Vísir - 29.05.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 29.05.1957, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Miðvikudaginn 29. maí 1957 Yfir swirta sanda: belfar slmiu L[r pá for Eii'Stur í Páskaleiðangur Guðmundar Jónssonar hefur farið yfir þrjá „svarta“ sanda, Sóllieimasand, Mýrdalssand og Skeiðarársand og segir hér frá ferðinni yfir þann síðasinefnda. í næsíu og, síðustu greininni segir frá ferð Guðmundar austur á Breiða- | merkursand og er hann þá á leiðarenda. Allir eiga þessir svörtu ^ sandur sammerkt í því, að þeir búa yfir hannsögum og ógnum frá ýmsum öldum, ógnum, sem ýmist eiga rætur sínar að rekja til elds eða ísa — tveggja mestu andstæðna í náttúru landsins Klukkan var ekki orðin sex að morgni föstudagsins langa þegar þeir árvöknustu nudduðu stýrurnar úr augunum og kváð- ust mundu spá björtu veðri hvað sem veðurfræðingar segðu. Jón kokkur — sá bezti í heimi — flýtti sér á fætur til að hita rakvatn handa þeim sem ekki eetluðu að láta sér vaxa skegg í ferðinni — en afgangurinn fór 5 kaffi — og tegerð, og seinni hitun i uppvask og stórþvott. Klukkan var rétt um átta þegar flaggbíll Guðmundar Jónassonar renndi úr hlaði sælu húss okkar að Klaustri og hinir bíiarnir fylgdu þétt á eftir, ,,eld- húsið“ síðast. Pálverjar Arason- ar höfðu lagt af stað nokkru á undan Guðmundi og fóru mik- inn. Þótti Guðmundarmönnum sem nú færi að óvænkast um forystu Guðmundar yfir Skeið- arársand, en sjálfur lét Guð- mundur ekkert á sér bitna og missti í engu gleði sína. Þeir sem kunnugir honum voru sáu hann aðeins lyfta húfunni upp að aftan og klóra sér örlitið i hnakkanum. Það vissi á gott. Og nú brunaði flokkurinn austur með Síðunni, sem í ýmsu líkist. Eyjafjallabyggðinni, en er samt með öðrum svip, ekki eins tröllslegum eða hrikalegum, en aftur á móti fágaðri. Síðan er fríð sveit í hæzta máta og allt virtist benda þar til búsældar. Staldrað við Lómagnúp. Einn af bílum Guðmundar Jónassonar í Súlu. Lómagni'ipur í baksýn. En hvort heldur það er Guð- mundur eða bílarnir, sem eru framsæknir skal ósagt látið, en svo mikið er víst að okkur ber skjótt yfir áleiðis austur á sand- inn mikla —■ Skeiðarársand — þar sem ferðamanna hópur hefur aldrei farið i bíl fyrr. Sumum stendur stuggur af jökulvötnunum, en öðrum leikur forvitni á að sjá baráttu bílanna við þau. Þeir sem gleggst þekkja árnar, vita þó að þær eru naum- -ast liættulegar á þessum tíma árs, enda þótt þær verði jafn- okar stærstu fljóta heims þegar þær hlaupa fram. Á Núpsstað er numið staðar stundarkorn á meðan menn hlaupa út úr bílunum og hrista sig. Sá „hristingur" svarar líka kostnaði því hér er náttúru- fegurðin óvenju mikilúðleg. Framundan gnæfir Lómagnúp- ur, eitt mesta standberg á ís- landi, að heita má lóðrétt í um 700 metra hæð yfir sjó og telúr Þorvaldur Thoroddsen það eitt J hrikalegasta og stórgerðasta fjall hérlendis. Lómagnúpur er rnóbergshamar sem skagar fram úr fjallgarði sunnan fra. Vatna- jökli er nefnist Björn. Áður fyrr hefur Lómagnúpur verið höfði, sem ■gengið hefúr í sjó fram, en framburður ánna gegnum ald- irnar hefur unnið að því að hækka landið og stækka til suð- urs og nú er allmikil vegar- lengd frá Lómagnúp til sjávar. Fyrir ofan Núpsstaðarbæinn rísa bjargturnar miklir fremst í fjallinu og-setja þeir einnig mik- inn svip á þetta stórbrotna um- hverfi, en framundan Lóma- gnúp gægist jökuijöfurinn mikli, Öræfajökull, handan Skeiðarár- sands. í dag hvilir þokuhjúpúr niður i miðjar hlíðar, en hvitur og snæviþakinn er hann niður undir rætur. Hetja sandsins. Á Núpsstað býr Hannes Jóns- son, háaldraður öðlingsmaður og hetja hin mesta, enda þótt hann sé hvorki mikill að vallar- sýn né grimmúðlcgur á svip. Enginn núlifandi manna veit betri skil á hamförum jökul- vatnanna, sem um Skeiðarár- sand falla héldur en Hannes bóndi. Hann er sandinúm líka kunnur af eigin raun, því um áratugaskeið var hann póstur þar austur urii og komst oft í hann krappan. en gifta fylgdi honum í hverri ferð og hvorki honum né samfylgdarmönnum hans hlekktist nokkurntíma á. Rétt sem dæmi um það hvern- ig hurð skall stundum nærri hælum Hannesar í póstferðum hans, má geta þess að haustið 1922 var hann í póstferð austur yfir sand og í fylgd með honum stúlka, sem komast þurfti aust- 1 ur um. Þegar Hannes var kom- i inn á miðjan sandinn varð hann ' þess áskynja að hlaup \rar að koma í Skeiðará og að kvíslar voru teknar að myndast á sand- inum með allmikium jakaburði, þar sem annars er þurrt. Hannes hélt ótrauður áfram og komst heilu og höldnu leiðar sinnar þótt vatnsflaumurinn væri mik- ill og djúpur orðinn. En svo var dirfska hans og hugrekki mikið að hann för um' kvöldið vestur yfir sand aftur þrátt fyrir sí- vaxandi flóð i Skeiðará og flaum um Skeiðarársand allan. Þetta gerði Hannes vegna þess að hann átti konu og ' börn heima, sem myndu óttast um líf hans er þau fréttu af hlaupinu og hann kæmi ekki hetim. IJm simasamband var þá ekki að ræða. Morguninn eftir lá sandur: inn undir beijandi vatnselg. hverri skepnu ófær nema fugl- in.um fljúgandi. Sagðist Hannesi síðar svo frá að hart hafi hann "riðið sandinn á iéiðinni heim, enda.þá tekið að dimma af nóttu en. djöfullegir dynkir og brestir í jöklinum fyrir ofan. Þegar Grímsvötn gusu. Árið 1934 þegar Grímsvötn gusu var^ Hannes í póstferð austan sands er fyrstu einkenna jökulhlaupsins varð vart. Tók Hannes eftir þvi á austurleið aS eitthvað óvanalegt var á seiði m.a. vegna þess að Skeiðará bar með sér meiri jökulleir en venja var til. auk þess sem jakaburð- ur var að byrja í henni. Rétt eftir að hann komst austur yfir hana liraðóx hún og varð með öllu ófær á skammri stundu. Hlaupið sem fór þá í hönd er eitt hið hamfaramesta og stór- kostlegasta i minnum nú lifandi manna. Skeiðará þeytti þá á að gizka 25 metra háum ísborgum langt niður á sand. Sjálf varð hún 9km. á breiddogvatnsmagn hennar talið öllu meira en Amazonfljótsins, stærsta vatns- falls jarðarinnar. Jakarnir sem hún bar fram nístust oft á tíðum saman með heljarafli og mýnd- aðist af því org og gr.ýr svo að engum manni í SkaftafelU varð s\’efnsamt á meðan hamfar- irnar voru mestar. Þegar Hannes póstur var bú- inn að vera-viku tepptur í Öræf- um austur var honum farið að leiðast svo-biðín, að hann ákvað að halda yfir jökul heim til sin. Fékk hann lánuð skíði og sieðá Frh. á 9. síííii. v.- •• V ■ '— V Bílalest Guðmundar og Páls við sæluhúsiö á miðjum Skeiðar- ársandi. fólki var tilkynntur hrottalega og í skyndi), reiði yfir Ver- salasamningunum, sér í lagi pólska„ganginum“ og sakar- giftinni í 231. grein. Hitler samkenndi sig þegar í upphafi við allar þessar tilfinnigar um óánægju og andmæli, og við ennþá fleiri, sem sóttar voru í stefnuskrá og áróður jafnað- armanna og kommúnista, á- samt gyðingahatrinu (arfur frá 11. öld frá fyrstu krossferð- inni) er var heimaalið og átti þar heima. Flokkurinn var íramtíð þessarar lýðhreyfingar, stjórnmálalega og að nokkru leyti hernaðarlega. Alveg eins og fasisminn hefði fundið sér annan foringja (að líkindum Balbo) ef Mússolini hefði ekki boðið sig fram, var Hitler ekki óbætanlegur foringi fyrir hreyf ingunni móti ósigrinum, Ver- salasamningnum o. fl. „Es wáre Buch ohne Hitler gekommen“ »,Þetta hefði líka gerst án Hitl- ers,“ sagði einu sinni við mig Þjóðverji í Kaupmannahöfn árið 1933. Annað mál er það að Hitler varð holdtekja hins algenga Þjóðverja á alveg eins heppi- legan hátt og Mússoiini varð holdtekja hins algenga ítala. J ítalska þjóðin varð um leið ást-J ! fangin af Mússolini. Mikill I i meirihluti þýzku þjóðarinnar^ dýrkaði Hitler, sem þjóðlegan Messias í meira en 15 ár. Mússolini hafði ekki stofn- að fasistafíokkinn. Það var, flokkurinn sem kaus hann sér fyrir foringja og rak hann á undan sér með þeim árangri að hann öðlaðist persónulegt vald, sem dró sig undan yfir- stjórn flokksins, Hitler hafði ekki sjáifur stofnað flokk sinn og margir aðrir svo sem Röhm, Gregor Strasser, Max Amann, og Göbbels átti meiri hlut í vexti og skipulagi flokksins en hann. En hann var „trumbu- slagari“ flokksins, yfiráróðurs- maður hans. Bæði hann og Mússolini náðu valdinu með ræðum sínum. Lenin hafði sjálfur búið til flokk sinn — með því að þvinga hann til að segja skilið við kratana rússnesku. Hann stundaði einangrun flokksins og réði sjálfur byltingarkenndri hernaðarlist hans og áðferðum. Hann var enginn ræðumaður, sem hreif með sér fjölda fólks, þegar hann talaði. Hann var minna en meðal rithöfundur. En hann átti þann sjaldgæfa eiginíeika að geta lesið hið stjórnmálalega innihald úr hverri aðstöðu. — Hann var laus við alla viðkvæmni, kald- ur, næstum því ómannlegur, hláturmildur án kímni og gam- ansamur eins og skvettur af brennisteinssýru. Hann var ekki vitund „alþýðlegur“ — hvorki á einn veg né annan. Hann var þó ekki framandi eins og Napóleon cða Stalin, en hann var ekki sérlega rúss- nesk manngerð. Það má auð- veldlega benda á menn frá hans tímum, sem fremur en hann voru táknrænir fyrir eitthvað sem var sérstaklega rússneskt t. d.: Sasonov, Rodzianko, Ras- putin. Einnig hann notaði sér lýð- hreyfingu, nefnilega stjórn- leysishreyfingu bændabylting- arinnar, sem fór eins og logi yfir akur eftir fall keisaraveld- isins í marz 1917: „Hin svarta skifting" jarðeigna og henni fylgdi upplausn víglínunnar og almennur flótti bændaher- manna. En hann gerði það ekki sjálfkrafa, Hann byggði það á gamalli reynslu: Hann og Stoly- pin, sem var síðasti mildi ráð- herra keisaradæmisins (myrtur 1911 af lögreglumanni og of- beldismanni) höfðu lært það sama af „aðalæfingunum“ af byltingunni 1905: Að í næsta sinn væri urn að gera að hafa bændurna á sínu bandi og að keisaravaldið myndi ekki lifa af aðra tapaða styrjöld. Land- búnaðarfrumvarp Stolypins var á þann veg að hann vildi koma á fót úrvali bænda, sjálfseignarbænda sem keisara- veldið gæti stuðst við. En kenn- ing Lenins var sú eftir 1905 að með byltingu skyldu menn „láta sem svo“ að bændurnir gætu skift milli sín jörðunum til frjálsra afnota. Stolypin vissi að Rússland myndi tapa styrjöld við Þýzkaland og var- aði því við henni. Lenin vissi- það líka og þess vegna bauð hann styrjöldina 1914 vel- komna. Árin 1917 og 18 hefði hann viljað borga hvað sem vera skyldi fyrir frið, en það var bara af því að keisara- veldið og borgaraflokkar, sem hinn gamli stjórnleysingi Krap- otkin hafði sameinast, svo og Frh. á 9. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.