Vísir - 03.08.1957, Síða 3
Laugardaginn 3. ágúst 1957
vlsm
r«
3
Afl þeirra hluta, sem gera skal,
Innlendi sparnaðurinn eina varanlega upp-
spretta fjármagns.
E>að uerdar að hláa að
spuraaðiaunt.
í janúar-júníheftinu af Fjár-
málatíðindum, sem hagfræði-
deild Landsbanka íslands gefur
út, birtist meðal annars þessi
grein eftir ritstjórann, Jóhannes
Nordal, hagfræðing.
I.
Skortur á fjármagni er eitt
erfiðasta vandamál, sem við er
að etja í efnahagsmálum Islend-
inga, enda hefur þegar verið
ráðizt í miklar framkvæmdir og
aðrar eru fyrirhugaðar, jafn-
skjótt og aðstæður leyfa.Til þess
að leysa úr þessum vanda hef-
ur verið leitað eftir lánsfé er-
lendis, og hefur þegar fengizt
fé til nokkurra mikilvægra fram
kvæmda. En þótt þessi leið
kunni að leysa brýnustu þörf I
bili, hiýtur flestum að vera ljóst,
að það er hvorki hægt né æski-
iegt til lengdar að afla fjár til
mikils hluta fjárfestingarinnar
með erlendum lántökum. Þess
vegna verður að hlúa að hinum
innlenda sparnaði, sem er eina
varanlega uppspretta fjár-
magns, sem þjóðin á völ á, en
að lokiim verður hann einnig að
standa undir endurgreiðslu
þeirra lána, sem tekin eru er-
lendis.
Það er því ekki að ástæðu-
lausu, sem hin þverrandi mynd-
un sparifjár í bönkunum að
undanförnu hefur valdið mörg-
um áhyggjum. Hine vegar getur
það haft í för með sér rangt mat
á aðstæðum, ef menn einblína
um of á sparifjársöfnunina og
gleyma því, að hún er aðeins ein
af mörgum uppsprettum fjár-
magns í hagkerfinu. Til sparn-
aðar teljast allar þær tekjur ein-
staklinga og fyrirtækja, ríkis og
sveitarfélaga, sem ekki eru not-
aðar til neyzlu eða rekstrar á
líðandi stund. Niðurgreiðsla
skulda, kaup verðbréfa og hluta-
bréfa, myndun eftirlauna- og
tryggingarsjóða og sjóðsmynd-
um hjá fyrirtækjum og einstak-
lingum eru allt mismunandi teg-
undir fjármagnsmyndunar.i
Sama máli gegnir um beina
notkun tekna og eigin vinnu til
fjárfestingar. Bóndinn, sem legg-
ur vinnu sina og tekjur í umbæt-
ur á jörð sinni, og bæjarbúinn,
er reisir sér íbúð að miklu leyti
með sjálfsafneitun og eigin
vinnu, eru að ’spara og bæta
-efnabag sihn og þjóðarinnar, en
mikill hluti sparnaðarins fer
þannig beint í fjármunamyndun
hjá eigandanum sjálfum.
II.
Ekki éru fyrir hendi nothæfar
áætlanir um aðra þætti fjár- j
magnsmyndunarinnar en þá, er
kanna má af , reikningum pen-
ingastofnana og opinberra aðila.
Nokkra hugmynd má þó gera
sér um það, hversu mikil er sú
elfur fjármagns, sem upp sprett-
ur í hagkerfinu, út frá áætlun-
rtm, sem gerðar hafa verið um
fjárfestinguna í heild. Á árinu
1956 er líklegt, að hinn innlendi
sparnaður hafi numið yfir 1.000
milljónum króna, eða ef til vill
ekki fjarri þriðjungi heildar-
tekna þjóðarbúsins. Enda þótt
hér sé ekki á traustum tölum að
byggja, er óhætt að fullyrða, að
raunverulegur sparnaður hefur
ekki aðeins orðið mikill hér á
landi á undanförnum árum, held-
ur rneiri en með flestum þjóðum
öðrum.
Ekki má missa sjónar af þess-
ari staðreynd, enda þótt nú sé
við verulegan fjárskort að etja.
Vegna þess, hve mikið af tekj-
um þjóðarinnar er þegar sparað,
er hætt við, að ráðstafanir til að
knýja fram aukna fjármagns-
myndun með skattlagningu hafi
í för með sér þeim mun minni
sparnað annars staðar í hagkerf-
inu.
■ að halda. Þetta krefst nánari
( skýringar, og verður nú reynt að
gera grein fyi’ir nokkrum hlið-
um þessa vandamáls.
III.
Misræmi milli framboðs og
eftirspurnar eftir lánsfé getur
átt sér ýmsar rætur. Almennur
skilningur er nú vaknaður á því,
hver áhrif vantrú manna á fram-
tíðarverðgildi peninganna hefur
í þessu efni. Um það má að vísu
deila, hversu mikið hún dragi úr
heildarsparnaði þjóðai'innar, en
á hinu er enginn vafi, að hún
hefur þau áhrif, að minna af
sparnaðinum á sér stað í pen-
ingaformi, en jafnframt eykst
stórlega ásókn í lán. Ýmsár til-
lögur hafa komið fram um að-
gerðir, er vegið gætu upp á móti
áhrifum verðbólguhugsunar-
háttarins, svo sem verðtrygging
í peningasamningum, en ekki
skal fjölyrt um þær að sinni.
Allir munu þó sammála um,
að eina varanlega lausnin felst
Því er einatt slegið fram hugs- 1 efnahagsmálastefnu, sem dreg-
unarlítið, að Islendingar séu úr, ur ur manna við verðhækk-
hófi eyðslusamir og fyrirhyggju-[ anm- Luh ástæða er til að benda
lausir um eiginn hag. Þetta er! a- að Það sem hér skiptir máli
fjarri sanni. Ef borið er saman eru skoðanil' manna á framtíð-
við nágrannaþjóðirnar, er ís- ( arÞróuninni, en ekki reynsla líð-
lenzkur almenningur bæði til ■an<h stundar. Af þeim sökum
sjávar og sveita óvenju fús að ( hefui’ þráfaldlega mistekizt að
leggja hart að sér til að öðlast ( en.úurvekja trú manna á verð-
efnahagslegt öryggi. Hið mikla Shdi peninganna, enda þótt tek-
átak, sem þúsundir manna hafa
gert á síðustu árum til að koma
sér upp þaki yfir höfuðið er eitt
hið Ijósasta dæmi þess.
Því skal að sjálfsögðu ekki
neitað, að enn sé full ástæða til
að brýna menn til aukinnar ráð-
deildar. Hins vegar er lækning-
ar á fjármagnsskortinum vissu-
lega ekki eingöngu að leita á því
sviði. Orsakir vandræðanna
liggja miklu fremur annars stað-
ar: i togstreitu um fjármagnið
milli þeirra, sem skapa það, og
hinna, sem telja sig þurfa á því
izt hafi með ýmsum ráðum að
halda verðlagi um skeið nokk-
urn veginn stöðugu. Orsökin hef-
ur þá oftast verið sú, að menn
hafa almennt talið, að jafnvæg-
isleysi væri engu að síður svo
mikið í þjóðai’búskapnum, að
stíflan gæti brostið, hvenær sem
væri. Mins vegor sýndi reynslan
hér á landi eftir gengislækkun-
ina, að trú manna á stöðugt
verðlag getur aukizt furðu fljótt
eftir róttækar aðgerðir í efna-
hagsmálum, enda þó.tt þær hafi
í bili haft í för með sér miklar
verðhækkanir.
IV.
Önnur meginorsök misræmis
í dreifingu fjármagns er hinn
mikli mismunur á afkomu og á-
hættu atvinnuveganna. Mikil-
vægar atvinnugreinar, svo sem
meginhluti útflutningsfram-
leiðslunnar, hafa lengi búið við
rekstrarörðugleika, sem bæta
hefur orðið úr með styrkjum
og alls konar friðindum. En
jafnvel þótt tekizt hafi um stund
að tryggja þessum greinum
sæmilega afkomu, hefur það
ekki nægt til þess, að fjármagn
einstaklinga leitaði þangað sem
skyldi. Af þessu hefur leitt, að
ríkisvaldið hefur orðið að
hlaupa í skai’ðið til þess að auka
framleiðslugetu og tækni þeirra
fx’amleiðslugreina, sem taldar
hafa veiið afskiptar. Fjár til
þessa hefur svo orðið að afla
með sköttum og lánum, sem
enn hafa aukið jafnvægisleysið
á lánsfjái’markaðinum. Jafn-
framt hefur fjármagn einstakl-
inga leitað í aðrar greinar, sem
hafa skilað þeim betra arði. Til
þess að þessi straumur yrði
ekki of stríður, hefur verið
reynt að hamla á móti á marga
vegu, t.d. með takmörkunum
fjárfestingar- og gjaldeyrisleyfa,
lánsfjárskömmtun og sköttum.
Ái’angui’inn hefur sjaldan orðið
svo sem til var ætlazt, en með
þessu hefur hins vegar verið
lagður steinn í götu margi’ar
starfsemi, sem hefur vei’ið þjóð-
arbúinu hagkvæm.
1 þessu efni er komið inn á
hættulega braut. Þegar menn
hætta að geta treyst þvi, að
afkoma fyrirtækja sé mæli-
kvarði á hagkvæmni þeirra,
verður brátt ekkert raunhæft
við að styðjast. Svo fer að lok-
um, að vei'ðmyndunarkei’finu er
algerlega snúið við. Höfuðat-
vinnuvegirnir verða reknir með
halla og styrkjum, en litið með
tortryggni, ef ekki beinum
fjandskap, á allt, sem ber sig
vel.
Úr þessari sjálfheldu verður
að brjótast. Atvinnuvegirnir,
sem eru undirstaða þjóðarbú-
skaparins, verða að fá heilbrigð
afkomuskilyrði, svo að nægi-
legt fjármagn leiti til þein’a á
eðlilegan hátt og án meðal-
göngu ríkisvaldsins.
V.
Það er ekki aðeins nauðsyn-
legt, að afkoma atvinnuveganna
sé svo góð, að menn verði fúsir
að leggja í þá nýtt fjármagn.
Hitt skiptir ekki minna máli,
að fyrirtæki fái aðstöðu til að
safna sjóðum, svo að þau geti
sjálf greitt verulegan hluta af
nýjum framkvæmdum og endur-
bótum. Heilbrigður vöxtur get-
ur vai’t átt sér stað í framleiðslu-
grein, ef ekki er á annað að
treysta en lánsfé.
Ríkisvaldið hefur mikil áhrif
á möguleika fyrirtækja til sjóðs-
myndunar. Það er t.d. mjög und-
ir skattlagningu atvinnurekstrar
komið, hvort fyrirtækjum er
kleift að auka fjármagn sitt með
því að halda eftir verulégum
hluta ágóðans. Ef skattar eru
mjög þungir, má búast við því,
að þeir verði að miklu leyti til
þess að rýra þá fjármagns-
myndun, sem ella hefði átt sér
stað. Svipuð áhrif geta verð-
verðlagsákvæði haft, ef þau
koma í veg fyrir, að ágóði mynd-
ist, sem síðar gæti staðið undir
fjárþörf fyrirtækisins. Þetta.á
ekki eingöngu við um eiríkafýr-
irtæki. Ýmis opinber fyrirtæki
eru einmitt ágætt dæmi um ó-
hagstæð áhrif of lágrar verð-
lagningar. Raforkuverin eru
vafalaust einhver traustustu og
hagkvæmustu fyrirtæki hér á
landi. Vei’ðlagning á þjónustu
þeirra hefur hins vegar verið
þannig, að þau eiga enga sjóði
aflögu til að leggja í nýjar vii’kj-
anii’. Fyrirtæki, sem ættu að
réttu lagi að geta séð sjálf fyrir
miklum hluta fjárþarfar sinnar,
gera þannig óeðlilega miklar
kröfur til þess fjármagns, sem
þjóðin hefur yfir að ráða.
VI.
Aðeins hefur verið unnt að
benda hér á nokkur atriði þessa
máls, sem ekki er ætíð nægileg-
ur gaumur gefinn. Það ætti að
vei’a óhætt mál, að ekkert eitt
með al dugir til að lækna þann
fjármagnsskort, sem hér ríkir.
anstu eftir þessu...?
í september 1939 mátti oft sjá sjón
eins og þessa í járnbrautasíöðvum
Bretlands. Börn voru send til strjál-
býlla héráða vegna styrjaldar- og loft-
árásahættunnar, er vofði vitanlega fyrst
og fremst yfir borgunum. Ætlunin var
að flytja t. d. frá London öllliörn undir
16 ára aldri og mæður, er áttu börn
undir fimm ára aldri. I árslok 1940
hafði meira en hálf milljón barna verið
flutt úr borgum Bretlands út um sveit-
irnar og jafnvel til Kanada og Banda-
ríkjanna.
Ilér sést dr. Carl D. Anderson með
..•frumeindakljúf“, sem liann og dr.
Robert A. Millikan fundu upp árið 1931
i tækniháskóla Kaliforníu í Pasadena.
Á stúdentsárum sínum varð Anderson
mjög áhugasamur um allt, sem snerti
kjarnorkufræði, en hann naut kennslu
dr. Millikans. Þegar dr. Anderson hlaut
Nóbelsverðlaunin árið 1936 fyrir að
finna efnið „positron“, var hann yngsti
maður, er hlotið hafði þá miklu viður-
kenningu. Hann vann og að rannsókn
geimgeisla.
í október 1950 sömdu Bandaríkin qg
Thailand um gagnkvæma aðstoð og vár
þá einnig samið um það, að Bandaríkin
skyldu láta Thailand í té allskonar vop.n
og hergögn. Myndin hér að ofan er af
léttri sprengjuflugvél, sem flutt er uþp
eftir Mekong-fljóti til flugvallar, þar
sem hún á að liafa bækistöð. í sambandi
við samninga bessa veittu Bandaríkin
aðstoð til að auka og endurbæta heil-
brigðiseftirlit í Thailandi, svo og til að
auka allskonar aðstoð við landbúnað
Thailendinga.