Vísir - 19.06.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 19. júní 1957
VlSIB
1
• *
/
•• •
AXDNEMARMR
• •
EFTIR
RUTH
MOORE
6.5
• •
hann hafði séð niðri við ströndina, voru nú á leiðinni upp veg-
inn, komnir á beygjuna. Og þéir báru byssur á sér. Hann skauzt
til hliðar inn í stóran, laufskrúðugan runna við húshornið, hafði
þar hægt um sig og glápti í kringum sig', hvert bezt mundi
vera að hlaupa.
Maðurinn kom út úr húsinu, hvasseygur, með byssuna undir
öðrum handleggnum og gamlar buxur á hinum. Hann stikaði
yfir að runnanum.
— Ég sá þig flýja þarna inn, þrjóturinn! sagði hann. — Rétt-
ast væri að ég sendi kúlu í gegnum þig. Og það geri ég um-
yrðalaust, ef ég sé þig fara inn í húsið aftur.
Hann vöðlaði buxunum saman og henti þeim inn í runnann.
' — í þetta ferðu og síðan hypjarðu þig!
Reykháfur teygði sig eftli* buxunum.
— Fjandans rauðskinni! sagði maðurinn.
— Ég er ekki rauðskinni, sagði Reykháfur. Hann kom nú
út úr runnanum, tók sér stöðu andspænis manninum og horfð-
ist kuldalega í auga við hann yfir hlaupið. á byssu hans. — Ég
er Lem Cantril.
— Já, Reykháfur, ehm! Við höfum heyrt þín getið. Eigin- i
lega verið að búast við þér. Það væri samt ráðlegra fyrir þig
að snáfa til baka til Indíánanna. Hér hefur þú ekkert að gera.
— Svo?
— Sannarlega lítur út fyrir það, tók einhver undir. Það
þurfti ekki annað en að líta í augun á honum til þess að komast
að raun um það. Við hefðum átt að losna okkur við hann meðan
tækifæri gafst.
Gamli tjarnarkofinn hans Andrésar Cantril var litill, eins-
herbergis skúr, sem stóð á tjarnarbakka svo sem hundrað fet
inni í skóginum. Eins og sakir stóðu bjó Jósúa Cantril í honum
einn og var hamingjusamari og friðsamari en nokkru sinni áður
í lífinu. Hann var öldungis eins og lífið sjálft hafði mótað hann.
Það litla vit og sjálfsvirðing, sem hjá honum fannst í fyrndinni,
var fyrir löngu rokið út í veður og vind. Hann hafði fúskað við
smíðar, gat rekið inn nagla og heflað tré, — en að hugsa, það
gat hann ekki, og nú var það heldur alls ekki nauðsynlegt.
Maynard vildi að hann kæmi niður eftir til sín og yrði til að-
stoðar í skipasmíðastöðinni; Jósúa sá enga ástæðu til þess. Hann
veiddi sér til lífsviðurváeris, átti dálítið af peningum, sem hann
hafði fengið fyrir húsið sitt, þegar hann seldi, og fyrir þá gat
hann keypt sér það sem hann þurfti; þakið á tjarnarkofanum
var þétt. Hann sá ekkert eftir stóra húsinu sínu, konunni sinni,
sem fyrir löngu var dáin, eða sonunum, sem farnir voru frá
Somerset. Hið eina sem honum stóð stuggur af var það, að
Andrés lifnaði frá dauðum, eða þá að Lemuel kæmi heim.
Hann hafði kynnst mannverum af öllu tagi. Gamall og væru-
kær var hann í tjarnarkofanum áreiðanlega ánægðasti maður-
inn, sem fyrir fannst í Somerset.
Ilandknattleiksdeild K.R.
Æfing er í kvöld: Stúlkur
kl. 8. Piltar kl. 9. Föstudag:
Stúlkur kl. 7,30. Piltar kl.
8,30. Mætið vel.
Þjálfarinn.
K. R., knattspyrnumenn,
II. fl. 'Æfing í kvöld kl. 9.
Þjálfarinn. (663
FRAM! j
Knattspyrnumenn!
Æfingaleikur verður á
Framvellinum í kvöld kl. 8
á milli 1. fl. Fram og U.M.F.
Breiðablik, Kópavogi. Æfing
fyrir meistara og II. fl. kl. 9.
Nefndin.
Hann var í mestu makindum að hagræða hjaríarskrok á gólf-
inu fyrir framan eldstóna sína, þegar Lemuel birtist í dyrunum.
Jósúa var heldur fálátur, þegar hann hóf upp töddina: — Ert
þetta þú, Lemuel. Svo þú ert kominn, ja-há.
Lemuel svaraði ekki. Hann stóð þegjandi í dyrunum.
Jósúa reis á fætur og steig yfir hjartarskrokkmn, svona eins
og til þess að hafa eitthvað í milli sín og Lemuels.
— Ertu svangur? spurði hann. — Árennilegur þessi. Ég
skaut hann út um bakdyrnar snemma í morgun. Hann er ekki
j orðinn alveg kaldur ennþá, en þú ættir að geta skorið þér dá-
lítinn bita af honum.
Maðurinn, sem var Jim Gorham, færði byssuhlaupið dálítið
til. — Já, sú er reýiidin.
Hinir mennirnir nálguðust. Reykháfur heyrði til þeirra fyrir
aftan sig og fann, að þeir voru rétt að koma. Hann hætti við að
draga rýting sinn fram undan skyrtunni.
— Var að leita að föður mínum, sagði hann stuttur í spuna.
-— Hélt hann byggi hérna ennþá. Hvar er hann, þú veizt það?
Einn af mönnunum fyrir aftan hann svaraði: — Jósúa gamli
býr yfir í tjarnarkofanum núna.
— Rákuð gamla manninn út úr húsinu, ja-há! sagði Reyk-
háfur.
— Seldi húsið sitt. Fékk greitt fyrir það. Spurðu hann sjálf-
an, sagði Gorham. — En komdu þér af stað fyrir alla muni. Og
ef þú verður að sniglast hér í kring og skelfa kvenfólkið, skal
ég skjóta á þig gat og teyma hross í gegn um það.
Reykháfur snérist á h.æl og gekk út úr húsgarðinum. Hann
gekk hljóðlega framhjá hópnum, án þess að nokkuð yrði lesið
úr svip hans. Síðan hélt hann áfram upp veginn, sem hann
hafði komið inn í bæinn, og hvarf inn í skóginn,
Kvenfólk, það var einmitt það! Jæja, kvenfólkið meðal
Cantrilanna var vant því, að sjá rrtenn bux:nalausa. Sem betur
fór. Ef þessum yfirborðsseggjum, hverjir sem þeir voru, líkuðu
ekki hættir Cantrilanna gátu þeir snautað aftur til þess staðar,
sem þeir komu frá. Þeim var óhætt að byrja að tína saman
föggur sínar, jafnskjótt og Lem Cantril kæmist yfir gott skot-
vopn.
Mennirnir stóðu kyrrir og störðu á eftir honum Gorham tók
síðan til máls, hugsandi: — Þarna fer áreiðánlega vandræða-
gemlingur, það bregst mér ekkþ
Hann hætti að tala, þegar hann tók eftir því, hve lurkum
laminn Lem var. Svo sótti hann í sig veðrið.
— Hræðilegt, hræðilegt, hræðilegt! Sagði Rúfus frændi þinn,
I að þetta væri ekki rétt, að þú ættir það. Hann gat. ekki sannað
' það, afi þinn var sá eini, sem gat það, og hann er dauður. Ekkert
skjal. Sitt, sagði hann, sitt og Johns; þeir áttu það. Svo seldu
þeir og fóru. Tóku peningana með sér.
Lem mælti enn ekki orð af vörum. Hann gekk yfir í hornið á
tjarnarkofanum og tók upp byssu Jósúa, en hún stóð þar,
— Hvar er þín eigin byssa, Lemuel? Þú getur ekki fengið
mína. Þetta er eina byssan, sem ég á.
Jósúa seildist áhyggjufúllur eftir byssu sinni. En Lem hrinnti
honum harkalega, og höfuð hans skall óþyrmilega í veggnum.
Hann fór síðan að fást við að hlaða byssuna úr púðurpung sín-
um. Þegar hann hafði lokið við það, hélt hann í áttina til dyr-
anna.
— Þú hreinsar út þennan skrokk, pabbi, sagði hann yfir öxl
sér. — Hann er líklegur til að lykta illa, og ég ætla að sofa
hérna í nótt.
— Hvers vegna? hann lyktar ekkert, sagði Jósúa með lítils-
virðingu. — Bölvaður sláninn, slá pabba sinn svo að hann
verkjaði í höfuðið. Hann þreifaði á tönnunum í sér, en þær
voru ekki lausari en eðlilegt mátti teljast.
En hvert ætlaði Lem með byssuna? Á einn eða annan hátt
varð Jósúa að komast yfir hana aftur. Hann fór út úr tjarnar-
kofanum og rölti eftir stígnum út í skógarjaðarinn og skyggnd-
ist um.
Hann sá Lem þramma niður steinlagða veginn og líta hvorki
til hægri né vinstri. Hann nam staðar við hús eitt á leiðinni og
var vón bráðar úr augsýn; síðan kom hann í ljós aftur og tók
þá stefnuna í áttina til mylnunnar. Mínúta leið án þess að
VIKINGUR, knattspyrnu-
menn, meistara og II, fi.
Æfing í kvöld kl. 6.30—8. —
Fjölmennið. Þjálfarinn. (664
VÍKINGUR, III. fh. Áríð-
andi æfing í kvöld. Þjálf-
arinn. (661
SKXPAUTG6RÐ
áá;RIKISINÍS
M.s. Skjaldbreið
Tekið á móti flutningi til Snæ-
fellsneshafna, Flatéýjar og
Vestfjarðahafna i dag.
II
n
Tekið á móti flutningi til Fá-
skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar,
Eskifjarðár, Norðfjarðar, Seyð|
isfjai'ðar, Þórshafnar, Rauíar-
hafnar, Kópaskers og Húsa-
víkur í dag. j
Ms. Sígvún
fer til Vestmannaeyja í kvöldt,
Vörumóttaka í dag. ,
Aðvörim
Vegna yfirstandandi verk-
falls yfirmanna á kaupskipa-
flotanum eru vörúsendendur
aðvaraðir um að afhenda ekki
til flutnings vörur, sem ekki
þola nokkra geymslu.
Skipaútgerð ríkisins. !
2382
€. Bumuqía
Við fórum aftur til hellisins til að
ná í meira af hinni sjaldgæfu myglu,
en 1 þetta sinn réðust að okkur
flokkur innfæddra og voru þeir.
nærri búnir að drepa okkur, sagði
Redfield. Það lá í augum uppi að við
höfðum farið á þann stað, er var
þeim helgur. Roy varð æfur og brátt
tók að bera á hættulegum skapgerð-
arbrestum í fari hans. Svo tók hann
að prófa - eitrið og gerði tilraunir
sínar á öpum, sem di'ápust af því.
Þá datt honum 1 hug að tortímá hin-
um innfæddu. Hann fór að ráðgera.
að myrða þá alla með telu. I