Vísir - 27.07.1957, Side 10

Vísir - 27.07.1957, Side 10
'10 EXGIM VEIT SÍXA' ÆVIjVA eptir JJiorence ŒoJLL ' „Jahá,“ kom upp úr Allan, sem ekki vissi hvernig hann ætti a3 snúa sér í þessu. Það lagðist í hann. að eitthvað óþægilegt ' væri í aðsigi. Hann mundi vel eftir þessu. Sjálfur átti hann mynd sem geymd var í einni skrifborðsskúffunni hans. Hann mundi ' líka, að Stella hafði verið með, er myndin var tekin. „Út af þessu datt mér dálítið í hug,'‘ sagði Eva. „Fyrri konan jðar var með a myndinni og eg tok eftir þvi hve lik hun er kon- unni, sem kom hér í gær. Kannske er hún ættingi hennar.“ Hún spurði beint um þetta, en hún bjóst vart við neinu svari. Hann varð þess var, að taugarnar voru farnar að ókyrrast, og að hún var orðin þess vör. Hann gerði sér fyllilega ljóst þegar, að Eva Edmond hafði komist að leyndarmáli hans: Að fyrri kona hans var enn á lífi, og að hún hafði heimsótt hann þarna. "Nú minntist hann eyrnalokksins með smaragðssteininum, sem Stella hafði gleymt, og Eva fundið. Eitthvað varð hann að segja, en honum gat ekki dottið neitt í hug.... í vandræðum sínum dró hann upp vindlingahylki sitt og bauð henni vindling, sem hún þáði, en hann var svo annars hugar, að hann lét hana sjálfa kveikja í honum. Hún greip kveikjarann, sem hann hafði lagt frá sér á borðið. Hún horfði í augu hans, er hún bar logann að vindlingnum, en hann fór þá að hagræða ' einhverju á skrifborðinu. Þögn ríkti, — þögn, sem varð að rjúfa. Hún var sigurviss. Hún var sannfærð um, að hún hafði nú náð tökum á húsbónda sín- um, að hann vissi það, en var ekki ráðinn í hvernig hann ætti Loks fór hann að horfa á hana. Hann veitti því nú athygli, að hún hafði knýtt belti um hvíta sloppinn, svo að betur kom í ljós hve mittisgrönn hún var og brjóstin hvelfd og falleg. Og nú hafði hann loks stappað í sig stálinu til að horfa í, augu hennar.... og hann sannfærðist enn betur um, að hún vissi h'vernig í öllu lá, en hafði hún sagt nokkrum öðrum frá þessu? ihað var sem hún hefði lesið hugsanir hans, því að hún sagði ' íólega: „Þér getið fyllilega treyst mér, Witt læknir. Eg hefi engum ; sagt frá þessu og ætla mér ekki heldur að gera það.“ Hann þurfti að fá tíma til að hugsa hvað gera skyldi. Það, sem hann hafði byggt var hrunið sem spilaborg. Hann hefði getað reynt að segja, að henni skjátlaðist, — en það var orðið of seint. Hún hafði gert skyndirás, dulbúna, og sigrað. Eva Edmond hafði unnið hjá honum í fimrn ár. Hún var dugleg, áreiðanleg og gætin, —■ hann hafði reynslu fyrir því. Það liafði hún sýnt með framkomu sinni gagnvart sjúklingunum og honum sjálfum, og hann var sannfæröur um, að hann gat treyst henni. Og þegar hún hafði sagt, að hún mundi engum segja frá * þessu, vissi hann, að hann gat reitt sig á, að það mundi standa eins og stafur á bók. Því lengur sem hann hugsaði um þetta því betur fann hann, að í rauninni var honum hugarléttir að því, að Eva vissi þetta. Og kannske yrði allt auðveldara, ef hann sýndi henni fullan trúnað. „Eg ætla að segja yður frá þessu í fullri hreinskilni,“ sagði hann. „Eg er allt í einu kominn í mikinn vanda.“ „Kannske get eg hjálpað yður?“ Hann hafði búist við þessu svari. Hann var þegar farinn að hugsa um nýja áætlun, sem Eva gæti hjálpað honum til að fram- kvæma. Nú, þegar hann var farinn að jafna sig eftir það, sem j komið hafði yfir hann sem reiðarslag, að Eva hafði komist að VÍSIR Laugardaghm 27. júlí 1957 þessu, var hann hæst ánægður að geta rætt þetía við hana og fengið aðstoð við þetta vandamál, sem hvíldi svo þungt á honum. Hann stóð upp og gekk til hennar og einnig hún stóð upp. Þau stóðu andspænis hvort öðru og honum var nautn að angan þeirri, sem barst frá henni að viturn hans. Báðum var ljóst, að breyting var orðin á viðhorfi þeirra hvors til annars — að aílt var foreytt frá því, sem var fyrir hálfri stundu. Eva Edmond horfði á Alian, Aítírei, allan þann tíma, sem þau höfðu unnið saman, hafði verið um sömu tengsl milli þeirra að ræða og nú — og ekkert í áttina. Það var eins og eitthvað tíulið afl drægi þau hvort að öðru, eins og Allan væri nú reiðubúinn, en Eva hafði að vísu allt af verið það, því að er hún stóð þarna andspænis honum, gat hann lesið ástina og tilbeiðsluna í tilliti augna hennar — og svo varð hann einhvers annars var, sem hann gat ekki gert sér grein fyrir. „Eva“, sagði hann, blíðum rómi, lágt. Það fór eins og hlýr straumur um hana, þegar hann nefndi nafn hennar og tók um axlir hennar, og sve renndi hann hönd- unum eftir handleggjum hennar niður að olnbogum, og þrýsti henni að sér. Hann var nú alveg rólegur. Hann hélt áfram, en nú í svipuðum dúr, og er menn ræða við bam: „Eg reiði mig á þig, Eva. Horfðu í augu mér.“ Hún gerði það og svo sleppti hann henni, næstum harkalega. Hröðum skrefum gekk hann aftur að skrifborðinu og settist, eins og hann yrði að átta sig á einhverju. Hún stóð kyrr næstum agndofa, í sömu sporum á miðju gólfu — þessi unga stúlka, sem hafði búist við, að maöurinn sem hún dáði, mundi vefja hana örmum og kyssa hana, og hún hafði fagnað yfir því valdi, sem hún taldi sig hafa náð á honum. Var hann æfur af reiði af því að hann hafði uppgótvað hvernig í öllu lá? Hann hafði nefnt nafn hennar, skírnarnafn hennar, heitt og innilega, en það hafði hann aldrei gert fyrr. Allt hafði örskamma stund verið eins og hún hafði óskað sér, og eins og hún hafði hugsað sér, að það mundi gerast. Hún íhugaði hvort hún ætti að yfirgefa hann nú, eða hvort hún ætti að gera tilraun til a'ð endurvekja þau hughrif, sem vaknað höfðu hjá þeim báðum. En vonbrigðin náðu tökum á henni. Hún hugleiddi hve sæl hún hefði verið aðeins vegna molanna, sem hrotið höfðu af borðum hans — því að hvað voru nokkur hrósyrði fyrir vel unnin störf annað en molar — eða að bjóða henni upp á glas eða aka henni heim, en hún hafði ekki átt neina æðri ósk en að gera hann hamingjusaman — láta hann njóta ástar sinnar og æsku. Hann var dálítiö skjálfhendur, er hann kveikti sér í vindlingi. í fyrstu hafði það vakið miklar áhyggjur hans, að hún hafði, komist að því, að Stella var á lífi, en næstum þegar í stað, er ■ hann hafði glaðst yfir, að hafa fundið manneskju, sem hann gat gert að trúnaðarmanni sínum, byrjaði honum að verða ljóst fcil hvers það mundi leiða,... ■ Hann sá hana bera hendur að augum eins og í örvæntingu og hlaupa grátandi út. Og nú leið honum, eins og.hann hefði' framið hið mesta afbrot, og andartak flaug honum í hug að hætta við öll sín áform og fá sér málaflutningsmann og segja] lögreglunni allt af létta. En...., nei, hann hafði ekki leyfi til þess. Það gæti riðið Jane að fullu, eins og ástatt var fyrir henni. Hann mimdi tefla Stellu í mikla hættu, hún yrði aðalpersónan í miklu hneykslismáli, sein einnig gæti orðið til þess að leggja allt í rúst fyrir honum sem lækni. Hann slökkti í vindlingnum og gekk fram í biðstofuna. Eva safc þar á stól í hnipri og það fór eins og krampakenndur titringur um hana. Hann klappaði blíðlega á öxl hennar, dró til sín stól og settist við hlið hennar. Svo tók hann utan um hana: „Við verðum að haga okkur skynsamlega, Eva. Við megum ekki gera neitt, sem við bæði munum iðrast eftir.“ Framkoma hans nú hafði stillandi áhrif á hana, en hún var ekki viss um hvað fyrir honum vakti. Kom hann til hennar af því, að hann var smeykur um, að hún mundi bregðast honuin — segja frá leyndarmáli hans. En hún skldi, að hann hlaut að eiga í stríði við sjálfah sig — og það átti hún vissulega líka. Því að sannarlega þráði hún hann af allri sál sinni, og hún var sér þess meövitandi, að ef hún fengi að njóta hans mundi hann • M»v. I1 k*v*iM.d*v*ö*N»n*n*i — Þú hefðir átt að segja við hana, að þú væri henni einskis virði, þegar bú barst upp bón- orðið. Það lætur alltaf vel I eyrum. — Eg ætlaði einmitt að fara að gera það, en þá vafð hún á undan. Samkomulagið milli Frakka og Bandaríkjamanna er gott; milli Frakka og Englendinga slarkfært; milli Frakka og Þjóð verja ekki sem verst! en sam- komulagið milli Frakka og Frakka er afleitt. ★ - Heyrðu mig, sagði hann, — ekki skil ég hvers vegna maður er að gifta sig, þegar maður getur keypt sér páfagauk fyrir 50 krónur? — Já, það má nú segja, að þið karlmennirnir eigið að minnsta kosti hægara um vik en við konurnar, svaraði hún, — með- an nautin kosta fleiri þúsund. ★ I stærstu dagblöðum Eng- lands gat fyrir nokkru að lesa auglýsingu, þar sem lýst var eftir —• reyndum innbrotsþjóf, sem kann grein sína til hlítar og er á lausum kili. Dýrmæts sam- starfs við hann var óskað til þess að leysa mjög aðkallandt og vel launað verkefni — og það var borgarstjórinn í brezka smábænum Ishelham, sem hafði undirritað auglýsinguna. Forvitnir fréttasnápar brugðu strax við og kynntu sér málið. Kom í ljós að það var rétt, að borgarstjórinn var auglýsandi og það í fullri alvöru. Hann hafði verið svo óheppinn, að týna lyklinum að fjárhirslum bæjarins og þar sem lásinn var margflókinn varð hann að leita sérfræðilegrar aðstoðar til þess að opna hann. Hafði hann fyrst leitað til lásasmiða í nágrenn- inu, en þeim ekki heppnast að greiða úr vandamálinu. Að svo komnu máli freistaði hann þess að komast í samband við raun- verulegan sérfræðing! ★ Þegar hinar árlegu útsölur fara fram, á sér stað veruleg aukning á efnaskiptum hjá kvenþjóðinni. SunöuqkA -TARZAN- 2109 • | ■ ■ - . lM _T(|l Pe« O 8 P*l Ofl DU’r”by**United Feature SyncUcate. Inc. Drekkið til friðar við guðinn Ovar, Vskipaði Wezil í miðri athöfninni og .g'funlaus svertingi rétti út hendina eftir skálinni. Viðbrögð Tarzans voru skjót. Eldsnöggt tók hann bogann, lagði ör á streng og skaut. Örin hitti í mark. Hún þaut fram hjá nefinu á Brister og í skálina, sem brotnaði og eiírið, sem átti að drepa alla svert' ingjana rann til jarðar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.