Vísir - 29.05.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 29.05.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 29. maí 1957. • • • • • / ANMÞNEMARNIR m - EFTIR IBUTH MOOKE • • • • • • • • • • • • • • • • • 53 • • :.f. — Synir mínir eru ekki heima, sagði hann. — Aðeins dæt- urnar. Synir hans voru veiðimenn og reikunarmenn, eins og hinir ungu Cantrilarnir og Maynard hafði ekki einu sinni hug- mynd um, hvar þeir væru niður komnir. — En Jósua vill vera hér kyrr, sagði hann. — Hann er smið- ur. Hann hjálpar mér. Hann sagði ekki, að Jósua væri góður smiður og ekki heldur, hversu hjálp hans væri mikils virði, né heldur hitt, að eina ástæðan til þess, að Jósua vildi vera kyrr, var sú, að Reyk- háfurinn var á veiðum einhversstaðar í skógunum á bak við. Hann taldi sig ekki heldur bera neina ábyrgð á Jósua, því að hann var sjötugur og heimskingi ofan í kaupið. Mike sagði: — Þetta er allt gott og blessað. Þú verður að finna verkefni handa Jósúa og setur nafn hans á launalistann. Þú hefur á hendi verkstjórnina í skipasmíðastöðinni, herra Cantril. Ég vona, að þér sé það ljóst. | Borga? hugsaði Maynard. Borga Jósúa gamla? Greiða hon- vwn laun. Enginn af Cantrilfjölskyldunni hafði nokkru sinni fengið laun á ævinni. Þessi hugmynd kitlaði hann, og nú brosti hann í fyrsta sinn. — Um verkamenn og smiði er það að segja, sagði hann hæversklega, að ég ætti ekki að þurfa að taka þá með valdi og flytja þá hingað. | — Ekki það? Þetta er nú ekki sérlega fýsilegt land til að- seturs. 1 Maynard rétti ofurlítið úr sér. —• Það eru margir menn hér fram með ströndinni, sem verða fúsir á að flytjast hingað og vinna hjá mér. Mike rétti honum höndina: — Jæja þá, góða ferð, herra Cantril. Og góða ferð. Hann klifraði fimlega yfir borðstokkinn á Bessie og niður í léttibátinn, sem átti að flytja hann í land. Maynard fór aftur undir þiljur. Hann var mjög forvitinn að skoða Bessie, vita hvernig hún væri gerð. Sá, sem hafði smíðað hana, hafði að vísu gert axarsköft, en þó gat Maynard ýmis- ]egt af honum lært. Hann hafði að vísu oft skoðað Bessie, en aldrei jafn-nákvæmlega og núna. Bright gamli fyrrverandi eigandi hennar hafði stungið stafni við í Somerset einu sinni á ári, þegar hann var í kaupsýsluferðum sínum. En hann hafði aldrei leyft neinum að koma um borð nema Rúfusi. Þegar Bessie lagðist við akkeri í Somerset, hlóð Bright gamli byssu sína. Hann skaut á hvern þann bát, sem lagði frá landi og hrópaði hástöfum: — Haldið ykkur í hæfilegri íjarlægð, þorp- ararnir ykkar! Hann hafði næga ástæðu til að vera varkár. Ungu Cantril- srnir höfðu sem sé þann leiða vana að hirða allt lauslegt, sem á vegi þeirra varð. Enginn þeirra sá nokkru sinni skilding. Borga? hugsaði Mayn^rd og skemmti sér konunglega. við hugmyndina. — Sá er góður! Ef hann fengi ofurlítið af peningum, gæti hann ef til vill keypt eitthvað, sem gerði stelpurnar ánægðar. Þær voru allar fokreiðar við hann nú, af því hann vildi ekki loía þeim að fara með hinum á Mary C. Hann gat ekki láð þeim það. Hér var ekkert fyrir ungar stúlkur við að vera, ekki einu sinni manns- efni, nema ef þær' vildu giftast frændum sínum, eins og flestar Cantrilstúlkurnar gerðu og hurfu síðan inn í skóginn tii Indíánanna. En Maynard kærði sig ekkert um að þær gerðu það. Hann hafði þegar orðið að taka rösklega í taumana til að koma í veg fyrir slíkt. Hann ætlaði ekki að gefa strákunum stelpurnar sínar. Allir ættingjar hans voru að fara héðan. Hann var feginn því. Fimmtán manns komu með Bessie til að setjast að í Somerset. Sumt af þessu, voru ungir menn, ókvæntir. Ef dætur hans fjórar sem voru komnar á giftingaraidur, gátu ekki náð sér í menn úr þeim hópi, hlaut það að vera þeim sjálfum að kenna. Engin þeirra hafði nokkurn tíma verið við karl- mann kennd. Hann skoðaði Bessie mjög vandlega. Þetta var mjög traust- byggt skip. í skrifstofu sinni í myllunni, sem áður hafði verið herbergi Andrews gamla, skráði Mikael Ellis nöfn þeirra, sem fiutzt höíðu til þessarar nýju borgar hans. Hann notaði stóra, leður- dregna höfuðbók, sem hann hafði flutt með sér frá Boston. Nöfnin voru, sem hér segir: Mikael Ellis, kona og tveir synir. Francis Ellis og kona. Corkran O'Neill, skipstjóri. Charles Tansley stýrimaður, kona og barn. Friðrik Smith, timburmaður. Jobbick Butler, báts- maður, kona og tveir synir, Ansel Miles, háseti, kona og barn. William Tansley, hásti. Natt Williams, háseti. Robert Welch, háseti og kona. James O'Brady, háseti, kona og þrjú börn. Pierre Cordeaux, háseti. Charles Ushant, háseti. Nicholas God- dard, skipsdrengur. Maynard Cantril, skipasmiður, sjö dætur. Jósúa Cantril. Þegar Maynard Cantril og Charley Tansley komu aftur úr ferð sinni fram með ströndinni, gat Mike bætt við á skrá sína nöfnum tuttugu verkamanna og fjölskyldum þeirra. : Tansley færði þær fregnir, að Bretar voru að gera Boston óbyggilega borg með reglugerðum sínum. Um'allt voru ströng- ustu lög og reglugerðir og skattar óbærilegir. Fólk. væri reiðu- búið að flytja þaðan unnvörpum. Hann hefði getað komið rneð tvisvar sinnum tuttugu verkamenn, ef Maynard Cantril hefði ekki spyrnt fæti við. Hann vildi helzt ekki taka neinn. Hann vildi fá að velja sína verkamenn sjálfur. Þégar búið var að ferma skipið að birgðum, sigldi Maynard fram með sti'öndinni og heimsótti allar skipa- og bátasmíðastöðyar. Hann kom með menn, sem hann þekkti persónulega, frá Gloucester ogSalem. Hann kom með Jim Goram frá Dulverton og nýliða frá Ports- mouth og Weymouth. Tuttugu fjölskyldur. AHs ekki meira. Hann sagði að það yrði nógu erfitt að koma þessu fólki fyrir áður en snjóar féllu í haust. Charley sagði að timbur væri allstaðar hægt að selja. Það ryki út eins og heitt brauð. Hann var með pöntun frá skipa- smíðastöð í Gloucester upp á heilan skipsfarm. Samkvæmt skoðun Charleys höfðu þeir lent í hreinustu gullnámu. - . Mike samþykkti. Hann hafði aldrei dreymt um aðra eins „gull námu" á ævi sinni. Hann horfði á, þegar verkamennirnir voru ferjaðir í land frá Mary C. Það voru alvörugefnir og þrekiegir menn með verkfærakistur og pinkla á öxlum og baki. Þá tók hann að láta hendur stenda fram úr ermum. . • ' • Hann sendi Corkran af stað til Gloucester með Mary C. hlaðr.a af timbri og hann átti að koma aftur með birgðir' og áhiöld. Hann lét hina nýju verkamenn byrja á því að smíða hús handa sjálfum sér og fjölskyldum sínum. Allt sumarið dundu hamarshöggin á bakka Crookshank- fljóts. Mennirnir unnu í vöktum og voru duglegir. Þeir voru ekki að byggja borg fyrir Mikael Ellis, heldur fyrir sjálfa sig. Hverj- um manni var gefið land, timbur gat hver fengið ókeypis eins og hann þurfti í liús og hlöðu og hver maður fékk tíma tii a'ð byggja. í staðinn skrifuðu þeir undir samning við Ellisbræður 0, u k*v*ö*!*d*v«ö*k*u*n*n*] • 3« 1 Zierenberg hjá Kassel fá öll gamalmenni, 70 ára og eldri, ókeypis aðgang að barnasýning- um kvikmyndahúsanna. Dómari í Nevv-York dæmdi 74 ára gamlan mann frá bílakst- ursréttindum á þeim forsendum, að útilokað væri að jafn gamall maður hefði það góða sjón að nægði til að aka bíl án þess að stofna umferðinni i voða. Þegar dómarinn hafði kveðið upp úrskurð sinn í dómssalnum þreif öidungurinn upp saumnál úr vasa sínum, sleit þráð úr jakka sínum og þræddi nálina þrisvar í rykk á svipstundu. Fékk að því búnu dómaranum nálina og bað hann sýna sjón- skerpu sína og þræða. Það tók dómarann fimm mínútur að þræða nálina, en þá breytti hann líka um afstöðu sína og fékk gamla manninum bifreiðaskír- teini sitt að nýju. « „Það var hvínandi rok heima. Það hvein og söng í kerlingunni, bara af þvi að ég hafði. ennþá enn einu sinni gleymt brúð- kaupsdegi'num okkar og kom ekki með nein blóm". — Þannig hljóðaði játning Gvendar þegar hann hitti Sæmund vin sinn á dögunum. Og, ekki er það betra hjá mér „viðurkendi" Sæmundur. „Fer síversnandi með hverju ár- inu sem líður. Við erum víst eitthvað öðruvísi innréttaðir en þetta blessað kvenfólk." Síðan sitja báðir vinirnir þegjandi stundarkorn unz Sæm- undur rýfur þögnina upp úr þurru: ,Manstu hvaða dag það var, sem þú veiddir stóra þorskinn hérna úti á sundun- um?" . •, , „Auðvitað man ég það". „Þarna sérðu, Gvendur — — hvernig er svo hægt að ætlast til að þorskurinn muni eftir þessu líka.------- £ /£. Buncugká -TAHZAM- 23G9 Wezil sá nokkra innborna fyrir utan kofann. — Farið til Ovars, sagði hann. — Hann mun tala aftur í kvöld. , , . Því næst leit hann fyrirlitningar- augum á apamanninn. Svo lagði töfralæknirinn af stað til fjallanna. Seinna, þegar dimmt var orðið, elti Tarzan hina innbornu, sem voru að fara á fund guðs síns Ovars. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.