, sem fram kom við gremju yfir ósigrinum (sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.